Morgunblaðið - 18.10.2019, Page 16

Morgunblaðið - 18.10.2019, Page 16
Þ að er þannig að hver fasteignasala fyrir sig verðleggur sína þjónustu og hefur sína eigin gjaldskrá. Hvað innifalið er í þóknuninni til fasteignasalans getur verið mjög mismunandi sem og verðið sem þeir rukka fyr- ir þjónustuna,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Hann hvetur fasteignaeigendur til að kynna sér mál- ið vel í upphafi viðskiptanna. „Best er að spyrja fasteignasalann út í öll gjöld og kostnað í upphafi því þannig má koma í veg fyrir óánægju síðar í ferlinu.“ Grétar segir að fyrir um 25 árum hafi lög mælt fyrir um þóknanir fasteignasala en með tilkomu samkeppnislaganna hafi þau laga- ákvæði verið felld brott. „Fasteignasalar eiga að geta útskýrt hvaða vinna og ábyrgð liggja að baki þóknun. Stundum er tiltekinn við- bótarkostnaður inni í, aðrir rukka hann sér. Eins er oft ódýrara að semja um einkasölu. Þetta eru allt atriði sem fasteignaeigandinn þarf að velta fyrir sér þegar hann er að setja eignina á sölu.“ Flókið og tímafrekt starf Með hækkandi fasteignaverði hefur sölu- þóknun til fasteignasala einnig hækkað því algengast er að fasteignaeigendur greiði prósentur af söluverði eignarinnar til fasteignasalans. En er vinna fasteignasalans virkilega milljón króna virði eða meira, sem getur auðveldlega gerst þegar verið er að selja eignir yfir 50 milljónir? „Ég vil ekki leggja mat á það hvort hin eða þessi söluþóknun sé sann- gjörn eða ekki, enda hvers fasteignasala að út- skýra fyrir sínum viðskiptavinum hvað verið er að greiða fyrir. Mér finnst hins vegar almenn- ingur oft ekki átta sig á því í hverju starf fast- eignasalans felst í raun og veru. Margir halda að starfið gangi bara út á það að auglýsa eign- ina og sýna hana en í raun liggja oft gríðarlega margir tímar á bak við hverja sölu, þótt vissu- lega séu sumar eignir einfaldari í sölu en aðrar. Fólk áttar sig oft ekki á þessu,“ segir Grétar. Hann bendir á að á undanförnum árum hafi umfang fasteignaviðskipta sífellt orðið flókn- ara og kröfur aukist mikið. Fasteignasala ber m.a. að skoða eignina og útbúa ítarlegt sölu- yfirlit og gæta þess að öll gögn sem krafa er gerð um liggi fyrir. Í framhaldinu er hægt að hefjast handa með verðlagningu og markaðs- setningu eignarinnar og þá hefjast samskipti við áhugasama kaupendur. Í kjölfar þess ganga kauptilboð á milli en þar hefur flækju- stig á undanförnum árum aukist mikið enda mjög algengt að ýmsir fyrirvarar séu settir í tilboð sem oft leiða til þess að ekkert verður af sölu og þá þarf að hefjast handa á nýjan leik. „Þá eru oft keðjusölur í gangi sem geta leitt til mjög flókinna aðstæðna. Þannig er oft býsna tímafrekt ferli fram að því að unnt sé að und- irrita kaupsamning með aðilum þar sem að sama skapi er að mörgu að hyggja. Almennt lýkur síðan ferlinu með gerð afsals og fjár- hagslegs uppgjörs einhverjum mánuðum síð- ar. Þarna á milli eru oft margþætt samskipti fasteignasalans við seljandann, lánastofnanir og opinbera aðila. Í örstuttu máli er þetta lýs- ing á nokkru af því sem um ræðir auk þess sem þess má geta að fasteignasalar stýra oft sátta- fundum milli aðila komi vandamál upp.“ Söluþóknun stundum umsemjanleg Grétar ítrekar einnig að ábyrgð fast- eignasalans sé mikil í öllu ferlinu, hann þarf að tryggja að allt gangi upp, t.d. varðandi greiðslur til seljandans, og að allar upplýs- ingar um fasteignina séu réttar. Dæmi eru um að fasteignasalar hafi verið dregnir til ábyrgðar verði brestur á efndum eða upplýs- ingagjöf og þess vegna eru allir fasteignasalar með starfsábyrgðartryggingar „En fyrst og fremst byggist fasteignasala á trausti. Sem fasteignaeigandi treystir þú fasteignasal- anum til þess að selja þína eign fyrir ákveðna þóknun. Þess má geta að í Noregi geta fast- eignaeigendur valið um hvort þeir greiða fast- eignasalanum tímakaup eða fasta söluþóknun en hér á landi hefur þetta yfirleitt verið ákveðin prósenta af söluverði eða fast umsam- ið gjald.“ Grétar bendir á að ef um dýrari eignir er að ræða eða einkasölu megi auðvitað reyna að semja um lægri söluþóknun við fast- eignasalann, en ávallt þarf að liggja fyrir skriflegur samnningur milli seljanda og fast- eignasala um hver þóknun sé. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hvers vegna er svona dýrt að selja? Grétar Jónsson, formaður Félags fasteignasala. Mörgum fasteignaeigendum svíður upphæðin sem greidd er til fasteignasalans við sölu. Grétar Jónsson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala, útskýrir hér hvað liggur að baki þóknun fasteignasalans. Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.