Morgunblaðið - 20.11.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.2019, Blaðsíða 24
HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Sigvaldi Björn Guðjónsson, lands- liðsmaður í handknattleik, mun yfir- gefa herbúðir norska liðsins Elver- um næsta sumar. Sigvaldi tjáði Morgunblaðinu í gær að hann myndi ekki semja aftur við norska liðið og hygðist reyna sig í sterkari deild. Samningur hans rennur út í sumar en í gær greindi Nettavisen frá því að Sigvaldi gæti farið til liðs sem hefði komist í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu árum. „Ég mun fara en veit ekki alveg hvert. Það kemur í ljós. Áhugi er fyrir hendi hjá nokkrum liðum og það er ekki vandamál,“ sagði Sig- valdi við Morgunblaðið í gær en sagðist ekki vera búinn að gera upp við sig hvort hann vildi ganga frá sínum málum fyrir eða eftir EM landsliða í janúar. Skoraði 18 mörk í leik Sigvaldi átti þvílíkan stórleik í undanúrslitum bikarkeppninnar í Noregi á dögunum að varla eru dæmi um annað eins hjá Íslendingi erlendis. Skoraði þá 18 mörk gegn Halden í leik sem Elverum vann 32:29. Hvað gekk eiginlega á? „Það er góð spurning. Þetta var einhvern veginn mjög steikt. Ég klúðraði til dæmis fyrsta skotinu og hitti ekki markið. En svo komu mörkin jafnt og þétt og ég hafði skorað 11 mörk að loknum fyrri hálfleik. Þá hélt ég að þetta væri bú- ið en andstæðingarnir héldu áfram að leyfa mér að fara inn úr horninu og ég hélt áfram að skora,“ sagði Sigvaldi, sem skoraði sex mörk úr víti en ellefu mörk komu úr horninu. „Ég fékk tvö hraðaupphlaup í leikn- um og klúðraði öðru þeirra.“ Hornamenn þurfa alla jafna að fá þjónustu til að komast í marktæki- færi gegn uppstilltri vörn. Sigvaldi er þá væntanlega með skyttu við hliðina á sér sem kann að „stimpla“ niður í hornið? „Hann stóð sig alla vega í þessum leik.“ Áhorfendamet gegn PSG Bikarúrslitaleikurinn fer fram á milli jóla og nýárs. Verður hann leikinn í Osló í höll sem tekur 7-8 þúsund manns. „Bikarúrslitaleik- urinn er einn stærsti leikurinn á hverju ári ef mið er tekið af því hversu margir fylgjast með. Í fyrra voru um sex þúsund manns og flott stemning í höllinni. Við mætum Haslum í úrslitum og það verður gaman því það hefur verið rígur á milli liðanna í mörg ár. Áhuginn á handboltanum í Noregi er töluverð- ur. Á heimaleikjum hjá okkur eru yfirleitt 1.500 til 1.600 manns,“ sagði Sigvaldi en áhorfendamet var slegið á leik hjá Elverum í vetur. „Þegar við mættum PSG á heima- velli í Meistaradeildinni var leik- urinn færður frá okkar heimavelli, sem tekur um tvö þúsund manns. Í staðinn var spilað í Lillehammer og þar var sett norskt áhorfendamet en höllin tekur 12.500 manns.“ Vildi koma sér á kortið Í Meistaradeildinni er Elverum í riðli með stórliðum eins og Barce- lona, PSG og Flensburg en þar eru einnig Pick Szeged, Celje, Zagreb og Álaborg. Margir íslenskir leik- menn eru í þessum liðum eins og handboltaunnendur þekkja. „Já, þetta er geggjuð reynsla fyr- ir mig og liðið í heild enda virkilega gaman að spila á móti bestu liðum Evrópu. Þessi lið eru svo taktísk og handboltinn er í öðrum gæðaflokki en hér í Noregi. Maður bætir sig þegar maður mætir slíkum and- stæðingum. Elverum hefur einnig þénað vel á þessu. Þegar ég fór frá Árósum til Elverum vonaðist ég eft- ir að ná að sýna mig meira, meðal annars með það í huga að komast í landsliðið. Það hefur gengið mjög vel og þessi félagaskipti voru full- komin fyrir mig því ég er orðinn miklu betri leikmaður,“ sagði Sig- valdi ennfremur en hann er orðinn fyrirliði Elverum. „Geggjuð reynsla að spila á móti bestu liðum í Evrópu“  Nægur áhugi á kröftum Sigvalda Björns  Mun yfirgefa Elverum í sumar Ljósmynd/Elverum Marksækinn Hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson fer oft á vítalínuna í leikjum Elverum. 24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019 Landslið Íslands í knattspyrnu karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tryggði sér í gær sæti í milli- riðlakeppni EM eftir frækinn sigur, 4:2, á landsliði Albaníu í leik sem fram fór í Belgíu. Albanar komust yfir, 2:0, í fyrri hálfleik áður en ís- lenska liðið sneri við taflinu svo um munaði í síðari hálfleik. Atli Barkarson, Ísak Snær Þor- valdsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Karl Friðleikur Gunnarsson skoruðu mörkin fjögur. Dregið verður í milliriðla 3. des- ember en leikið verður í vor. Sneru við taflinu og fara í milliriðil Á skotskónum Atli Barkarson opn- aði markareikning landsliðsins. Landsliðsframherjinn í knatt- spyrnu Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli í leik Íslands og Moldóvu á útivelli í undankeppni EM 2020 á sunnudaginn var. Um ökklameiðsli er að ræða og verður Kolbeinn frá næstu 4-6 vikurnar. Hann yfirgaf leikvanginn á hækj- um en meiðslin eru ekki eins alvar- leg og óttast var í fyrstu. Kolbeinn skaddaði liðbönd í ökkla. Hann sendi frá sér yfirlýsingu á Insta- gram í gærkvöld þar sem hann þakkar sænsku félagsliði sínu, AIK, og íslenska landsliðinu. Frá keppni í fjórar til sex vikur Morgunblaðið/Hari Úr leik Kolbeinn Sigþórsson er með sködduð liðbönd í öðrum ökkla. KNATTSPYRNA Undankeppni EM U19 karla Albanía – Ísland........................................2:4  Mörk Íslands: Atli Barkarson 51., Ísak Snær Þorvaldsson 67., Andri Lucas Guð- johnsen 74., Karl Friðleifur Gunnarsson 78.  Belgía fékk 9 stig, Ísland 6, Grikkland 3, Albanía 0. Belgía og Ísland í milliriðla. Vináttuleikur U20 karla England – Ísland.......................................3:0 Undankeppni EM karla 2020 C-RIÐILL: Holland – Eistland ....................................5:0 Þýskaland – Norður-Írland......................6:1 Lokastaðan: Þýskaland 8 7 0 1 30:7 21 Holland 8 6 1 1 24:7 19 Norður-Írland 8 4 1 3 9:13 13 Hvíta-Rússland 8 1 1 6 4:16 4 Eistland 8 0 1 7 2:26 1  Þýskaland og Holland komin á EM. N- Írland og Hvíta-Rússland í umspil. E-RIÐILL: Wales – Ungverjaland ..............................2:0 Slóvakía – Aserbaídsjan ...........................2:0 Lokastaðan: Króatía 8 5 2 1 17:7 17 Wales 8 4 2 2 10:6 14 Slóvakía 8 4 1 3 13:11 13 Ungverjaland 8 4 0 4 8:11 12 Aserbaídsjan 8 0 1 7 5:18 1  Króatía og Wales komin á EM. Slóvakía og Ungverjaland í umspil. G-RIÐILL: Pólland – Slóvenía .....................................3:2 Lettland – Austurríki................................1:0 N-Makedónía – Ísrael...............................1:0 Lokastaðan: Pólland 10 8 1 1 18:5 25 Austurríki 10 6 1 3 19:9 19 Slóvenía 10 4 2 4 16:11 14 N-Makedónía 10 4 2 4 12:13 14 Ísrael 10 3 2 5 16:18 11 Lettland 10 1 0 9 3:28 3  Pólland og Austurríki komin á EM. Ísr- ael og N-Makedónía í umspil. I-RIÐILL: Belgía – Kýpur ..........................................6:1 San Marínó – Rússland.............................0:5  Þorvaldur Árnason dæmdi leikinn. Skotland – Kasakstan ...............................3:1 Lokastaðan: Belgía 10 10 0 0 40:3 30 Rússland 10 8 0 2 33:8 24 Skotland 10 5 0 5 16:19 15 Kasakstan 10 3 1 6 13:17 10 Kýpur 10 3 1 6 15:20 10 San Marínó 10 0 0 10 1:51 0  Belgía og Rússland komin á EM. Skot- land í umspil. Undankeppni EM U21 karla 1. riðill: Ítalía – Armenía ........................................6:0 Írland – Svíþjóð .........................................4:1 Staðan: Írland 16, Ítalía 13, Ísland 9, Sví- þjóð 6, Armenía 3, Lúxemborg 0. Vináttulandsleikir karla Japan – Venesúela.....................................1:4 Brasilía – Suður-Kórea.............................3:0 Króatía – Georgía......................................2:1 HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, Coca Cola-bikarinn: Varmá: Afturelding – KA ..........................19 Laugardalshöll: Þróttur – ÍBV ............19.30 Dalhús: Fjölnir – Fram..............................20 Höllin Akureyri: Þór Ak. – Selfoss ......20.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Höllin Akureyri: Þór Ak. – Stjarnan ...18.30 Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Blue-höllin: Keflavík – Snæfell ............19.15 Í KVÖLD! HANDBOLTI Grill 66-deild kvenna Stjarnan U – HK U .............................. 30:30 Staðan: Fram U 9 9 0 0 304:212 18 FH 9 7 1 1 247:198 15 Selfoss 9 6 2 1 207:188 14 Grótta 9 6 1 2 224:200 13 ÍR 9 5 0 4 225:221 10 Valur U 9 4 1 4 242:231 9 ÍBV U 9 4 1 4 228:225 9 Stjarnan U 9 3 1 5 228:251 7 HK U 9 2 1 6 224:255 5 Fylkir 9 2 0 7 169:194 4 Fjölnir 9 2 0 7 206:250 4 Víkingur 9 0 0 9 205:284 0 Spánn Barcelona – Sinfin............................... 45:21  Aron Pálmarsson skoraði ekki mark fyr- ir Barcelona. Ungverjaland Dabas – Pick Szeged........................... 22:40  Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með Pick Szeged. Danmörk Aarhus – Skjern................................... 29:33  Elvar Ö. Jónsson skoraði sjö mörk fyrir Skjern og Björgvin P. Gústavsson varði 10 skot. Patrekur Jóhannesson þjálfar liðið. Mauricio Pochettino mátti í gær- kvöld axla sín skinn sem knatt- spyrnustjóri enska úrvalsdeildar- liðsins Tottenham. Þetta gerist aðeins tæplega hálfu ári eftir að Pochettino stýrði liðinu alla leið í úr- slitaleik Meistaradeildar Evrópu. Pochettino tók við Tottenham af Tim Sherwood árið 2014 og hefur náð góðum árangri með liðið, þrátt fyrir takmarkað fjármagn til leik- mannakaupa. Hápunkturinn var úr- slitaleikur Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Þar þurfti liðið að sætta sig við 0:2-tap fyrir Liverpool. Frammistða Tottenham hefur valdið vonbrigðum á leiktíðinni. Um þessar mundir situr Totthenham í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 12 leiki með aðeins 14 stig, þar af þrjá sigurleiki. Þá féll liðið úr leik í enska deildabikarnum eftir óvænt tap fyrir Colchester úr D-deildinni. Pochettino var orðaður við stjóra- starfið hjá Manchester United og Real Madrid í sumar. Þá lögðu for- ráðamenn Tottenham allt í sölurnar til að fá Argentínumanninn til að vera áfram hjá félaginu. Pochettino skrifaði undir fimm ára samning við Tottenham fyrir rúmu ári. sport@- mbl.is Stutt á milli hláturs og gráts hjá Pochettino AFP Sagt upp Mauricio Pochettino mátti taka pokann sinn í gærkvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.