Fréttir - Eyjafréttir - jan. 2019, Blaðsíða 8
8 | Eyjafréttir | Janúar 2019
Meistaraflokkur karla í hand-
bolta átti stórkostlegt tímabil
á síðasta ári. Undanúrslit í
Áskorendakeppni Evrópu,
bikar-, deildar- og íslands-
meistarar er árangur sem erf-
itt verður að toppa og fyrstir
íslenskra liða til að afreka á
sama tímabilinu. Strákarnir
okkar eru því verðugir hand-
hafar Fréttapýramídans fyrir
framlag þeirra til íþrótta.
Fyrir tímabilið 2017-18 bætti
liðið við sig tveimur leikmönnum,
það voru þeir Róbert Sigurðarson
og Aron Rafn Eðvarsson. Andri
Heimir Friðriksson snéri svo aftur
til ÍBV í byrjun október þegar
tímabilið var þegar hafið. Fyrir
mótið var ÍBV spáð sigri í hinni
árlegu spá fyrirliða og forráða-
manna og í Seinni Bylgjunni.
Mörg augu voru því á sterku liði
ÍBV og að mati margra byrjaði
tímabilið brösulega, strákarnir voru
að ná í stigin en voru ekki eins
sannfærandi í fyrstu leikjum líkt og
búist var við. Þann 30. nóvember
2017 tapar ÍBV gegn Aftureldingu
á heimavelli með sex mörkum,
19-25. Eftir það hófst sigurhrina í
öllum keppnum sem stóð fram til
22. febrúar þegar liðið tapaði gegn
Val. Strákarnir svöruðu strax ræki-
lega fyrir sig í næsta leik og unnu
FH sannfærandi með átta marka
Meistaraflokkur karla í handbolta hlutu fréttapýramídann fyrir
framlag sitt til íþrótta:
Einstakur árangur sem
erfitt verður að toppa
GíGjA óSkARSdóttiR
gigja1991@gmail.com