Morgunblaðið - 20.11.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019
Börn alkóhólista eru
hópur barna sem
hvorki heyrist hátt í
né mikið er rætt um.
Ótal margar breytur
skjóta upp kollinum
þegar kemur að þess-
um hópi. Hvað er
þetta stór hópur?
Hvernig gengur að ná
til hans og hver er
þörfin? Hver eru
helstu einkennin og
hverjir sjá þessi einkenni helst?
Enda þótt mikið vatn hafi runnið
til sjávar hvað varðar fræðslu og
þekkingu um alkóhólisma er enn
þöggun og fordómar í garð foreldra
sem eru alkóhólistar og barna
þeirra. Börnin reyna því oft að
leyna vandanum eða afneita honum.
Hvað er alkóhólismi?
Áfengi er löglegur vímugjafi fyrir
fullorðna einstaklinga sem aðskilur
það frá ólöglegum vímugjöfum.
Sjúkdómurinn alkóhólismi er þrí-
skiptur, hefur áhrif á vitsmuni, lík-
ama og sál. Eitt af einkennum sjúk-
dómsins er stjórnlaus löngun í
áfengi. Læknavísindin segja alkó-
hólisma vera sjúkdóm sem hægt er
að halda í skefjum með bindindi en
ekki lækna. Alkóhólismi er stigvax-
andi sjúkdómur. Það bjóðast mörg
meðferðarúrræði fyrir alkóhólista í
dag. Alkóhólismi er ekki lengur
vonlaust ástand ef sjúkdómurinn er
viðurkenndur og meðhöndlaður.
Áhrif og afleiðingar
Börn foreldra sem eru ánetjuð
vímuefnum af hvers lags tagi búa
við viðvarandi óöryggi, ótta og álag
og axla ábyrgð langt umfram aldur
og þroska. Áhrif og afleiðingar eru
bæði skammtíma og langtíma.
Sködduð sjálfsmynd og meðvirkni
eru meðal alvarlegustu afleiðing-
anna. Meðvirkni er sjúkdómur sem
herjar á aðstandendur alkóhólista
og eru börn þar engin undantekn-
ing.
Meðvirkni getur leitt til þess að
barn á í erfiðleikum
með að bregðast við
áreiti samkvæmt
innstu sannfæringu.
Dæmi um meðvirkni í
fjölskyldu alkóhólist-
ans er þörfin að láta
allt líta vel út á yfir-
borðinu og þegja yfir
hinum raunverulega
vanda. Barn sem elst
upp við alkóhólisma
foreldris/foreldra get-
ur átt erfitt með að
meta og lesa í sam-
skipti og aðstæður og
hefur færri bjargráð til að grípa í.
Gott stuðningsnet barns, ráðgjöf og
fræðsla getur skipt sköpum þegar
kemur að neikvæðum áhrifum og
afleiðingum þess að alast upp eða
umgangast foreldri sem glímir við
alkóhólisma.
Sérhæft stuðningsúrræði
fyrir börn alkóhólista
Ég hef lagt fram tillögu í borg-
arstjórn þess efnis að borgarstjórn
samþykki að setja á stofn stuðn-
ingsþjónustu eyrnamerkta börnum
foreldra í neyslu. Mikilvægt er að
öll börn í þessum aðstæðum hafi
aðgang að stuðningsþjónustunni án
tillits til hvort barnið sjálft sé metið
í áhættuhópi, hvort það búi hjá for-
eldrinu sem glímir við áfengisvanda
eða sé í umgengni við það. Ekki á
að vera þörf á sérstakri tilvísun í
úrræðið heldur sé látið nægja að
forsjáraðili óski eftir stuðningi og
meðferð fyrir barn sitt eins lengi og
það þarf og vill þiggja. Stuðning-
urinn myndi vera í formi sálfræði-
þjónustu, persónulegrar ráðgjafar,
hópastarfs og fræðslu. Markmiðið
væri m.a. að hjálpa börnum alkó-
hólista að hlúa að eigin sjálfsmynd,
rækta félagslega færni og fræðast.
Markmiðið væri einnig að hjálpa
börnunum að greina á milli fíkni-
sjúkdómsins og persónunnar sem
glímir við hann. Stuðningsþjónust-
unni er ætlað að veita börnunum
viðurkenningu á stöðu sinni og að-
stæðum í fjölskyldum þar sem
áfengi- og almennur neysluvandi er
til staðar. Foreldrar ættu einnig að
geta fengið ráðgjöf og fræðslu eftir
atvikum.
Sérhæft stuðningsúrræði fyrir
börn alkóhólista skilar sér marg-
falt. Barn sem fær tækifæri við
öruggar aðstæður til að tjá sig um
neysluvandamál foreldris getur los-
að um djúpstæða vanlíðan og
áhyggjur. Börn sem alast upp við
þessar aðstæður trúa því stundum
að þau beri ábyrgð á neyslu for-
eldris með einhverjum hætti.
Fræðslan skiptir barn miklu máli
og sú vitneskja að neysluvandi for-
eldrisins sé ekki á ábyrgð þess að
neinu leyti. Samtal um áfengis-
vanda foreldrisins getur stuðlað að
því að barn losni við tilfinningar á
borð við skömm og sektarkennd.
Slík leiðrétting á íþyngjandi tilfinn-
ingum og hugsunum er börnum
mikill léttir og markar jafnvel nýtt
upphaf í lífi þeirra.
Sambærileg þjónusta sem hér er
lagt til að Reykjavík stofnsetji er
veitt af SÁÁ. SÁÁ hefur unnið gott
starf með börnum alkóhólista í
mörg ár en árangursmat liggur þó
ekki fyrir. Vinna SÁÁ fríar ekki
Reykjavíkurborg við skyldum sín-
um gagnvart börnum alkóhólista.
Vissulega hefur þessum börnum
verið hjálpað í Reykjavík. Það hef-
ur samt ekki komið fram hvað hef-
ur verið gert nákvæmlega fyrir
þennan hóp og hversu mikið.
Reykjavíkurborg hefur alla burði
til að stofna eigið úrræði fyrir börn
alkóhólista og skipuleggja metn-
aðarfullt stuðningsúrræði þeim til
hjálpar.
Börn alkóhólista,
sérstakur stuðningur
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur » Börn foreldra sem
eru ánetjaðir vímu-
efnum af hvers lags tagi
búa við viðvarandi óör-
yggi, ótta og álag og
axla ábyrgð langt um-
fram aldur og þroska.
Kolbrún
Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur
og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Alþingi hefur nú til
meðferðar stjórnar-
tillögu til þingsálykt-
unar um stefnumót-
andi áætlun í
málefnum sveitarfé-
laga og aðgerðaáætlun
til að fylgja henni eftir.
Í henni er meðal ann-
ars gert ráð fyrir því
að setja á ný ákvæði
um lágmarks-
íbúafjölda í sveitarfélögum þannig
að frá almennum sveitarstjórnar-
kosningum árið 2022 verði hann 250
íbúar og 1.000 fjórum árum síðar.
Á sveitarfélögunum hvíla marg-
háttaðar skyldur sem krefjast fag-
legrar þekkingar og hæfni og það er
erfitt eða jafnvel ómögulegt að upp-
fylla þær kröfur sem til þeirra eru
gerðar ef íbúar eru fáir. Fámenn
sveitarfélög hafa þurft að grípa til
samvinnu til að geta sinnt lögmælt-
um verkefnum og sumum skyldum
er illa sinnt eða jafnvel ekki. Á hinn
bóginn gætu fjölmenn sveitarfélög
sinnt verkefnum sem betra er að séu
á ábyrgð staðbundins stjórnvalds
með lýðræðislegt umboð en að þjón-
ustan sé veitt af ríkisvaldinu eða
með samvinnu sveitarfélaga sem
takmarkar aðkomu og aðhald kjós-
enda að ákvarðanatöku.
Á landinu eru nú 13 sveitarfélög
þar sem búa færri en 250 manns og
íbúar þeirra eru samtals innan við
1.500. Sameining við önnur sveit-
arfélög hefur verið samþykkt í íbúa-
kosningu í einu þeirra, Borgarfjarð-
arhreppi. Eftir stendur að ef tillaga
samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra um lágmarksíbúafjölda verður
lögfest þurfa 12 sveitarfélög að sam-
einast öðrum í fyrri áfanga. Í sumum
tilvikum er alveg augljóst hverjum
þessi fámennu sveitarfélög þurfa að
sameinast en í öðrum er svo ekki.
Sums staðar ná samliggjandi sveit-
arfélög ekki einu sinni að komast
yfir 250 íbúa markið með samein-
ingu, hvað þá heldur 1.000.
Víða geta fámenn sveitarfélög
gengið inn í fjölmenn og öflug sveit-
arfélög. Í átta af 12 sveitarfélögum
þar sem nú eru færri en 250 íbúar er
einboðið að sameinast sveitarfélagi
sem er með fleiri en 1.000 íbúa fyrir.
Staðan er hins vegar mun viðkvæm-
ari þar sem byggðin er dreifðust og
þar hefur íbúum víða fækkað á
undanförnum árum.
Í 26 sveitarfélögum eru íbúar
fleiri en 250 en færri en 1.000. Í
þessum sveitarfélögum búa nú tæp-
lega 16.000 manns. Í tveimur þeirra
hefur sameining þegar verið sam-
þykkt í íbúakosningu og því mun
nýtt lágmark íbúafjölda væntanlega
snerta 24 sveitarfélög. Ég sé tvo
kosti í sameiningarmálum þessara
sveitarfélaga. Annar er sá að sam-
einast einungis þannig að íbúafjöld-
inn fari yfir lágmarkið 1.000. Hinn er
sá að sveitarfélög sameinist til að
mynda stærri heildir, jafnvel þótt
þau séu ekki knúin til þess af lág-
marksíbúafjölda.
Taka má Eyjafjörð sem dæmi. Í
Svalbarðsstrandarhreppi búa innan
við 500 manns og svæðið hefur að
mörgu leyti á sér yfirbragð úthverfis
frá Akureyri. Í Grýtubakkahreppi
búa innan við 400 og
hafa takmarkaðan
áhuga á sameiningu
eins og komið hefur
fram að undanförnu. Í
Hörgársveit búa rúm-
lega 600 en íbúar Eyja-
fjarðarsveitar losa þús-
undið. Í Dalvíkurbyggð
annars vegar og Fjalla-
byggð hins vegar búa
tæplega og rúmlega tvö
þúsund íbúar í hvoru
sveitarfélagi. Sú spurn-
ing sem íbúar Eyjafjarðar standa
frammi fyrir er hvort þeir telja hag
sínum betur borgið til framtíðar með
því að sameinast eins lítið og mögu-
legt er til að uppfylla væntanleg skil-
yrði um lágmarksíbúafjölda í sveit-
arfélagi eða hvort vænlegra sé að
búa til eina 25.000 íbúa stjórnsýslu-
einingu. Frá Siglufirði til Grenivíkur
eru innan við 120 km meðan vega-
lengdin milli Djúpavogs og Borg-
arfjarðar eystri um Öxi er 155 km.
Þeir tveir staðir verða fljótlega í
sama sveitarfélagi. Sambærilegar
eða líkar aðstæður eru víðar á land-
inu.
Ef svo færi að sameining sveitar-
félaga horfði ekki einungis til þess
að komast upp fyrir þau lágmörk
sem boðuð hafa verið, heldur frekar
til þeirra tækifæra sem í því felast
að gera sveitarfélögin almennt að
mun öflugra stjórnsýslustigi en nú
er, verða engu að síður eftir land-
svæði þar sem byggð er mjög dreifð
og íbúar fáir. Þau landsvæði sem hér
um ræðir eru Dalabyggð, Reykhóla-
sveit og það sem áður var Stranda-
sýsla; norðausturhorn landsins frá
Þistilfirði í Vopnafjörð og svo Suður-
landsundirlendið austanvert. Hér
þarf samfélagið í heild að styðja sér-
staklega við íbúana til þess að
tryggja að þeir njóti nauðsynlegrar
grunnþjónustu og nýta til þess þá
möguleika sem nýjasta tækni býður
upp á.
Víða á landinu eru tækifæri til
þess að sameina þjónustusvæði í
mun öflugri stjórnsýslueiningar en
sveitarfélögin eru nú. Ríkisvaldið er
tilbúið til þess að styðja við samein-
ingu þannig að staðbundið stjórn-
vald geti sinnt grunnþjónustu við
íbúana af fagmennsku og metnaði og
jafnvel bætt við hana málaflokkum
sem betra væri að sinna nálægt íbú-
unum og á þeirra forsendum. Hvað
sem öðru líður er það ljóst að mikil
tækifæri liggja í faglegri og öflugari
stjórnsýslu í fjölmennari og færri
sveitarfélögum. Það er nauðsynlegt
að vanda vel til verka við undirbún-
ing og framkvæmd sameiningar og
nota tækifærið til að móta sameig-
inlega framtíðarsýn.
Eftir Sigurð
Guðmundsson
Sigurður Guðmundsson
» Fjölmenn sveitar-
félög geta sinnt
verkefnum sem betra er
að séu á ábyrgð stað-
bundins stjórnvalds
með lýðræðislegt
umboð.
Höfundur er skipulagsfræðingur
og starfar hjá Capacent.
Verður til nýtt
landslag sveitar-
stjórnarstigsins?
Nú finnur þú það
sem þú leitar að
á FINNA.is