Morgunblaðið - 30.12.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 30.12.2019, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Grímsár og Hvítár í Borgarfirði, en veiðistaðurinn þar heitir Skuggi. Mér líður best úti í á að velta fyrir mér flugum, rennsli og tökumögu- leikum. Keppnisskapið nýtist vel þar. Ég hef einnig alltaf haft gaman af dansi og hef síðustu ár stundað zumba-dans af miklum móð og verið afleysingakennari í zumba hjá Hjartastöðinni Dans og jóga hjá Jóa og Teu.“ Davíð fylgist líka með fót- bolta og hefur verið mikill Totten- ham-stuðningsmaður frá barnsaldri. „Ég ætla ekki að halda veislu í til- efni afmælisins, en í staðinn ætlum við hjónin í afmælisferð til Ástralíu í febrúar/mars og sameina þannig fimmtugsafmæli okkar beggja, en konan mín verður fimmtug í mars.“ Fjölskylda Eiginkona Davíðs er Brynhildur Þorgeirsdóttir, f. 23.3. 1970, við- skiptafræðingur. Þau giftu sig 10.7. 1993. Foreldrar hennar eru hjónin Þorgeir Pálsson, f. 19.5. 1941, fyrr- verandi flugmálastjóri, og Anna S. Haraldsdóttir, f. 20.9. 1942, fyrrver- andi skrifstofumaður. Þau eru bú- sett í Reykjavík. Börn Davíðs og Brynhildar eru Eva Björk, f. 30.6. 1994, nýútskrifuð úr verkfræði frá HR, búsett í Stokk- hólmi; Þorgeir Bjarki, f. 12.12. 1996, við viðskiptadeild HÍ; Anna Lára, f. 30.8. 2000, nemi við lagadeild HÍ; Benedikt Arnar, f. 14.7. 2003, nemi í Menntaskólanum í Reykjavík. Systir Davíðs er María Gísladótt- ir, f. 31.12. 1974, kennari, búsett í Reykjavík. Foreldrar Davíðs: Hjónin Gísli Benediktsson, f. 16.4. 1947, d. 12.7. 2016, viðskiptafræðingur og sér- fræðingur hjá Nýsköpunarsjóði, og Eva María Gunnarsdóttir, f. 1.4. 1949, fyrrverandi læknaritari. Hún er búsett í Reykjavík. Davíð Benedikt Gíslason Kristín G. Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík f. á Kirkjubæjarklaustri Magnús Pétursson héraðslæknir á Ströndum og í Rvík og þingmaður Strandamanna, f. á Gunnsteinsstöðum í Langadal, A-Hún. Margrét Magnúsdóttir hárgreiðslukona og leikkona í Reykjavík Eva María Gunnarsdóttir fyrrverandi læknaritari í Reykjavík Jóhann Gunnar Halldórsson tónlistarskólastjóri á Blönduósi Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. á Akranesi Halldór Eyþórsson kaupmaður í Reykjavík, f. á Mel á Mýrum Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja í Rvík, f. í Vorsabæ á Skeiðum Gísli Jónsson járnsmiður og bifreiðasmíðameistari í Rvík, f. í Hróarsholti í Hraungerðishr., Árn. Fríða Gísladóttir hárgreiðslumeistari í Reykjavík Benedikt Antonsson viðskiptafræðingur í Reykjavík Jóhanna M. Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. í Halakoti á Álftanesi Anton M. Eyvindsson brunavörður í Reykjavík, f. í Reykjavík Úr frændgarði Davíðs B. Gíslasonar Gísli Benediktsson viðskiptafræðingur og sérfræðingur hjá Nýsköpunarsjóði „BLÍÐA MÍN, FARÐU ÚR STÓLNUM OG LEYFÐU MANNINUM AÐ SETJAST.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... morgunkaffið í rúminu. HLUSTAÐU, ELÍN! ÞEIR ERU AÐ SPILA LAGIÐ OKKAR! ÞETTA ER ÍSBÍLLINN MÉR VÖKNAR UM AUGUN ÞAÐ HRYNJA MÝS AF ÞAKSPERRUNUM HEIMA HJÁ MÉR! EN HRÆÐILEGT! ÉG VEIT! VEISTU HVERSU ERFITT ÞAÐ ER AÐ SETJA SPELKUR Á SVONA LITLA FÓTLEGGI! „DVL-VILLA. ÉG ENDURTEK DVL-VILLA. D FYRIR DAUÐUR, V FYRIR VIÐGERÐAMAÐUR, L FYRIR LJÓSRITUNARVÉLAR, Á GÓLFINU. NÁÐIRÐU ÞESSU?” Bókin Auðhumla um kýr ognautahald fyrri alda eftir Þórð Tómasson í Skógum kom út nú fyr- ir jólin og gaf ég mér hana í jóla- gjöf. Það hefur verið skemmtileg og fróðleg lesning yfir hátíðarnar og rifjað upp fyrir mér barna- og unglingsárin í Litlu-Sandvík, - ekki síst kærar minningar um gagn- kvæmt traust og vináttu Röggu gömlu og kúnna. En að vináttu kúa og kvenna víkur Þórður sér- staklega í bók sinni og rifjar upp, að konur löðuðu kýr heim til mjalta með kalli: Krossa mín, Krossa, komdu heim því mál er að mjalta. Móðir Þórðar, Kristín Magn- úsdóttir, hafði snemma það starf að reka kýr í haga. Hún hafði yfir stutta þulu í hvert sinn sem hún skildi við kýrnar í haganum: Farið þið heilar í haga, safnið þið mör í maga, mjólk í spena, fisk í júgur, hold á bein, komið þið allar heilar heim. Mjaltafötur munu oftast hafa ver- ið fjórðungsfötur og tóku þá 20 merkur af mjólk. Í gamalli vísu seg- ir: Grána mín er gæðakýr, gerir á básinn róla. Ekki er mjólkin úr ’enni rýr, átján marka skjóla. Góð mjólkurkýr var nefnd bjarg- ræðisbrunnur. Í gömlu ljóði bónda í Norður-Múlasýslu segir: Miðfjarðar á Nesi nú, nú í vor ég reisti bú, búskapurinn reiknast rýr, rýr er björg en engin kýr. Kýrlaus varla bjargast bær, bær sem hefur fáar ær, ærnar fáar fæða fólk, fólk það hefur litla mjólk. Eyjólfur á Hvoli lýsir í bók sinni „Afi og amma“ þeirri blessun sem ein kýr ömmu hans, Ingveldar Jóns- dóttur, bar í bú: „Þegar mjólk- urleysi gekk yfir og sultur á vorin sagðist hún eiga „nægtabúr neðan í henni Skjöldu sinni“. Ólafur maður hennar hafði ekki getað róið vegna handarmeins þann eina dag sem fiskaðist. Þá orti Runólfur á Nesi“: Ólafur af sulti súr siglir mótgangs öldu. En nóg á Inga nægtabúr neðan í henni Skjöldu. Mikil virðing fylgdi því ekki að moka flór. Í gamalli vísu segir: Man ég það ég mokaði flór með mjóum fingrabeinum. Nú er ég orðinn innstur í kór með öðrum dáindissveinum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Auðhumla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.