Morgunblaðið - 19.11.2019, Qupperneq 8
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
„Á Spáni er gott að djamma og djúsa, diskó-
tekunum á. Hei! Sólbrenndur með „Quick
Tan“-brúsa. Í sandölum og ermalausum bol.“
Þ
egar ég sagði fjölskyldu og vinum frá
því að ég væri nýkominn heim frá
Ibiza að keyra Lexus-bifreiðar vakti
það umsvifalaust hugrenningatengsl
eins og þau sem lýst er hér fremst í textanum,
í laginu Sandalar, í flutningi Ladda. Þó að það
hafi vissulega verið prýðilegt veður meðan á
dvöl minni stóð, sólin skinið í heiði og heitur
andvarinn verið ljúfur og notalegur, gafst lítill
tími til að skella á sig „Quick Tan“-sólarolíu og
flatmaga við sundlaugina, né heldur gafst tími
til að djamma og djúsa í froðudiskói niðri við
strönd.
Menn, bæði hér á Íslandi og annars staðar,
eru fljótir að tengja þessa litlu sólareyju, sem
liggur úti fyrir austurströnd Spánar, steinsnar
frá eyjunum Mallorca og Menorka, við djamm
og djús. Heimamenn eru orðnir dálítið þreyttir
á þeirri ímynd og hafa í seinni tíð lagt áherslu
á byggingu hágæða dvalarstaða þar sem meira
er höfðað til efnameira fólks í stað hinna
dæmigerðu sólarlandagleðipinna. Flugvéla-
farmar af þeim síðarnefndu hafa komið frá
Bretlandi og fleiri löndum á hverju sumri um
árabil og dansað trylltan dans á partíeyjunni
við undirleik frægustu plötusnúða í heimi,
manna eins og David Guetta og Calvin Harris.
Það kom bílablaðamanni því ekkert sér-
staklega mikið á óvart að sjá stór skilti með
myndum af þeim félögum tveimur skömmu
eftir að stigið var út úr flugstöðinni við kom-
una til Ibiza.
30 ára afmæli Lexus
En eins og fyrr sagði var ég ekki kominn til
Ibiza til að djamma og djúsa heldur til að aka
um eyjuna í Lexus-bifreiðum. Ekki endilega
bara einni bifreið, heldur nokkrum, á ólíkum
aldri. Ástæðan fyrir því að boðið var upp á
þetta úrval bifreiða var 30 ára afmæli Lexus-
Ljósmynd / Lexus
Ferðast aftur í tímann
Lexus RX 450 Hybrid
2020 árgerðin er af
fjórðu kynslóð þess-
ara vinsælu bíla.
8 | MORGUNBLAÐIÐ
Lexus valdi spænsku eyjuna
Ibiza fyrir kynningu á nýjum RX
450 hybrid. Framleiðandinn er
30 ára í ár, og bauð því einnig
upp á reynsluakstur á sögu-
frægum eldri Lexus-bílum.