Morgunblaðið - 30.12.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ídag lýkurfjögurra dagasameiginlegri heræfingu Rúss- lands, Kína og Ír- ans við strendur Írans og á Ind- landshafi. Opinber tilgangur æfingarinnar er að „dýpka samskipti og samvinnu á milli flota landanna þriggja,“ að því er kínversk stjórnvöld hafa lýst yfir. Írönsk stjórnvöld hafa með sama hætti lýst því yfir að tilgangur æfingarinnar sé að treysta „öryggi alþjóða- viðskipta á svæðinu“ og að „berjast gegn hryðjuverkum og sjóránum“. Þetta hljómar út af fyrir sig ágætlega, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Íran er einn helsti, ef ekki helsti, ógn- valdurinn á svæðinu. Stjórn- völd í Íran hafa haldið uppi skæruliðum og hryðjuverka- mönnum í nágrannaríkjunum og með því ýtt undir átök og valdið ófriði. Og þau hafa ekki látið þar við sitja, heldur hafa þau sjálf stundað sjórán, þannig að skip eru ekki lengur örugg fyrir þeim á þessum slóðum. Það sem vakir fyrir Íran með heræfingunni er vita- skuld ekki að auka öryggi á svæðinu, heldur að styrkja stöðu sína á alþjóðavettvangi vegna viðskiptabanns Banda- ríkjanna sem hefur haft gríðarleg áhrif á landið og valdið stjórnvöldum þar veru- legum áhyggjum. Enda var haft eftir yfirmanni hjá sjóher Írans að mikilvægasta niður- staða þessarar æfingar væri að láta heiminn vita að „ekki væri hægt að einangra Íran“. Umhugsunar- vert er að þessi heræfing á sér stað þegar írönsk stjórnvöld eru ný- lega búin að drepa í það minnsta hundruð en líklega vel á annað þúsund Írani sem leyfðu sér að mótmæla stjórnarfarinu. Harkan sem sýnd hefur verið er yfirgengileg, lýsir mikilli örvæntingu og er mikilvæg staðfesting þess að viðskipta- þvinganirnar hafa skilað árangri. Og þrátt fyrir öll þessi dráp er fjarri því að klerkastjórnin hafi náð tökum á ástandinu, sem sést vel á því að í liðinni viku lokaði hún fyr- ir netaðgang í hluta landsins til að minnka líkur á að mót- mælendur næðu að sameinast á nýjan leik. En það er ekki aðeins í Íran sem mótmælendur hafa verið stráfelldir af yfirvöldum. Mannfallið hefur líklega verið svipað í Írak, þar sem mót- mælendur hafa verið fastir fyrir gagnvart spilltri stjórn sem að verulegu leyti er undir áhrifum klerkastjórnarinnar í Íran. Það er mikið í húfi að þrengja að klerkastjórninni og koma henni í skilning um að hún fái ekki að komast upp með að breiða út ógn og of- beldi um öll Miðausturlönd og hafsvæðið þar í kring. Þátt- taka Kínverja og Rússa í her- æfingu með Írönum er veruleg vonbrigði og eykur við vand- ann á þessu svæði. Slíkt ábyrgðarleysi er ekki í sam- ræmi við þann sess sem þessi tvö ríki vilja hafa á alþjóða- vettvangi. Kína og Rússland senda afleit skila- boð með heræfingu með Íran} Slæmur félagsskapur Skipulags-stofnun hefur ákveðið að upp- bygging Kjalveg- ar í Bláskóga- byggð skuli fara í umhverfismat. Um er að ræða 17 km kafla, um 10% Kjalvegar, en þegar hafa yfir 100 km vegarins verið byggðir upp, að hluta með bundnu slitlagi. Vegagerðin vill ráðast í þessa uppbyggingu vegarins, sem full þörf er á enda vegur- inn almennt illa farinn á vor- in, sem kallar á miklar lag- færingar. Að sögn oddvita Bláskógabyggðar er veg- urinn á aðalskipulagi, upp- byggður, og Skipulags- stofnun samþykkti aðal- skipulagið í fyrravor. Þá hlýtur einnig að skipta máli að vegurinn er þarna nú þegar. Óhóflegar tafir hafa orðið á mörg- um innviðafram- kvæmdum á liðn- um árum, ekki síst vegna umhverfismats og kæruleiða sem því tengjast. Ekki þarf að efast um að allir vilja náttúrunni vel en það felur ekki í sér að réttlætan- legt sé að beita umhverfis- mati til að tefja eða reyna að koma í veg fyrir sjálfsagðar framkvæmdir. Og það er þeim sjónarmiðum sem að baki umhverfismati búa ekki til framdráttar, nema síður sé, ef þetta tæki er misnotað. Þetta verða opinberar stofn- anir að hafa í huga. Geri þær það ekki hlýtur löggjafinn að grípa inn í. Vegagerðin verður að geta ráðist í lag- færingu gamals og úr sér gengins vegar} Vegabætur í umhverfismat? Á hugaverðir tímar eru fram undan á Íslandi vegna þeirra framfara sem eiga sér stað á sviði tækni og vísinda. Þó að hægst hafi á hagkerfinu, en gert er ráð fyrir um 1,5% hagvexti árið 2020, þá eru sóknarfæri víða. Stjórnvöld hafa mótað sína hagstjórn út frá breyttum forsendum. Fjárlög ársins 2020 voru sam- þykkt með halla sem nemur 0,3% af lands- framleiðslu og raunvextir Seðlabanka Ís- lands eru 0,3% miðað við ársverðbólgu. Staða ríkissjóðs Íslands er hins vegar sterk. Heildarskuldir hafa lækkað mjög hratt frá fjármálahruni, farið úr 90% af landsframleiðslu í 20%, þ.e. hrein staða. Stöðugleikaframlög og góð efnahagsstaða hafa átt ríkan þátt í þessari þróun. Þróttur íslenska hagkerfisins er umtalsverður og hið opin- bera mótar stefnu sína út frá breyttum forsendum. Íslenska hagkerfið er undirbúið og hið opinbera kem- ur til móts við hana með skattalækkunum í gegnum lífskjarasamninga og auknum opinberum fram- kvæmdum. Til að tryggja lífsgæði á Íslandi þarf sterkt og öfl- ugt efnahagslíf. Verkefnið fram undan er að styrkja umgjörðina sem knýr áfram framfarir og hagvöxt. Þetta er gert með því að styðja betur við menntakerfið, nýsköpun og þróun. Hag- vöxtur framtíðarinnar verður í auknum mæli drifinn áfram af mannauði hvers samfélags. Þar mun samspil verk- og hug- vits skipta sköpum. Ísland ætlar sér að vera leiðandi á þessu sviði. Því hefur ríkis- stjórnin hafið stórsókn í menntamálum og varið miklum fjármunum til nýsköpunar. Hagsæld framtíðarinnar mun grundvallast í auknum mæli á gæðum menntunar og jöfnum tækifærum. Örar tækniframfarir krefjast þess að menntakerfið okkar geti tekist á við breytingar. Íslenskt samfélag er kjörið til þess að fást við þessar áskor- anir, þar sem tæknibreytingar gagnast oft fámennum samfélögum þar sem tæknin hefur verið nýtt til að einfalda og auka skilvirkni. Til þess að nýta tækniframfarir verður þekkingargrunnurinn að vera öflugur og tilbúinn að takast á við breytta tíma. Framtíðarsýnin er sú að störf verði í auknum mæli til í gegnum nýsköpun og að starfsumhverfi fyrirtækja sé traust og hvetjandi á Íslandi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Hvað knýr áfram hagvöxt? Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra og situr í ráðherranefnd um efnahagsmál. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Árið 2019 var ár heimsmet-anna en fæst þeirra vorusett í íþróttum. Hér áeftir er fjallað um nokkur þessara meta í samantekt AFP- fréttastofunnar. Hitamet Meðalhiti á jörðinni í júlí var 16,75°C, sá hæsti sem nokkurn tímann hefur mælst, samkvæmt niðurstöðu bandarísku veður- fræðistofnunarinnar, NOAH. Hitabylgja gekk yfir Evrópu í sama mánuði og þá féllu nokkur hitamet: 42,6°C í París, 41,5° í Þýskalandi og 38,7°% í Bretlandi. Á Íslandi fór hitinn hæst í 26,9°C í Hjarðarlandi í Biskups- tungum í lok júlí og meðalhiti í Reykjavík í þeim mánuði var 13,2°C, sá mesti síðan mælingar hófust. Í desember var sett hitamet í Ástralíu þegar hitinn fór í 41,9°C. Facebook sektuð Bandarísk stjórnvöld ákváðu í júlí að samfélagsvefurinn Facebook skyldi greiða fimm milljónir dala, jafnvirði 612 milljarða króna í sekt fyrir að brjóta gegn persónuvernd- arréttindum neytenda. Mun þetta vera hæsta stjórnvaldssekt sem um getur í Bandaríkjunum. Kaupgleði Kínverskir neytendur keyptu vörur fyrir jafnvirði 4.700 milljarða króna á vefjum Alibaba á einum degi í nóvember. Var það 26% meira en á sama degi fyrir ári. Rauf tveggja tíma múrinn Keníamaðurinn Eliud Kipchoge varð fyrstur til að hlaupa maraþon- hlaup á innan við tveimur stundum í október þegar hann rann skeiðið á einni klukkustund, 59 mínútum og 40,2 sekúndum í Vínarborg. Lengsta flugið Lengsta farþegaflug sögunnar án viðkomu var farið í október þegar Boeing 787-9-flugvél á veg- um flugfélagsins Qantas flaug 16 þúsund km vegalengd milli New York og Sydney á 19 stundum og 16 mínútum. Aðeins 49 farþegar og áhöfn voru um borð til að hafa vél- ina sem léttasta. Flest verðlaun Bandaríska fimleikakonan Sim- one Biles vann til fimm gull- verðlauna á heimsmeistaramótinu í fimleikum í október og hefur þá samtals fengið 25 verðlaun á heimsmeistaramótum. Gamla met- ið setti Hvítrússinn Vitalí Sjerbo á tíunda áratug síðustu aldar. Fjótastur á tindana Nepalski fjallgöngumaðurinn Nirmal Purj kleif 14 hæstu tinda jarðar á sex mánuðum og sex dög- um frá apríl til október og bætti fyrra metið um nærri átta ár. Minnsta barnið Sjúkrahús í Kaliforníu tilkynnti í maí að stúlkubarn, sem þar hefði fæðst í desember árið áður, hefði aðeins vegið 245 grömm, tæplega eina mörk. Stúlkan, sem nefnd var Saybie, er minnsta barn sem komið hefur í heiminn og lifað en hún var á gjörgæsludeild í nærri hálft ár eft- ir fæðinguna. Milljón dala bílastæði Bílastæði í The Center-skýja- kljúfnum í Hong Kong var selt fyrir 7,6 milljónir Hong Kong- dala, jafnvirði nærri 120 milljóna íslenskra króna. Stærst, minnst, lengst, heitast og fljótast AFP Hiti Fólk kælir sig í Trocadero-gosbrunninum í París skammt frá Eiffel- turninum á heitasta degi ársins 2019, en þá fór hitinn í París í 42,6°C. Á sama tíma og breskir þing- menn rifust um brexit í október seldist verkið Devolved Parlia- ment eftir götulistamanninn Banksy, þar sem þingmenn voru sýndir í líki apa, fyrir 11,1 milljón evra, jafnvirði rúmlega 1,5 millj- arða króna, sem er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Banksy. Þá seldist verkið Rabbit, eftir Jeff Koons, fyrir 91,1 milljón dala, jafnvirði nærri 11,2 milljarða króna, á uppboði í maí. Er þetta hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir lifandi listamann. Metverð fyrir listaverk DÝR LIST AFP Apaþing Málverk eftir Banksy seldist fyrir 1,5 milljarða kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.