Morgunblaðið - 20.11.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Helgi Kolviðsson, þjálfari karla-
landsliðs Liechtenstein í knatt-
spyrnu, hefur lokið fyrstu undan-
keppni sinni með liðið. „Fyrir mig
hefur það verið frábær reynsla að
koma inn í þetta hérna og fá að kynn-
ast öðrum vinnuaðferðum. Ég hef
kynnst því hvernig þeir hafa hagað
þessu í gegnum tíðina og er búinn að
mynda mér skoðun á því hvernig
best sé að vinna til framtíðar. Þetta
er gríðarlega spennandi verkefni,“
sagði Helgi þegar Morgunblaðið náði
tali af honum í gær. Helgi er með
samning út næsta ár og verður því
áfram við stjórnvölinn hjá Liechten-
stein. Hann nær að koma heim til Ís-
lands á næstunni og heilsa upp á sitt
fólk en til stendur hjá honum að
heimsækja Norðurlandaþjóðirnar
með fulltrúum Ólympíusambandsins
í Liechtenstein.
Liðið tapaði á sunnudaginn 0:3 fyr-
ir Bosníu. Þessi 34 þúsund manna
þjóð náði í tvö stig í riðlinum með því
að gera tvö jafntefli en tapaði átta
leikjum. Var liðið í riðli með knatt-
spyrnustórþjóðinni Ítalíu en einnig
Finnlandi, sem fer nú í lokakeppni í
fyrsta skipti.
Lögga í miðverðinum
„Það er allt annað að þjálfa Liecht-
enstein heldur en Ísland enda er
þjóðin tíu sinnum fámennari en Ís-
lendingar. Liechtenstein var með tólf
til sextán atvinnumenn í liðinu þegar
það vann Ísland 3:0 í október 2007 en
nú eru þeir ekki nema fjórir. Lands-
liðsmennirnir eru því flestir í námi
eða fullri vinnu. Miðvörðurinn hjá
mér er lögreglumaður og svo er einn-
ig kennari í liðinu. Þeir misstu eig-
inlega úr eina kynslóð ef svo má
segja. Hér er þó fullt af ungum
strákum og unnið hefur verið í að
móta þá sem leikmenn með yngri
flokkunum og skólunum,“ útskýrði
Helgi, sem er á vissan hátt að móta
nýtt lið hjá Leichtenstein. Hann hef-
ur gefið ungum leikmönnum tæki-
færi en auk þess var leikmanna-
hópurinn nokkuð þunnur vegna
meiðsla á þessu ári.
„Ég var með fjóra í hópnum í gær
(á mánudag) sem eru gjaldgengir í 21
árs landsliðið og tveir þeirra spiluðu.
Það er jákvætt upp á framtíðina að
gera. Ég hef auðvitað tekið mér tíma
til að kynnast leikmönnum og þeir
hafa verið að kynnast mér. Þá áttaði
ég mig smám saman á því hvað hent-
ar liðinu. Þegar við náðum í úrslit
styrkti það trú fólks á því að við vær-
um á réttri leið. Við erum það á
margan hátt en í sumum þáttum
þurftum við að byrja frá grunni. Þeg-
ar menn eru ekki atvinnumenn hafa
þeir ekki þá reynslu sem atvinnu-
menn hafa. Við höfum einnig verið
óheppnir varðandi meiðsli því þetta
árið duttu út sex leikmenn sem voru
fastamenn undanfarin ár.“
Góð úrslit í Grikklandi
Liechteinsteinar náðu góðum úr-
slitum í keppninni þegar þeir fóru til
Grikklands og gerðu þar 1:1 jafntefli
gegn Evrópumeisturunum frá 2004.
Grikkir eru þekktir fyrir að vera
sterkir á heimavelli. Þegar upp var
staðið voru Grikkir fjórum stigum á
eftir Finnum, sem náðu öðru sætinu í
riðlinum. Helgi og menn hans höfðu
því nokkur áhrif á möguleika Grikkja
með þessum úrslitum.
„Það þarf allt að ganga upp hjá
okkur til að ná í stig enda áhuga-
menn að mæta stjörnum og topp-
mönnum. Við megum ekki misstíga
okkur. Í Liechtenstein búa 34 þús-
und manns, sem er svipað og Kópa-
vogur. Strákarnir voru mjög ham-
ingjusamir með úrslitin í Grikklandi
og fögnuðu því gríðarlega vel. Á þeim
tíma höfðum við átt leiki þar sem við
gerðum margt vel. Við vorum 1:0
undir eftir 80 mínútur gegn Bosníu á
útivelli og áhorfendur voru farnir að
baula á Bosníumennina. En við höf-
um líka fengið á okkur mörk sem
væri hægt að koma í veg fyrir, auk
þess sem tankurinn tæmist hjá
áhugamönnum þegar líður á leikina.
Það er eitt af því sem ég sá strax að
tæknilega hliðin er í góðu lagi hjá
leikmönnum en þá vantar kraft og
úthald. Ég fékk því Sebastian Box-
leitner til að vinna með okkur í líkam-
legri þjálfun. Hjá sambandinu er
toppaðstaða til að æfa og þar vantar
ekkert upp á, “ sagði Helgi Kol-
viðsson, en knattspyrnusambandið í
Liechtenstein er í samstarfi við sviss-
neska knattspyrnusambandið og
segir hann margt mega læra af
Svisslendingum, enda hefur þeim
gengið afar vel undanfarin ár.
Hjá okkur þarf allt að ganga
upp til að ná góðum úrslitum
Helgi Kolviðsson er ánægður í Liechtenstein að lokinni undankeppninni
AFP
Landsliðsþjálfari Helgi Kolviðsson á blaðamannafundi í Finnlandi á dögunum.
Martin Hermannsson og samherjar
hans hjá þýska körfuboltaliðinu
Alba Berlín unnu annan leik sinn í
röð í EuroLeague, sterkustu félags-
liðakeppni Evrópu, í gærkvöld.
Alba hafði þá betur gegn Rauðu
stjörnunni frá Serbíu á heimavelli,
92:80.
Martin átti enn og aftur góðan
leik. Hann skoraði 16 stig, tók þrjú
fráköst og gaf fjórar stoðsend-
ingar.
Alba hefur unnið þrjá leiki en
tapað sex og er í 14. sæti af 18 lið-
um í keppninni. sport@mbl.is.
Martin var góður
í sigurleik
Ljósmynd/albaberlin.de
Góður Martin Hermannsson lék af-
ar vel í sigurleik á heimavelli.
Lærisveinar Patreks Jóhannes-
sonar hjá danska úrvalsdeildarlið-
inu Skjern komust í gærkvöld upp í
þriðja sæti dönsku úrvalsdeild-
arinnar í handknattleik þegar þeir
unnu Århus Håndbold, 33:29, í Ár-
ósum. Elvar Örn Jónsson þótti bera
af öðrum leikmönnum Skjern í
leiknum. Hann skoraði sjö mörk í
11 tilraunum og átti eina stoðsend-
ingu. Björgvin Páll Gústavsson stóð
lengst af í marki Skjern og varði 10
af þeim 29 skotum sem bárust á
markið. Þar af varði hann eitt víta-
kast. iben@mbl.is
Færðust upp
í þriðja sæti
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sterkur Landsliðsmaðurinn Elvar
Örn Jónsson, leikmaður Skjern.
Fullyrt var í pólskum fjöl-
miðlum í gær að handknattleiks-
maðurinn Haukur Þrastarson
hefði gert upp hug sinn og
ákveðið að ganga til liðs við
pólska meistaraliðið PGE VIVE
Kielce á næsta sumri. Félagið
hefur ekki staðfest komu Hauks
en eigandi félagsins lét að þessu
liggja í haust svo það kæmi frek-
ar á óvart gengju þessi skipti
ekki eftir.
Óhætt er að segja að Haukur
taki óvenjuleg fyrstu skref í at-
vinnumennsku sinni með því að
fara til Póllands og ganga til liðs
við Kielce. Enda er hann óvenju-
lega efnilegur handboltamaður.
Hingað til hafa íslenskir hand-
knattleiksmenn frekar stigið
fyrstu skref sín í atvinnu-
mennsku í Danmörku eða í
Þýskalandi, þar sem umhverfið
er að mörgu leyti líkara því sem
við þekkjum, þótt ekki væri ann-
að en tugumálið sem er svo gjör-
ólíkt íslensku.
Sannarlega hefði verið
auðveldara að velja Danmörku,
svo dæmi sé tekið. Haukur er
hins vegar slíkt efni að hann þarf
og vill örugglega takast á við enn
stærri ákvörðun þegar hann
stendur á krossgötum svo
snemma á ferli sínum.
Vaflaust vegur þungt í
ákvörðun Hauks hver þjálfar lið
Kielce. Þjálfarinn er ekki aðeins
einn snjallasti leikstjórnandi
handboltasögunnar heldur af
mörgum talinn einn fremsti
handknattleiksþjálfari síðari ára,
Talant Dujshebaev. Maður er þeir
sem þekkja best til segja að hafi
einstaka sýn í íþróttina, sé um
leið krefjandi en góður leiðbein-
andi. Eðlilega vill efnilegasti leik-
stjórnandi í handknattleik í Evr-
ópu nema við fótskör eins
snjallasta leikstjórnanda hand-
boltasögunnar, sem hefur
undanfarinn hálfan annan áratug
stýrt nokkrum af bestu hand-
knattleiksliðum heims.
BAKVÖRÐUR
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
1. deild kvenna
ÍR – Njarðvík........................................ 49:47
Hamar – Grindavík B ...... úrslit bárust ekki
Staðan:
Tindastóll 8 6 2 560:537 12
Keflavík b 7 5 2 503:474 10
Njarðvík 8 5 3 511:439 10
Fjölnir 7 4 3 534:482 8
ÍR 7 4 3 436:376 8
Grindavík b 5 1 4 252:359 2
Hamar 8 0 8 421:550 0
Evrópudeildin
Alba Berlín – Rauða stjarnan ............ 92:80
Martin Hermannsson skoraði 16 stig,
tók þrjú fráköst og átti fjórar stoðsending-
ar í öðrum sigurleik Berlínarliðsins í röð.
Svíþjóð
Borås – Umeå....................................... 92:81
Elvar Már Friðriksson skoraði 18 stig,
tók tvö fráköst, átti sjö stoðs. fyrir Borås.
NBA-deildin
Chicago – Milwaukee ....................... 101:115
Houston – Portland .......................... 132:108
Dallas – San Antonio ........................ 117:110
Phoenix – Boston.................................. 85:99
Utah – Minnesota ............................. 102:112
LA Clippers – Oklahoma ..................... 90:88
New Yok – Cleveland....................... 123:105
Brooklyn – Indiana............................. 86:115
Toronto – Charlotte ........................... 132:96
Staðan í austurdeild: Boston 11/2, Milwau-
kee 10/3, Miami 9/3, Toronto 9/4, Phila-
delphia 8/5, Indiana 8/6, Orlando 6/7, Char-
lotte 6/8, Brooklyn 5/8, Atlanta 4/9, Detroit
4/9, Cleveland 4/9, Chicago 4/10, New York
4/10, Washington 3/8.
Staðan í vesturdeild: LA Lakers 11/2, Hou-
ston 11/3, Denver 9/3, LA Clippers 9/5,
Dallas 8/5, Utah 8/5, Phoenix 7/5, Minne-
sota 8/6, Sacramento 5/7, Memphis 5/8,
Oklahoma 5/8, Portland 5/9, San Antonio
5/9, New Orleans 4/9, Golden State 2/12.
KÖRFUBOLTI
Það er til mikils að vinna fyrir
Knattspyrnusamband Íslands ef
karlalandsliðinu tekst að tryggja
sér sæti í úrslitakeppni EM á næsta
ári en Ísland fer í umspil um sæti í
lokakeppninni í mars.
Liðin 24 sem tryggja sér farseð-
ilinn á EM fá sem svarar 1,3 millj-
örðum íslenskra króna en greiðslur
til liðanna sem komast á EM frá
knattspyrnusambandi Evrópu,
UEFA, hafa hækkað um 23% frá
því á Evrópumótinu í Frakklandi
fyrir þremur árum sem Ísland tók
þátt í.
Liðin sem komast áfram upp úr
riðlinum fá til viðbótar 275 milljónir
króna. Fyrir að komast í átta liða
úrslitin fá liðin um 438 milljónir
króna og 676 milljónir fyrir að kom-
ast í undanúrslitin. Sigurliðið á EM
fær 1,4 milljarða króna og silfurliðið
950 milljónir.
Fyrir hvern sigur á EM fá liðin
um 200 milljónir króna og fyrir
jafntefli 100 milljónir. Evrópumeist-
ararnir geta því fengið 4,7 milljarða
króna ef þeim tekst að vinna alla
þrjá leiki sína í riðlakeppninni.
gummih@mbl.is
Eftir miklu að slægjast
að komast á EM 2020
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Peningar Lokakeppni EM 2020 getur fært KSÍ enn meiri tekjur en 2016.