Morgunblaðið - 30.12.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.12.2019, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019 Styrkir VIRK starfsendurhæfingarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendur- hæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi. Veittir eru styrkir til virkniúrræða, rannsóknar- verkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna einu sinni á ári og þurfa umsóknir um styrkina að hafa borist sjóðnum 15. febrúar. Aðeins umsóknir sem uppfylla allar reglur um styrki VIRK eru teknar til greina. Nánari upp- lýsingar, stefnur og reglur varðandi umsóknir og umsóknareyðublöð má finna á www.virk.is Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2020 Styrkir VIRK Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opið fyrir sjálfbæra hópa kl. 8.30-15.30. Félagsvist með stjórnanda kl. 12.45. Hádegisverður kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45- 15.30. Allir velkomnir. Dalbraut 18-20 Myndlist kl. 9.30 í vinnustofu. Dalbraut 27 Áramótapíla kl. 14 í parketsal. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Hádeg- ismatur kl. 11.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Gamlársdagur LOKAÐ. Nýársdagur LOKAÐ. Opnum aftur 2. janúar eins og venjulega. Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gerðuberg 3-5 Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Qigong kl. 10-11. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest- ur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, gönguhópurinn kl. 13.30, bíó í betri stof- unni kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt SANDBLÁSTUR www.blastur.is Sími 555 6005 Helluhrauni 6, 220 Hf. Raðauglýsingar Smáauglýsingar Vantar þig fagmann? FINNA.is     ✝ ÁlfheiðurSylvia Brighid Victoria Helga- dóttir Briem, jafn- an kölluð Sylvia, var fædd í Lissa- bon 17. janúar 1942. Hún lést 3. dese,ber 2019. Foreldrar: Helgi P. Briem sendiherra, f. 18. júní 1902, d. 2. ág. 1981, og Doris M. Briem hús- móðir, f. 17. sept. 1902, d. 28. okt. 1999. Eiginmaður: Magnús Pálsson tæknifræðingur, f. 31. júlí 1936, d. 22. maí 2015. Börn: Helgi Briem Magn- ússon, f. 1962, giftur Þóru Em- ilsdóttur, f. 1963, börn þeirra Kári Emil og Ægir Máni. Páll Briem Magnússon, f. 1964, giftur Önnu G. Gunn- arsdóttur, f. 1965, áður giftur Bryndísi Pétursdóttur, f. 1963, börn Páls og Bryndísar eru Magnús, Tryggvi og Haukur Helgi. Anna á soninn Hans Gunnar Danielsen. Iðunn Magnúsdóttir, f. 1966, gift Valgarði Guðjónssyni, börn trú manna að tvímála börn yrðu ómálga og því ákváðu Helgi og Doris að tala ensku á heimilinu og sleppa því að kenna Sylvíu ís- lensku. Hún ólst því upp talandi reiprennandi ensku, sænsku, þýsku og frönsku, en lærði ekki íslensku fyrr en eftir að hún var tvítug og gift móðir á Íslandi. Menntaskólaárin í L’Ecole International í Genf voru Sylvíu gleðitími. Það var heimavist- arskóli fyrir efnafólk. Samnem- endur hennar voru frá öllum heimshornum og áttu sumir fræga foreldra. Sylvía kom heim um tvítugt og kynntist Magnúsi Pálssyni rafvirkja og tæknifræðingi. Þau felldu fljótt hugi saman og giftust 5. maí 1962. Sylvía starfaði við ýmislegt þar sem tungumálakunnátta hennar og reynsla af lífi í öðr- um löndum reyndust vel, eink- um við ferðaþjónustu. Seinustu árin starfaði hún í upplýs- ingaþjónustu Ráðhúss Reykja- víkur. Sylvía var lengi í stjórn Anglia sem var vináttufélag Ís- lendinga og Breta á Íslandi. Einnig starfaði hún í Vinahjálp, Sinawik, Zonta og Thorvaldsens félaginu. Sylvia eignaðist 11 barna- börn og 8 barnabarnabörn. Útför Sylvíu verður frá Há- teigskirkju í dag, 30. desember 2019, klukkan 13. þeirra eru Alex- andra, Guðjón og Viktor. Sæunn Magn- úsdóttir, f. 1970, gift Friðjóni Hólm- bertssyni, f. 1969, börn þeirra Sylvía, Hólmbert og Marel. Helgi faðir Sylviu var sendifulltrúi í Íslandsdeild danska sendiráðsins í Berl- ín þegar stríðið braust út. Doris móðir hennar var bresk og þeim varð fljótlega ljóst að ekki gætu þau lengi verið í Berlín. Helgi sendi því ófríska konu sína til Portúgals, sem var hlutlaust ríki og hún fæddi barn sitt þar. Nokkrum mánuðum síðar réð- ust nasistar inn í Danmörku og Helga var ekki lengur vært í Berlín. Hann fór því á eftir konu sinni og barni til Portúgals og þaðan sigldu þau með skipi til Bandaríkjanna þar sem þau bjuggu næstu árin. Fjölskyldan flutti oft milli landa eftir því hvert utanríkis- þjónustan sendi Helga og hann hækkaði í tign og varð að lokum sendiherra. Á þeim tíma var það Amma mín, Sylvia Briem, er látin. Hún fæddist á hersjúkrahúsi í Portúgal árið 1942, þá í miðri heimsstyrjöld. Henni fannst fyndið að segja að það eina sem hún kynni í portúgölsku væri að gráta. Foreldrar hennar voru Helgi Briem sendiherra og Dor- is Briem. Störf Helga leiddu þau um allan heim og Sylvía gekk í skóla í Svíþjóð, Þýskalandi, Bandaríkjunum og víðar. Hún gekk svo í fjölþjóðlegan fram- haldsskóla í Sviss þar sem hún kynntist fólki hvaðanæva. Amma var langt á undan sinni samtíð. Hún elskaði heim- inn og fólkið í honum og var sannur heimsborgari. Hún kynnist Magnúsi afa mínum þegar hann og Sæmi bróðir hans unnu byggingar- vinnu í blokkinni hjá foreldrum hennar. Fyrst um sinn bjuggu þau í sömu blokk og eignuðust þar Helga, Pál, Iðunni og Sæ- unni, en síðar byggðu þau sér hús í Austurbrún þar sem ég kynntist þeim skömmu eftir að ég kom í heiminn. Þrisvar á ári hið minnsta héldu þau þar stór fjölskyldu- boð, en til margra ára fórum við líka öll saman úr bænum yfir verslunarmannahelgina. Árið 1996 buðu afi og amma mér og Magnúsi frænda mínum með sér til Englands að heimsækja ætt- ingja Sylvíu. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en á fullorðinsárum hvað ég bjó vel að eiga þessa fjölskyldu. Að ekki öll börn byggju við þá gæfu að eiga í kringum sig stóran hóp af fólki sem elskaði hvað annað, sem hefði gaman af að koma saman til að borða, spila, skála, segja sögur og hlæja. Í þessari fjölskyldu var sjaldan rifist, aldrei slegist og raunar nánast aldrei nein illindi af nokkru tagi. Þegar ég var yngri kíkti ég reglulega til hennar þar sem hún vann á upplýsingaborði Ráðhússins og það má segja að það hafi verið minn fyrsti nasa- þefur af borgarmálunum. Ég man að ég hugsaði alltaf með mér að kannski myndi mig langa að vinna þarna þegar ég yrði stór. Sumarið 2017 fórum við systkinin til Spánar með ömmu, þar sem hún og afi höfðu keypt íbúð til að njóta bærilegra verð- lags og veðurs. Það var yndisleg og í raun nauðsynleg ferð. Þá var orðið ljóst að eitthvað væri að þó hún væri ekki komin með greiningu. Við hefðum ekki get- að farið í slíka ferð mikið seinna. Sylvía var líka pínu uppreisn- arseggur. Hún fékk sér tattú á efri árum og þótti gaman að mæta á pönktónleika hjá Fræbbblunum og sjá tengda- soninn og síðar líka tvö af börn- um sínum spila. Hún hafði lúmskt gaman af því ef fólk rak upp stór augu við að sjá þessa fínu eldri konu við slík tilefni. Hún studdi okkur Viktor allt- af í Píratastarfinu og var stolt af. Hún hafði gaman af að koma á félagsfundi og spjalla og hún var meira að segja á framboðs- lista með okkur í tvö skipti til uppfyllingar. Aldrei var neinn vafi á því að amma tæki okkur krökkunum opnum örmum hvernig sem við værum. Þannig tók hún frænd- um mínum, Kára og Ægi, og þannig tók hún mér þegar ég sagði frá minni kynvitund. Hún var jákvæð og áhugasöm og hún ruglaðist aldrei á nafni mínu eða kyni. Það er eitt sem þessi hræðilegi sjúkdómur náði ekki af okkur. Sylvía var framsækinn heims- borgari, hún var pönkari og hún var snillingur. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Alexandra Briem. Elskulega frænku mína kveð ég eftir langa samferð gegnum lífið, með viðkomu víða. Hún fæddist í Portúgal eftir að for- eldrar hennar Helgi og Doris Briem höfðu verið barnlaus, gift í áratug, búið á Íslandi, í Þýska- landi og á Spáni og ferðast sam- an vegna starfa hans víða um álfuna. Það var merkileg fjölskyldu- frétt þegar skeyti og síðan bréf barst ömmunni í Reykjavík frá Lissabon um keisaraskurð: – Hann hefur heppnast vel. – Það er nú kannski ekki hæverskt af mér að segja hana laglega, því hún er talin lík í föðurættina sína og við Doris hlógum bæði að því í dag hvað hún er lík þér í sínu litla andliti. Hún hefur augnalitinn okkar, þinn og minn, framstandandi brúnabein sem gefur okkur þessa poka yfir augun, alveg eins og á þér. – Er Sylvía kom í heiminn urðu frekari ferðalög fjölskyldunnar ótæk. Gerði líka heimsófriðurinn það að verkum. Var Helgi skip- aður sendifulltrúi í New York og eftir það sendiherra í Svíþjóð og Þýskalandi. Þetta er saga diplómata, er stundum kemur illilega niður á börnum þeirra, þó ekki reyndist svo gagnvart Álfheiði, „hinni ungu“, eins og Helgi nefndi hana gjarna. Helgi hafði ungur búið í Tjarnargötu 24, húsinu sem móðir hans byggði, orðin ekkja, og seinna hjá móður minni, sem líka var ekkja, sem var þar með atvinnurekstur. Nutum við bræður þess í ríkum mæli er fjölskyldan kom í heimsókn til Íslands, sem reyndar var ekki nógu oft. Nú sný ég mér að Sylvíu, sem við kveðjum í dag. Hún var vel menntuð í ágætum menntaskóla í Sviss, uns fjölskyldan fluttist „heim“. Hafði hún reyndar áður verið í sveit í Seglbúðum í Landbroti, þroskast vel þar og lært að vinna. Seinna gerðist hún flugfreyja og starfaði síðan að ýmsum ferðamálatengdum málum Er að því kom að fjölskyldan fluttist til Íslands gerðist hið óvænta. Við hjón höfðum verið að basla við að koma þaki yfir okkur hjá byggingasamvinnu- félagi prentara með því að ég lagði fram flestar mínar tóm- stundir til starfa við byggingu Sólheima 23. Er Doris og Helgi skoðuðu íbúðina okkar vildu þau fyrir alla muni líka fá íbúð þar, sem tókst með ágætum. Fluttist fjölskyldan þangað, eft- ir undirbúning sem ég hjálpaði þeim með. Þar hafði ég kynnst þeim ágæta Sæmundi Pálssyni, tré- smið, síðar lögregluvarðstjóra, sem starfaði við bygginguna og hjálpaði íbúðareigendum gjarna við að koma sér fyrir. Þetta var sá ágæti Sæmi rokk. Við kynn- in af honum kom í ljós að hann átti tvíburabróðurinn Magnús. Fór svo að þau Magnús og Sylvía kynntust, felldu hugi saman og dönsuðu í gegnum líf- ið. Komst gott samband á milli ágætra fjölskyldna okkar. Sylvía og Magnús eignuðust fjögur börn. Er afkomendahóp- urinn stór og glæsilegur, þeirra stolt. Við frændfólkið flytjum sam- úðarkveðjur afkomendum Syl- víu. Eggert Ásgeirsson. Ég sá Sylviu fyrst er for- eldrar hennar, Helgi og Doris, buðu mér að vera um jólin 1959 hjá sér í Bad Godesberg. Hún var 17 ára, gullfalleg, svo eftir var tekið, og var að ljúka menntaskólanámi í heimavistar- skóla í Sviss. Helgi var þá sendiherra í Þýskalandi. Þetta var fjölskylda Eggerts, tilvon- andi mannsins míns. Ég var áhafnarmeðlimur Loftleiðavélar sem átti að vera í Hamborg yfir jólin og björguðu þau mér frá einsemd. Er ekki að orðlengja það. Mér var tekið kostum og kynjum og hver dagur ævintýri líkastur. Við Sylvia náðum að kynnast vel. Farið var í jólaboð í ýmsum sendiráðum. Sylvia alls staðar glæsilegur fulltrúi síns lands. Fjölskyldan flutti heim til Ís- lands 1961 og hafði Sylvia þá alist upp sem barn diplómats í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Þýskalandi. Hún var vel víg á mörg tungumál. Fljótlega eftir heimkomuna kynntist Sylvia verðandi eiginmanni sínum, Magnúsi Pálssyni, og gengu þau í hjónaband ári seinna. Ást við fyrstu sýn. Gekk aldrei hnífurinn milli þeirra. Þau eign- uðust fjögur mannvænleg börn sem þau ræktuðu vel og voru stolt af. Afkomendur margir. Sylvia sjálf einbirni. Svo var það 1985 að Sylvia gekk til liðs við Zontaklúbb Reykjavíkur. Það var föður- systir hennar, Friede Briem, sem mælti með henni og var það heillaspor fyrir klúbbinn. Sylvia sinnti félagsstörfum af kostgæfni sem gjaldkeri og for- maður. Þá opnuðu þau Magnús gjarnan sitt fallega heimili í Austurbrún fyrir félagsfundi. Eigum við zontakonur góðar minningar þaðan. Við stöndum sannarlega í þakkarskuld við þau, höfðingja heim að sækja. Er Sylvia var formaður Zontaklúbbs Reykjavíkur árið 2004 kom það í hennar hlut að vera fánaberi á Heimsþingi Zonta í New York. Hún var glæsileg er hún gekk eftir saln- um í sínum fagra íslenska bún- ingi sem hún hafði erft eftir ömmu sína, Álfheiði Briem. Hún var framarlega í röð fána- bera, en Ísland var með fyrstu þjóðum í heiminum til að stofna zontaklúbb. Á jólafundi Zontaklúbbs Reykjavíkur, daginn eftir lát Sylviu, minntumst við zonta- konur hennar. Fylgja hugheilar kveðjur frá okkur til fjölmenns afkomendahóps. Kveðja frá Zontaklúbbi Reykjavíkur, Sigríður Dagbjartsdóttir. Álfheiður Sylvía Briem Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og barnsfaðir, KRISTINN ÓLAFUR ÓLAFSSON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 22. desember. Hann verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju hinn 8. janúar klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans. Davíð Már Kristinsson Eva Gunnarsdóttir Sigríður Kolbrún Kristinsdóttir Helga Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.