Morgunblaðið - 19.11.2019, Síða 9

Morgunblaðið - 19.11.2019, Síða 9
vörumerkisins, sem er eins og flestir ættu að vita, í eigu japanska bílarisans Toyota. Aðalnúmerið í ferðinni var samt 2020 útgáf- an af stóra Lexus RX 450h-sportjeppanum, með sjálfhlaðandi hybrid-vél. Í kynningum á bílnum á lúxushótelinu sem ég dvaldi á, var fullyrt að slík sjálfhlaðandi vél, og hybrid-tækni Lexus, væri betri kostur en að vera á tengil- tvinnbíl sem stungið er í samband. Sel ég það ekki dýrara en ég keypti það en staðreyndin er þó sú að bíllinn ekur um á rafmagni helming tímans og eftir því sem meira og betur er bremsað því ríkulegri skammtur af rafmagni rennur inn á batteríið. Þegar komið var á hótelið af flugvellinum biðu bílarnir í röð á planinu fyrir utan, tilbúnir í aksturinn. Það var sérstaklega gaman að sjá þar fyrstu kynslóðina, LS 400 sedan-bílinn, frá 1989, og svo fyrsta lúxus Lexus RX-sportjepp- ann frá 1998, og sönn tilhlökkun að fá tækifæri til að aka þeim. Gerður fyrir Bandaríkjamenn Lexus var upphaflega þróaður fyrir Banda- ríkjamarkað. Toyota hafði slegið í gegn þar, enda bílarnir þeirra góðir og ódýrir, en eft- irspurn var eftir dýrari og stærri bíl með meiri þægindum en Toyota bauð upp á. Þar sem Toyota skilgreinir sig ekki sem lúxusmerki var ákveðið að þróa bíl undir nýju vörumerki. Eftir að hafa farið yfir lista sem á voru 219 nöfn, nöfn eins og Vectre, Verone, Caliber og Alexis, varð Lexus-nafnið að lokum ofan á. En til að gera langa sögu stutta skellti ég mér í tvo góða bíltúra, annars vegar á LS 400 frá 1989 og hins vegar á RX frá 1998, áður en ég prófaði þann nýjasta. Var það bráð- skemmtileg reynsla. Að keyra LS 400-bílinn var til dæmis eins og að stíga 30 ár aftur í tímann, og auðvelt að sjá af hverju bíllinn þótti vel heppnaður á sínum tíma og varð söluhæsti lúxusbíllinn í Bandaríkjunum innan örfárra ára. Fjöðrunin er sérstaklega eftirminnileg, og hreyfingarnar svo mjúkar að manni leið eins og svifið væri um spænskar göturnar á töfra- teppi Aladdins. Að aka nýja RX-inum, sem er af fjórðu kyn- slóð, var ekkert slor heldur. Sætin gripu þétt um mann frá fyrstu sekúndu, upplýsingakerfið er til fyrirmyndar, og bíllinn er búinn öllum þeim helstu þægindum og búnaði sem í boði er á markaðnum í dag. Þar má nefna flottar myndavélar allan hringinn, gott öryggiskerfi í akstri, aðgengilegt upplýsingakerfi og mæla- borð, afar vandaða innréttingu, gott pláss að framan og aftan, og tengingu við Android Auto og Apple Play. Þó að nýi RX-bíllinn sé ekki ný kynslóð, hafa verið gerðar nokkrar breytingar milli ár- gerða. Til dæmis er bíllinn fáanlegur með að- laganlegum BladeScan-háljósabúnaði (e. Bla- deScan Adaptive High-Beam System) sem gerir akstur í myrkri öruggari, og eykur út- sýni um 75% án þess að blinda aðra ökumenn. Þá hefur ytra útlit verið gert enn rennilegra en áður, og umbætur verið gerðar í bremsu- kerfum. Þá hefur bíllinn bæði verið lengdur og breikkaður lítillega. 30 nýjungar kynntar Lexus hefur alla tíð verið framarlega í flokki er kemur að nýjungum, en í ferðinni voru sérstaklega kynntar 30 nýjungar sem Lexus hefur komið með að borðinu í bíla- heiminum. Þar má nefna öryggispúða í still- anlegu stýri, stafrænt stillanlega hliðarspegla, og leiðsögukerfi sem staðalbúnað, en það var fyrst í boði í LS 400-bílnum frá árinu 1998. Þá varð Lexus fyrsti bílaframleiðandinn til að framleiða lúxussportjeppa eins og sagði hér á undan, Lexus RX 300 1998 árgerð, og árið 2005 varð Lexus fyrstur framleiðenda til að bjóða upp á sjálfhlaðanlegan lúxus Hybrid- bíl, með tilkomu RX 400h. Á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá fyrsta Lexus- sportjeppanum, hefur framleiðandinn stöðugt breytt og bætt bílinn, en RX-bíllinn varð fljótlega best seldi Lexus-bíll í heimi. Sam- anlögð sala af þessari tegund Lexus-bíla er komin yfir þrjár milljónir eintaka. Að fara til Ibiza og keyra þar Lexus- bifreiðar er jafn ánægjulegt og það hljómar, og ég mæli eindregið með að fólk geri ann- aðhvort eða bæði ef tækifæri gefst til. Auðvit- að er Ibiza tvær flugleiðir í burtu, en Lexus- umboðið er nær í tíma og rúmi, einfaldlega í Garðabænum, í sama húsi og Toyota- umboðið. Tenging við Android Auto og Apple Play er í boði. Blaðamaður við stýrið á Lexus RX á Ibiza á Spáni. MORGUNBLAÐIÐ | 9 » 3,5 lítra V6 tvinn-vél. » 313 hestöfl / 335 Nm » 6 þrepa sjálfskipting » 7,9-8,2 l í blönduðum akstri » 0-100 km/klst á 7,7 sek. » Hámarkshraði: 200 km/klst. » Drif á öllum hjólum » Eigin þyngd: 2.160 kg » Farangursrými: 539 lítrar » Mengunargildi: 179-186 g/km » Umboð: Lexus á Íslandi » Verð frá: 11.950.000 kr. Lexus RX 450h Lexus-nafnið var upphaflega valið úr 219 öðrum nöfnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.