Fréttablaðið - 02.01.2003, Blaðsíða 4
4 2. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
LÖGREGLUFRÉTTIR
KJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Býstu við að árið 2003 verði
gott ár?
Spurning dagsins í dag:
Hver stjórnmálaforingjanna stóð sig
best í umræðum um áramótin?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
20,1%
30,2%Varla
49,7%
HÓFLEG
BJARTSÝNI
Tæpur helming-
ur þátttakenda
telur að árið
2003 verði gott
ár.
Nei
Já
ÁRAMÓTAHEIT
Komdu fjármálunum í lag!
Er óreiða í þínum fjármálum? 1. Skref – Fjárhagsgreining
Er búið að semja umfram greiðslugetu? 2. Skref – Samningagerð
Vertu frjáls! 3. Skref – Greiðsluþjónusta
3 Skref ehf. -Fjármálaráðgjöf
Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sími 533-3007
Netfang: 3skref@3skref.is
STJÓRNMÁL Það er óhjákvæmilegt
að breytingar verði á skipulagi
stjórnar borgarinnar og
Reykjavíkurlistans við
brotthvarf Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur úr
stól borgarstjóra og
ráðningu ópólitísks
borgarstjóra segir Árni
Þór Sigurðsson.
„Pólitísk stefnumótun
verður í höndum kjör-
inna fulltrúa og borgar-
ráðsliða en ekki borgar-
stjóra,“ segir Árni Þór
en kveður óákveðið hver
taki við formennsku í
borgarráði. Sjálfur er
hann forseti borgarstjórnar og
segir ekki fara vel á því að gegna
báðum störfum í einu. Hann er nú
varaformaður borgarráðs.
Árni segir fyrir
mestu að tekist hafi að
tryggja framtíð Reykja-
víkurlistans og það mál-
efnastarf sem hann
byggir á. „Ég hefði
gjarnan viljað fá meiri
tíma og ráðrúm til að
kynna okkur þetta út-
spil,“ segir hann enda
stefnubreyting að ráða
ópólitískan borgar-
stjóra. Hann segir að
um miðjan dag á sunnu-
dag hafi menn gert sér
grein fyrir að Reykja-
víkurlistinn ætti ef til vill aðeins
fáeina klukkutíma ólifaða. ■
Alfreð Þorsteinsson:
Hefði
skaðað
stjórnkerfið
STJÓRNMÁL Það hefði komið niður á
stjórnkerfi borgarinnar ef óviss-
an um stöðu borgarstjóra og
framtíð Reykjavíkurlistans hefði
dregist á langinn umfram það sem
komið var þegar borgarstjóri
sagði af sér, segir Alfreð Þor-
steinsson.
Alfreð þrýsti mjög á um að nið-
urstaða yrði fengin í stöðu borgar-
stjóra sem fyrst og virðist afstaða
hans hafa ráðið úrslitum um að
málið var leitt til lykta. „Mitt mat
var að það væri ekki hægt að
draga þetta mikið lengur.“ Hann
segir þó að því hefði ekki þurft að
ljúka með því að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir segði af sér. „Hún átti
alltaf þann kost að halda áfram
sem borgarstjóri. Framsóknar-
menn lögðu hart að henni að halda
áfram,“ segir Alfreð. Þá hefði hún
þurft að draga þingframboð sitt
til baka. ■
STJÓRNMÁL „Framsóknarmenn
bjuggu þetta ekki til en við höfum
lagt okkur mjög fram um að leysa
úr þessari stöðu,“ segir Halldór
Ásgrímsson, formaður Framsókn-
arflokksins, um lausn Reykjavík-
urlistadeilunnar. „Það var okkar
skoðun að það væri ekki hægt að
hafa þetta mál opið lengur ef menn
vildu halda trausti borgarbúa.“
Halldór segir að þrátt fyrir
mikla spennu í Reykjavíkurlistan-
um undanfarið hafi hann oft séð
það svartara. „Það hefur oft komið
upp á mínum pólitíska ferli ákveð-
in óvissa og ef eitthvað er hefur
það færst mjög til hins betra. Hér
áður fyrr var ekki óalgengt að um
áramótin og jólin væri mikil póli-
tísk spenna. Ég hef séð margt al-
varlegra en þetta.“
„Það erástæðulaust að ætla að
þessir atburðir verði eitthvað ráð-
andi um framhaldið. Ég held að
þeir skilji ekki eftir sig nein slík
djúp spor,“ segir Halldór aðspurð-
ur um áhrif á mögulegar stjórnar-
myndunarviðræður. „Það kemur
að sjálfsögðu til greina að starfa
með Ingibjörgu Sólrúnu. Ég og
Framsóknarflokkurinn höfum átt
gott samstarf með henni.“ ■
Steinunn Valdís:
Söknuður
STJÓRNMÁL Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir segir það til marks um
styrk Reykjavíkurlistans að tek-
ist hafi að bjarga samstarfinu en
segir mikinn söknuð að Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur.
„Mér finnst þetta sýna styrk
og kjark Ingibjargar Sólrúnar að
standa upp og leysa þetta mikla
vandamál sem var uppi, hún
gerði allt sem hún gat til að
bjarga Reykjavíkurlistanum,“
segir Steinunn Valdís.
„Mér finnst viðbrögðin hafa
verið full harkaleg,“ segir hún
um þá kröfu Framsóknar og
Vinstri grænna um að borgar-
stjóri viki. ■
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Það hafa ekki orðið slíkir brestir með Ingi-
björgu Sólrúnu og Framsókn að samstarf í
ríkisstjórn komi ekki til greina.
Bjuggum ekki til deiluna en leystum hana:
Ekki ráðandi um framhaldið
ALFREÐ ÞORSTEINSSON
„Mjög dugandi maður tekur við af aðsóps-
miklum borgarstjóra.“
ÁRNI ÞÓR
SIGURÐSSON
Tókst að ræða við nán-
asta baklandið en hefði
viljað meiri umræðu.
Árni Þór Sigurðsson:
Breytingar
óhjákvæmilegar
ÁRAMÓT Slökkviliðið á höfuð-
borgarsvæðinu fékk 14 útköll á
gamlárskvöld. Öll voru þau
minniháttar. Þrjú voru í heima-
hús þar sem flugeldar höfðu
ratað inn. Önnur voru flest vegna
elds í ruslagámum og tunnum.
Talsmaður slökkviliðsins sagði að
þessi áramót hefðu verið þokka-
leg miðað við önnur.
Björgunarsveitir á
Norðurlandi:
Leitað að
pari
LEIT Björgunarsveitir Slysavarna-
félagsins Landsbjargar af Norð-
vesturlandi voru kallaðar út til
leitar að manni og konu sem skil-
uðu sér ekki á tilætluðum tíma á
sveitabæ í Skíðadal í Eyjafirði.
Parið hafði lagt af stað frá
Blönduósi á sendibíl á hádegi á
gamlársdag. Þegar ekkert hafði
spurst til þeirra hófst leit. Það var
um hádegisbilið að fólkið lét vita
af sér.
Parið hafði breytt ferðaáætlun
sinni og ákveðið að fara fáfarna
leið inn í Svartárdal. Ætluðu þau
yfir ána við Mælifell en ákváðu að
reyna það ekki. Höfðust þau fyrir
í bílnum yfir nóttina og hringdu
um leið og þau komust í síma-
samband. ■
Fjölmenni á áramótabrennum
Veðurguðirnir voru í liði með Íslendingum í ár. Fjölmargir mættu á brennur sem haldnar voru
víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Brennurnar fóru vel fram og engin alvarleg slys urðu á fólki.
ÁRAMÓT Áramótabrennur voru
haldnar víðs vegar á höfuðborgar-
svæðinu og var fjölmenni á þeim
flestum. Menn voru sammála um
að sjaldan hafi veðrið verið
hagstætt landanum og í ár. Ára-
mótabrennur fóru vel fram og
þurfti Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins engin afskipti að hafa.
Er góðu veðri þakkað, auk þess að
raki var í jörðu, sem kom í veg
fyrir sinubruna. Flugeldum var
skotið upp við flestar brennurnar.
Oft voru lætin svo mikil að þjófa-
varnarkerfi í nærliggjandi bílum
fóru í gang.
Gera má ráð fyrir að þrjú
hundruð tonnum af flugeldum
hafi verið skotið upp og lá púður-
mökkurinn yfir borginni. Athygli
vakti að farið var að sprengja af
fullum krafti strax eftir að ára-
mótaskaupi Ríkissjónvarpsins
lauk og stóðu lætin fram yfir mið-
nætti. Samkvæmt upplýsingum á
slysadeild Landspítala í Fossvogi
urðu nokkur minniháttar slys af
völdum flugelda en engin alvarleg
tilfelli. Enginn leitaði til slysa-
deildar vegna augnmeiðsla. Eldur
kom upp í fjölbýlishúsi í Hátúni
þegar flugeldur fór inn um glugga
og kveikti í gluggatjöldum. Vel
gekk að slökkva eldinn og urðu
skemmdir litlar. ■
ÆSKUFÉLAGAR SAMEINAST
Magnús Axelsson og Þórir Magnússon eru æskufélagar. Þeim finnst ómissandi að halda
áramótin í sameiningu og hafa síðustu ellefu árin hist á heimili Magnúsar í Seláshverfinu
og í öll skiptin hafa þeir farið á áramótabrennu. Á myndinni eru, auk Magnúsar og Þóris,
Jakobína Ingibergsdóttir, Jakob Fannar Magnússon og Birgir Þórisson.
MÆTA ÁRLEGA Á BRENNU
Jón Garðar Sigurjónsson, Ólöf Rún Tryggvadóttir, Gerður Guðjónsdóttir, Danni, Selma
María og Rakel sögðust mæta á áramótabrennu á hverju ári. Gerður kom alla leið frá Sel-
fossi og var þetta í fyrsta sinn sem hún var viðstödd brennu í Reykjavík. Sagði hún sér líka
það vel hve stemmingin væri góð á brennunni og ámóta stemningu ríkja á Selfossi.
SÖNGELSKIR FYLKISMENN
Haraldur Haraldsson og Ingi Stefánsson
töldu það vera ómissandi hluta af ára-
mótafagnaði að mæta í Fylkisbrennuna og
syngja. Sögðust þeir hafa stundað þá iðju í
mörg ár. „Við Fylkismenn stöndum saman
hvort sem það er fyrsta eða síðasta dag
ársins og hvort sem spilað er í fyrstu,
annarri eða síðustu deild,“ skaut Haraldur
inn í. Sammæltust þeir um að árið yrði
kvatt með virktum og tekið yrði á móti
nýju ári með miklum glæsibrag.
TILHEYRIR AÐ HITTA GAMLA FÉLAGA
Eiríkur Óli, Hrafnhildur, Linda, Gauti, Helga, Júlíus, Alexander Örn, Daníel og Birgitta mæt-
tust við brennu. „Þetta tilheyrir, að stíga upp frá borðum og rölta niður að brennu og
syngja eitt tvö lög,“ segir Eiríkur Óli, sem búið hefur í Árbænum síðan 1966. Hann segist
alltaf hitta gamla félaga við áramótabrennuna og slíkt sé ómissandi. Hinn kunni hand-
boltakappi Júlíus Jónasson sagðist koma úr öðru hverfi en Árbænum, en þrátt fyrir það
hefði hann sótt Fylkisbrennu í mörg ár og alltaf skemmt sér konunglega. „Það ríkir mikill
samhugur hjá Árbæingum, hvort sem það er í íþróttum eða öðru.“