Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 4
Ljósmynd/Roberto Nickson, Unsplash
Bað með birki
Birki hefur oft þótt vatnslosandi og hreinsandi. Það
er því ávallt góð hugmynd að láta renna í bað og
nota birkibaðsaltið frá Angan en það inniheldur ís-
lensk birkilauf ásamt upplífgandi ilmkjarnaolíum úr
bergamíu og piparmyntu. Þessi blanda hreinsar
húðina og endurnýjar líkamann.
Angan-birkibaðsalt, 3.590 kr.
Drekktu
grænt te
Grænt te er talið örva efnaskipti lík-
amans og stuðla að aukinni fitu-
brennslu. Það er einnig talið vatns-
losandi og hreinsandi svo margir
halda því fram að neysla á 2-4 te-
bollum á dag hafi sérlega jákvæð
áhrif. Matcha-te er 10-15 sinnum
öflugra en annað grænt te og inni-
heldur 137 sinnum meira af andox-
unarefnum svo það er tilvalið að
notast við það.
Teatox Matcha Organic Green
Tea Powder, 2.990 kr. (Maí)
Nuddaðu andlitið
Það er fátt jafn slakandi og endurnærandi og
andlitsnudd. UpLift-andlitsnuddrúllan frá Nure
Jamie er í miklu eftirlæti hjá stjörnunum í Holly-
wood en þessi rúlla er þakin 24 túrmal-
ínsteinum og þú rúllar þessu yfir andlitið upp á
við. Húðin verður þéttari, tónaðri og endurlífguð
Nure Jamie UpLift Facial Massaging Beauty
Roller, 8.600 kr. (CultBeauty.co.uk)
Hugaðu að
fótunum
Oft sjáum við bjúg á ökklum og fótum.
Jafnvel stöndum við lengi á háum hælum
og eru fæturnir þar að auki þreyttir. Fóta-
kremið frá Önnu Rósu grasalækni er frá-
bært til að kæla fæturna og mýkja. Það
inniheldur m.a. piparmyntu, tea tree-olíu,
vallhumal og kamillu.
Anna Rósa grasalæknir Fótakrem,
3.390 kr.
Barist við
bjúginn
Gott er að hvíla
þreyttan líkama í
ilmandi baði.
Kældu augnsvæðið
Það er þekkt ráð að finna eitthvað kalt og leggja yfir
augnsvæðið til að ná burt þrota og bólgum. Sumir kæla
einfaldlega skeiðar og leggja yfir augun eða bleyta þvot-
taklút með köldu vatni og leggja yfir augun. Sumir vilja þó
fríska upp á augnsvæðið og vinna gegn fínum línum og
hrukkum í leiðinni. Þá er tilvalið að prófa BIOEFFECT Eye
Mask Treatment en þetta eru skífur sem búa yfir EGF-
frumuvaka og hafa sannreynda virkni gegn hrukkum.
BIOEFFECT Eye Mask Treatment, 9.156 kr.
Öll höfum við litið í spegil daginn eftir neyslu á áfengi,
salti og sykri og séð hvernig húðin virðist bólgna að-
eins. Neysla á slíkum mat kann að fara fram úr öllu
hófi í desember og því er ágætt að kunna að lág-
marka ásýnd syndanna á andliti og líkama.
Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenninn@gmail.com
Rakagefandi og kæl-
andi andlitsmaski
Sláðu tvær flugur í einu höggi með því að geyma
rakagefandi gelmaska í kæli og svo þegar þú berð
hann á þig finnurðu hvernig húðin lifnar við.
SEPAI Moist Relief Mask er andlitsmaski sem
veitir húðinni mikinn raka og sefar hana.
Inniheldur m.a. hýalúrónsýru, rósablöð, mistiltein
og japanska blóðgrasrót.
SEPAI Moist Relief Mask, 12.500 kr.
(Madison Ilmhús)
Auktu neyslu á
andoxunarefnum
Andoxunarefni hafa ýmis jákvæð áhrif á okkur en
nýleg rannsókn á slíkum efnum sýndi að andox-
unarefni kunna að draga úr framleiðslu fitu-
frumna á þríglýseríði. Bláber búa yfir miklu
magni andoxunarefna og því tilvalið að
gæða sér á þeim yfir hátíðarnar.
Örvaðu sog-
æðakerfið
Með því að nudda líkamann
örvarðu sogæðakerfið en það
hreinsar óæskileg efni úr lík-
amanum. Þurrburstun er til
dæmis frábær leið til að örva
sogæðakerfið og vinna gegn
appelsínuhúð. Þú nuddar húð
þína áður en þú ferð í sturtu
eða bað.
Þurrburstar fást t.d. í Jurta-
apótekinu og Heilsuhúsinu.
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019