Fréttablaðið - 02.01.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.01.2003, Blaðsíða 8
Um hver einustu áramót upp-hefst sami söngurinn hjá viss- um hópi fólks um óhófið á okkur Ís- lendingum varðandi flugeldakaup. Þetta fólk talar um að með flugelda- skothríðinni sé verið að brenna pen- ingum sem sjálfsagt sé að nýta til betri hluta. Nú síðast var það Vík- verji Morgunblaðsins sem var að fjasa um þetta og spurði svo: „Kæmi það ekki björgunarsveitun- um og íþróttafélögunum betur ef menn gæfu þeim bara peningana, sem þeir hefðu ella eytt í flugelda, án þess að þessi ágætu samtök þyrftu á móti að verja háum fjár- hæðum til að kaupa þetta áramóta- dót inn?“ Mér finnst þessi hugmynd fráleit, af þeirri einföldu ástæðu að hún er fullkomlega óraunhæf. Þau ágætu samtök sem að flugeldasölu standa hafa aldrei getað treyst á frjáls framlög einstaklinga ein- göngu og það er einmitt þess vegna sem þau hafa þurft að beita öllum mögulegum fjáröflunarúrræðum á borð við happdrætti, dósasafnanir, kökubasara o.fl. til að safna fé til starfseminnar. Það er alveg öruggt að mörgu góðu málefni mætti sinna með þeirri upphæð sem brennt er á gamlárskvöld, en hún nálgast víst 100 milljónir króna. En þannig mætti reikna allan fjárann út. Hvað með allt gosið sem þambað er um jólin? Eða áfengið? Er það þá ekki ofgnótt sem menn ættu bara að draga úr og gefa heldur peningana til góðgerðarmála? Það er sérís- lenskt fyrirbæri að fagna áramót- unum með öllu þessu „flugeldafári“, en það er líka farið að skila sér til okkar aftur í auknum ferðamanna- straumi um jól og áramót. Flugeld- arnir gera áramótin sérlega skemmtileg, ekki síst fyrir börnin, og við eigum að gleðjast við hvert ljós á himni, en ekki hugsa um hvað það hafi kostað og hvernig hefði mátt nýta þá peninga til betri hluta. Auk þess er rétt að minna á, að Ís- lendingar eiga örugglega líka heimsmet í því að safna peningum til að styrkja þá sem hafa orðið fyr- ir alvarlegum áföllum, það þekkjum við öll mýmörg dæmi um frá liðnum árum og megum vera stolt af. Og reyndar tel ég nokkuð víst að þeir, sem tala hæst um að með flug- eldum sé verið að brenna pening- um, yrðu manna síðastir til að láta það sem þeir hefðu ella eytt í flug- elda af hendi rakna til íþróttafélaga eða björgunarsveita án þess að fá nokkuð í staðinn. En það voru Framsóknarmenn sem sprengdu stóru bombuna um þessi áramót þegar þeir skutu Ingi- björgu Sólrúnu með hvelli úr borg- arstjóraembættinu. En við fáum í staðinn ágætan mann, sem einhvern tímann hlaut titilinn „Markaðsmað- ur ársins“. Þetta er auðvitað frábær lausn, nú geta þeir sem hreppa þann titil farið að reikna með því að þar með séu þeir orðnir kandídatar í borgarstjóraembættið eða geta jafnvel búist við að verða fjármála- ráðherra? Og talandi um við- skiptaspútnika: Illa hefur gengið að reka endahnútinn á samninga Sam- sonarhópsins og ríkisins um kaupin á Landsbankanum og í því sam- bandi hefur mönnum orðið tíðrætt um „hlutlægt mat“ sem leggja þurfi á bankann. Þegar þetta er skrifað hafa samningar ekki ennþá verið undirritaðir. Það vekur furðu mína að fyrst ennþá er verið að þrátta um verðmæti bankans, skuli ekki vera hægt að undanskilja listaverkasafn bankans og merkilegt myntsafn sem tilheyrði „banka allra lands- manna“, söfn sem hljóta að teljast til menningarsögulegra minja þjóð- arinnar. Þarf ríkið virkilega að setj- ast niður einhvern tímann seinna og þrátta um „huglægt mat“ og kaupa þessi menningarverðmæti í annað sinn handa þjóðinni? Gleðilegt nýtt ár! MARKAÐUR Árið 2002 var þriðja slæma árið í röð á flestum hluta- bréfamörkuðum. Ísland er ein af fáum undantekningum. Úrvalsvísi- tala Kauphallar Íslands steig um 16,65% á árinu meðan hlutabréfa- vísitölur á vesturlöndum máttu þola mikið fall. Svíar hafa til að mynda ekki séð meiri lækkun markaðar síðan 1931, þegar kreppan mikla hélt innreið sína í landið. Hrun bréfa sænska farsímarisans Ericsson er ein skýr- ing þessarar miklu lækkunar. Veltumet var slegið í Kauphöll Íslands á árinu. Viðskipti voru fyrir yfir 1.100 milljarða. Heildarvísitala aðallista Kauphallarinnar hækkaði um 21,64%. Ólafur Viðarsson á við- skiptasviði Kauphallarinnar segir menn ánægða með árið. Kauphöllin hefur verið að vinna í því að kynna sig fyrir erlendum fjárfestum. Hækkunin á árinu hjálpar til við þá kynningu á sama tíma og vísitölur kauphalla heimsins hafa fallið. ■ 8 2. janúar 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Um Kára- hnjúka Kristján M. skrifar: Alveg er ég undrandi á stjórn-málamönnum að vera alltaf á móti öllum málum bara af því að þeir eru í stjórnarandstöðu. Þeir sem eru á móti virkjunum tala um mikla náttúrufegurð við Kára- hnjúka og Eyjabakka en sjá ekki að það verður einnig fallegt stöðuvatn á þessum stað og miklir möguleikar fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni. Nú er kominn góður vegur þangað uppeftir og svæðið í kring er fallegt. Í svona stóru vatni mætti koma fyr- ir laxi og silungi. Eins og landið er þar nú kemst enginn um það fót- gangandi og er það hættulegt og myndi því henta mun betur að ferð- ast um á bát. Það mætti svo stofna veiðifélag allra landsmanna. Ég var að hugleiða þetta og kem því hér með á framfæri. ■ Þótt enginn viti hvað nýtt ármuni bera í skauti sér er þó eitt víst; þetta er kosningaár. Og það er ekki góðs viti. Auðvitað ættu Íslendingar að gleðjast á kosningaári; fagna því að búa í lýðræðisríki þar sem allir menn fá nokkru um ráðið með hvaða hætti farið verður með ríkisvaldið á næstu árum. Ganga ákveðnir á kjörstað til að leiðrétta það sem misfarist hefur og leggja blessun sína yfir það sem vel hefur verið gert. En þeir eru fáir sem hafa svo mikla trú á at- kvæði sínu. Atkvæði eins kjósanda nær einfaldlega ekki svo langt að það geti verið dómur um störf Al- þingis og ríkisstjórnar undanfarin ár eða leiðarljós um stefnuna í málefnum ríkisvaldsins á næstu árum. Þótt kjósandinn geti valið á milli fimm eða fleiri framboðslista er tjáning hans þrengri en ef hann ætti að svara með jái eða neii hvort nýliðið ár hafi verið gott og hvort hann hefði væntingar um að nýbyrjað ár yrði einnig gott. Val- kostirnir í kjörklefanum eru ekki jafn skýrir og já og nei. Þeir eru líkari nja, tsja og jasko. Til að blása einhverju lífi í kjör- seðilinn grípur fólk til þess ráðs að halda stíft með einum lista eða fyr- irlíta annan. Þá verða kosningar eins og íþróttakeppni; úrslitin hafa enga þýðingu fyrir aðra en þá sem hafa fjárfest tilfinningalega í nið- urstöðunni fyrir fram. Eins og í veðmálum; því meira sem þú legg- ur undir, því spenntari verður þú. Þetta er svolítið skrítin staða, sérstaklega í ljósi þess hversu mjög við mærum lýðræðið. Ef eitthvað væri að marka yfirlýsta ást okkar á því fyrirkomulagi hefðum við reynt að þróa það og efla. Ein leið væri að bera skýr og afmörkuð mál undir kjósendur. Það gera margar þjóðir, en ekki við. Önnur leið væri að skilgreina það sem meginhlutverk ríkisins að vernda rétt einstaklings til að móta samfélag sitt með vali sínu í daglegu lífi. Það gera sumar þjóðir, en ekki við. Þótt ríkisvaldið hafi dregið sig nokkuð út úr viðskiptalífinu á undanförnum árum hefur það þanið út verksvið sitt á flestum öðrum sviðum. Í slíku andrúmi eru kosningaár ekki góðs viti. Sagan sýnir að á kosningaári stækkar ríkið mest. Kjörnir fulltrúar þjóðar fara ham- förum í að eyða fjármunum þjóð- arinnar til að kaupa sér velvild al- mennings. Og það fyndna er að fulltrúarnir gera þetta fyrst og fremst vegna þess að þetta hefur virkað svo vel. Þjóðin er ekki klárari en þetta. Ef hún hefði meira vit myndi hún taka heftið af kjörnum fulltrúum sínum á kosn- ingaári eða takmarka útgjalda- heimildir þeirra svo mjög að áhrif þjóðarinnar á landsstjórnina á fjögurra ára fresti kostuðu hana ekki svona mikið. ■ Valkostirnir í kjörklefanum eru ekki jafn skýrir og já og nei. Þeir eru líkari nja, tsja og jasko. Nýtt ár er kosningaár skrifar um nýja árið. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Scania vörubifreiðar voru mest seldu vörubifreiðarnar á Íslandi annað árið í röð* *Samkv. skráningatölum um innflutning á vörubifreiðum 16 tonn og yfir HEKLA þakkar viðs kiptavinum samfylgdina á liðnu ári. Hafnarfjörður: Skartgripa- þjófar í steininn DÓMSMÁL Tveir menn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir innbrot og þjófnað í skartgripaverslun í Hafnarfirði aðfaranótt annars dags jóla í fyrra. Þeir stálu skart- gripum að verðmæti um 2,9 millj- ónir króna. Báðir eiga mennirnir, sem eru 20 og 25 ára, afbrotaferil að baki. Annar maðurinn var dæmdur í sjö mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hinn var dæmdur í fimmtán mán- aða fangelsi en tólf mánuðir af þeim dómi bundnir skilorði. Kröfu Vátryggingafélags Ís- lands um rúmlega einnar milljón- ar króna bætur var vísað frá dómi. Ekki var ákært fyrir stuld á þeim tilteknu skartgripum sem bóta var krafist fyrir. ■ Hlutabréf féllu um allan heim: Íslenski markaður- inn hækkaði framkvæmdastjóri Frjálslynda flokks- ins skrifar um flugeldakaup land- ans. MARGRÉT SVERRISDÓTTIR Um daginn og veginn GOTT ÁR Árið var gott í Kauphöll Íslands. Hlutabréf hækkuðu og veltumet var slegið þegar á haustmánuðum. 30-70% afsláttur ÚTSALA Flugeldar og spútnikar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.