Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jan. 2019, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - jan. 2019, Síða 11
Janúar 2019 | Eyjafréttir | 11 AÐ8SIG Lýsing: Ertu komin/n yfir fimmtugt? Er ástæða til að staldra við og skoða hvaða möguleika framtíðin ber í skauti sér? Námskeiðinu er ætlað að styðja þá sem finna hjá sér þörf eða löngun til að vega og meta styrkleika sína og langanir, með það fyrir augum að þátttakendur skoði markmið sín og íhugi næstu skref. Námskeiðið er ætlað aldurshópnum 50+ Umsagnir: “Þetta námskeið kom mér til að hugsa um að lífið getur verið skemmtilegt og breytilegt eftir vinnu. Sérstaklega með því að 8 sig á hvernig maður vill hafa restina af lífinu. Helga hélt vel utan um námskeiðið og gaf góðan tíma fyrir umræður” “Ótrúlega skemmtilegt, tíminn leið ótrúlega fljótt og manni leiddist aldrei. Efnið mjög vel unnið og Helga kemur því vel frá sér, skýr, mjög gefandi og gerir námsefnið skemmtilegt”. Tími: 29. og 30. mars. 9 klst í heildina. Verð: 18.000 kr. Leiðbeinandi: Helga Tryggva, náms- og starfs- ráðgjafi og Eyjakona sem tilheyrir hópnum 50+ STARFSTENGT BÓKHALD ,,Námskeiðið er hugsað fyrir einyrkja og aðra sem vilja öðlast grunnskilning á bókhaldsvinns- lu og helstu verkefnum sem koma inná borð við bókhaldsvinnslu. Lagt er upp með að nemendur þekki helstu lög og reglur í kringum bókhald og bókhaldsvinnslu og viti hvaða kröfur eru gerðar um skipulag og utanumhald. Þá munu nemen- dur fá innsýn í DK bókhaldskerfi og helstu þætti þessi kerfis, sbr. gerð sölureikninga, bókun kostnaðarreikninga, virðisaukaskattsvinnslur og grófa yfirferð í tengslum við launavinnslu. Að lokum verður farið yfir afstemmingar og frágang bókhalds og bókhaldsgagna til endurskoðanda” • Tími 1 o Helstu lög og reglugerðir, sbr. lög um bókhald, tekjuskráning, tekjuskattslög o.fl. eftir því sem við á. o Almenn umfjöllun um hvað er bókhald og helstu hugtök, sbr. fylgiskjöl, bókhaldslyklar, skuldunautar og lánadrottar o.s.frv. o Kynning á uppsetningu bókhalds/bókhalds- lyklum gagnvart ársreikningi og skattframtali. • Tími 2 og 3 - Verklegt o Kynning á DK bókhaldskerfinu. o DK - Gerð sölureikninga o DK - skráning fylgiskjala o DK - færsla bankareikninga o DK - skýrslur o Afstemmingar • Tími 4 og 5 o Verklegt. Afstemming virðisaukaskatts og vsk skil. Umfjöllun um vsk og fleira því tengt. o Verklegt. Launavinnsla í DK • Tími 6 o Samantekt á því sem farið hefur verið yfir. o Uppgjör og afstemmingar sem og frágangur bókhalds til endurskoðanda/uppgjörsaðila. Tími: Sex skipti síðdegis. Hefst 19. febrúar. Leiðbeinandi: Örvar Omri Ólafsson Verð: 29.000 kr. WORDPRESS grunnnámskeið og efnisstjórnun Lýsing: WordPress - Efnisstjórnun er námskeið fyrir ábyrgðaraðila texta- og myndvinnslu, innsetningar á viðhengjum, hlekkjum svo og vísun í myndbönd. Á þessu námskeiði er farið sérstaklega vel yfir þessi atriði og helstu þætti þess. Settar eru fram hugmyndir og frumgerðir vefsins sem á að útbúa eða laga með tilliti til virkni og útlits. Við myndvinnslu er notast við hugbúnaðinn GIMP en það er eins og WP gjaldfrjáls hugbúnaður og virkar bæði á PC og MAC. Annar hugbúnaður kynntur til sögunnar sem gott er að hafa í verkfærakistunni. Rætt er um hvar sé best að koma efninu fyrir, leit- arvélabestun og fleira. Á námskeiðinu er vissulega farið yfir grunnþæt- ti WordPress svo sem fram- og bakenda, heiti aðgerða, helstu stillingar og fleira. Farið er yfir innbyggða valmöguleika ásamt viðbótum sem notuð eru til að fá fram nýja virkni eða breyta þeirri sem fyrir er. Rætt er um mikilvægi leit- arvélarbestun enda vilja flestir að það efni sem sett er inn finnist auðveldlega. Að námskeiðinu loknu á nemandi að þekkja muninn á fram og bakenda kerfisins. Vera fær um að setja inn nýtt efni eins og texta og myndir. Meðhöndla og gera léttar lagfæringar á myndum ásamt því að útbúa merki og hnappa. Búa til nýjar undirsíður með efni og virkja þær á valstiku. Útbúa hlekki í efni sem geymt er á öðrum miðlum. Hafa skilning á leitarvélum og hvað sé rétt að varast. Nemendur mæti með eigin tölvur https://myoffice.is/wp-grunnur og https://my- office.is/wp-efnisstjornun/ Tími: 26.-28. febrúar kl. 13:00-16:00 Verð: 48.000 kr. Leiðbeinandi: Atli Thor´s rafeindavirki og kerfisstjóri. SKARTGRIPAGERÐ, SILFURSMÍÐI Lýsing: Silfursmíði er fyrir byrjendur og þá sem vilja ná góðum tökum á silfursmíðinni en einnig gott fyrir þá sem hafa þegar unnið eitthvað með silfur og vilja læra grunninn betur. Mikið er lagt upp úr því að þátttakendur nái tökum á grun- ntækni silfursmíði og gefi sér tíma til að læra tæknina. Þannig eiga þátttakendur möguleika á að byggja ofan á það og halda áfram sjálfir. Áhugi, þolinmæði og tími er það sem þarf og með þessu námskeiði gefst kostur á að nema tæknina. Á námskeiðinu vinna nemendur í silfurhlut. Meðal verkefna er silfurhringur, suða tveggja málma og fatning um stein. Lögð er áhersla á að nemendur hanni sína hluti sjálfir. Tími: Í lok mars og byrjun apríl, tvö kvöld og einn dagur um helgi Verð: 23.000 kr. allt efni innifalið. Afsláttur veittur ef tveir koma af sama heimili. Leiðbeinandi: Jónatan G. Jónsson GOTT ER AÐ BORÐA GULRÓTINA Lýsing: Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari er með bragðgott, verklegt námskeið í græn- metismatreiðslu. Þátttakendur elda nokkra rétti og kynnast hráefninu og kryddum og hlæja svoldið, í lokin borðum við svo þennan veislumat saman. Farið er yfir nýtingu á hráefni, hvernig best er að setja saman máltíðir og matur ræddur í allri sinni dýrð. Matur sem í allt í senn er góður fyrir okkur, umhverfið og budduna. Dóra Svavarsdóttir rekur fyrirtækið Culina sem sérhæfir sig í ráðgjöf og kennslu sem viðkemur grænmetisfæði. Hún átti og rak grænmetisveit- ingastaðinn Á næstu gröum í mörg ár og hefur mikinn áhuga á næringarfræði og matarsóun. Þátttakendur taki með sér svuntu, inniskó og ílát undir mat til að taka með sér heim handa svöngu fólki heima. Tími: Þriðjudaginn 5. mars kl. 17:30-22:00 Verð: 10.000 kr. Leiðbeinandi: Dóra Svavarsdóttir matreiðslu- meistari SKIPSTJÓRNARNÁM 12m og styttri fyrir atvinnuréttindi Lýsing: Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30brl. réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd að tilskyldum 12 mánaða siglingatíma. Á námskeiðinu verða kennd atriði sem krafist er samkvæmt námskrá um skipstjórnarnám m.a. siglingafræði, slysavar- nir, siglingareglur, stöðugleiki og siglingatæki, fjarskipti, veðurfræði, skipstjórn, og umhverfis- vernd. Námið er 115 kennslustundir og metið sem 6 feiningar. Til þess að nám teljist lokið þarf lágmarkseinkunn í siglingareglum að vera 6.0 og 5.0 í siglingarfæði og stöðugleika. Kennslugögn/námsgögn: Verkefnabók í sigl- ingafræðum, Sjómannabókin, alþjóðasiglingare- glur, stöðugleiki fiskiskipa og sjókort. Áhöld: gráðuhorn fyrir siglingafræði, reglustika 50 cm. og hringfari (sirkill). Tími: Kennt verður í þremur lotum, en nemen- dur vinna síðan verkefni á milli. Lotur verða auglýstar síðar með dagsetningum. Að loknu smábátanámi þarf að sækja um atvin- nuskírteini hjá Samgöngustofu. Skilyrði til atvinnuréttinda eru að : � hafa lokið smábátanámi � hafa 12 mánaða siglingatíma � viðkomandi sé orðinn 18 ára og hafa lokið námskeiði í Slysavarnarskóla Sjómanna - Sæb- jörgu Þeir, sem ljúka smáskipaprófi, geta tekið verklegt próf hjá Tækniskóla Íslands og öðlast þar með einnig skemmtibátaréttindi á 24 metra skemmtibáta. Að loknu smáskipanámi þarf að sækja um atvinnuskírteini hjá Samgöngustofu Ármúla 2. Verð: 145.000 krónur. Innifalið í því er sjókort og öll námsgögn. Þátttakendur verða sér sjálfir úti um áhöld, hringfara (sirkil), reglustiku 50 cm og gráðuhorn. Námskeið eru háð því að næg þátttaka sé fyrir hendi. Leiðbeinandi: Gunnlaugur Dan Ólafsson gunn- laugurdan@fiskt.is Námið fer fram í í Visku að Ægisgötu 2 Vestmannaeyjum. Athugið niðurgreiðslu frá stéttafélagi. LÆRÐU AÐ TÁLGA FUGLA OG FÍGÚRUR Lýsing: Stutt námskeið sem gefur miklar up- plýsingar og þróaða tækni með nettum hnífum og útskurðarjárnum. Farið verður í grunninn á anatomiu fugla og fólks og hvernig hnífurinn getur náldast viðfangsefni sitt. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi grunnþekkingu á tálgun til að geta farið beint í þrívíddartæknina. Þeir sem eru óvanir byrja fyrri daginn í ferskum við að æfa grunntækni tálgunar. Námskeiðið er því bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Tími: Leiðbeinandi: Bjarni Þór Kristjánsson WWW.VISKAVE.IS | VISKA@VISKAVE.IS | SÍMI: 488-0103 NÁMSKEIÐ VORÖNN 2019

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.