Morgunblaðið - 20.11.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019
styrki börn hennar og aðra af-
komendur í sorg sinni.
Ófeigur Tryggvi
Þorgeirsson.
Það eru nær 40 ár síðan ég
fylgdi Gísla mínum til móts við
foreldra sína, Maríu og Heimi, í
Vatnsholti 6 í fyrsta skipti. Slík-
ir fundir reynast gjarnan kvíð-
vænlegir en mér var tekið opn-
um örmum og kynni okkar upp
frá því voru með ágætum. Ára-
tugirnir liðu eins og hendi væri
veifað og allt í einu hafa þau öll
yfirgefið þessa jarðvist. Heimir í
hárri elli fyrir fimm árum en
Gísli allt of snemma fyrir fáum
mánuðum. Í dag er komið að því
að við kveðjum Maríu. Eftir
stendur stórt skarð en jafnframt
fallegar minningar og þakklæti
fyrir að hafa notið ástar, um-
hyggju og samvista við gott
fólk.
María var sannkölluð „dama“
með stíl og standard. Hún var
ávallt vel tilhöfð, glæsilega kon-
an með hattinn og fránu augun
sem vakti athygli á mannamót-
um. Hún var líka ættmóðir og
metnaðarfull húsmóðir og átti
fallegt heimili. Þau Heimir eign-
uðust og ólu upp sjö börn,
myndarlegan og glaðværan hóp.
Í byrjun var ekki sérlega
árennilegt að kynnast svo
stórum systkinahópi sem verð-
andi tengdadóttir. Slíkar
áhyggjur gufuðu fljótt upp í
fjörugum samræðum sem gjarn-
an áttu sér stað við eldhúsborð-
ið hjá Maríu þar sem heims-
málin voru krufin. Sjálf hafði
hún sterkar skoðanir, litaðar
gildum hennar samtíðar og lífs-
reynslu. Hún setti þær gjarnan
fram á gamansaman hátt en
með þungum undirtóni.
María var stolt af þátttöku
sinni í starfi kvenfélaga á þeim
stöðum sem hún bjó og í starfi
kvennadeildar Reykjavíkur-
deildar Rauða kross Íslands.
Starfsemi kvenfélaganna varð
fyrir harðri gagnrýni á seinni
hluta 20. aldar. Skiljanlega sárn-
aði kynslóð húsmæðra og kven-
félagskvenna hve lítið margar
kynsystur þeirra gerðu úr fram-
lagi þeirra til samfélagsins.
Vissulega var þeim jafnrétti
kynjanna líka hugleikið og hefðu
viljað geta valið nám og starf að
eigin geðþótta. Athafnafrelsi
þeirra og möguleikar til að
blómstra á eigin forsendum tak-
mörkuðust af tíðarandanum og
ríkjandi karllægum gildum.
María var hæfileikarík kona
sem tók hlutverk sitt alvarlega,
gerði allt vel og af mikilli sam-
viskusemi. Hún ræktaði garðinn
sinn og uppskar ríkulega. Það
er til eftirbreytni komandi kyn-
slóðum sem standa allar dyr
opnar.
María var sterk kona og
mætti því sem að höndum bar í
lífinu af reisn og æðruleysi
hvort sem það bar í sér sorg eða
gleði. Hún hafði aukaskilning-
arvit þegar kom að heill og
hamingju sinna nánustu. Það
þurfti ekki að segja henni ef
eitthvað bjátaði á, hún skynjaði
það einhvern veginn. Þegar
Gísli komst ekki lengur til henn-
ar þá kom hún til okkar, margar
ferðir, á hjólastólnum. Mér þótti
einstaklega vænt um þær heim-
sóknir. Styrkur hennar efldi
okkur öll.
Með þökk fyrir samfylgdina.
Blessuð sé minning Maríu Gísla-
dóttur.
Þorgerður Ragnarsdóttir.
Elskuleg tengdamóðir mín,
María Gísladóttir, hefur nú lagt
upp í sína hinstu ferð.
Dauðinn er alltaf sár og
óraunverulegur þegar einhver
kveður sem maður hefur þekkt
og þótt vænt um í tugi ára.
Leiðir okkar Maju lágu fyrst
saman fyrir rúmlega 40 árum
þegar ég var viðstödd útskrift
hans Péturs míns frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1974. Þar
kynnti hann mig fyrir foreldrum
sínum, Maju og Heimi, þá var
ég aðeins 18 ára. Mér var vel
tekið og allar götur síðan hefur
mér liðið eins og ég hafi alltaf
tilheyrt fjölskyldunni. Með okk-
ur Maju myndaðist góð vinátta
sem aldrei bar skugga á.
Þegar ég lít til baka er mér
efst í huga þakklæti. Þakklæti
fyrir að hafa fengið að kynnast
Maju og hæfileikum hennar og
fyrir allt það góða sem hún var
mér. Við Maja áttum margar
góðar stundir saman og gátum
rætt allt milli himins og jarðar
og það eru margar ljúfar minn-
ingar sem ég á um hana.
Maja var húsmóðir á stóru
heimili þar sem mörgu þurfti að
sinna. Hún aðstoðaði líka Heimi
þegar hann var héraðslæknir úti
á landi og í fjarvist hans saum-
aði hún sár og hlúði að sjúkum.
Hún sat aldrei auðum höndum,
fann sér alltaf einhver verkefni,
stór eða smá. Þess báru blómin
hennar glöggt vitni og eftir að
hún flutti á Ísafold í Garðabæ
hugsaði hún áfram af mikilli
natni um blómin sín og ekki síð-
ur blómin í sameigninni þar.
Maja var sterk, smekkleg og
glæsileg kona svo eftir var tek-
ið. Hún hafði lag á að gera fal-
legt í kringum sig og láta fólki
líða vel í návist sinni. Hún var
líka mjög hreinskilin og lá svo
sannarlega aldrei á skoðunum
sínum um menn og málefni.
Maja var vel gefin og minnug
og bar hag fjölskyldunnar fyrir
brjósti. Fjölskyldan var alltaf
það mikilvægasta og hún fylgd-
ist grannt með öllu sínu fólki.
Börnunum þótti alltaf gott og
gaman að koma til afa og ömmu.
Þegar fjölskyldan kom til
Reykjavíkur áttum við alltaf at-
hvarf hjá þeim í Vatnsholtinu og
það var stjanað við okkur í mat
og drykk. Þetta breyttist ekki
eftir að hún flutti á Ísafold enda
hugulsemi og gestrisni henni í
blóð borin og þótti henni mik-
ilvægt að gestir fengju kaffi og
með því.
Ég syrgi yndislega tengda-
móður mína en þær eru margar
ljúfu minningarnar sem ég og
við fjölskyldan eigum og getum
glaðst yfir saman.
Ég vil að lokum þakka Maju
fyrir vináttu og tryggð í meira
en 40 ár.
Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Ólöf S. Ragnarsdóttir
(Lolla).
Það er tómarúm að koma til
Íslands í þetta skiptið og engin
heimsókn í Ísafoldina til elsku
ömmu minnar. Ég mun sakna
þess mikið að geta ekki skotist
til hennar í heimsókn í kaffi og
gæðaspjall um heima og geima.
Hin síðari ár styrktist samband
okkar ömmu og við urðum nán-
ar sem aldrei fyrr. Samtölin
urðu dýpri og þýðingarmeiri,
hún var ekki bara amma mín,
heldur var hún góð trúnaðarvin-
kona. Ég dáðist að huga hennar
og sögum. Hún hafði áhuga-
verða sýn á hluti og sá margt
frá allt öðru sjónarhorni og ég
lærði og þroskaðist mikið á
samtölum við hana sem ég er af-
ar þakklát fyrir.
Amma var glæsileg og falleg
kona. Ávallt vel tilhöfð, fallega
klædd og hugsaði vel um sig.
Hún var mikill fagurkeri og
handverkskona og hafði dálæti á
fallegum og vönduðum hlutum.
Mér eru minnisstæðar heim-
sóknirnar i Vatnsholtið sem
barn þar sem ég fylgdist með
henni aðdáunaraugum krukka í
handverksboxið sitt við undir-
búning ótal fallegra handverka.
Allt sem hún gerði þótti mér svo
fágað og flott.
Elsku amma, mér finnst ég
hafa auðgast mikið og á svo
margvíslegan hátt af því að hafa
haft þig í lífi mínu. Ég mun
sakna þín fast og mikið.
Þín
Mardís.
Elsku amma okkar.
Þær eru ófáar góðu minning-
arnar sem við eigum um þig.
Vatnsholtið var samastaður okk-
ar systkinanna þegar við heim-
sóttum Reykjavík. Þar áttum
við yndislega tíma, spjölluðum,
spiluðum, borðuðum en fyrst og
fremst fundum við fyrir ást og
umhyggju ykkar afa. Eftir að
við urðum eldri fengum við svo
að gista ein í herberginu í kjall-
aranum sem okkur fannst mikið
sport. Í seinni tíð heimsóttum
við þig svo á Ísafold. Þangað var
notalegt að koma, fá sér kaffi og
„meððí“ og spjalla. Þú varst
minnug fram á síðasta dag og
það var alltaf jafn gaman að
hlusta á þig segja frá æsku ykk-
ar systkinanna á Norðfirði,
ferðalögum ykkar afa, barna-
uppeldinu eða árunum á Hellu
og Djúpavogi. Allt lifnaði þetta
við í sögunum þínum. Þú dvaldir
þó alls ekki í fortíðinni, elsku
amma, þú fylgdist vel með og
hafðir sterka sýn á hlutina. Þú
sýndir alltaf áhuga á því sem við
vorum að fást við hverju sinni,
og hafðir auðvitað líka skoðanir
á því eins og öðru. Þá gat verið
virkilega gaman að skiptast á
ólíkum sjónarmiðum. Þú varst
umburðarlynd, hjálpsöm og með
sterka réttlætiskennd (aum-
ingjagóð hefðir þú sjálf sagt).
Þessir miklu mannkostir og það
hvernig þú af æðruleysi og reisn
tókst því að vera skyndilega
komin í hjólastól veitti okkur
öllum innblástur. Ung í anda,
glæsileg og sterk, sama hvað.
Takk fyrir allt, elsku amma,
þú lifir áfram í minningum okk-
ar.
Þín Þóra, Heimir, Birna og
Ragnar Pétursbörn.
Maja, systir mín, er látin.
Hún var skírð eftir föðurömmu
sinni, Maríu Hjálmarsdóttur,
bónda og hreppstjóra á Reykj-
um og Brekku í Mjóafirði, Her-
mannssonar hreppstjóra og
bónda í Firði. Móðir Maríu
Hjálmarsdóttur var Jóhanna
Sveinsdóttir, síðari kona Hjálm-
ars Hermannssonar, en hann
var hálfbróðir afa Jóhönnu og
fjórtán árum eldri en hún, auk
þess sem þau Jóhanna voru af
öðrum og þriðja. Þannig er ætt-
anna kynlega bland.
Fjögur orð koma upp í hug-
ann, sem lýsa Maju: falleg, dug-
leg, hjálpsöm og æðrulaus. Og
það var fleirum en mér sem
fannst þú falleg, Maja. Mér er í
barnsminni, að ungir menn á
Akureyri gáfu sig á tal við mig
til þess að spyrja um þessa syst-
ur mína, sem þá vann í bókabúð
Gunnlaugs Tryggva við Ráðhús-
torg á Akureyri. Það var hins
vegar fríðleiksmaður úr Þing-
eyjarsýslu, nemandi í Mennta-
skólanum á Akureyri, sem vann
hug þinn – og þurfti ekki á hjálp
minni að halda, Heimir Bjarna-
son, sem fengið hafði föðurnafn
sitt frá móðurafa sínum Bjarna
Bjarnasyni, verslunarstjóra
Kaupfélags Þingeyinga, því eitt-
hvað var á huldu um faðerni
Heimis, að mér skildist. Seinna
kallaðir þú hann í gamni – og al-
vöru: Heimi Bjarnason Péturs-
son Guðjónsson Ingvarsson
Kjaran.
Dæmi um hjálpsemi þína,
Maja, er þegar þú hýstir mig
vegalausan ungling sumarið
1955, rigningarsumarið mikla,
Norðurland horfið og foreldrar
okkar fluttir suður, og þú tókst
mig í fæði og húsnæði á Holts-
götu 37 þar sem þið Heimir
bjugguð í lítilli íbúð, og ég fékk
að sofa undir skrifborði Heimis í
stofunni. Enn á ég eftir að
greiða fyrir kost og losji þetta
sumar, en hjálpsemi þín verður
auk þess aldrei að fullu greidd.
Sumarið 1958 pössuðum við
Gréta fjögur börn ykkar Heim-
is, þegar þið fóruð í heimsókn
eina helgi til vina fyrir austan
fjall.
Grétu fannst þetta stór
barnahópur og gat ekki skilið,
hvernig hægt væri að sinna
svona mörgum börnum. En svo
átti það fyrir Grétu að liggja að
eignast sex börn, og fórst vel úr
hendi, eins og annað sem hún
tók sér fyrir hendur, enda hefur
Gréta sagt, að hún hafi tekið
þig, Maja, sér til fyrirmyndar
og viljað líkjast þér, enda eruð
þið líkar um margt: fallegar,
duglegar, hjálpsamar og æðru-
lausar.
Ánægjuleg var heimsókn
ykkar Heimis til okkar Grétu til
Danmerkur sumarið 1988, þegar
við bjuggum í Farum við Furu-
sjó, norðan við Kaupmannahöfn,
með fjögur börn okkar. Við ók-
um um Kaupmannahöfn, um
Bredgade, þar sem Heimir var
fæddur, fórum um Strandvejen,
þar sem Eyrarsund, baðað í sól-
skini, blasti við á aðra hönd, og
borðuðum um kvöldið „dansk
bøf med løg“ í Brudedalen í
Farum við Furusjó.
Við Gréta sendum börnum
Maríu og barnabörnum samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning
Maríu Gísladóttur frá Bjargi í
Norðfirði.
Tryggvi Gíslason.
Auglýsing um skipulagsmál í
Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010
eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Bjargstún, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.11.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi
fyrir lóðina Bjargstún, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að byggð verði íbúðarhús og útihús
á lóðinni í tengslum við flutning á lögheimili. Aðkoman er frá Árbæjarvegi.
Hákot, Þykkvabæ, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.11.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi
fyrir lóð úr landi Hákots, sem er áformað að beri heitið Gljáin, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir
ráð fyrir að byggð verði 3 hús, íbúðarhús, bílgeymsla og skemma. Staðfesting landeigenda að Hábæ 1
liggur fyrir varðandi heimild til veglagningar að lóðinni. Aðkoman er frá Þykkvabæjarvegi (nr. 25) og um
Háfsveg (nr. 2995).
Lyngás 5, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.11.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi
fyrir lóðina Lyngás 5, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið tekur til tveggja byggingareita auk aðkomuvegar
að húsbílastæði. Innan byggingareits B1 er heimilt að byggja allt að 20 m² þjónustuhús fyrir húsbílastæði.
Innan byggingareits B2 er heimilt að stækka núverandi iðnaðarhús í allt að 200 m². Aðkoma er beint frá
Suðurlandsvegi.
Öldutún, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.11.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi
fyrir Öldutún, Rangárþingi ytra. Áformað er að skipta spildunni í 3 jafnstórar lóðir til byggingar íbúðar-
húsa ásamt bílskúr og gestahúsum. Tillagan hefur verið auglýst áður og bárust engar athugasemdir en
vegna formgalla í málsmeðferð, þar sem endurskoðað aðalskipulag hafði ekki tekið gildi við fyrri af-
greiðslu þarf að auglýsa tillöguna að nýju. Aðkoman að lóðunum er frá Helluvaðsvegi.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu
og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. janúar 2020
------------------------------
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveit-
arstjórnar á breytingu á skilmálum í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-20028
Öldutún, Rangárþingi ytra, breyting á skilmálum í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilmálum í aðalskipulagi fyrir
íbúðasvæðið Öldutún á Hellu þar sem íbúðum verði fækkað á íbúðarsvæðinu merktu ÍB24 í greinargerð
úr 10-12 íb/ha í 3 íb/ha. Gert verður ráð fyrir að svæðið (ÍB24) nefnist Öldutún í stað Garðs (Engjagarðs)
eftir breytingu. Rökstuðningur sveitarstjórnar um að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega
breytingu sé að ræða er að einungis er verið að fækka lóðum og minnka byggingarmagn á umræddu
svæði. Breytingin muni ekki hafa áhrif á önnur skilgreind íbúðasvæði eða á aðra aðila en þá sem tengjast
viðkomandi svæði.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða
með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson,
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra.
RANGÁRÞING YTRA
Raðauglýsingar