Morgunblaðið - 30.12.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Ég er gríðarlega stoltur af teyminu
mínu og afreki okkar. Við erum að
skrifa söguna,“ sagði úthafsræð-
arinn Fiann Paul, sem búið hefur á
Íslandi undanfarinn rúmlega áratug,
starfar hér sem þerapisti og rær
undir íslenskum fána, á bloggsíðu
sinni í gærkvöld. Fiann varð á jóla-
dag einn af sex ræðurum sem afrek-
uðu í fyrsta skipti „hinn ómögulega
róður“ sem kallaður er, að róa milli
Suður-Ameríku og Suðurskauts-
landsins. Þurfti hópurinn meðal
annars að fara gegnum hið alræmda
Drakesund, sem þekkt er fyrir óg-
urlega strauma og hættulegar öldur.
Fiann fór fyrir hópnum, en með
afrekinu varð hann einnig fyrsti
maðurinn til að ljúka svokallaðri al-
slemmu úthafsævintýra (e. Ocean
Adventure Grand Slam), en í því
felst að hafa róið yfir Atlantshafið,
Indlandshafið, Kyrrahafið, Norður-
Íshafið og Suður-Íshafið.
„Ég er ánægður með að hafa get-
að sett nýtt viðmið í leiðöngrum
knúnum mannaflinu einu og ég vona
að það verði útgangspunktur fyrir
metnaðarfulla landkönnuði framtíð-
arinnar,“ sagði Fiann á bloggsíðu
sinni.
Höfrungar á háhyrningar
„Ég er búinn að ná mér aftur að
fullu. Við höfum verið á skipi sem
ferjar okkur og bátinn aftur til
Punta [Arenas í Síle]. Ég er einungis
að glíma við minni háttar meiðsl,
sem eru á batavegi. Ég sakna þess
að æfa!“ skrifaði Fiann í gærkvöld,
þá á leið frá Suðurskautslandinu aft-
ur til Síle, en hópurinn lagði af stað
til Suðurskautslandsins frá Horn-
höfða, syðsta punkti S-Ameríku,
klukkan 12.00 þann 13. desember
síðastliðinn og kom til Suðurskauts-
landsins klukkan 13.45 á jóladag.
Eins og áður segir hefur Fiann áð-
ur róið á heimsins stærstu höfum, en
sagði um leiðangurinn til Suður-
skautslandsins að þar hefði hann séð
meira dýralíf en á nokkru öðru hafi.
„Fágætar fuglategundir, fiskar og
sjávarspendýr, höfrungar og há-
hyrningar sem dæmi.“
Um ástæðuna fyrir því að hann
hefur lagt fyrir sig að róa um höfin
og slá heimsmet sagði hann: „Áður
var ég á persónulegri vegferð en nú
langar mig bara að geta lifað af því
sem ég elska að gera.“
Stór stund í sögu álfunnar
Engum sem þekkir til í brans-
anum dylst hversu stórt afrek Fi-
anns er. Sem dæmi sagði Craig
Glenday, ritstjóri Heimsmetabókar
Guinness, eftir að tilkynnt var að
leiðangurinn hefði tekist: „Ég hef
fylgst með þessum róðri með mikl-
um áhuga. „Hinn ómögulegi róður“
er réttnefni, enda held ég að fæst
okkar átti sig á því hversu erfið þessi
áskorun er.“
Þá fjallaði New York Times um
málið í gær, hvar m.a. sagði:
„Þeir þurftu að sveigja framhjá ís-
jökum, halda niðri andanum meðan
stórir hvalir syntu hjá og berjast við
öldur á stærð við byggingar, á með-
an þeir reru í 24 klukkustundir á sól-
arhring.“ Þá var haft eftir Wayne
Ranney, jarðfræðingi sem hefur far-
ið um 50 sinnum um Drake-sund á
vélknúnum báti: „Þetta er stór stund
í sögu Suðurskautslandsins. Allur
árangur þeirra var knúinn þessum
12 handleggjum, yfir 600 sjómílur.
Það er algjörlega magnað.“
24 tímar á sólarhring
Hópur Fianns reri í tveimur
þriggja manna teymum, og skiptust
á á níutíu mínútna fresti, í 24
klukkustundir á sólarhring. Á besta
degi sínum reru kapparnir 76,5 sjó-
mílur, 141,6 kílómetra. Fimm sinn-
um á leiðinni var akkerið látið síga
vegna ólgusjós. Þetta og fleira kem-
ur fram á vefsíðu Heimsmetabókar
Guinness, en eins og fyrr segir var
þar á bæ fylgst vel með svaðilförinni.
Í leiðangrinum voru sett heims-
met á borð við fyrsta róðurinn á Suð-
ur-Íshafinu, syðsta punkti sem náðst
hefur á árabáti og fyrsta róðurinn
um Drake-sund.
Reru fyrstir á Suðurskautslandið
Ljósmynd/Aðsend
Ræðararnir Fiann reri á Suðurskautslandið. Á bak við hann situr Andrew Towne, einn liðsmanna Fianns í leiðangrinum.
Sá könnuður sem á flest heimsmet Rær undir fána Íslands „Hinn ómögulegi róður“
Komu á Suðurskautslandið eftir hádegi á jóladag Meira dýralíf en í nokkrum öðrum leiðangri
Ljósmynd/Aðsend
Ofurhugar Báturinn og teymið sem reri til Suðurskautslandsins.
Afrek Fianns Paul
» Fyrsti maðurinn til að ljúka
við „alslemmu úthafs-
ævintýra“, þ.e. að róa yfir Atl-
antshafið, Indlandshafið,
Kyrrahafið, Norður-Íshafið og
Suður-Íshafið.
» Á flest heimsmet nokkurs
könnuðar.
» Á flest Guinness-heimsmet
sem íþróttamaður hefur náð
innan einnar greinar. Meðal
íþróttamanna sem hann hefur
þar með skotið ref fyrir rass
eru sundkappinn Michael
Phelps og tenniskappinn Roger
Federer.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Landsins mesta
úrval af trommum
í öllum verð�lokkum.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu. Dekkjaþjónusta
Úrval fólksbíla- og jeppadekkja
SAMEINUÐ GÆÐI
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Íslenskur karlmaður á miðjum aldri
féll á Breiðamerkurjökli laust eftir
hádegi á laugardag með þeim af-
leiðingum að hann hlaut opið bein-
brot. Björgunarsveitir voru kall-
aðar út vegna slyssins.
Maðurinn, sem er leiðsögumaður,
var á göngu um jökulinn ásamt
hópi fólks þegar hann féll. Davíð
Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi
Landsbjargar, sagði í samtali við
mbl.is að aðstæður á jöklinum
hefðu verið erfiðar, skyggni lélegt
og færðin sömuleiðis.
Þyrla Landhelgisgæslunnar kom
á vettvang en björgunarsveitar-
menn báru manninn niður af jökl-
inum og var hann fluttur yfir Veð-
urárlón með svifnökkva. Því næst
var hann fluttur á sjúkrahús.
Maður slasaðist á Breiðamerkurjökli