Morgunblaðið - 30.12.2019, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð við myglu-gróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
Verð kr.
18.890
Verð kr.
49.920
Verð kr.
35.850
Verð kr.
15.960
30. desember 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.45 122.03 121.74
Sterlingspund 158.7 159.48 159.09
Kanadadalur 92.71 93.25 92.98
Dönsk króna 18.102 18.208 18.155
Norsk króna 13.692 13.772 13.732
Sænsk króna 12.944 13.02 12.982
Svissn. franki 124.3 125.0 124.65
Japanskt jen 1.108 1.1144 1.1112
SDR 167.47 168.47 167.97
Evra 135.25 136.01 135.63
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.819
Hrávöruverð
Gull 1490.85 ($/únsa)
Ál 1790.0 ($/tonn) LME
Hráolía 67.91 ($/fatið) Brent
● Tyrknesk stjórnvöld frumsýndu á
föstudag fyrsta bílinn sem er að fullu
hannaður og smíðaður þar í landi. Um er
að ræða rafmagnsbíl sem ætlunin er að
framleiddur verði í allt að 175.000 ein-
tökum árlega. Samtals verður jafnvirði
3,7 milljarða dala varið í verkefnið og
dreifist kostnðurinn á þrettán ár, að því
er Reuters greinir frá.
Á kynningarathöfninni sagði Recep
Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti að til
stæði að selja rafmagnsbílinn bæði inn-
anlands og á erlendum mörkuðum.
Nýi bíllinn hefur fengið nafnið TOGG,
sem er skammstöfun á Türkiye’nin
Otomobili Girisim Grubu, eða Tyrkneska
bílasamsteypan. Var TOGG sýndur í
tveimur útgáfum á föstudag; í sport-
jeppaútfærslu og sem stallbakur.
Mikil bílaframleiðsla fer nú þegar
fram í Tyrklandi og reka t.d. Ford, Fiat,
Toyota og Hyundai verksmiðjur þar í
landi. TOGG er þó fyrsti bíllinn sem er
tyrkneskur í húð og hár. Fjöldafram-
leiðsla á TOGG-sportjeppanum á að hefj-
ast árið 2022. ai@mbl.is
Tyrkir frumsýna rafbíl
Metnaður Erdogan við hinn nýja TOGG.
STUTT
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Á tímabili leit út fyrir samdrátt í
sölu fasteigna á höfuðborgarsvæð-
inu en markaðurinn rétti úr kútn-
um með haustinu og stefnir núna í
að álíka margar eignir verði seldar
á þessu ári og því síðasta. Þetta
segir Páll Heiðar
Pálsson fast-
eigna- og fyrir-
tækjasali hjá 450
Fasteignasölu en
hann hefur það
fyrir sið í lok árs
að greina þróun
markaðarins og
segja fyrir um
horfurnar.
„Sumarið var
mjög rólegt og
var t.d. 30% minni sala í ágústmán-
uði í ár en á sama tímabili í fyrra,
en svo kom kippur um sumarið og
reyndist október söluhæsti mánuð-
urinn frá því í júní 2015 með tæp-
lega 1.000 þinglýstum kaupsamn-
ingum,“ segir hann. „Árið 2018
seldust 7.700 eignir á höfuðborgar-
svæðinu og hinn 1. desember síð-
astliðinn voru þinglýstir kaupsamn-
ingar 7.130 talsins en algengt er að
í desember seljist í kringum 500
eignir, svo að samalagt verður sal-
an á mjög svipuðu róli í ár og í
fyrra.“
Spurður hvað gæti helst skýrt
skarpar sveiflur á milli ársfjórð-
unga segir Páll að eðlilega hafi
kaupendur haldið að sér höndum
fyrri hluta árs m.a. vegna gjald-
þrots WOW, loðnubrests og mik-
illar spennu í deilum um kjaramál.
„En með haustinu komu fréttir sem
virðast hafa gefið fólki aukna bjart-
sýni; bæði sýndu tölur að verðbólg-
an hafði haldist nokkuð stöðug og
svo var tilkynnt að tvö ný flugfélög
hygðust hefja rekstur. Var léttirinn
áþreifanlegur og landsmenn fengu
aftur trú á því að slæmir tímar
væru kannski ekki handan við
hornið.“
Hægir á hækkuninni
Þróun fasteignaverðs á árinu
bendir til þess að einhvers konar
jafnvægi sé komið á. Á höfuðborg-
arsvæðinu mældist hækkunin 2,4%
undanfarna 12 mánuði og þarf að
leita allt aftur til ársins 2011 til að
finna lægri tölu. Hækkaði fjölbýli
um 2,1% og sérbýli um 1%. „Til
samanburðar hækkaði fasteigna-
verð á höfuðorgarsvæðinu um 4,6%
í fyrra og 10,5% árið þar á undan,“
segir Páll og bætir við að áhuga-
verð þróun komi í ljós þegar litið er
á bæði þennan áratug og þann síð-
asta: „Á tímabilunum 2000 til 2010
og svo 2010 til 2020 var heildar-
hækkun fasteignaverðs á höfuð-
borgarsvæðinus svipuð, 53-54%, og
að jafnaði er meðaltalshækkun á ári
á bilinu 5-6%. Kemur á óvart að
ekki sé meiri munur á tímabilunum,
s.s. þegar haft er í huga að 2008
varð raunlækkun á verði fasteigna.“
Meðal þess sem mun setja svip á
fasteignamarkað Reykjavíkur og
nágrannsveitarfélaga á komandi ári
er hve margar nýjar eignir eru
væntanlegar í sölu. „Í kringum
5.000 nýjar íbúðir eru í smíðum og
gætu um 3.000 þeirra farið í sölu á
næstu 12-15 mánuðum. Er þetta
mikil fjölgun frá 2019 og jákvæð
þróun enda hafa nýbyggingar
myndað um 11-15% af öllu seldu
íbúðarhúsnæði og ætti hlutfallið að
vera mun hærra en það,“ segir Páll
og spáir að vegna góðs framboðs
verði hækkun fasteignaverðs mjög
hófleg árið 2020. „Ég reikna með
að fram til ársins 2022 verði hækk-
unin í námunda við hækkun verð-
bólgu, eða álíka og sú 2,9-3,6%
hækkun sem greiningardeildir
bankanna hafa spáð.“
Hlutdeildarlán gætu
reynst skammgóður vermir
Að því sögðu þá má greina nokk-
ur hættumerki við sjóndeildar-
hringinn. Þannig hafa verktakar
kvartað yfir því að bankar fáist síð-
ur til að veita lán fyrir framkvæmd-
um, og eins að sveitarfélögin geri
byggingarverkefni flóknari og dýr-
ari en þau þyrftu að vera s.s. með
háu lóðarverði og íþyngjandi leyf-
isferlum. Er fátt sem bendir til að
sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð-
inu muni breyta starfsvenjum sín-
um og stefnu, né heldur að lánveit-
ingar vegna framkvæmda verði
auðsóttari. Er því ekki víst að
framboð nýrra eigna haldi í við
eftirspurn.
Þá hafa stjórnvöld boðað að
ákveðnum kaupendahópum muni
standa til boð sk. „hlutdeildarlán“
sem eiga að auðvelda fyrstu kaup-
endum og tekjulágum að eignast
fasteign. Páll óttast að þetta úrræði
kunni að verða til þess að ýta upp
verði eigna og stuðningurinn því
skammgóður vermir fyrir þá hópa
sem ætlunin er að hjálpa. Hann
segir enn á reiki hvernig hlutdeild-
arlánin verða útfærð, en margt
bendi til að það muni reynast snúið
fyrir stjórnvöld að ákveða með
skynsamlegum hætti hverjir munu
eiga rétt á þessum stuðningi. „Það
virðist sem hlutdeilarlán verði ein-
göngu í boði vegna kaupa á ný-
byggingum undir 40 milljónum, og
ef það er viðmiðið þá gagnast
stuðningurinn aðeins þeim sem
vilja búa úti á landi, ef t.d. ætlunin
er að kaupa þriggja herbergja
íbúð.“
Á móti kemur að það virðist ill-
mögulegt fyrir unga og tekjulitla
einstaklinga að ná fótfestu á fast-
eignamarkaðinum án einhvers kon-
ar hjálpar. „Ég spyr gjarnan út í
þetta hjá þeim sem eru að kaupa
hjá mér sína fyrstu eign og undan-
tekningalítið er það hjálp frá for-
eldrum sem hefur gert gæfumun-
inn, s.s. ef þeir leyfa ungu pari að
búa hjá sér leigulaust á meðan hver
einasta króna er lögð fyrir til að
eiga fyrir innborgun. Fólk sem er
með venjuleg laun og er á leigu-
markaði á annars ósköp erfitt með
að eignast fasteign.“
Vísbendingar um jafnvægi
Morgunblaðið/Hari
Óvissa Stefna og vinnubrögð sveitarfélaga og banka gætu skapað flösku-
háls þegar kemur að framboði nýrra fasteigna til lengri tíma litið.
Jákvæðar fréttir um haustið urðu til þess að sala á fasteignum tók ágætis kipp
Von er á um 3.000 nýjum íbúðum á markað á höfuðborgarsvæðinu á komandi ári
Páll Heiðar
Pálsson