Fréttir - Eyjafréttir - jan. 2019, Blaðsíða 23
Janúar 2019 | Eyjafréttir | 23Sjáðu myndir á Eyjafrettir.is
Ester Óskarsdóttir leikmaður ÍBV í
handbolta var útnefnd Íþróttamaður
Vestmannaeyja 2018 og Sigurður
Arnar Magnússon, knattspyrnu-
maður Íþróttamaður æskunnar
2018.
Þetta var tilkynnt á fjölmennri
uppskeruhátíð Íþróttabandalags
Vestmannaeyja í Akóges í
gærkvöldi þar sem leikmenn
og velunnarar félagsins voru
samankomnir. Tilkynnt var um
íþróttamann hvers aðildarfélags og
Heiðursmerki afhent.
Fimleikafélagið Rán tilnefndi
Sigrúnu Gígju Sigurjónsdóttur sem
fimleikamann ársins. Golfari ársins
var valinn Daníel Ingi Sigurjóns-
son.
Hjá ÍBV-íþróttafélagi voru það
Ester Óskarsdóttir og Sigurbergur
Sveinsson sem voru tilnefnd hjá
handboltanum en Cloé Lacasse og
David Atkinsson hjá fótboltanum.
KFS tilnefni þá Egil Jóhanns-
son sem knattspyrnumann ársins
í sínum röðum. Íþróttafélagið
Ægir valdi Anton Sigurðsson,
Karatefélag Vestmannaeyja valdi
Hermann Inga Ágústsson, Sund-
félagið Súsönnu Sig Sigfúsdóttur
og Tennis- og badmintonfélagið
Eyþór Harðarson. Blakfélag ÍBV,
Körfuknattleiksfélag ÍBV og
Ungmennafélagið Óðinn tilnefndu
engann úr sínum röðum að þessu
sinni.
Þá var Arnari Péturssyni sem
gerði ÍBV að þreföldum meisturum
í meistaraflokki karla í handbolta
á síðasta ári, veitt sérstök heiðurs-
verðlaun.
Ester Óskarsdóttir er
íþróttamaður ársins 2018
Ester Óskarsdóttir, handboltakona ársins og
Íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2018.
Sigurður Arnar Magnússon,
Íþróttamaður æskunnar 2018.
Sigurbergur Sveinsson
handboltamaður ársins.
Anton Sigurðsson bocciamaður
ársins hjá Ægi.
Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir
fimleikamaður ársins.
Cloé Lacasse knattspyrnukona
ársins 2018 hjá ÍBV.
David Atkinson knattspyrnu-
maður ársins hjá ÍBV.
Daníel Ingi Sigurjónsson golfari
ársins hjá GV.