Morgunblaðið - 30.12.2019, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019
Listsund Sundáhugamenn söfnuðust saman í innilaug Laugardalslaugar og fylgdust með listsundi. Eftir sýninguna gafst áhorfendum tækifæri til að spyrja spurninga og taka þátt í listsundsæfingu.
Kristinn Magnússon
Bláa hagkerfið, eða öll starf-
semi sem viðkemur hafinu í kring-
um Ísland, getur þrefaldast að
umfangi á næstu tveimur áratug-
um. Landhelgin okkar er stærri
en Frakkland og þar leynast mörg
tækifæri til að skapa verðmæti og
áhugaverð störf til framtíðar.
Bróðurpartur veltu bláa hag-
kerfisins í dag er tengdur hefð-
bundnum veiðum. Ef rétt er á
málum haldið kann að vera að allt
að helmingur veltu bláa hagkerf-
isins sé lítið eða ekkert tengdur
hefðbundnum veiðum innan 20
ára. Nýjar atvinnugreinar, sem
nýta auðlindir landhelgi okkar,
munu skjóta enn frekar rótum og
geta orðið fyrirferðarmiklar á
komandi árum.
Tækifærin liggja m.a. í aukinni
fiskirækt, líftækni, fullvinnslu
aukaafurða, tækniþróun tengdri
umhverfismálum, skipahönnun og
vinnslu, aukinni markaðssetningu
með íslenskar sjávarafurðir er-
lendis, vaxandi stofnum nýrra
veiðitegunda við Ísland eins og
skelfiski og nýtingu þara og rækt-
un þörunga svo eitthvað sé nefnt.
Fjöldi stofnana og félagasamtaka hefur stuðlað að því á
síðustu árum að mun meiri umræða fer nú fram um tækifær-
in í bláa hagkerfinu og margt hefur áunnist í verðmæta-
sköpun. Á komandi árum þurfa þessir aðilar að efla samstarf
sín í milli til að vinna að framgangi bláa hagkerfisins. Þrátt
fyrir gott starf hefur ekki tekist nægilega vel að kynda undir
áhuga nýrra kynslóða Íslendinga á þeim tækifærum sem við
sjáum í hafinu.
Við Íslendingar eigum að ávinna okkur traust sem for-
ystuland í nýsköpun og umhverfisvernd á hafinu. Þá þurfum
við að muna að langflest öflugustu fyrirtækin sem tengjast
bláa hagkerfinu hafa orðið til að hluta eða öllu í samstarfi við
rannsóknarteymi í háskólum, Matís eða Hafró. Efla þarf
þessar stofnanir. Þá þarf að styrkja enn frekar samkeppn-
issjóði og efla nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfið hér-
lendis.
Árið 2020 getur orðið árið sem lagði grunninn að markviss-
ari stefnu og samstarfi um bláa hagkerfið á Íslandi.
Eftir Þór Sigfússon
»Ef rétt er á
málum hald-
ið kann að vera
að allt að helm-
ingur veltu bláa
hagkerfisins sé
lítið eða ekkert
tengdur hefð-
bundnum veið-
um innan 20 ára.
Þór Sigfússon
Höfundur er stofnandi Sjávarklasans.
Bláa hagkerfið
2020
Í anddyrinu á komm-
únistasafninu í Prag eru
þrjú orð „Draumur“,
„Raunveruleiki“ og
„Martröð“. Þessi orð
lýsa vel þeim hryllingi
sem þjóðir í Austur-
Evrópu þurftu að þola til
margra ára þegar stefna
kommúnista var við lýði.
Þeir sem ferðast til Prag
ættu að heimsækja þetta
merkilega safn um kommúnisma og
kynna sér vel þann hrylling sem stefna
kommúnista getur getið af sér. Það
sem yfirleitt einkennir slaka stjórn-
málamenn og stjórnmálaflokka eru
skattahækkanir, aukning útgjalda og
draumar sem breytast oft á tíðum í
martraðir. Eignaupptökuskattar,
skerðing lífeyris eldri borgara og út-
rýming á allri hvatningu til athafna
hefur verið leiðarljós vinstri stjórn-
málaafla. Athafnafrelsi, frelsi ein-
staklingsins og framfarir eru yfirleitt
það sem leggur grunn að hagsæld þjóð-
ríkja. Tækifæri Íslands eru fjöldamörg
horft til framtíðar þar sem Ísland er
einstakt land og eftirspurn eftir gæð-
um þess mun eingöngu aukast á næstu
áratugum. En til þess að nýta tækifær-
in þarf athafnafrelsi nýsköpun og fram-
farir. Tækifærið til að búa í haginn
þegar vel árar hefur ekki verið nýtt til
hagræðingar í rekstri heldur hefur
launakostnaður og áfallnar lífeyris-
skuldbindingar aukist með ógnarhraða.
Stjórnleysið hefur náð hámarki á und-
anförnum misserum þar sem hug-
myndir án nokkurrar skynsemi í mörg-
um málaflokkum eru kynntar án
vitrænnar hugsunar. Það væri samt til-
breyting frá þessum sömu vinstri
stjórnmálaöflum sem sífellt tala um
„samtal“ „gagnsæi“ og „heiðarleika“ í
stjórnmálum að setja mál fram á vit-
rænan hátt og með heilbrigða skyn-
semi að leiðarljósi, en á það hefur skort
verulega á undanförnum árum. Rík-
isvæðing í dýrustu mála-
flokkum landsins mun reyn-
ast dýrkeypt til lengri tíma
en rangar fjárfestingaákv-
arðanir munu skattgreið-
endur og almenningur þurfa
að greiða að lokum.
Ríkisvæðing dregur
úr samkeppnishæfni
og hvatningu
Stjórnmálamenn og
stjórnmálahreyfingar sem
aðhyllast hækkun skatta og
aukin útgjöld fara yfirleitt
frjálslega með staðreyndir og fátt er
um svör þegar spurt er hvernig eigi að
fjármagna kosningaloforð sem þýða
150-200 ma.kr. í aukinni skuldsetningu
og skattlagningu. Framangreind kosn-
ingarloforð eru t.a.m. undir forystu
stjórnmálaflokka til vinstri sem aðhyll-
ast stefnumörkun sem yfirleitt eru
draumar sem oftast verða að martröð.
Það væri tilbreyting að heyra af hag-
ræðingaraðgerðum í rekstri og skyn-
samlegum tillögum um betri stjórnun
og tengsl við skattgreiðendur. Sjálfbær
framtíðarsýn þar sem hlustað er á
þarfir fólks og þeirra sem greiða út-
svar og fasteignagjöld virðist ekki ná
eyrum forystu stjórnmálaafla til
vinstri. Ríkisvæðing heilbrigðiskerf-
isins, fjármálakerfisins, mennta-
kerfisins og fjölmiðla mun leiða til auk-
ins samfélagskostnaðar og minni
samkeppnishæfni horft til lengri tíma.
Athafnafrelsi og lækkun skatta eykur
samkeppnishæfni þjóðfélaga og hvatn-
ingu til góðra verka. Á 21. öldinni er
Ísland enn þá að ríkisvæða heilbrigð-
iskerfið, menntakerfið, fjármálakerfið
og fjölmiðla þrátt fyrir að draumur
kommúnistaríkjanna sé í flestum til-
fellum orðinn að martröð fyrir löngu.
Mikilvægt er að auka samkeppni með
nýjum rekstrarformum sem veita að-
hald og gera þannig kröfu til ríkis-
rekstrar. Í öðrum norrænum ríkjum
hafa rekstrarform á einkamarkaði veitt
opinberum rekstri verulegt aðhald til
að efla samkeppni og auka samkeppn-
ishæfni. Að öðrum kosti mun kostnaður
aukast og framleiðni minnka og skatt-
greiðendur sitja upp með afleiðing-
arnar. Mikilvægt er að Íslendingar hafi
val hvort þeir notfæri sér heilbrigð-
isþjónustu í opinbera kerfinu eða á
einkamarkaði. Samkeppni eykur fram-
leiðni, leiðtogafærni, og sparar ríkis-
sjóði fjármuni. Í stað hagræðingar í
rekstri hafa menn reynt að ná hagræð-
ingu fram með aukinni skattheimtu á
hópa sem hafa flestir lagt verulegar
fjárhæðir til samfélagsins en á sama
tíma fengið frekar lítið til baka þegar
njóta á þjónustu hins opinbera. Undir-
ritaður er náttúrulegur bjartsýnismað-
ur sem er ólíkt mörgum vinstrimönnum
sem hafa margir stórt vandamál sem
er að spá fyrir mikilli svartsýni í mörg-
um málum sérstaklega umhverfis-
málum án þess að benda á raunveru-
legar lausnir, sem er auðvitað ekkert
nýtt. Sjálfbærni og umhverfisvernd eru
verðmætasköpun 21. aldarinnar en
nálgast verður verkefnið með bjartsýni
að vopni og með raunverulegum lausn-
um. Það er ekki skrýtið að öll komm-
únistakerfi endi í martröð því hug-
myndafræðin er röng eins og oft hefur
komið í ljós. Eins og einn allra besti
knattspyrnumaður heims Johan Cruyff
orðaði þetta: „Að spila fótbolta er ein-
falt, en að spila einfaldan fótbolta er
það erfiðasta.“ Þetta ættu allir sem að-
hyllast kommúníska hugmyndafræði að
hafa í huga.
Eftir Albert Þór
Jónsson » Tækifæri Íslands eru
fjöldamörg horft til
framtíðar þar sem Ísland
er einstakt land og
eftirspurn eftir gæðum
þess mun eingöngu aukast
á næstu áratugum.
Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur með
MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára
starfsreynslu á fjármálamarkaði.
Draumur, raunveruleiki
og martröð