Morgunblaðið - 19.11.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.11.2019, Qupperneq 14
Hinn fullkomni íslenski hversdagsbíll er Range Rover Evouqe. Þegar Evoque var kynntur hér á Íslandi haust- ið 2011 féllum við hjónin flöt fyrir framúrstefnulegri hönnun þessa bíls sem reyndist svo vera alger „trend setter“. Ég setti þáverandi bíl okkar umsvifalaust á sölu og pantaði einn Evoque sem við fengum síðla vetrar 2012. Nú sjö og hálfu ári síðar erum við enn á þessum bíl, alltaf jafn ánægð og ekki síst konan mín. Evoque er fjórhjóladrifinn tæknivæddur sportbíll, nettur, kraftmikill, snöggur og jafvel talsvert meiri jeppi en margir stærri jeppar á götum borgarinnar. Draumabílskúrinn Litli borgarbíllinn er MINI Cooper, 5 dyra. Hef alltaf haft auga á Mini. Hulda föðursystir mín átti einn rauðan ’67 ef ég man rétt sem hún fór allra sinna ferða á, karllaus og sjálfstæð, skemmti- legur töffari. Svo á líka góður vinur minn nokkra slíka originala. Gæti vel hugsað mér Mini í mið- borgarsnattið fyrir Michelsen úrsmiði. Og einn gamlan Austin Mini líka. Mótorhjólið: Harley David- son. Ég er búinn að vera með mótorhjólapróf síðan ég var 17 ára og þvældist um á Yamaha-hjóli en hætti þegar frúnni leist ekkert á akstursmátann. Ég var samt alltaf ákveð- inn að fá mér Harley Davidson-hippa þegar ég yrði fimmtugur og leitaði ráða hjá vini mínum Guð- mundi í Nesradíói sem gaf mér góð ráð en sagði svo: „Þú veist að það eru bara til tvenns konar hjólamenn, þeir sem eru búnir að detta og hinir sem eiga eftir að detta. Hvar ert þú?“ Ég fékk mér ekkert hjól, tók ekki áhættuna á að handleggsbrjóta mig og geta ekki gert við úrin. Fyrir lottóvinninginn: Bentley Bentayga. Sá þennan bíl í Sviss og sá er flottur. Fékk tækifæri til að skoða hann gaumgæfilega og vinnubrögðin í framleiðslu leyna sér ekki né hráefnið sem notað er. Ættuð bara að sjá bílinn að inn- an. Held að þetta sé einn flottasti og vandaðasti bíll sem framleiddur er í dag. Ómissandi ökutæki nr. 8 er Delorean. Ég var með í sölu, fyrir fáum árum, úr frá Romain Jerome sem hétu „DNA of famous legends“. Meðal þeirra voru gerð úr ryðguðu stáli úr Titanic- skipinu, ösku úr Eyjafjallajökli og stáli úr Delorean-bíl sem notaður hafði verið í myndunum Back to the Future. Síðan þá hefur mig langað í bæði slíkan bíl og úrið, væri það ekki ómissandi og flott í safnið? Í villtustu draumum: Mercedes-Benz 300 SL Gullwing. Tímalaus hönnun þessa bíls heillar og gerir mig hug- fanginn eins og flesta aðra bílaáhugamenn. Draumur minn er ljós- silfraður að utan og knallrauður að innan. Þessum bíl er ekki hægt að lýsa í orðum. Maður þarf að upplifa hann. Þetta er sá bíll sem ég ber saman við Rolex- úrin: tímalaus hágæði, mikil ending og frábær fjárfesting. Sunnudagabíllinn: 1956 Ford Fairlane Crown Victoria Skyliner „Glass Top. Mig hefur dreymt um þenn- an bíl frá unglings- árum og hef aldrei séð neinn bíl sem tekur honum fram í hönnun og töff- araskap. Ég er almennt mjög veikur fyrir bandarískum bílum frá 1956- 1960; stórum, vængjuðum og hlöðnum krómi. Svo ekki sé minnst á mælaborðið í þeim. Þarna tel ég að bandarískir bílar hafi náð hátindi sín- um. Á eftir þessum draumabíl komu nokkrir uppáhalds, s.s. 1957 Olds- mobile Royale Delta 88, 1957 Chevrolet Bel Air, 1958 Buick Limited, 1959 Cadillac Coupe Deville og 1959 Chevrolet Bel Air til að nefna nokkra. Fíni bíllinn væri Porsche Taycan. Líkt og úrin, hefur Porsche alla tíð verið mér einkar hugleikinn. Eflaust hefur það eitthvað að gera með að í Porsche sam- einast eiginleikar sem ég sækist eftir, svo sem fegurð, nákvæmni, afl og geta og ekki síst völundarsmíði og yfirburða verkfræði. Í mín- um geira er nauðsynlegt að horfa ávallt til framtíðar en þó með klassíkina að leiðarljósi. Því er nýr, byltingarkenndur rafmagnsbíll Porsche, Tayc- an, mér afar hugleikinn þessa dagana. 14 | MORGUNBLAÐIÐ Þ að er ekki óalgengt að áhugi á bílum og úrum fari sam- an, og kemur því ekki á óvart að Frank Ú. Michel- sen skuli vera með töluverða bíla- dellu. Varla þarf að kynna Frank fyr- ir lesendum en hann stendur vaktina, ásamt sonum sínum, í nýrri og glæsi- legri verslun Michelsen úrsmiða á Tryggvagötu við Hafnartorg. Versl- unin flutti fyrir skemmstu úr gamla húsnæðinu á miðjum Laugavegi og hefur straumur viðskiptavina legið á nýja staðinn allt frá opnun. Frank segist ekki veita nýjum bíl- um svo mikla athygli og þar sé konan hans mun betur með á nótunum. Hann á aftur á móti mjög erfitt með að standast bandaríska dreka frá tímabilinu 1956 til 1960: „Þetta var tími króms og stórra vængja. Geim- öldin var að hefjast og Bandaríkja- menn með hugann við tunglið og eld- flaugar sem endurspeglaðist í hönnun bílanna. Stór og mikil bretti byrja að sjást og hvöss horn taka smám saman við af bogadregnum lín- um. Ekki þurfti að hafa neinar áhyggjur af bensíneyðslu og mengun og leyfðist hönnuðum að fantasera eins og þá langaði.“ Sá bíll frá þessum tíma sem höfðar sterkast til Franks er Ford Fairlane Crown Victoria Skyliner árgerð 1956 „Glass Top“. Er þessi öndvegisbíll jafn flottur og nafnið á honum er langt, og sýnir vel hvernig bættar framleiðsluaðferðir og nýir straumar í hönnun voru farin að móta bílaheim- inn. Aðeins voru framleiddir 603 bílar af þessari gerð, með 202 hestafla V8- vél og glerþaki yfir fremri hluta far- þegarýmisins. Heyflutningar á pallbíl Gaman er að segja frá því hvað Frank og kona hans Inga eru sam- rýmd þegar kemur að bílakaupum. Frank segir þau gjarnan hafa þann háttinn á að hann komi með tillögur en hún taki endanlega ákvörðun. Hefur það gerst að Inga hefur bjarg- að manni sínum frá því að láta bíla- delluna hlaupa með sig í gönur, eins og þegar hann dauðlangaði að kaupa risastóran pallbíl á hátindi góðæris- ins á síðasta áratug. „Á þessum tíma voru gjöldin á pallbílum þannig að hægt var að fá heljarinnar ökutæki á tiltölulega hagstæðu verði,“ segir Frank sem var alveg hreint að farast úr löngun í pallbíl af stærstu og bandarískustu gerð. „Hún Inga horfði á mig um stund og spurði mig svo hvort ég ætlaði mér að fara að ferja hey á milli staða.“ Þegar Frank síðan finnur bíl sem honum líkar vel heldur hann tryggð við ökutækið. Þannig eignaðist hann, fyrir rösklega sjö árum, einn af fyrstu Range Rover Evoque- sportjeppunum sem fluttir voru hing- að til lands og er enn þann dag í dag hæstánægður með kaupin. Eflaust vita sumir lesendur að það orðspor festist snemma við Evoque að hann væri nokkurs konar kvenna- jeppi og kannast Frank alveg við það að hafa stundum verið strítt á því að aka um á bíl sem sjálf Victoria Beck- ham á að hafa átt einhvern þátt í að hanna. Frank lætur stríðnina vita- skuld ekki á sig fá, enda ekkert út á Evoque að setja. „Evoque er best lýst sem fjór- hjóladrifnum sportbíl. Bæði er hann með þá eiginleika sem maður væntir frá alvörujeppa, en hefur mjög skemmtilega aksturseiginleika og hentar til daglegra nota í borginni. Range Rover kynnti til sögunnar al- veg nýja gerð af bíl með Evoque og hafa síðan fleiri framleiðendur fylgt í kjölfarið,“ segir Frank og ljóstrar því upp að hann hafi aldrei áður verið svona lengi á sama bílnum. ai@mbl.is Draumabílskúr Franks Michelsens úrsmiðs Veikur fyrir bandarískum drekum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frank við nýju verslunina. Hann kolféll fyrir Range Rover Evoque. Frank á erfitt með að standast þá stóru vængi og mikla króm sem einkenndi bílahönnun Bandaríkjamanna í upphafi geimaldar. Ljósmyndir Mini: BMW Group Evoque: Land Rover Taycan: Porsche Bentayga: Bentley Media MB 300 SL : Flickr/Sicnag (CC) Crown Victoria: Wikipedia/ Bluedisk (CC) Harley: Harley Davidson Media Delorean: Wikipedia (Grenex (CC).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.