Fréttablaðið - 02.01.2003, Blaðsíða 14
Skiptar skoðanir eru um það milliVegagerðarinnar og embættis
borgarverkfræðings hvaða leið yfir
Kleppsvík sé fýsilegust.
Vegagerðin og borgarverkfræð-
ingur eru framkvæmdaraðilar
Sundabrautar. Vegagerðin hefur
forræði í málinu enda um þjóðveg
að ræða og greiðist kostnaður af
vegafé. Vegagerðin hefur lagt
áherslu á Leið III, sem er ódýrasta
lausnin, en Ólafur Bjarnason, yfir-
verkfræðingur hjá borgarverk-
fræðingi, segir að borgaryfirvöld
séu spenntari fyrir Leið I, eða bygg-
ingu hábrúar yfir sundin. Sú leið er
hins vegar dýrari.
„Menn hafa sitt hvora skoðun á
þessu, það þarf ekkert að draga
fjöður yfir það,“ segir Ólafur.
Á kynningarfundi um Sunda-
braut mættu samgönguráðherra,
borgarstjóri, alþingismenn Reykja-
víkur, borgarfulltrúar, samgöngu-
nefnd Alþingis og nefndarmenn í
skipulags- og byggingarnefnd og
samgöngunefnd í Reykjavík. Ein-
hugur mun vera um mikilvægi
Sundabrautar í framtíðarvegakerfi
á höfuðborgarsvæðinu. Borgaryfir-
völd og samgönguyfirvöld munu
áfram hafa samráð um málið og á
fundinum kom fram hugmynd um
að setja á fót hóp borgarfulltrúa og
þingmanna í Reykjavík til fylgjast
með málinu.
Forsenda íbúðabyggðar
í Gufunesi
Ástæður fyrir byggingu Sunda-
brautar eru margþættar. Hún er
meðal annars forsenda fyrir frekari
uppbyggingu í Gufunesi og síðar í
Geldinganesi og Álfsnesi. Hins veg-
ar er ekki gert ráð fyrir að reisa
íbúðabyggð í Álfsnesi fyrr en eftir
um 20 ár. Þá mun Sundabrautin
tengja miðborgina við Vesturlands-
veginn.
Í tillögu að nýrri samgönguáætl-
un, sem lögð var fram föstudaginn
13. desember, er gert ráð fyrir að
framkvæmdir við Sundabraut hefj-
ist á fyrsta tímabili áætlunarinnar,
sem nær frá árinu 2003 til 2006.
Framkvæmdin miðast við þverun
Kleppsvíkur, mislægar tengingar
við Hallsveg og tengingu við Borg-
arveg. Vegurinn verður síðan fram-
lengdur í tveimur akreinum upp í
Geldinganes.
Ólafur segir að nú sé verið að
vinna við mat á umhverfisáhrifum
mismunandi valkosta og að ráðgert
sé að ljúka þeirri vinnu í byrjun nýs
árs. Raunhæft sé að ætla að fram-
kvæmdir við Sundabraut hefjist
árið 2005.
Forvinna að Sundabraut hófst
árið 1996 og hefur vinnan því staðið
yfir í sex ár. Þá voru skoðaðar fimm
leiðir og þær bornar saman með til-
liti til stofnkostnaðar, umhverfis- og
skipulagsmála, rekstraráhættu og
möguleikum á áfangaskiptinum.
Fyrsta skýrslan um málið var lögð
fram í september 1997. Næsta
áfangaskýrsla var gefin út í nóvem-
ber 1998. Síðan þá hefur verið unnið
að mati á umhverfisáhrifum. Á ár-
inu 2001 samþykkti Skipulagsstofn-
un matsáætlun framkvæmdaraðila.
Síðan þá hefur verið unnið frekar að
matsferlinu og skoðuð áhrif fram-
kvæmdarinnar á umhverfið, til
dæmis hljóðvist, áhrif á lífríki og
fleira
„Það sem við eigum eftir að ná
niðurstöðu um er hvaða leið yfir
Kleppsvík verður lögð til grundvall-
ar sem val framkvæmdaraðila núm-
er eitt,“ segir Ólafur. „Það mega
vera ýmsir valkostir til samanburð-
ar en það þarf að vera ein leið sem
lögð er til grundvallar og við höfum
ekki komist að niðurstöðu um það
hvaða leið það verður.“
Jarðgöng og botngöng
eru of dýr
Ólíklegt er talið að jarðgöng
milli Gufuness og lóðar Strætó á
Laugarnesi verði fyrir valinu. Þau
yrðu rúmlega fjögurra kílómetra
löng og myndu tengjast Kringlu-
mýrarbraut og Sæbraut. Kostnað-
urinn við göngin er talinn of hár, en
samkvæmt verðlagi í janúar 2002 er
hann metinn á 12,6 milljarða króna.
Þá þykir ekki jákvætt að hafa rúm-
lega fjögurra kílómetra löng jarð-
göng í borgarumhverfi og tenging-
ar ofan í göngin eru erfiðar.
Annar kostur sem ólíklegt er að
verði fyrir valinu eru botngöng, en
þau myndu líkt og allar leiðir utan
jarðganga tengja Gufunes við Voga-
hverfið. Botngöng eru einingar eða
stokkur sem steyptur er á landi og
síðan sökkt og grafinn ofan í sjávar-
botninn. Jarðgöng eru hins vegar
boruð í gegnum berg undir sjávar-
botninum. Þó botngöng þyki á
margan hátt umhverfisvænn kostur
er afar ólíklegt að ráðist verði í gerð
þeirra, enda dýrasta lausnin og
kostnaðurinn metinn á 14,5 millj-
arða króna.
Eins og áður sagði stendur valið
fyrst og fremst á milli hábrúar yfir
sundin (leiðar I) og leiðar III eða
14 2. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími 564 3988
STÓRÚTSALA
Útsaumspakkningar
Prjónagarn
Föndurvörur
Miki› úrval!
Vegagerðin og borgarverkfræðingur ósammála um hvaða leið eigi að velja við þverun Kleppsvíkur. Líklegt er að svokölluð innri leið verði
valin en hún er ódýrust. Borgaryfirvöld vilja skoða betur möguleikann á byggingu hábrúar yfir sundin.
Sundabraut byggð 2005
SUNDABRAUT
Mismunandi valkostir við þverun Kleppsvíkur
Kostnaður
Leið I: Hábrú 10,6
Leið II: Botngöng 14,5
Leið III: Grunnlausn 9,3
Leið III: Landmótunarleið 7,5
Leið IV: Jarðgöng 12,6
Kostnaður er í milljörðum króna samkvæmt verðlagi í janúar árið 2002.
INNRI LEIÐIN ER LÍKLEGASTI KOSTURINN
Leið III eða innri leiðin virðist vera líklegasti kosturinn í stöðunni enda hefur Vegagerðin
lagt megináherslu á hana. Helst hefur verið horft til kostnaðarins, sem er 7,5 til 9,3 millj-
arðar króna, en þetta er ódýrasta leiðin.
HÁBRÚ YFIR SUNDIN
Kostirnir við hábrúna eru meðal annars að með henni næst betri tenging við miðbæinn.
Hún yrði norðvestan við Sundahöfn og myndi tengjast Sæbrautinni og beina umferðinni
um hana og niður í miðbæ. Ókostirnir eru meðal annars þeir að ráðgerður kostnaður við
brúna er 10,6 milljarðar króna og yrði hún því 1,3 til 2,9 milljörðum króna dýrari en innri
leiðin.