Morgunblaðið - 30.12.2019, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019
✝ Guðbjörg ÓskHarðardóttir
fæddist á Bíldudal
17. ágúst 1943. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
13. desember 2019.
Foreldrar hennar
voru Hörður Gísla-
son, vörubílstjóri og
verkamaður í
Reykjavík, f. á Pat-
reksfirði 18.3. 1912,
d. 31.5. 1984 í Reykjavík, og Elín
Guðný Árelía Elíasdóttir, hús-
freyja og verkakona í Reykjavík,
f. 21.5. 1918 á Krosseyri við Arn-
arfjörð, d. 28.8. 1969 í Reykjavík.
Systkini: Alfreð Harðarson, kenn-
ari í Reykjavík, f. 15.5. 1940,
kvæntur Ástu Sigríði Alfons-
dóttur leikskólakennara, börn
yrkjufræðingi, f. 20.3. 1967, börn
þeirra Tinna, f. 15.3. 1990, og Þór,
f. 6.9. 1995, börn frá fyrra hjóna-
bandi Nanna Dröfn, f. 15.11. 1980,
og Gunnar Þórbergur, f. 25.1.
1985. Valgeir Þórbergur, f. 5.4.
1965, stýrimaður búsettur í
Reykjavík, barn frá fyrra hjóna-
bandi Vala Þöll, f. 26.7. 1991. Elín
Björk, f. 2.7. 1967, búsett í Hafn-
arfirði, börn Eyþór Ægisson, f.
30.1. 1986, og Elísabet Alexía
Jónsdóttir, f. 8.8. 1990. Maki 2)
Haukur Heiðdal, f. á Patreksfirði
12.7. 1941, þeirra barn Guðný Ósk
tanntæknir, f. 19.3. 1974, gift Árna
Birni Erlingssyni viðskiptafræð-
ingi, f. 7.8. 1967, börn þeirra Ant-
on Björn, f. 4.11. 1997, Kolbún
Eva, f. 6.9. 2007, Karen Björg, f.
21.4. 2009. Maki 3) Jón Eyþór
Jónsson, flugvirki Reykjavík, f.
21.5. 1944, sem lifir eiginkonu
sína. Guðbjörg eða Gugga eins og
hún var gjarnan kölluð ólst upp í
Laugarneskampi í Reykjavík fram
á unglingsár þegar fjölskyldan
flutti í Gnoðarvog 28. Gugga fékk
lömunarveiki aðeins 3 ára gömul
og reyndist sá sjúkdómur hennar
förunautur allt lífið. Þrátt fyrir
erfiðleika sjúkdómsins var Gugga
alltaf full af orku og baráttuþreki
sem ásamt gleðinni kom henni
ávallt þangað sem hún ætlaði sér.
Gugga giftist fyrsta manni sínum
Gunnari Þórbergi Þórðarsyni
25.12. 1961 og bjuggu ungu hjón-
in á Meistaravöllum 33 í Reykja-
vík ásamt 3 ungum börnum sínum
þegar Gunnar fórst með m/b
Dagnýju 7.3. 1969, hinn 28. ágúst
sama ár missti Gugga svo móður
sína en þessi áföll reyndust henni
þungbær og settu mark sitt á allt
hennar líf. Gugga kynntist svo
ungum manni frá Patreksfirði,
Hauki Heiðdal, sem hún giftist
18.11. 1972 en leiðir þeirra skildu
nokkrum árum síðar. Gugga
kynntist svo eftirlifandi manni
sínum Jóni Eyþóri 1988 en þau
gengu í hjónaband 17.8. 1992.
Gugga og Jón bjuggu síðustu 20
árin í Frostafold 6 í Reykjavík.
Útför Guðbjargar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 30.
desember 2019, klukkan 13.
þeirra Jónas Guðni, f.
9.2. 1968, Hans Guð-
berg, f. 21.8. 1971, og
Aldís Elín, f. 15.2.
1979; Sigurgísli
Harðarson, f. 6.8.
1955, lyfjafræðingur,
kvæntur Kirsten
Moesgard lyfjafræð-
ingi, börn þeirra
Tomas Gíslason
Moesgaard, f. 2.9.
1988, og Elisabet
Gísladóttir Moesgaard, f. 23.7.
1992, þau eru búsett í Danmörku.
Maki 1) Gunnar Þórbergur Þórð-
arson skipstjóri, f. í Hergilsey á
Breiðafirði 10.5. 1942, d. 7.3. 1969.
Börn þeirra, Hörður, f. 11.10. 1961
skipstjóri og viðskiptafræðingur
búsettur í Reykjavík, kvæntur
Jónu Dísu Sævarsdóttur garð-
Elsku mamma mín, nú er komið
að leiðarlokum hjá þér, elskan mín,
það verður skrítið að heyra ekki í
þér á hverjum degi þú sem varst
alltaf svo hlý og stappaðir í mig
stálinu þegar mér leið sem verst.
Nú þarft þú ekki að þjást meira
elskan mín.
Þakka þér fyrir allt það góða
sem þú gerðir fyrir mig og mín
börn, ég veit að vel verður tekið á
móti þér.
Hvíl í friði, elsku mamma mín.
Þín dóttir,
Elín Björk.
Gugga eins og hún var oft nefnd
fæddist á Kaldabakka á Bíldudal í
Arnarfirði 17. ágúst árið 1943. Hún
var skírð eftir móðursystur sinni,
Guðbjörgu, og Óskari, sem fórust
með skipinu Þormóði sem sökk
sama ár. Hún ólst upp í Laugar-
neskampi og gekk í Laugarnes-
skóla. Gugga fékk lömunarveiki
um tveggja ára aldur sem varð til
þess að annar fóturinn lamaðist og
var alltaf styttri en hinn. Snorri
Hallgrímsson sá mikilhæfi læknir
gerði nokkrar aðgerðir á Guggu
sem höfðu bætandi áhrif. Eitt sinn
kom maður í heimsókn og sagði
aumingja Gugga að vera svona
hölt, sú litla svaraði að bragði: „Þú
getur bara verið aumingi sjálf!“ og
stappaði í gólfið með betri fætin-
um. Viljastyrkurinn kom þarna
strax í ljós sem átti eftir að reynast
henni vel í lífinu ásamt einstöku
hjartalagi.
Gugga giftist Gunnari Þórðar-
syni og eignuðust ungu hjónin
börnin Hörð, Valgeir og Elínu.
Gunnar var vanur sjómaður og
lærður skipstjóri. Hann var feng-
inn til þess að ferja skip að vetr-
arlagi á milli Hornafjarðar og
Stykkilshólms ásamt tveimur öðr-
um. Á leiðinni gerði aftakaverður
með mikilli ísingu sem varð þess
valdandi að skipið fórst í Faxaflóa
með allri áhöfn. Þetta var mikið
reiðarslag fyrir ungu fjölskylduna.
Elín móðir Guggu stóð eins og
ávallt við hlið dóttur sinnar og
barnabarna en því miður lést hún
úr sjúkdómi nokkrum mánuðum
eftir slysið. Föðurfólk Gunnars
reyndist fjölskyldunni mjög vel og
voru drengirnir oft hjá þeim í Flat-
ey.
Löngu seinna veikist Elín yngri
fyrir miðjan aldur af erfiðum sjúk-
dómi. Gugga var þá hennar klettur
líkt og Elín eldri hafði áður verið
dóttur sinni.
Gugga giftist síðar Hauki Heið-
dal og gekk hann börnunum í föð-
urstað. Þau eignuðust saman Guð-
nýju Ósk. Seinna giftist hún Jóni
Eyþóri sem var henni til halds og
trausts í veikindum. Yndisleg vin-
kona þeirra hjóna hún Malla (Mál-
fríður) sýndi þeim einstaka um-
hyggju og hjálpsemi sérstaklega
við heimilishaldið, var það ómetan-
legt og erum við stórfjölskyldan
henni sérstaklega þakklát. Einnig
viljum við þakka öllum sem veittu
Guggu aðhlynningu á spítala og
heimili í hennar miklu veikindum.
Kærleikur þeirra og umhyggja var
okkur mikils virði og erum við
þeim ævinlega þakklát.
Gugga var vinamörg og ræktaði
samböndin eins vel og hún gat.
Lífsreynsla Guggu og kærleikur
hefur hjálpað mörgum enda hlust-
aði hún á fólk með hluttekningu og
skilningi. Síðustu misserin lifði hún
með æðruleysi og trúarfestu þrátt
fyrir miklar þrautir. Gugga skilur
eftir sig trausta og duglega afkom-
endur.
Þegar ég kveð mína elskulega
Guggu systur eftir 76 ára samfylgd
hjálpar mér trúin á að ég hitti hana
í öðrum heimi. Ég þakka henni
kærleiksríka samfylgd sem aldrei
féll skuggi á. Við vottum Jóni Ey-
þóri, börnum og mökum þeirra
ásamt allri fjölskyldunni einlæga
samúð við fráfall okkar ástkæru
Guðbjargar Óskar Harðardóttur.
Alfreð Harðarson og
Ásta Sigríður Alfonsdóttir.
Jónas Guðni.
Hans Guðberg, Guðrún og
fjölskylda.
Aldís Elín, Játvarður Jökull
og fjölskylda.
Núna er komið að kveðjustund.
Ég man eftir þér frá því ég var
lítil í Torfufellinu þegar við Guðný
vorum að bralla eitthvað saman.
Þegar þið mamma komuð brjálaðar
af því að við höfðum tekið fínu dúk-
ana ykkar til að hafa dót á tombólu.
Af hverju þið voruð ekki sáttar er
hulin ráðgáta því við vorum bara að
reyna að græða smápening.
Því miður datt sambandið niður
þegar við fluttum til Keflavíkur en
var tekið upp fljótlega eftir að for-
eldrar mínir skildu. Ég man eftir
mörgum stundum við eldhúsborðið
í Reynigrundinni, á Nýbýlavegin-
um og loks í Frostafoldinni þar sem
spjallað var um alla heima og
geima, hlegið og grátið, glaðst og
syrgt.
Þið mamma hafið gengið í gegn-
um ótrúlega hluti saman og alltaf
getað fundið styrk í hvor annarri
sem er ómetanlegt í fari vina.
Ég fann líka alltaf fyrir mikilli
hlýju og væntumþykju frá þér í
minn garð og hvað þú trúðir enda-
laust á hæfileika mína í öllu sem ég
gerði. Það er skrítið að þú skulir
vera búin að kveðja þennan heim en
það er líka gott að hugsa að þú hafir
loks fengið hvíld eftir langvarandi
og erfið veikindi sem hafa fylgt þér
nærri allt þitt líf.
Ég vildi að ég gæti fylgt þér til
þinnar hinstu hvílu en ég veit að við
munum hittast aftur þegar Guð
uppfyllir loforðið sem hann gaf okk-
ur í Opinberunarbókinni 21:4.
Og hann mun þerra hvert tár af
augum þeirra. Og dauðinn mun
ekki framar til vera, hvorki harmur
né vein né kvöl er framar til. Hið
fyrra er farið.
Sjáumst í Paradís, yndislega
mamma mín nr. 2.
Elsku fjölskylda.
Ég votta ykkur mína dýpstu
samúð á þessari erfiðu stundu,
hugur minn er hjá ykkur.
Kveðja
Bryndís og Jóhannes.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Jónsdóttir)
Elsku vinkona, takk fyrir allar
samverustundirnar sem við höfum
átt í gegnum árin.
Ég votta öllum aðstandendum
mína dýpstu samúð.
Þín vinkona,
Malla.
Guðbjörg Ósk
Harðardóttir
✝ Rósa Aðal-steinsdóttir frá
Ási, Vopnafirði,
fæddist 30. septem-
ber 1958 á Vopna-
firði. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 16. desem-
ber 2019.
Foreldrar hennar
voru Stefán Aðal-
steinn Sigurðsson,
sjómaður og út-
gerðarmaður frá Ási, Vopnafirði,
f. 12. júní 1925, d. 24. desember
2010, og Stefanía Sigurðardóttir
frá Galtarhrygg í Mjóafirði við
Djúp, f. 22. júlí 1925, d. 13. ágúst
1968. Eftirlifandi bræður Rósu
eru 1) Páll, skipasmiður, f. 23. júlí
prófi gekk Rósa í Hússtjórnarskól-
ann á Akureyri og lagði síðar
stund á fataiðn við Iðnskólann í
Reykjavík. Árið 2002 útskrifaðist
Rósa sem skrifstofutæknir frá
Menntaskólanum á Egilsstöðum og
ári síðar hóf hún nám á listnáms-
braut við Verkmenntaskólann á
Akureyri. Rósa byrjaði snemma að
salta síld og vann stærstan hluta
starfsævi sinnar við fiskvinnslu á
Vopnafirði. Hún sinnti þó einnig
nokkrum öðrum störfum á Vopna-
firði, Akureyri og í Reykjavík og
vann þá meðal annars við sútun á
skinnum, umönnun aldraðra og við
saumastörf.
Rósa var meðlimur í Hvíta-
sunnukirkjunni. Hún hafði áhuga á
kristilegum samkomum, söng, ætt-
fræði, ferðalögum, handavinu,
föndri, saumaskap og mörgu
fleira.
Útför Rósu fer fram frá Vopna-
fjarðarkirkju í dag, 30. desember
2019, og hefst athöfnin klukkan
14.
1956, kona hans er
Astrid Linnéa Örn
Aðalsteinsson,
saumakona og hús-
móðir, f. 18. apríl
1962. Börn þeirra
eru a) Katrín Stef-
anía, f. 25. ágúst
1988, b) Lýdía
Linnéa, f. 6. ágúst
1990, gift Juho P.
Koskela, börn þeirra
eru Otto Aleksander
og Aron Páll, c) Enok Örn, f. 17.
apríl 1997. 2) Ásmundur, húsa-
smiður, f. 9. september 1957.
Rósa gekk í barna- og ungl-
ingaskóla á Vopnafirði og stund-
aði síðar nám við Alþýðuskólann
á Eiðum. Að loknu gagnfræða-
Eitt sinn var lítil stúlka í litlu
þorpi, sem átti fáa að. Eða þannig.
En barnið finnur sér alltaf stað,
þar sem það er velkomið og finnur
til öryggis og hlýju. Einn þeirra
staða var í Ási. Hjá Alla mínum,
sem var mér sem afi og mér þykir
óendanlega vænt um. Í Ási voru
líka börn Alla; Rósa, Palli og Ási.
Rósa dóttir Alla sá um heimilið á
þeim tíma sem við flytjum austur
og alla tíð. En móðir hennar lést
þegar Rósa var 10 ára. Líf Rósu
var ekki dans á rósum, hvorki auð-
velt né einfalt og engin var silfur-
skeiðin í munni. En alltaf var stutt
í glettni og bros, sem og vilja til að
vera öðrum innan handar. Ég á
margar góðar minningar, m.a.
jólaboðin, þar sem boðið var upp á
grillaðar samlokur með skinku og
osti fyrir skotturnar þrjár og heitu
kakó, ásamt kúfuðu borði af veislu-
réttum. Allar stundirnar í Fagra-
hjallanum, blómin og heimagerðu
gjafirnar, sodastream, poppvélin
og fótanuddtækið. Hárskrautið
sem Rósa gaf mér eitt sinn, en það
hafði hún átt sem barn og geymi
ég það nú á góðum stað. Rósa átti
og mun ávallt eiga sér stað í hjarta
mér. Hlýjan, brosið, hreina andlit-
ið og augnsvipurinn. Hvíl í friði,
Rósa mín, þín er saknað og minnst.
Rósa verður jarðsungin 30. des-
ember, sem er sami dagur og Alli
minn var jarðsettur fyrir 9 árum.
Því miður get ég ekki verið við-
stödd og sendi því kveðju hér til
aðstandenda og vina.
Ævibraut vor endar senn,
er vér hljótum sjá,
allir Drottins munu menn
mætast heima þá.
Ef ei dauðinn undan fer,
ástkær frelsarinn
kemur senn og burt oss ber
beint í himininn.
Ó, er okkar vinir
allir mætast þar,
ganga á geislafögrum
grundum eilífðar,
lofa Guð og Lambið
lífið sem oss gaf.
Sorgin dvín, sólin skín,
sjá Guðs náðarhaf.
Margir, er vér unnum heitt, undan fóru
heim.
Hafa stríð til lykta leitt, ljúft vér fögnum
þeim.
Þar er sérhvert þerrað af þeirra
sorgartár.
Arf á himnum Guð þeim gaf, gleðjast
allra brár.
Varðveit klæðin helg og hrein Herrans
blóði í,
Svo þér ekkert mæti mein Myrkursins á
ný.
Lúður Drottins hljómar hátt, Hver er
viðbúinn?
Jesús kemur, kemur brátt. Kom þú,
Drottinn minn!
(Sigríður Halldórsdóttir)
Sonja Dröfn Helgadóttir.
Þegar ég frétti andlát Rósu
Aðalsteinsdóttur frá Vopnafirði
Rósa
Aðalsteinsdóttir
hugsaði ég hvaða orð lýsti henni
best. Eftir svolitla umhugsun var
það orðið gleðigjafi. Frá því að ég
man fyrst eftir Rósu var alltaf
stutt í gamansemina og dillandi
hláturinn. Nú á seinni árum var
hún mjög virk á Facebook og vinir
hennar þar kunnu að meta skrýtl-
urnar og gamansögurnar sem
streymdu frá Rósu nær daglega
þar til undir það síðasta.
Við hjónin og börnin okkar
heimsóttum Vopnafjörð um páska
snemma á 9. áratug síðustu aldar.
Erindið var að taka þátt í samkom-
um í Hvítasunnukirkjunni. Ég
fann til tengsla við starfið þar í
gegnum Sigurmund afa minn Ein-
arsson og Margréti ömmu Þor-
steinsdóttur sem störfuðu þar.
Vopnfirðingar tóku okkur mjög
vel, ekki síst Rósa. Hún stóð fyrir
veisluhöldum af mikilli rausn og
ekkert var til sparað. Þannig var
hún, örlát, fórnfús og veitandi.
Þrátt fyrir gamansemina var líf
Rósu ekki alltaf auðvelt. Hún og
bræður hennar misstu móður sína
meðan þau voru lítil. Það markaði
líf þeirra upp frá því eins og ann-
arra sem verða fyrir móðurmissi.
Hún átti auk þess við veikindi að
stríða en tókst við þau af æðruleysi
og faldi kannski líðan sína oft á bak
við glaðværðina.
Rósa kom í heimsókn til okkar
11. júlí í sumar til að fá lánaðar
Hannasögur, eftir föður minn heit-
inn. Þar er lýsing á því þegar
virðuleg frú mætti á Kotmót í
Kirkjulækjarkoti í árdaga þess
mótshalds. Frúnni var vísað til
svefns í heyhlöðu bóndans ásamt
fleiri mótsgestum. Þegar komið
var fram á nótt varð bóndanum
gengið fram hjá hlöðunni og
blöskraði að sjá hvað mikið hey
hafði ruðst út um hlöðuopið. Hann
safnaði saman vænu fangi og kast-
aði inn um hlöðugatið. Heyið lenti
á frúnni sem vaknaði við vondan
draum en bóndinn tók á sprett.
Frúin sem um ræðir var amma
Rósu og ákvað hún að rifja söguna
upp í vitnisburði sínum í tilefni af
70 ára afmæli Kotmóta á liðnu
sumri. Svo fékk Rósa váleg tíðindi
um meinið sem dró hana til dauða.
Við hjónin fengum að heimsækja
hana á Landspítalann og þá leið
henni vel, miðað við aðstæður, og
áttum við góða stund. Ekki óraði
mig fyrir því að það væri okkar
kveðjustund. Bæn mín og von var
sú að henni gæfist lengri ævi, en
svo varð ekki.
Ég er þakklátur fyrir það hvað
Rósa var mér, gleðigjafi, og bið
Guð að blessa minningu hennar og
að hugga ástvini hennar í sorg
þeirra.
Guðni Einarsson.
Það er mikil eftirsjá og sökn-
uður að þessari gefandi konu, sem
svo fallega vitnaði um trúna á
Krist á sinni lífsgöngu. En aðeins
61 árs er hún látin, varð 16. þessa
mánaðar að lúta í lægra haldi fyrir
krabbameini sem hún greindist
með í ágústmánuði.
Hún var virk Hvítasunnukona,
lifandi þáttur í því mikla bæna-
samfélagi, sjálf afar kröftug og
ástundunarsöm bænakona en þó
um leið glaðlynd og gamansöm
nánast flestum fremur. Kallaði
hún sig á stundum Vopna-Rósu, en
einnig Rósu Guðs.
Hún var líka kunn að óborgan-
legri fyndni á Facebook og átti þar
á 13. hundrað vina. Nú er Face-
booksíða hennar, facebook.com/
riorosin, orðin að minningarsíðu
um Rósu, og á þriðja hundrað
manns hefur nú þegar minnzt
hennar þar afar hlýlega, enda held
ég undirritaður, að hún hafi verið
elskuð af öllum.
Hún var ennfremur félagi í
Kristnum stjórnmálasamtökum,
nokkurn veginn frá upphafi þeirra
samtaka 2007. Vegna búsetu henn-
ar á Vopnafirði voru samskiptin
við hana mest gegnum netið og í
síma, en þó var líka hitzt, m.a. kom
hún á a.m.k. einn af mánaðarleg-
um fundum okkar á þessu ári.
Fyrir hönd minna 23 félaga í KS
vil ég þakka Rósu samleiðina með
okkur og alla samstöðu. Blessuð sé
minning hennar í huga okkar allra
og í áhrifunum af vitnisburði henn-
ar um frelsarann.
Jón Valur Jensson.
Það snerti mig djúpt þegar ég
frétti af andláti Rósu Aðalsteins-
dóttur um miðjan desember síð-
astliðinn. Ég kynntist Rósu fyrir
nokkrum árum þegar ég flutti á
Vopnafjörð. Fljótlega eftir að ég
kom þangað kom hún að máli við
mig ásamt frænku sinni. Þær
kynntu mér hugmynd að rekstri
nytjamarkaðar fyrir notaða hluti.
Markmiðið með markaðnum var
að selja notaða hluti og ágóðinn
rynni til góðra mála í samfélaginu.
Markaðinn nefndu þær Hirðfíflin
og vinnan við markaðinn var sjálf-
boðavinna. Þær rökstuddu nafnið
á markaðnum á þann veg að þær
væru hálfgerð fífl sem hirtu drasl
sem fólk henti og seldu. Þannig
hugsuðu þessar góðu konur og
mér fannst mikilvægt að sveitar-
félagið aðstoðaði þær fyrstu skref-
in við að koma starfseminni á lagg-
irnar. Markaðurinn er í
blómlegum rekstri í dag og hefur
lagt stórar fjárhæðir til verkefna á
Vopnafirði, auk þess að vera vísir
að samfélagsmiðstöð á svæðinu.
Rósa var vinmörg, enda per-
sóna sem var umhugað um vini
sína, sýndi þeim vináttu og virð-
ingu. Hún var trúuð kona, réttsýn
og starfaði innan Hvítasunnusafn-
aðarins á Vopnafirði. Ætíð var
stutt í húmorinn og hún gerði oft
góðlátlegt grín að sjálfri sér, var
fylgin sér eins og ég mátti reyna
þegar hún og frænka hennar
ákváðu að stofnsetja Hirðfíflin og
þær vantaði aðstoð mína við verk-
efnið. Þá var hún réttsýn og órétt-
læti var nokkuð sem misbauð
hennar lífssýn.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið tækifæri til að kynnast
Rósu, þessari jákvæðu og glað-
væru konu. Megi hún hvíla í Guðs
friði.
Ólafur Áki Ragnarsson.