Morgunblaðið - 30.12.2019, Side 1

Morgunblaðið - 30.12.2019, Side 1
M Á N U D A G U R 3 0. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  304. tölublað  107. árgangur  ÍÞRÓTTA- MAÐUR ÁRSINS 2019 250 BÆKUR UM DA VINCI Á EINU ÁRI ALLTAF AÐ LÆRA EITTHVAÐ NÝTT Í MJÖLNI MENNING 28 BARNABLAÐIÐÍÞRÓTTIR 27 Viðræður aftur á fullt  Sameyki skoðar aðgerðir í kjaraviðræðum strax á nýju ári  Biðlund fram- haldsskólakennara fer dvínandi  Fundir bókaðir hjá ríkissáttasemjara og ríkinu daga vikunnar 5.-11. janúar. Þá á samninganefnd ríkisins bókaða fundi með öllum sínum viðsemj- endum á nýju ári. „Við erum reiðubúin til að ganga frá samningi á sömu nótum og lífskjarasamning- arnir í vor,“ sagði Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, í samtali við Morgun- blaðið. Kennarafélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ og kennarafélag Kvennaskólans í Reykjavík eru á meðal þeirra félaga sem hafa sent frá sér ályktanir og hvatt til þess að hert verði á kjaraviðræðum. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasam- bands Íslands, sagði þó að enginn óskaði sér að til átaka kæmi. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Strax eftir áramót munu forystumenn Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu, leggjast í undir- búning fyrir mögulegar aðgerðir félagsins í kjara- viðræðum. Þetta segir Árni Stefán Jónsson, for- maður Sameykis, í samtali við Morgunblaðið. Sameyki er eitt af mörgum félögum sem eftir ára- mót halda áfram í kjaraviðræðum sem dregist hafa á langinn. „Nú er eiginlega alveg komið nóg af þessum hægagangi sem er búinn að vera í níu mánuði,“ segir Árni. Búast má við að kjaraviðræður sem eftir standa fari á fullt skrið strax á nýju ári, en sem dæmi eru bókaðir fundir hjá ríkissáttasemjara alla virka MGæti endað í aðgerðum »4 Kátir krakkar sem voru við sumarhús í Skorra- dalnum í Borgarfirði í gær nýttu efnivið náttúr- unnar og hlóðu myndarlegan hnöttóttan snjó- karl. Fígúru þessari verður þó aðeins fárra lífstunda auðið því spáð er rigningu og hlýindum um sunnan- og vestanvert landið næstu sólar- hringa. Þannig eru öll mannanna verk háð duttl- ungum náttúrunnar og veðráttunnar, sem á Ís- landi er oft fljót að breytast. Morgunblaðið/Eggert Hnöttóttur snjókarl í Skorradal Snjór í Borgarfirði en rigningarspá í kortunum Útlit er fyrir að umfang fasteigna- viðskipta á höfuðborgarsvæðinu hafi verið svipað á þessu ári og því síðasta. Loðnubrestur, gjaldþrot WOW og kjaradeilur dempuðu markaðinn framan af ári en bjart- sýni almennings jókst með haust- inu svo að lifnaði yfir markaðinum. Í viðtali við Pál Pálsson fast- eignasala kemur fram að von er á u.þ.b. 3.000 nýjum íbúðum á mark- að á höfuðborgarsvæðinu á kom- andi ári og ætti það að hjálpa til við að halda aftur af hækkun fast- eignaverðs. Á þessu ári virðist markaðurinn hafa náð jafnvægi og hefur fasteignaverð hækkað um 2,4% undanfarna 12 mánuði. Reiknar Páll með að verðþróunin verði í takt við almenna verðbólgu næstu tvö árin eða svo. Óvíst er hve lengi jafnvægið get- ur varað og gætu íþyngjandi stefna og vinnubrögð sveitarfélag- anna, sem og tregða bankanna til að lána vegna húsbyggingarverk- efna, haft neikvæð áhrif á fram- boð. Undanfarna tvo áratugi hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæð- inu að jafnaði hækkað um 5-6% ár- lega. ai@mbl.is » 12 Von á fjölda nýrra íbúða á markað  Hægt hefur á hækkun fasteignaverðs Morgunblaðið/Júlíus Húsnæði Á þessu ári virðist mark- aðurinn hafa náð jafnvægi. „Ég er búinn að ná mér aftur að fullu. Ég er einungis að glíma við minni háttar meiðsl en er á bata- vegi,“ skrifaði úthafsræðarinn Fiann Paul, um borð í skipi á leið frá Suðurskautslandinu til Síle um miðjan dag í gær. „Ég er gríðar- lega stoltur af teyminu mínu og afreki okkar,“ skrifaði hann jafn- framt, en Fiann Paul og liðsmenn hans urðu um jólin fyrstu menn- irnir til að róa til Suðurskauts- landsins. Alls voru liðsmennirnir sex í bátnum, og skiptu sér í þriggja manna teymi sem hvort reri 90 mínútur í senn, 24 tíma á sólarhring. Fiann hefur búið hér á landi undanfarin rúm tíu ár og rær und- ir íslenskum fána. Fiann og fé- lagar lögðu af stað frá Hornhöfða, syðsta punkti Síle, 13. desember og komu til Suðurskautslandsins rétt eftir hádegi á jóladag. »10 Ljósmynd/Aðsend Í ólgusjó Kapparnir á ferð suður. Fremstur stendur Fiann Paul. Róandi ofurhugar  „Gríðarlega stoltur“ af afrekinu Lífeyrismál, sterkari veikindaréttur og úrbæt- ur á tæknilegum atriðum sem ráða launum sjómanna verða áhersluatriði í viðræðum við útgerðina um nýjan samning. Valmundur Val- mundsson, formaður Sjómannasambands Ís- lands, segir umhverfið í viðræðum breytt og ekki sama harka og var. Þá verði að horfa til þess að plássum til sjós sé að fækka og tækni- væðing hafi breytt starfsumhverfi. » 6 Harkan er minni STARFSUMHVERFI SJÓMANNA BREYTT Björgunarsveitir Landsbjargar voru kallaðar út um 1.250 sinnum árið 2019. Eru það svipaðar tölur og í fyrra en út frá þeim má ætla að sveitirnar hafi verið kallaðar út þrisvar á dag að meðaltali. Óveðrið sem geisaði í byrjun desember setti svip sinn á björg- unarárið og sannaði jafnframt mikil- vægi björgunarsveita landsins. Flugeldasölu Landsbjargar mið- aði vel um helgina en flestir lands- menn festa kaup á flugeldum á síð- ustu tveimur dögum ársins. »2 Á þrettánda hundr- að útkalla á árinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.