Morgunblaðið - 19.11.2019, Síða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
Viðgerðir og sala á alternatorum og startörum
í flestar gerðir bíla, báta og vinnuvéla.
Hjólastillingar, úrval af ljósum á kerrur og
eftirvagna, kerrutenglar, kaplar, perur og tengi.
Sendum um allt land.
www.pgs.is
pgs@pgs.is
s 586 1260
Viðarhöfði 1, 110 Reykjavík
Alternatorinn eða
startarinn bilaður?
Vík verkstæði
Funahöfða 17, 110 Reykjavík
Löggilding, skoðun og ísetningar á ökuritum og hraðatakmörkurum
Ágúst Magni, sími 896 1083, agustm@vikverkstaedi.is, vikverkstaedi.is
Endilega hafið samband og sjáið hvort við getum ekki leyst ykkar mál.
Mælar á allar
gerðir vagnaVið erum með nýjustu og fullkomnustu
tæki sem boðið er upp á frá VDO til að mæla
og stilla allar gerðir af digital og analong ökuritum
Það er eins og það sé mönnum í
blóð borið að reyna við met af öllu
tagi. Margt af því finnst mönnum
kannski fáfengilegt en slíkar
vangaveltur lét Bretinn Guy Martin
sem vind um eyru þjóta.
Martin þessi gerði sér lítið fyrir
og ók JCB Fastrac-dráttarvél á 167
km hraða sem var hraðamet fyrir
vinnuvélar í þessum flokki. Nú síðla
haustsins gerði hann gott betur við
mettilraunir á Elvington-flugbraut-
inni í Englandi.
Nú brúkaði hann sérlega undir-
og útbúna JCB Fastrac Two-
dráttarvél til hraðakstursins. Og
náði 217 km/klst. meðalhraða eftir
að hafa ekið mælikaflann til beggja
átta. Í annarri ferðinni sló nál
hraðamælanna upp í 247 km/klst.
en það er sem næst flugtakshraði
margra farþegaflugvéla. Metin hef-
ur hann fengið skráð og við-
urkennd af metabók Guinness.
agas@mbl.is Guy Martin við traktorinn góða, kampakátur eins og vera ber.
Hraðskreiðasti traktor í heimi er mættur
Hversu hratt ætti að vera leyfilegt að aka af stað í al-
mennri umferð? Það þykir ekki amalegt að ná upp í
hundraðið á 4 sekúndum, og ævintýri að fara niður
fyrir 3 sekúndur. En hvað ef bíllinn nær 100 km
hraða á 1,9 sekúndum, eins og rafmagns-ofurbíllinn
Aspark Owl? Er það yfir höfuð skynsamlegt?
Um japanska smíði er að ræða og þó að Aspark
Owl þyki ekki lauflétt bifreið, eða um 1,9 tonn, þá er
hún svo lág að aðeins 99 cm eru frá malbiki upp að
hæsta punkti. Fyrir vikið er vindmótstaðan lítil sem
engin, en ökumannsstaðan líklega svipuð og í Form-
úlu 1 kappakstursbíl. Rafhlaðan getur geymt 64 kWh
og á að duga í allt að 450 km akstur. Sennilega styttir
það drægið töluvert ef ekið er á hámarkshraða, en
drifbúnaðurinn getur framkallað allt að 2.012 hestöfl.
Aspark Owl verður smíðaður í 50 eintökum og
þurfa áhugasamir að borga 3,2 milljónir dala fyrir
bílinn, jafnvirði tæplega 400 milljóna króna.
ai@mbl.is Ökumaður situr mjög lágt, líklega eins og í Formúlu 1-bíl.
Hann hefur útlit-
ið með sér og
vænghurðirnar
ekkert slor.
Aspark fer út fyrir
öll velsæmismörkVarla þarf að kynna ör-far-
artækjaframleiðandann Segway
fyrir lesendum. Fyrirtækið þótti
marka kaflaskil í samgöngu-
sögunni með nettum tveggja hjóla
einmennings-farartækjum sem
gátu haldið jafnvægi á eigin spýt-
ur. Segway-skutlan náði þó aldrei
þeirri almennu útbreiðslu sem að
var stefnt og er helst hægt að sjá
þetta farartæki í notkun á risa-
stórum vinnustöðum þar sem fólk
þarf að komast hraðar milli svæða
en hægt er á tveimur jafnfljótum,
og einnig á vinsælum áfangastöð-
um ferðamanna þar sem hentugt
þykir að elta leiðsögumann á
Segway-tvíhjóli frekar en að arka
upp og niður brattar brekkur.
Síðan þá hefur smám saman
bæst við úrvalið hjá Segway og
býður fyrirtæki í dag upp á
skemmtileg hlaupahjól, einhjól og
voldug þríhjól. Aldrei hefur
Segway þó boðið til sölu jafn fyr-
irferðarmikil og kraftmikil far-
artæki og þau sem finna má í
nýrri línu sem kynnt var á
EICMA-sýningunni í Mílanó fyrr í
mánuðinum.
Þar svipti Segway hulunni af
fjórhjólum og buggy-bílum sem
hannaðir hafa verið með ut-
anvegaakstur í huga. Vekur at-
hygli að farartækin eru ekki raf-
magnsknúin, eins og allt það sem
Segway hefur smíðað til þessa,
heldur nota þau fullkomna tvin-
vél.
ai@mbl.is
Fjórhjól og buggy-bílar Segway eru engin kríli og útlitið áhugavert.
Segway spanar inn á nýtt svið