Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - Jan 2019, Page 7

Fréttir - Eyjafréttir - Jan 2019, Page 7
Janúar 2019 | Eyjafréttir | 7 í það og við keyrðum það í gang. Það sást strax hvað krakkarnir nutu sín vel. Það leiddi af sér að ég ásamt Rannveigu Traustadóttur sérkennara fórum af stað með íþróttaæfingar í boccia og þá þurfti að stofna félag til að fá þátttökurétt í mótum, svo í desember 1988 leit Íþróttafélagið Ægir dagsins ljós. Það var alltaf mjög gaman að fara með krakkana á mót. Við byrjuðum á að fara á nýársmót í sundi og eftir það á ýmis bocciamót.“ barátta um tímana í íþróttasalnum Íþróttahúsið var byggt árið 1976 og var tekið í notkun á svipuðum tíma og Óla Heiða byrjar í kennslunni. Það var mikill uppgangur á þessum árum og mikil barátta um tímana í íþróttahúsinu. „Þetta var íþrótta- hús með einum sal og slagur um hvern einasta tíma. Árgangarnir voru líka miklu stærri heldur en við þekkjum í dag, allt upp í 120 krakkar í hverjum árgangi. Við létum til dæmis fimleikakrakkana hita upp á ganginum eða í gömlu kaffiteríunni svo við gætum nýtt tímann í salnum sem best,“ sagði Óla Heiða. betri saman en í sundur Óla Heiða þjálfaði og keppti í handbolta í mörg ár hjá Þór. „Þegar árin liðu í handboltanum, vildum við fá að sameina Tý og Þór í kvennahandboltanum. Sáum að við yrðum betri saman sem eitt lið heldur en í sundur. Ég og Eygló Kristinsdóttir vorum að þjálfa sama flokkinn, hún var til dæmis með Andreu Atladóttur sem varð landsliðskona í handbolta og ég með Ingibjörgu Jónsdóttur sem spilaði líka með landsliðum og fleiri mjög góðar stelpur. Við vorum alltaf í stanslausri baráttu okkar á milli. Við fengum það í gegn að sameina meistaraflokkinn sem varð til þess að við þurftum að sjá að miklu leyti um okkur sjálfar peningalega. Í kjölfarið fórum við neðar og neðar með sameininguna og þar með vorum við komin með peningamálin fyrir marga flokka og fjáraflanir fyrir þá alla. Björgvin var alveg með mér í þessu þarna ásamt Bjössa bróður, Eygló og Grím, Gunnu og Varða. Á þessum tíma vorum við að drukkna í vinnu, en þetta var líka mjög skemmtilegur tími.“ mörgum fannst ég vera aðeins of ákveðin Óla Heiða fylgist vel með þeim sem hún hefur þjálfað, bæði í handboltanum og fimleikunum. „Mér finnst ég eiga smá í þeim. En ásamt því að vera full af áhuga og með mikinn metnað fyrir öllu því sem ég var að gera á þessum tíma að þá var ég mjög kröfuhörð. Ég er ekki viss um að ég hafi enst jafn lengi og ég gerði í þessu hefði ég verið of eftirgefanleg. En ég veit að mörgum fannst ég vera aðeins of ákveðin.“ Gott að eiga góða að „Í dag skil ég ekki hvað ég var mikið að gera og að ég hafi hrein- lega komist yfir að gera þetta allt, ég var að kenna um það bil 36 tíma á viku og dagurinn var mjög langur. Ég hefði ekkert geta þetta nema af því að ég á góða að og mamma og pabbi pössuðu mikið fyrir okkur og svo voru strákarnir mikið með mér í íþróttahúsinu eftir að þeir komust á legg,“ sagði Óla Heiða. margar góðar hugmyndir Óla Heiða fór að fara meira inní skólanum þegar Hjálmfríður, þá skólastjóri í Barnaskólanum bað hana um að byrja kenna samkvæm- isdansa í yngstu árgöngunum, „ég fór einnig að kenna vélritun á unglingastigi og á ritþjálfa í 3. -5. bekk. Um þetta leyti fór ég að vera töluvert upp í Barnaskóla. Það var svo í desember 2002 sem vantar umsjónarkennara fyrir skemmti- legan 5. bekk. Ég tók við bekknum í janúar og hætti í íþróttakennslu. Ég var með bekkinn fram á vorið 2004. Þá um vorið tek við starfi sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ og tek mér ársleyfi hjá skólanum.“ Í starfi sínu sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór Óla Heiða inn með margar hug- myndir sagðist alltaf hafa haft áhuga á almenningsíþróttum, skapa almenningi tækifæri á fjölbreyttri hreyfingu og að það hefðu margar góðar hugmyndir farið í gegn þetta ár. mikil togstreita og erfið fæðing Óla Heiða fór aftur að starfa í skólanum haustið 2005 og þá var umræðan um sameiningu skólana þegar hafin og það af alvöru. „ég var alltaf hlynnt því að sameina skólana, en það var rosaleg tog- streita innan skólans og þetta var erfiður tími.“ Óla Heiða hafði kennt við báða skólanna og einnig átt börn í skólanum, „mér fannst árgangarnir ekki fá að kynnast nægilega vel og ég sá bara kosti við það að sameina þá. Það er algjör óþarfi að hafa allt tvöfalt í ekki stærra bæjarfélagi.“ Það voru margir kennarar á móti sameiningunni, „þetta var mjög erfið fæðing og þegar maður lítur til baka þá hefði mátt gera margt öðruvísi í öllu þessu ferli. Eins og til dæmis að fá faglega aðstoð frá utanaðkomandi aðila sem hefði getað hjálpað til við ferlið og verið hlutlaus,“ sagði Óla Heiða. krefjandi ár en mjög gefandi Eftir sameininguna var Óla Heiða deildarstjóri í Hamarsskólanum ásamt Jórunni Einarsdóttur með Sigurlás sem aðstoðarskólastjóra „það fannst mér mjög gaman, samstarfið var gott og ég fékk að hafa áhrif á skólastarfið. Þennan vetur kenndi ég líka í fyrsta bekk með Þóru Guðmundsdóttur, það var góður skóli fyrir mig. Þóra er frábær kennari og við smullum mjög vel saman.“ Eftir það skólaár fór Óla Heiða að vinna í Barna- skólanum og tók að sér námsver fyrir unglinga. „Mér fannst það vera mikil áskorun og ábyrgð og var ég með námsverið í tvö ár. Þetta voru krefjandi ár, en það er mjög gefandi þegar ég hitti fyrrum nemendur mína og ég fæ faðmlag frá þeim,“ sagði Óla Heiða. maður kann yfirleitt töluvert meira en maður heldur Óla Heiða hefur alla tíð verið dugleg að sækja námskeið og endurmenntað sig. Um aldamótin flutti fjölskyldan til Noregs, „ég fór í NIH, norska íþróttaháskólann og Björgvin í framhaldsnám í líf- eðlisfræði íþrótta við sama skóla. Ég tók nokkra áfanga ásamt því að læra ungbarnasundkennslu og stundaði norskunám. Árið 2010 fór hún aftur í nám í Háskóla Íslands í eitt ár, „ég var vikilega stressuð fyrir því, en kom sjálfri mér ótrú- lega á óvart í því námi og sá líka að ég kunni helling. Maður kann yfirleitt töluvert meira en maður heldur.“ Óla Heiða tók fullt nám og valdi áfanga sem hún sagðist hafa nýtt sér mjög vel í framhald- inu. „Meðfram þessu námi fór ég í jógakennaranám sem var rosalega gott og hollt fyrir mig og þegar ég kom aftur til baka í skólann fór ég meðal annars að kenna jóga og slökun sem val á unglingastigi. Það er eitthvað sem ætti að kenna í öllum nemendum.“ breyttir tímar eftir 40 ár Eftir námsárið kom Óla Heiða til baka full af nýjum hugmyndum og eldmóði. „Ég sótti um deildar- stjórastöðu yngri deildar í GRV Hamarsskóla og fékk hana. Vann þar náið með Sigurlási aðstoðar- skólastjóra og síðar skólastjóra, það var alltaf gott að vinna með honum, við náðum mjög vel saman sem stjórnendur. Það hafa verið miklar breytingar á stjórnunarteym- inu síðustu ár og alveg hellingur að gera hjá okkur og mörg góð verk- efni sem voru innleidd í skólann.“ Eftir 40 ár í skólanum er Óla Heiða hætt sem stjórnandi, hún var komin með réttindi til að taka lífeyri og ætlaði upphaflega að nýta sér hann en kenna hálfa stöðu með því, „en svo kemur þetta upp með Sigur- lás og við tók mjög erfiður tími og maður fer í kjölfarið að hugsa aðeins öðruvísi,“ sagði Óla Heiða sem er eins og er í launalausu leyfi frá skólanum en á ekkert frekar von á að snúa til baka. saknar krakkanna og starfsfólksins í skólunum Óla Heiða er stolt af vinnu sinni í skólanum og sagði samstarfsfólkið frábært, „kennarar við skólann eru mjög góðir. Þeir eru allir metnaðarfullir og áhugasamirog tilbúnir til að leita nýrra leiða svo hver og einn fái að njóta sín. Ég sakna krakkanna og starfsfólksins í skólunum alveg ógurlega. En núna taka bara önnur spennandi verkefni við.“ Heppin að hafa unnið með öllu þessu frábæra fólki Aðspurð, þegar hún lítur til baka þá sagðist Óla Heiða vera fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa verið þátttakandi í þessu öllu, „ég er heppin að hafa fengið að vinna með þessu frábæra fólki í gegnum allan þennan tíma. Ég hef lært alveg ótrúlega mikið af samstarfs- fólkinu og er afar stolt af mörgu sem við höfum áorkað saman. Bæjarbúar geta verið mjög stoltir af skólanum sínum,“ sagði Óla Heiða að endingu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.