Morgunblaðið - 30.12.2019, Side 24

Morgunblaðið - 30.12.2019, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019 Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 7.30-16.30 Sími 557 8866 pantanir@kjotsmidjan.is Komdu við eða sérpantaðu - Fyrir áramótaveisluna - Lambakjöt, svínakjöt, nautakjöt og villibráð Gæða kjötvörur 60 ára Óli Siggi er Siglfirðingur. Hann er vélvirki að mennt og vinnur á JE vélaverk- stæði á Siglufirði. Maki: Margrét Bjarna- dóttir, f. 1964, vinnur hjá hreingerninga- fyrirtækinu Dagar. Börn: Geirrún Sigurðardóttir, f. 1994, og Ólöf Steinunn Sigurðardóttir, f. 2000. Stjúpbörnin eru fjögur. Foreldrar: Sigurður Jónsson, f. 1933, d. 1993, sjómaður á Siglufirði, og Geirrún Jóhanna Viktorsdóttir, f. 1932, d. 2010, húsmóðir á Siglufirði. Sigurður Ólafur Sigurðsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Margir fá snilldarlegar skyndi- hugmyndir en þú ert ein/n af þeim sem kunna að láta þær verða að einhverju. Ástarsamband styrkist með hverjum degi. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú býrð yfir ýmsum hæfileikum sem nýtast þér þegar á reynir. Besta leið- in til að eignast vini er einfaldlega að vera vinalegur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þarfir þínar skipta jafn miklu máli og annarra. Ekki setja þig alltaf í síð- asta sætið. Mundu að sannleikurinn er sagna bestur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Eru engar lausnir í sjónmáli? Með því að hreinsa af borðinu býrðu til pláss fyrir eitthvað nýtt. Slakaðu á eins oft og þú getur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Yfirborðskennd vinátta kemur og fer og þú gerir lítið veður út af því. Sam- komulag næst í deilu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Farðu þér hægt í því að fitja upp á nýjum hlutum í dag og gakktu heldur frá öllum lausum endum. Láttu hjartað ráða för. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hittir óvænt gamlan vin sem get- ur komið þér til hjálpar í erfiðu máli. Ák- veddu að sinna þörfum þínum betur á nýju ári. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er mikið rót á öllu í kringum þig. Hristu af þér slenið, þú hef- ur líka þitt til málanna að leggja. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu á varðbergi gagnvart fagurgala sem kom nýlega inn á sjónar- svið þitt. Ekki er allt gull sem glóir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ástarsambönd eða ástvinir gætu valdið þér miklum vonbrigðum í dag. Sjálfstraust þitt bíður þó ekki hnekki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Framtíðaráform eru þér ofar- lega í huga. Ráðfærðu þig við þína nán- ustu um framtíðina. Leitaðu aðstoðar ef þú þarft með. 19. feb. - 20. mars Fiskar Taktu þér tak í peningamálunum. Hrífandi fólk verður á vegi þínum. og það fimmta stærsta í heimi. Kröfulýsingar voru tæplega 30 þús- und frá yfir 100 löndum og kröfu- fjárhæð yfir sjö þúsund milljarðar. Eins og gefur að skilja voru verk- efnin í slitastjórninni mikil og sér- stæð og voru starfsmenn slitabúsins yfir 100 manns þegar mest lét. Ég starfaði fyrir slitabúið jafnhliða því að reka Gjaldheimtuna og Moment- um í samstarfi við mína meðeig- endur og starfsfólk og voru þessi fimm ár vægast sagt viðburðarík.“ Davíð hefur lengi verið viðriðinn handboltann, hann spilaði alla tíð í breytta innheimtuþjónustu. Á fyrstu árunum var hún í samstarfi við frum- og milliinnheimtufyrirtækið Momentum, sem þá var rekið af Þórði Þórðarsyni lögmanni. Árið 2006 keypti Gjaldheimtan félagið og hefur Davíð rekið bæði fyrirtækin saman og gerir enn. Davíð var skipaður af héraðsdómi Reykjavíkur í slitastjórn Kaupþings banka í maí 2009 og starfaði í slita- stjórninni til ársloka 2013 auk ráð- gjafarstarfa í nokkurn tíma eftir það. „Þar var um að ræða lang- stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar D avíð Benedikt Gíslason fæddist 30. desember 1969 í Reykjavík. Hann bjó í Hlíðunum fyrstu árin og fór fyrst í æfingadeild Kennaraháskóla Ís- lands. Hann flutti með fjölskyldu sinni í Sævargarða á Seltjarnarnesi 13 ára gamall og lauk grunnskóla- prófi frá Valhúsaskóla 1985. Davíð gekk í Menntaskólann í Reykjavík og brauðskráðist þaðan frá eðlis- fræðideild 1989. Þaðan lá leiðin í lagadeild Háskóla Íslands þar sem Davíð útskrifaðist sem cand. juris 1995 og fékk lögmannsréttindi 1996. „Tvær bjartsýnistilraunir voru reyndar að senda mig í sveit, annars vegar á Skammadalshól í Mýrdal, þar sem Gísli faðir minn hafði verið í sveit, og Vorsabæ á Skeiðum. Báðar tilraunir voru stuttar en skemmti- legar þar sem heyofnæmi mitt tók völdin og gerði vistina erfiða. Of- næmið varð hins vegar að lúta í lægra haldi fyrir sprautumeðferð á unglingsárum.“ Meðan á námi stóð vann Davíð fjölbreytt sumarstörf. Fyrstu sumr- in starfaði hann sem verkamaður í verksmiðju Péturs Snælands við húsgagna- og svampdýnugerð, handlangari hjá Hagvirki og loks sem fangavörður í laganámi, bæði í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg, kvennafangelsinu í Kópavogi og gæsluvarðhaldsfangelsinu við Síðu- múla. Síðustu sumrin starfaði Davíð sem fulltrúi á Almennu málflutn- ingsstofunni hjá Jónatan Sveinssyni, Hróbjarti Jónatanssyni og Reyni Karlssyni. Eftir laganám hóf Davíð störf hjá Almennu málflutningsstofunni í Borgarkringlunni (síðan við Sigtún 42) við almenn lögfræðistörf þótt löginnheimta hafi fljótt verið stór hluti starfsins. Eftir skemmtileg og fjölbreytt átta ár stofnaði Davíð löginnheimtufyrirtækið Gjaldheimt- una í lok árs 2003 í samstarfi við Kristin Hallgrímsson og Óskar Norðmann sem voru þáverandi eig- endur lögmannsstofunnar Fulltingis ásamt Óðni Elíssyni. Gjaldheimtan hefur frá upphafi veitt viðskiptavinum sínum fjöl- Gróttu utan tveggja ára í Fram 1991-1993 og á vel yfir 400 meist- araflokksleiki með Gróttu. Hann lék með unglingalandsliðunum upp í U21. Hann sat í stjórn Gróttu um aldamótin þegar félagið tefldi fram sameinuðu liði með KR í fyrsta skiptið og tók einnig stöðu í stjórn félagsins 2012. Hann hefur unnið fyrir Handknattleikssamband Ís- lands frá 2007, bæði sem lagalegur ráðgjafi, í aga-, dómara- og laga- nefnd. Hann hefur verið formaður laganefndar HSÍ og í stjórn sam- bandsins frá 2010 og varaformaður þess frá 2015. Davíð situr í laganefnd ÍSÍ frá 2017 og hefur verið formaður þeirrar nefndar frá 2019. „Líf mitt hefur mikið til snúist um handbolta, ég byrja í honum þegar ég flyt á Nesið og öll fjölskyldan hef- ur verið í handbolta, konan mín og börnin. Nú er Eva Björk að spila í Svíþjóð, Þorgeir í HK og Anna Lára og Benedikt í Gróttu. Næst á dag- skrá hjá okkur hjónunum er að fylgja A-landsliði karla eftir á EM í Malmö núna í janúar.“ Auk handboltans hefur Davíð gríðarlegan áhuga á stangveiði. „Ég læri veiðimennskuna hjá föður mín- um og afa sem voru miklir stang- veiðimenn. Ég ólst upp við ármót Davíð B. Gíslason, lögmaður og framkvæmdastjóri – 50 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Þorgeir Bjarki, Benedikt Arnar, Davíð, Anna Lára, Brynhildur og Eva Björk. Handboltinn stór hluti af lífinu Veiðimaðurinn Davíð staddur við Svalbarðsá síðastliðið sumar. Hjónin Davíð og Brynhildur á 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra í fyrra. 30 ára Ásta ólst upp í Kópavogi en býr í Garðabæ. Hún er sjúkraþjálfari að mennt og vinnur á taugasviði á Reykja- lundi. Maki: Sigurður Möller, f. 1989, fjármálaverkfræðingur hjá KPMG. Börn: Jón Trausti Möller, f. 2016, og Anna Sigrún Möller, f. 2018. Foreldrar: Gunnar Kristófersson, f. 1961, eigandi GK Seafood, og Anna Helgadótt- ir, f. 1963, íslenskufræðingur og próf- arkalesari. Þau eru búsett í Reykjavík. Ásta Kristín Gunnarsdóttir Til hamingju með daginn Garðabær Anna Sigrún Möller fæddist 24. september 2018 kl. 19.11 í Reykjavík. Hún vó 4.330 g og var 53 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Ásta Kristín Gunnarsdóttir og Sigurður Möller. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.