Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 É g hannaði þetta hús í byrjun árs 2018 en húsið sjálft var byggt árið 1956 í hjarta Reykjavíkur. Margt var komið til ára sinna og sameina þurfti bet- ur efri og neðri hæð hússins. Skipulaginu var því að hluta til breytt, opn- að var betur á milli eldhúss og borðstofu og nýr stigi var settur til að tengja á milli efri og neðri hæðar. Birtan á gangi neðri hæðar var tak- mörkuð þar sem áður voru geymslur og kyndiklefi og þar þurfti að koma fyrir þvottahúsi, vínherbergi og rækt. Ég fór þá leið að setja glerveggi á vínherbergi og rækt til að fá betri birtu inn á ganginn. Þannig að þegar gengið er niður á neðri hæðina blasa við þér fallegar hillur undir vínið sem gerir ganginn og holið svolítið skemmtilegt. Af ganginum eru svo sjónvarpsherbergi, fleiri svefn- herbergi og nýtt baðherbergi með vatnsgufu inn af. Skápar í herbergjum og anddyri voru einnig uppfærðir ásamt gólfefnum og lýsingu,“ segir Sæja þegar hún er spurð út í hönn- unina á húsinu. Í þessu fallega húsi er allt svolítið létt og ljóst, er það það sem koma skal? „Ekkert frekar. Það fer bara meira eftir arkitektúr hússins og hverju eigendur óska Ljósmyndir/Guðfinna Magnúsdóttir Grængrátt eldhús með búri Grængráar innréttingar, marmari og bæsuð eik mætast í fallegu húsi sem Sæbjörg Guðjónsdóttir hannaði, eða Sæja eins og hún er kölluð. Allt húsið er málað í litnum Stilltur sem er á litakorti Slippfélagsins. Marta María | mm@mbl.is Í eldhúsinu er Calacatta Viola- marmari frá Granítsmiðjunni. Innréttingarnar eru sprautu- lakkaðar í grængráum lit. Inn af eldhúsinu er búr sem er alveg í anda hússins. Það er í sama stíl og eld- húsinnréttingin. HÖNNUN SMARTLAND  SJÁ SÍÐU 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.