Morgunblaðið - 30.12.2019, Page 26
ENGLAND
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Liverpool er í lok árs með þrettán
stiga forskot á toppi ensku úrvals-
deildarinnar í knattspyrnu. Í gær
vann Liverpool 1:0-sigur gegn Wolv-
es í Bítlaborginni með marki Sadios
Manés. Stigasöfnun Liverpool er
nánast óhugnanleg fyrir þá sem von-
uðust eftir spennandi keppni um
enska meistaratitilinn í vetur. Liðið
hefur unnið átján af nítján leikjum
sínum í deildinni og í þeim nítjánda
gerði það jafntefli.
Spurningin um það hvaða lið verð-
ur Englandsmeistari árið 2020 er
ekki áleitin á þessum tímapunkti.
Einungis stórslys getur nú komið í
veg fyrir að eyðimerkurgöngu þessa
sigursæla félags ljúki í vor en Liver-
pool hefur ekki unnið deildina síðan
1990. Ekki er nóg með að Liverpool
hafi leikið afar vel í eitt og hálft
keppnistímabil heldur eru keppinaut-
arnir Manchester City og Leicester
City ekki nærri eins stöðugir. Lík-
urnar á því að þau lið tapi fáum stig-
um sem eftir er eru því álíka litlar og
að Liverpool taki upp á því að tapa
sex til sjö leikjum á síðari hluta tíma-
bilsins. Áhugaverðara er að velta fyr-
ir sér hvort Liverpool geti möguleika
leikið eftir einstakt afrek Arsenal frá
árinu 2004 og farið í gegnum deildina
án taps.
Keppnistímabilin í boltanum ganga
yfir áramótin eins og fólk þekkir en ef
árið 2019 er skoðað þá hefur Liver-
pool safnað saman 98 stigum í 37
leikjum. Ekkert bendir því til þess að
liðið komi til með að gefa mikið eftir.
Liðið hefur verið sannfærandi í lang-
an tíma.
Framganga liðsins á heimavelli er
auk þess mjög athyglisverð. Liver-
pool er nú taplaust á heimavelli í 50
deildarleikjum í röð. Hefur liðið unnið
fjörutíu þessara leikja og gert tíu
jafntefli. Sigurleikirnir eru orðnir
sautján í röð.
Jóhann kom aftur við sögu
Þau ánægjulegu tíðindi urðu í
leikjatörninni í jólarestinni að íslenski
landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guð-
mundsson sneri aftur á völlinn eftir
meiðsli. Hann kom inn á sem vara-
maður gegn Everton á annan í jólum
og á laugardagskvöldið kom hann aft-
ur inn á gegn Manchester United.
Burnley mátti þó sætta sig við tap,
0:2, á heimavelli gegn United þar sem
Anthony Martial og Marcus Rash-
ford skoruðu. Burnley er í 12.-13.
sæti með 24 stig eins og Arsenal.
Hitt Íslendingaliðið, Everton, náði
í þrjú stig á erfiðum útivelli í New-
castle með Ítalann Carlo Ancelotti á
hliðarlínunni. Everton vann 2:1 og
hefur unnið báða leikina eftir að
Ancelotti tók við. Dominic Calvert-
Lewin skoraði bæði mörk Everton en
Fabian Shcar skoraði fyrir New-
castle. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan
leikinn hjá Everton og átti þátt í fyrra
marki liðsins. Everton fékk þá auka-
spyrnu á hættulegum stað en Gylfi
skaut í varnarvegginn. Hann fékk
boltann aftur og reyndi skot sem fór
af andstæðingi og fyrir fætur Cal-
vert-Lewins sem skoraði af stuttu
færi. Everton er í 10.-11. sæti með 25
stig.
Óhugnanleg
stigasöfnun
Fádæma stöðugleiki hjá Liverpool
AFP
Hlýja Hamingjan er mikil hjá Jürgen Klopp, Andrew Robertson og öðrum
hjá FC Liverpool um þessar mundir enda gengur þeim allt í haginn.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019
England
Newcastle – Everton............................... 1:2
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn
með Everton.
Burnley – Manchester United................ 0:2
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á
sem varamaður hjá Burnley á 68. mínútu.
Brighton – Bournemouth ........................ 2:0
Southampton – Crystal Palace ............... 1:1
Watford – Aston Villa .............................. 3:0
Norwich – Tottenham.............................. 2:2
West Ham – Leicester ............................. 1:2
Arsenal – Chelsea..................................... 1:2
Liverpool – Wolves................................... 1:0
Manchester City – Sheffield Utd............ 2:0
Staðan:
Liverpool 19 18 1 0 47:14 55
Leicester 20 13 3 4 43:19 42
Manch.City 20 13 2 5 54:23 41
Chelsea 20 11 2 7 35:28 35
Manch.Utd 20 8 7 5 32:23 31
Tottenham 20 8 6 6 36:29 30
Wolves 20 7 9 4 29:25 30
Sheffield Utd 20 7 8 5 23:19 29
Crystal Palace 20 7 6 7 18:22 27
Everton 20 7 4 9 23:30 25
Newcastle 20 7 4 9 20:30 25
Arsenal 20 5 9 6 26:30 24
Burnley 20 7 3 10 23:32 24
Brighton 20 6 5 9 24:28 23
Southampton 20 6 4 10 24:38 22
Bournemouth 20 5 5 10 20:28 20
West Ham 19 5 4 10 21:32 19
Aston Villa 20 5 3 12 25:36 18
Watford 20 3 7 10 15:33 16
Norwich 20 3 4 13 21:40 13
B-deild:
Millwall – Brentford................................ 1:0
Jón Daði Böðvarsson kom inn á eftir 81
mínútu hjá Millwall.
Patrik Gunnarsson var ekki í leikmanna-
hópi Brentford.
Ítalía
B-deild:
Spezia – Salernitana ............................... 2:1
Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á eftir
76 mínútur hjá Spezia.
Tyrkland
B-deild:
Keciorengücü – Akhisarspor................. 1:0
Theódór Elmar Bjarnason var ekki í
leikmannahópi Akhisarspor.
KNATTSPYRNA
HANDBOLTI
Þýskaland
Kiel – Lemgo........................................ 31:24
Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með
Kiel vegna meiðsla en Bjarki Már Elísson
skoraði 4 mörk fyrir Lemgo.
Bergischer – Nordhorn ...................... 31:18
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk
fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson
var ekki í leikmannahópnum.
Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn.
Balingen – Leipzig .............................. 26:24
Oddur Gretarsson skoraði 4 mörk fyrir
Balingen.
Erlangen – Melsungen........................ 25:30
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.
Stuttgart – Füchse Berlín .................. 32:33
Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir
Stuttgart.
Magdeburg – Wetzlar ......................... 34:27
Viggó Kristjánsson skoraði eitt mark
fyrir Wetzlar.
Leverkusen – Bad Wildungen ........... 25:24
Hildigunnur Einarsdóttir var ekki í leik-
mannahópi Leverkusen.
Neckarsulmer – Kurpfalz .................. 30:28
Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 4
mörk fyrir Neckarsulmer.
Frakkland
Toulon – Dijon ..................................... 26:28
Mariam Eradze skoraði eitt mark fyrir
Toulon.
Fleury Loiret – Bourg-de-Péage....... 30:22
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor-
aði 4 mörk fyrir Bourg-de-Péage.
Noregur
Bikarúrslitaleikur:
Haslum – Elverum............................... 33:35
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 9
mörk fyrir Elverum.
Svíþjóð
Lugi – Sävehof......................................25:24
Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson
kom ekki við sögu hjá Sävehof.
Vináttulandsleikir karla
Rúmenía – Holland.............................. 27:25
Erlingur Richardsson þjálfar Holland.
Norður-Makedónía – Alsír .................. 25:24
Slóvakía – Tékkland............................. 24:21
Spánn
Zaragoza – Baskonia ........................ 101:80
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig og
tók 2 fráköst fyrir Zaragoza á 14 mínútum.
Danmörk
Köbenhavn – Horsens....................... 61:103
Finnur Stefánsson þjálfar Horsens sem
er á toppi deildarinnar.
KÖRFUBOLTI
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir
skoraði fjögur mörk fyrir Bourg De
Péage í efstu deild franska hand-
boltans í gær. Liðið tapaði fyrir
Fleury Loiret á útivelli. Liðið er í
10. sæti. Toulon er í 9. sæti en liðið
tapaði heima fyrir Dijon 26:28 og
skoraði Mariam Eradze eitt mark
fyrir Toulon. Birna Berg Haralds-
dóttir skoraði fjögur mörk fyrir
Neckarsulmer þegar liðið vann
Kurpfalz 20:28 í Þýskalandi. Liðið
er í 10. sæti og Leverkusen, lið
Hildigunnar Einarsdóttur, er í 6.
sæti en Hildigunnur lék ekki í gær.
Morgunblaðið/Eggert
Marksækin Hrafnhildur Hanna
spjarar sig vel í Frakklandi.
Hrafnhildur og Birna
með fjögur mörk
Björgvin Páll Gústavsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, kemur
heim til Íslands í sumar. Björgvin
hefur skrifað undir tveggja ára
samning við Hauka og gengur hann
í raðir félagsins eftir tímabilið.
Björgvin lék með Haukum tímabilið
2017-2018 en gekk svo í raðir
Skjern í Danmörku.
Í tilkynningu frá Haukum kemur
fram að Björgvin og Andri Sig-
marsson Scheving muni mynda
markvarðapar liðsins á næsta tíma-
bili en Grétar Ari Guðjónsson stefn-
ir á að leika erlendis.
Björgvin Páll fer
aftur til Hauka
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á heimleið Björgvin Páll Gúst-
avsson flytur heim næsta sumar.
Bjarki Már Elísson heldur áfram að
skora fyrir Lemgo í þýsku bundes-
ligunni í handknattleik. Lemgo
varð þó að játa sig sigrað gegn
toppliði Kiel í gær 31:24. Bjarki
skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo
en Gísli Kristjánsson er á sjúkralist-
anum hjá Kiel. Bjarki er á meðal
markahæstu manna deildarinnar
eins og fram hefur komið.
Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfs-
sonar í Erlangen töpuðu 30:25 á
heimavelli gegn Melsungen og Arn-
ór Þór Gunnarsson skoraði þrjú
mörk fyrir Bergischer sem vann
31:18-stórsigur á Nordhorn, liði
Geirs Sveinssonar.
Oddur Gretarsson skoraði fjögur
mörk í 26:24-sigri Balingen á Leip-
zig og Viggó Kristjánsson gerði eitt
mark fyrir Wetzlar sem tapaði
gegn Magdeburg, 34:27.
Elvar Ásgeirsson gerði einnig
eitt mark þegar lið hans, Stuttgart,
tapaði naumlega fyrir Füchse Berl-
in. Stuttgart er því óþægilega ná-
lægt neðstu sætum deildarinnar
með 12 stig, tveimur frá fallsæti.
Morgunblaðið/Eggert
Vítaskytta Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrívegis gegn Nordhorn.
Kiel með eins stigs
forskot á toppnum
Sigvaldi Björn Guðjónsson fagnaði í gær bikarmeistara-
titlinum í norska handboltanum þegar lið hans, Elver-
um, vann 35:33-sigur á Haslum í úrslitaleiknum í Osló.
Þetta er annað árið í röð sem Elverum og Sigvaldi vinna
keppnina.
Sigvaldi var markahæsti maður vallarins og átti stór-
leik en hann skoraði níu mörk úr tólf skotum fyrir Elver-
um. Staðan var jöfn í hálfleik, 14:14, en Elverum tók for-
ystuna fljótlega eftir hlé.
Munurinn varð mestur þrjú mörk en þegar þrjár mín-
útur voru til leiksloka tókst liði Haslum að jafna metin,
32:32. Sigvaldi og félagar gerðu sér hins vegar lítið fyrir
og skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins til að tryggja bikar-
meistaratitilinn.
Sigvaldi hefur verið sannkölluð bikarhetja hjá Elverum en hann fór
hamförum í undanúrslitum þar sem hann skoraði 18 mörk gegn Halden.
Hann mun yfirgefa liðið í lok tímabils í sumar og er búinn að semja við
pólska meistaraliðið Kielce. kristoferk@mbl.is
Átti stórleik í bikarsigri
Sigvaldi Björn
Guðjónsson
Íslandsvinurinn David Moyes er tekinn við West Ham
United á nýjan leik. Félagið tilkynnti um ráðninguna í
gærkvöldi og gerði Moyes átján mánaða samning. For-
ráðamenn félagsins voru staðráðnir í að semja við Moyes
áður en West Ham mætir Bournemouth í ensku úrvals-
deildinni á nýarsdag.
Manuel Pellegrini, fráfarandi knattspyrnustjóri West
Ham, var látinn taka pokann sinn á laugardag eftir að
liðið tapaði 1:2 gegn Leicester á heimavelli.
West Ham er í 17. sæti, aðeins stigi frá fallsæti, eftir
19 umferðir en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm
leikjum sínum. Liðið fór ágætlega af stað á tímabilinu en
tapaði svo níu leikjum í röð og vann aðeins tvo af 13.
Moyes er sagður hafa fundað með forráðamönnum West Ham í gær.
Moyes hefur áður staðið í slökkvistarfi hjá West Ham og það nýlega. Skot-
inn bjargaði liðinu frá falli á síðari hluta tímabilsins 2017-2018.
Aftur er leitað til Moyes
David
Moyes