Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 8
Sami litur en
mismunandi
áferðir
Prófaðu að nota sama lit en
með mismunandi áferðum til
að skapa aukna vídd í
förðunina. Til dæmis gloss-
aðar varir á móti möttum
augnskugga og jafnvel ljóm-
andi kinnalit. Ein frægasta
snyrtivara heims er líklega
kinnaliturinn frá NARS í litn-
um Orgasm. Þessi hlýi bleiki
tónn með gylltum ljómaögn-
um er sagður fara öllum vel.
Vinsældir litarins hafa ekki
farið framhjá NARS og hefur
merkið því blessað okkur
með þessum fallega lit í
mismunandi formi.
Förðunartíska
sem allir geta
leikið eftir
Það besta við einlitu förðunartísk-
una er að hún er sérlega einföld.
Eina sem þú þarft að gera er að
finna augnskugga, varalit og/eða
kinnalit í svipuðum litatónum og svo
byrjarðu að leika þér með vörurnar á
andlitinu. Það eru engar reglur um
hvaða liti eigi að nota, þó ferskjulit-
aðir, beislitaðir og vínrauðir tónar
hafi verið áberandi. Veldu þann lit
sem þér þykir fallegastur.
Förðunar-
fræðingurinn
sem elskar
mónókróm
Patrick Ta er einn vinsælasti förð-
unarfræðingur heims og þekktur
fyrir að skapa einlita förðun á við-
skiptavinum sínum. Nýverið setti
hann á markað sína fyrstu förðun-
arlínu sem einfaldlega nefnist
Monochrome Moment. Línan
byggist á fjórum litatónum í formi
kinnalita, varalita og varalita-
blýanta svo það er leikur einn að
nota sama litinn á mismunandi
svæði.
Einn litur
á allt
Í förðunartískunni hefur verið áberandi að nota einn lit á
varir, kinnar og augu. Þessi tíska nefnist einlita förðun (e.
monochrome) og er þetta einföld og skemmtileg nálgun
að nýjum straumum í förðun sem allir geta leikið eftir.
Lilja Ósk Sigurðardóttir | snyrtipenninn@gmail.com
Elsa Hosk
förðuð með
bleikum tónum.
Förðunarfræðing-
urinn Patrick Ta er
þekktur fyrir einlitar
farðanir sínar.
ILIA Multi-
Stick (All Of
Me).
Förðunarlína Patrick Ta nefnist
Monochrome Moment.
Margþættar
förðunarvör-
ur upphafið
Sumir vilja meina að vinsældir
margþættra förðunarvara hafi
verið upphafið að vinsældum ein-
litu förðunarinnar. Þarna komu
fram formúlur í einum litatóni
sem mátti nota á ýmis svæði and-
litsins. Vinsælustu litatónarnir til
að nota í svona förðun eru eflaust
hlýir bleikir tónar en þeir virðast
fara mörgum sérlega vel.
Rosie Huntington-
Whiteley förðuð með
náttúrulegum litatónum.
Bare Minerals Gen
Nude Powder Blush
(Beige For Days).
NARS The
Multiple (Or-
gasm).
NARS
Lip Gloss
(Orgasm).
NARS Blush
(Orgasm).
FÖRÐUN
SMARTLAND
Náttúrulegir brúnir og
bleikir tónar koma vel út
á Candice Swanepoel.
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019