Morgunblaðið - 30.12.2019, Page 2

Morgunblaðið - 30.12.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vilhjálmur Einarsson, fyrrverandi skólameist- ari, frjálsíþróttamaður og fyrsti verðlaunahafi Íslendinga á Ólympíu- leikum, lést á Landspít- alanum á laugardag, 28. desember. Vil- hjálmur fæddist á Hafranesi við Reyðar- fjörð 5. júní 1934 og var sonur hjónanna Einars Stefánssonar frá Mýr- um í Skriðdal, fulltúa á Egilsstöðum, og Sigríð- ar Vilhjálmsdóttur frá Hánefsstöðum í Seyðis- firði. Vilhjálmur gekk í barnaskól- ann á Reyðarfirði, farskólann á Völl- um, Gagnfræðaskólann á Seyðisfirði og Alþýðuskólann á Eiðum. Að loknu landsprófi frá Eiðum innrit- aðist hann í Menntaskólann á Akur- eyri árið 1951 og útskrifaðist sem stúdent frá stærðfræðideild vorið 1954. Haustið 1954 hlaut Vilhjálmur skólastyrk við Dartmouth- háskólann í Bandaríkjunum og út- skrifaðist þaðan með BA-próf með áherslu á listasögu. Þá sótti Vil- hjálmur framhaldsnám í uppeldis- og kennslufræði við Gautaborgar- háskóla 1974-1975 og aftur á árunum 1990-1993. Vilhjálmur var kennari við Hér- aðsskólann á Laugarvatni 1957-1958 og skólastjóri þar á vorönn 1959. Hann var kennari við Gagnfræða- skóla Austurbæjar 1959-1960 og kennari við Samvinnuskólann á Bifröst 1959-1965. Á því sama ári tók Vil- hjálmur við sem skóla- stjóri Héraðsskólans í Reykholti á árunum 1965-1979, á miklu blómaskeiði þar. Á Reykholtstím- anum, 1967-1970, var Vilhálmur formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar en á þeim tíma var sumar- hátíðin í Húsafelli haldin og var afar fjölsótt. Loks gegndi Vilhjálmur starfi skólameistara Menntaskólans á Eg- ilsstöðum frá upphafi skólans 1979 til ársins 2001 og vann þar mikið brautryðjandastarf. Frá 2001 var Vilhjálmur um árabil stundakennari við Menntaskólann á Egilsstöðum og sama ár stofnaði hann Náms- hringjaskólann sem var í námskeiðs- formi. Meðal annarra starfa má nefna að hann stofnaði og rak Íþróttaskóla Höskuldar og Vilhjálms ásamt Höskuldi Goða Karlssyni íþrótta- kennara 1960-1972. Var skólinn starfræktur í Mosfellsdal, Varma- landi og Reykholti í Borgarfirði. Vil- hjálmur stofnaði bókaforlagið Að austan sem gaf út tvær bækur: Mag- isterinn og Silfurmanninn. Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síð- ar. Á barns- og unglingsárum reyndi hann sig í ýmsum greinum en ein- beitti sér síðan að stökki og frjálsum íþróttum. Hann setti Norðurlanda- met í þrístökki árið 1956 sem veitti honum rétt til keppni á Ólympíu- leikunum í Melbourne í Ástralíu það sama ár. Fyrsta stökk Vilhjálms þar var ógilt en fyrir það bætti hann í næsta stökki og fór þá 16,26 metra, sem var ólympíumet. Metið átti Vil- hjálmur í tvo klukkutíma en þá bætti Brasilíumaðurinn Ferreira Da Silva það með stökki sínu upp á 16,35 metra í fjórðu tilraun. Vilhjálmur endaði í öðru sæti, fékk silfur- verðlaun, og var fyrsti Íslending- urinn til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Vilhjálmur var fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins; 1956, 1957, 1958, 1960 og 1961 Vilhjálmi var árið 2005 veittur riddarakross hinnar íslensku fálka- orðu fyrir framlag sitt til íþrótta- og uppeldismála. Þá var hann tekinn inn í Heiðurshöll Íþrótta- og ólymp- íusambands Íslands árið 2012. Vilhjálmur lætur eftir sig eigin- konu, Gerði Unndórsdóttur, og syn- ina Rúnar, Einar, Unnar, Garðar, Hjálmar og Sigmar, auk 19 barna- barna og 14 barnabarnabarna. Útför Vilhjálms verður gerð frá Hallgrímskirkju föstudaginn 10. jan- úar kl. 15. Andlát Vilhjálmur Einarsson Alexander Kristjánsson Þór Steinarsson Ekki kæmi á óvart að fleiri kærur bærust á hendur Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, sem er í haldi vegna gruns um frelsisskerðingu, líkams- árás og kynferðisbrot gegn þremur konum. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karl Steinar segir að þótt öll mál séu að einhverju leyti ólík sé það reynsla lögreglu í álíka málum, þar sem fjöldi kæra um kynferðisbrot liggur fyrir, að búast megi við fleiri kærum eftir því sem rannsókn vind- ur fram. Er það meðal annars á þeim grunni sem lögregla fór í gær fram á að gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari yrði framlengt um fjórar vikur, en gæsluvarðhald rann út síð- degis í gær. Áfram í haldi fram að ákvörðun dómara Kristján Gunnar sætti einangrun þar til í hádeginu í gær, en þá var hann leiddur fyrir dómara. Til rysk- inga kom fyrir utan héraðsdóm þeg- ar ónefndur maður reyndi að koma í veg fyrir að fjölmiðlar næðu mynd- um af Kristjáni er hann var leiddur út í lögreglubíl á ný. Dómari tók sér frest til hádegis í dag til að taka afstöðu til kröfu lög- reglu um áframhaldandi gæsluvarð- hald, en Kristján verður engu að síð- ur áfram í haldi lögreglu á lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar til úrskurður liggur fyrir í dag. Karl Steinar segir að sú ráðstöfun byggist á fyrirmælum ríkissaksóknara frá árinu 2018. „Þau kveða á um að þeg- ar dómari telur sig þurfa lengri tíma sé viðkomandi engu að síður áfram í haldi lögreglu.“ Úrræðinu hefur, að sögn hans, aðeins örsjaldan verið beitt. Kristján Gunnar var handtek- inn á heimili sínu við Aragötu í Reykjavík aðfaranótt aðfangadags, grunaður um að hafa haldið ungri konu nauðugri á heimili sínu í tíu daga auk fíkniefnabrota. Hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni, en síðan handtekinn að nýju að morgni jóladags, þá grunaður um kynferð- isbrot, frelsissviptingu og líkams- árás gegn tveimur öðrum konum um nóttina. Hafnar gagnrýni réttargæslu- manna á vinnubrögð lögreglu Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslu- maður konunnar sem Kristjáni er gefið að sök að hafa haldið nauðugri á heimili sínu í tíu daga, hefur gagn- rýnt vinnubrögð lögreglu og sagt að mögulegt hefði verið að bjarga henni sólarhring fyrr, þegar lögreglumenn og foreldrar konunnar fóru að húsi Kristjáns til þess að leita hennar. Þá hefði Kristján sagt að allt væri í fínu lagi og ákváðu lögreglumenn að að- hafast ekkert, þrátt fyrir að foreldr- arnir og lögregla hefðu séð mikið magn fíkniefna á heimilinu. „Við hljótum öll að spyrja okkur að því hvað veldur því að lögreglan hikar við að fara inn hjá honum en hikar ekki við að fara inn hjá Jóni Jónssyni,“ sagði Saga í viðtali við mbl.is. Undir þetta hefur Leifur Runólfs- son, réttargæslumaður annarrar kvennanna, tekið og telur að koma hefði mátt í veg fyrir að Kristján Gunnar bryti gegn þeim. Spurður út í gagnrýnina segir Karl Steinar að lagalegar forsendur hafi ekki verið fyrir gæsluvarðhaldi aðfaranótt aðfangadags. Lögregla krefjist til að mynda ekki gæsluvarð- halds vegna neysluskammta af fíkni- efnum. Málið horfi þó öðruvísi við nú. „Konurnar tvær lögðu fram kæru vegna kynferðisbrota, frelsissvipt- ingar og líkamsárásar á jóladag. Eftir það kom konan úr fyrra málinu og lagði fram kæru vegna kynferðis- brota,“ segir Karl Steinar og bætir við að lögregla líti málið alvarlegum augum. Því hafi hún farið fram á há- marksgæsluvarðhald, fjórar vikur, bæði á grundvelli rannsóknarhags- muna og til að koma í veg fyrir að sakborningur haldi áfram brotum meðan rannsókn málsins sé ekki lok- ið. Karl Steinar segir að á aðfanga- dag hafi upplýsingar lögreglu hins vegar ekki verið nægar til að fara fram á gæsluvarðhald. „Við höfðum ekki skýra tímalínu yfir atburða- rásina þá. En það er auðvitað alltaf auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Karl Steinar. Lögregla notaðist við búkmynda- vélar við handtökurnar og segir Karl Steinar að upptökur úr þeim hafi verið yfirfarnar af lögreglu. Ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að vinnubrögð hafi ekki verið í sam- ræmi við verklag. Hann bætir þó við að allar upptökur verði færðar til nefndar um eftirlit með lögreglu, sem muni yfirfara þær. Tjáir sig ekki, en treystir því að lögregla vinni faglega Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist í skriflegu svari til mbl.is ekki munu tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á hana. „Rannsóknin er á viðkvæmu stigi og ég treysti því að faglega sé unnið af hálfu lögreglunnar,“ segir dómsmálaráðherra. Þá hefur Sigríð- ur Björk Guðjónsdóttir, lögreglu- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, ekki heldur viljað tjá sig efnislega um gagnrýnina, en hún hefur heitið því að málið verði skoðað til hlítar.  Lögregla fer fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald  Yfirlögregluþjónn hafnar gagnrýni á vinnubrögð  Dómsmálaráðherra vill ekki tjá sig, en treystir lögreglu Búast við fleiri kærum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Innsiglað Lögregla innsiglaði heimili Kristjáns í vesturbæ Reykjavíkur á jóladag. Hann er grunaður um að hafa haldið konu fanginni þar í tíu daga. Karl Steinar Valsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra minntist Vilhjálms Einars- sonar á fésbókarsíðu sinni í gær. Sagði hún m.a. að Vilhjálmur hefði verið þjóðhetja og að afrek hans á Ólympíuleikunum í Melbourne hefði markað djúp spor í Íslands- söguna. Afrekið hefði verið ein- stætt fyrir fámenna þjóð sem hefði orðið lýðveldi aðeins tólf árum fyrr. „Óhætt er að segja að hann hafi þá orðið þjóðhetja,“ ritaði Katrín. Hún minntist einnig kynna sinna af Vilhjálmi í ágústmánuði 2012, við formlega opnun minjasvæðis við Skriðuklaustur í Fljótsdal. Sagði hún Vilhjálm þá hafa breitt yfir sig teppi, vegna kulda, og þar með bjargað heilsu sinni. „Blessuð sé minning hans,“ ritaði Katrín svo. Forsætisráðherra minntist Vilhjálms Landsbjörg fór í um þrjú útköll að meðaltali á dag á árinu sem er að ljúka, að sögn Guðbrands Arnar Arn- arsonar, verkefnastjóra aðgerðamála hjá Landsbjörg. Hann segir að þó sé ekki búið að gera árið upp og tölurnar skýrist þegar líða taki á nýtt ár. Óveðrið í byrjun desember setti svip á björgunarárið og sannaði veigamik- ið hlutverk björgunarsveita í landinu. Björgunarmenn fara því reynslunni ríkari inn í næsta ár. ,,Það skiptir máli að björgunarsveitir séu til staðar því við vitum aldrei hvenær við þurf- um á þeim að halda,“ sagði hann. Mikilvægi björgunarsveita sé ekki mælt í fjölda útkalla. Salan ekki dræmari Sala flugelda gekk vel hjá Lands- björg um helgina. „Vanalega eru 28. og 29. desember nokkuð rólegir en í dag var meira að gera en oft áður,“ sagði Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri hjá Landsbjörg, í gær. Hann býst við því að flestir kaupi flugelda á tveimur síðustu dögum ársins. Ekkert bendir til þess að færri kaupi flugelda í ár en í fyrra, þrátt fyrir umræðu um áhrif þeirra á loftslagið. Landsbjörg býður þeim sem hafa áhyggjur af mengunar- áhrifum flugelda upp á að kaupa rót- arskot. Fyrir hvert keypt rótarskot gróðursetur Landsbjörg tré í sam- starfi við Skógræktarfélag Íslands en allur ágóði þeirra rennur samt sem áður til björgunarsveitanna. Jón seg- ir rótarskotin seljast vel í ár eins og í fyrra. veronika@mbl.is Þrjú útköll á dag yfir árið  Óveðrið setti svip sinn á árið Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.