Morgunblaðið - 18.10.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.10.2019, Qupperneq 19
Morgunblaðið/Ómar Isamu Noguchi hannaði þetta borð 1944 en það er mjög lýsandi fyrir þennan stíl. Það fæst í Pennanum. Tímalaus hönnun í gegnum kynslóðir Í viðtali við New York Times frá 2016 gáfu nokkrir hönnuðir álit sitt á þessum stíl og yf- irtöku hans á heimilum vestanhafs á nýrri öld. Einhverjir sögðust þreyttir á honum en tóku fram að húsgögnin væru tímalaus og allir áttu þeir að minnsta kosti eitt eða tvö húsgögn frá þessum tíma heima hjá sér. Einn sagði að hönnunin væri tímalaus og fullkomin fyrir nútímaheimili, í bland við aðra stíla. Ef litið er á sameiginleg einkenni heimila í bókinni og þess sem má telja algengt í dag ber helst að nefna skandinavíska hönnunarstóla úr við og leðri, plöntur, tekkhúsgögn og formuð hangandi ljós í opnum stofum. Helsti sjáanlegi munurinn er líklegast samsetningin og svo samhengið sem íbúðir þessar eru byggðar í. Íbúðaeigendur í dag eru óhræddir við að blanda saman gömlu og nýju. Í stuttu máli: Það þarf kannski ekki að leita langt yfir skammt til að fá innblástur fyrir heimilið – mögulega bara í albúmið hjá ömm- um okkar. Hansa-hillur eru ekki bara vinsælar hjá ungu fólki á Íslandi heldur um allan heim. Leikmynd úr sjónvarpsþáttunum Mad Men. Stutt leit á netinu færir þér greinar á við: „Svona stíliserar þú heimili þitt í Mad Men-stíl.“ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 19 Helgi Jón Harðarson Sölustjóri Andrea Guðrún Guðlaugsd. Löggiltur fasteignasali Freyja Sigurðardóttir Löggiltur fasteignasali Hilmar Þór Bryde Löggiltur fasteignasali Hlynur Halldórsson Löggiltur fasteignasali Magnús Emilsson Löggiltur fasteignasali Ágústa Hauksdóttir Löggiltur fasteignasali Hildur Loftsdóttir Ritari / Skjalavinnsla TRAUST FASTEIGNASALA Í 36 ÁR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.