Morgunblaðið - 30.12.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 30.12.2019, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019 Leiksýningar ársins Leiklistargagnrýnendur Morgunblaðsins, Daníel Freyr Jónsson, Silja Björk Huldudóttir og Þorgeir Tryggvason, sáu samtals hátt á fjórða tug leiksýninga á árinu og velja hér hápunktana, sem spanna allt frá siðleysi til hugdirfsku. Ríkharður III í Borgarleikhúsinu Eftir William Shakespeare í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur. „Því eitt af því sem opinberast sem aldrei fyrr, í einbeittri og úthugsaðri túlkun og sviðsetningu Brynhildar Guðjónsdóttur og hennar fólks í Borgarleikhúsinu, er hve sorglega brýn þessi gamla harmsaga er. […] Túlkun og frammistaða Hjartar Jóhanns Jónssonar í hlutverki Ríkharðs er hennar stærsti sigur, og er þá allnokkuð sagt. Krafturinn, húmorinn, grimmdin, slægðin, ósvífnin og umkomuleysið; allt er þetta þarna og skín í gegnum skelina til skiptis eins og kvikasilfur. Það er heldur ekki hægt annað en að nefna þá líkamlegu þrekraun sem Hjörtur undirgengst hér og stenst með glans.“ Okkar tíkarsonur Súper – þar sem kjöt snýst um fólk í Þjóðleikhúsinu Eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. „Auðvitað er Jón Gnarr rétti maðurinn til að hefja á loft fána fáránleikans í leikhúsinu, taka upp þráðinn þar sem Ionesco þraut örendið. Hvort sem hlutskipti utanveltumannsins, út- lagans, geimverunnar er Jóni áskapað eða áunnið þá hefur sýn hans á fólk á sér öll ein- kenni hins glögga gestsauga. [Sýningin] er líka enn eitt dæmið um að því er virðist áreynslulaust öryggi Benedikts Erlingssonar við að finna viðfangsefnum sínum nákvæm- lega réttan tón, stíl og yfirbragð. Hún mun ekki breyta því hvernig við erum, en kannski mun hún stundum kalla fram smá kinnroða yfir því hvað við segjum.“ Geimveran Mutter Courage í Samkomuhúsinu hjá Leik- félagi Akureyrar og í Kassa Þjóðleikhússins Eftir Bertolt Brecht í leikstjórn Mörtu Nordal. „Þetta er verk sem lifir áfram í huga manns í langan tíma og vekur til umhugsunar. Leik- stjóri og leikhópur taka margar djarfar ákvarðanir í uppsetningunni sem opna verk- ið, draga áhorfendur jafnvel inn í handritið sjálft og gera sýninguna jafn berskjaldaða og fólkið sem hún fjallar um. Hér ber þessi djörf- ung ávöxt sem er áhrifamikið og magnað út- skriftarverkefni. Listaháskóli Íslands getur verið stoltur af þessum hópi.“ Berskjölduð mennska Rocky! í Tjarnarbíói Eftir Tue Biering í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar. „Sveinn Ólafur [Gunnarsson] fer á kostum í Rocky! […] Túlkun hans er full af blæbrigð- um sem þjóna verkinu vel og minnist rýnir þess ekki að hafa séð hann betri á sviði. […] Hann berst við ósýnileg öfl sem kýla hann í gólfið, missir bókstaflega málið þegar míkró- fónn hans endar uppi í munninum á honum og tekur æðiskast með hafnaboltakylfu á svínsskrokki sem hann hefur hengt upp áður en hann tekur á sig hlutverk svínsins í full- kominni uppgjöf og býður andstæðingi sínum að lumbra á sér.“ Að missa trúna á lýðræðið Matthildur í Borgarleikhúsinu Eftir Roald Dahl í aðlögun Dennis Kelly og Tims Minchin og leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. „Matthildur er þrekvirki af því taginu sem Borgarleikhúsið er komið með einstakt lag á að gera vel. Það er heitt hjarta í sýningunni sem hverfur ekki í hávaðanum, orðaflaumn- um, tæknibrellunum og endalausri hug- kvæmninni og örlætinu við smáatriðanostrið. Verkið sjálft er hinsvegar gallagripur, það vantar í það meiri dramatískan skriðþunga, alvöru þroskabrautir fyrir helstu persónur og mögulega aðeins færri nótur og orð. Engu að síður mikil skemmtun og hrífandi kvöld- stund.“ Pakkið mun sigraðAtómstöðin – endurlit í Þjóðleikhúsinu Eftir Halldór Laxness Halldórsson í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur leikstjóra sýningarinnar, byggt á skáldsögu Halldórs Laxness. „Endurlit Dóra DNA og Unu Þorleifsdóttur á Atómstöð Halldórs Laxness er að mörgu leyti sterk sýning. Afburðavel sviðsett í glæsilegri umgjörð og setur sitt pólitíska ljós aldrei undir mæliker. Hér er fylgt fordæmi skáldsins og mál- að með breiðum pensli og barið með þungri sleggju. Leikgerðin leysir ekki alla snókera bók- arinnar, er stundum í hægari takti en ég hefði kosið, heldur til haga meiru af efni bókarinnar en beinlínis var nauðsynlegt og hefði ekki þurft að vera jafn löng og tilfellið er. En það er bit og flug í viðbótartextum Dóra. Dirfskan og sann- færingin er þarna, gleður, ergir og vekur.“ Upprunagoðsögn ógeðslegs þjóðfélags Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI SÉRSTÖK FORSÝNING 30. DES KL. 22.20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.