Morgunblaðið - 30.12.2019, Qupperneq 27
Eitt
ogannað
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson
var á laugardaginn útnefndur
íþróttamaður ársins 2019 af Sam-
tökum íþróttafréttamanna í Hörpu í
Reykjavík. Martin Hermannsson
körfuknattleiksmaður hjá Alba Berl-
ín hafnaði í öðru sæti og knatt-
spyrnukonan Sara Björk Gunn-
arsdóttir varð þriðja en bæði leika
þau í Þýskalandi. Þetta er í fyrsta
sinn sem Júlían hlýtur viðurkenn-
inguna en hann var í öðru sætinu í
fyrra. Hann er þriðji kraftlyftinga-
maðurinn sem er kjörinn íþróttamað-
ur ársins og þetta er í fjórða sinn sem
sú íþróttagrein á sigurvegara kjörs-
ins. Skúli Óskarsson var kjörinn árin
1978 og 1980 og Jón Páll Sigmarsson
árið 1981. Júlían er því sá fyrsti í
greininni til að hreppa hnossið í 38
ár.
Ótrúlegt að komast í þennan hóp
„Þetta hefur verið ótrúlegt ár og
þessi endir ekki síður magnaður. Mað-
ur er enn svolítið að lenda eftir þetta,“
sagði Júlían þegar Morgunblaðið náði
tali af honum eftir verðlaunaafhend-
inguna. „Þessi titill, íþróttamaður árs-
ins, og þessi kvöldstund. Maður hefur
horft á þetta í sjónvarpinu frá því að
maður var barn og horft aðdáun-
araugum á allt þetta íþróttafólk sem
hefur fengið þessa nafnbót í gegnum
tíðina. Og að vera núna kominn í þenn-
an hóp er ótrúlegt.“
Hann er vel að verðlaununum kom-
inn enda hefur Júlían á árinu sem er
að líða haslað sér völl sem einn af
sterkustu keppendum heims í +120
kílóflokki í kraftlyftingum. Í maí hlaut
hann silfurverðlaun á Evrópumeist-
aramóti fyrir samanlagðan árangur en
hreppti á því móti einnig gull í rétt-
stöðu. Hann vann svo bronsverðlaun
fyrir samanlagðan árangur á heims-
meistaramóti í Dúbaí í nóvember þar
sem hann bætti jafnframt sitt eigið
heimsmet í réttstöðulyftu, lyfti 405,5
kg, og tryggði sér gullverðlaun í grein-
inni. Heildarþyngdin sem Júlían lyfti á
heimsmeistaramótinu var 1.148 kg en
það er mesta þyngd sem íslenskur
kraftlyftingamaður hefur lyft. Það má
því segja að allt hafi gengið upp á HM,
sem gerist ekki alltaf í þessari íþrótt.
„Þetta er svo sjaldgæft. Við keppum í
þremur greinum og svo þessum sam-
eiginlega árangri. Yfirleitt gengur nú
allavega ágætlega í einni grein af
þessum þremur, en að ná að bæta sig í
öllum þremur … ég man ekki hvenær
það gerðist síðast hjá mér, ekki síðan
ég var bara byrjandi,“ sagði Júlían en
hann lýkur í ár sínu þriðja keppnis-
tímabili í opnum flokki. Þá er hann í
þriðja sæti á heimslista IPF, Alþjóða-
kraftlyftingasambandsins, í +120 kg
flokki.
Stefnan að komast enn lengra
Júlían hefur stöðugt tekist að bæta
sig frá ári til árs og spurningin hlýtur
þá að vera: hversu langt getur hann
komist? „Ég veit í raun og veru ekki
hvert þakið er, en eins og staðan er
núna stefni ég bara á að bæta mig
meira. Mig langar að standa á palli í
efsta sæti á heimsmeistaramótinu, ég
hef það markmið og keyri áfram að
því.“
Á heimsmeistaramótinu geta
keppendur unnið sér þátttökurétt á
heimsleikunum sem haldnir eru á
fjögurra ára fresti en um er að ræða
stærsta mót sem kraftlyftingafólk
getur keppt á. Næst verður keppt í
Bandaríkjunum 2021 og stefnir Júl-
ían ótrauður þangað. „Á heimsmeist-
aramótinu verður hægt að tryggja
sér sæti á heimsleikunum. Það er
stærsta fjölgreinamót í heimi fyrir
þær íþróttagreinar sem eru ekki á
Ólympíuleikunum. Allt púður hjá
mér mun fara í að tryggja mig inn á
heimsleikana,“ sagði Júlían, sem á
óuppgerðar sakir á því móti. „Þetta
er stærsti vettvangurinn okkar og ég
mun leggja allt í sölurnar til að koma
mér þangað inn. Ég keppti þarna
2017 og var þá fyrstur Íslendinga til
að fá boð. Það mót gekk hins vegar
ekki vel hjá mér og ég á því harma að
hefna.“
Biðin eftir að kraftlyftingamaður
hreppti þessi verðlaun aftur reyndist
býsna löng en Júlían er fyrst og
fremst ánægður með hvað íþróttin er
farin að njóta mikilla vinsælda á nýj-
an leik og hversu aðgengileg hún er
orðin nýjum þátttakendum. „Mér
finnst þetta alveg geggjað. Að Kraft-
lyftingasambandið hafi gengið inn í
ÍSÍ og að búið sé að byggja þetta upp
aftur sem íþrótt undir sömu reglum
og aðrar íþróttir. Það eru yfir 20 að-
ildarfélög um allt land þar sem ung-
um jafnt sem öldnum gefst kostur á
að æfa kraftlyftingar og það er það
sem er svo gaman að sjá. Annars er
ég enn bara að lenda eftir gærdag-
inn, ég er ótrúlega ánægður með
þetta.“
Mjótt á mununum hjá Völsurum
Kvennalið Vals í körfuknattleik
var kjörið lið ársins en Valskonur
urðu þrefaldir meistarar keppnis-
tímabilið 2018-2019. Afar mjótt var á
mununum í kjörinu því kvennalið
Vals í handknattleik, sem einnig
vann þrefalt á árinu, hafnaði í öðru
sæti og stigafjöldi liðanna tveggja
var sá sami. Körfuboltakonurnar
voru hins vegar oftar í efsta sæti á at-
kvæðaseðlum og höfðu því vinning-
inn.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari
karlaliðs Gróttu í knattspyrnu, var
valinn þjálfari ársins og þá var hand-
knattleiksmaðurinn og þjálfarinn Al-
freð Gíslason 19. íþróttamaðurinn til
að vera tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Hörpunni Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra dáist að íþróttamanni ársins, Júlían J.K. Jóhannssyni, sem fór létt með að lyfta báðum styttunum. Guðni
Th. Jóhannesson, forseti Íslands, brást vel við og náði að vera í rammanum hjá Kristni Magnússyni, ljósmyndara Morgunblaðsins.
Veit ekki hvert þakið er
Júlían útnefndur í fyrsta sinn eftir að hafa verið annar í fyrra Fyrsti kraft-
lyftingamaðurinn í 38 ár sem hreppir hnossið Sigursælar Valskonur hnífjafnar
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019
Berglind Gígja Jónsdóttir hefur
verið tilnefnd sem besti leikmaður
ársins 2019 í strandblakinu í Dan-
mörku. Blakfréttir greindu frá þessu
um helgina. Berglind Gígja hefur verið
búsett í Danmörku síðan árið 2014 og
æfir þar strandblak allt árið. Berglind
og Elísabet Einarsdóttir hafa leikið
saman í strandblakinu en tóku sér
pásu síðustu ár. Nú í sumar léku þær
hins vegar saman á ný og gerðu frá-
bæra hluti í Danmörku og víða um
heim.
Berglind og Elísabet léku á dönsku
mótaröðinni auk þess að leika á World
Tour-mótum í Liechtenstein og Kína.
Þær tóku þátt í fjölmörgum mótum í
Danmörku yfir sumarið og bar þar
hæst sigur þeirra á lokamóti Pepsi
Max-mótaraðarinnar.Valið verður
kunngjört 22. febrúar 2020 á hátíð-
legri athöfn danska blaksambandsins.
Auk Berglindar eru þær Line Trans
Hansen og Sofia Nørager Bisgaard
tilnefndar.
Ítalska A-deildarlið Fiorentina hefur
gert tilboð í Sverri Inga Ingason, mið-
vörð grísku meistaranna PAOK og ís-
lenska landsliðsins í knattspyrnu,
samkvæmt netmiðlinum Íslendinga-
vaktinni. Sverrir hefur verið orðaður
við ítalska félagið undanfarna daga en
liðinu hefur gengið illa í A-deildinni í
vetur. Tilboðið er sagt vera upp á fjór-
ar og hálfa milljón evra en Sverrir hef-
ur átt góðu gengi að fagna með PAOK
undanfarið og er fastamaður í liðinu.
Taphrina Los Angeles Lakers í NBA-
deildinni í körfuknattleik er loks á
enda eftir að liðið lagði Portland Trail
Blazers að velli aðfaranótt sunnudags,
128:120.
LeBron James hefur verið meiddur á
nára undanfarið en skoraði þó 21 stig í
leiknum, gaf 16 stoðsendingar og tók
sjö fráköst er Lakers batt enda á fjög-
urra leikja taphrinu. Kyle Kuzma var
stigahæstur með 24 stig og Anthony
Davis bætti við 20 stigum fyrir Lakers.
Breytingar á leikmannahópi karla-
liðs Njarðvíkur í körfuknattleik halda
áfram. Liðið hefur fengið liðstyrk fyrir
átökin á seinni hluta tímabilsins í
Dominos-deild karla í vetur en Lithá-
inn Aurimas Majauskas hefur gert
samning við liðið. Wayne Martin yf-
irgaf Njarðvík fyrir jól og hélt til Sví-
þjóðar og leikur þar út tímabilið.
Majauskas er 27 ára gamall og mun
vera hávaxinn miðherji en hann lék
síðast í efstu deild í heimalandinu og
spilaði einnig í háskólaboltanum í
Bandaríkjunum. Hann er kominn með
leikheimild og getur því tekið þátt í
leik Njarðvíkur og ÍR 5. janúar næst-
komandi.
Norski knattspyrnumaðurinn Erling
Braut Håland gengur til liðs við þýska
félagið Dortmund þegar félagsskipta-
glugginn verður opnaður um áramót-
in. Miklar vangaveltur hafa verið um
framtíð Haalands sem hefur slegið í
gegn með Salzburg í Austurríki. Nú
hefur verið staðfest að Dortmund
kaupir sóknarmanninn af Salzburg og
hann hefur skrifað undir
samning til ársins
2024 við þýska fé-
lagið. BBC greindi
fyrst frá fé-
lagaskiptunum í
gær. Kaupverðið
er talið vera
um 21
milljón
evra.
1. Júlían J.K. Jóhannsson, kraftlyftingar................................... 378 stig
2. Martin Hermannsson, körfuknattleikur ........................................ 335
3. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna ........................................ 289
4. Anton Sveinn McKee, sund .............................................................. 244
5. Arnar Davíð Jónsson, keila.............................................................. 218
6. Aron Pálmarsson, handknattleikur................................................ 158
7. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttir...................................... 98
8. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna........................................... 61
9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf............................................... 55
10. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna ................................................... 53
11. Már Gunnarsson, sund.........................................................................30
12. Jóhann Skúlason, hestaíþróttir..........................................................29
13. Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikur............................................22
14. Ragnar Sigurðsson, knattspyrna...................................................... 17
15. Haraldur Franklín Magnús, golf .......................................................15
16. Arnór Þór Gunnarsson, handknattleikur .........................................17
17.-18. Íris Björk Símonardóttir, handknattleikur..................................6
17.-18. Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur...................................6
19.-20. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna................................................5
19.-20. Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna....................................5
21. Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut................................................3
22. Elín Metta Jensen, knattspyrna ...........................................................2
23.-24. Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur.................................1
23.- 24. Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna ....................................1
Kjörið á íþróttamanni ársins 2019