Fréttablaðið - 02.01.2003, Side 16
„Áhugi á tónlist er algjör for-
senda þess að verða hljóðfæra-
smiður,“ segir Björgvin Tómas-
son orgelsmiður. „Ég ólst upp við
músík alveg frá því að ég var smá
polli, lærði á hljóðfæri og spilaði í
lúðrasveitum.“ Samfara tónlistar-
iðkuninni kviknaði snemma hjá
Björgvini áhugi á hljóðfærum og
hljóðfærasmíði. Því æxlaðist það
svo að hann hélt að loknu tón-
listarkennaranámi í Reykjavík til
Þýskalands liðlega tvítugur að
aldri til að nema orgelsmíði.
„Skólinn sem ég fór í er sá eini í
Þýskalandi sem útskrifar org-
elsmiði. Ég var fyrst í fjögur ár í
skólanum og í læri hjá meistara
og síðan starfaði ég önnur fjögur
ár sem sveinn áður en ég kom
heim. Námið var mjög sérhæft og
ég lærði eingöngu að smíða pípu-
orgel.“
Enginn spámaður í eigin
föðurlandi
Björgvin hafði upphaflega
hugsað sér að starfa við stillingar
samfara tónlistarkennslu en var
hvattur til þess að leggja stund á
orgelsmíði af Hauki Guðmunds-
syni, þáverandi söngmálastjóra.
„Þetta reyndist svo yfirgripsmik-
ið fag þegar á hólminn var komið
að síðan ég kom heim frá námi
hafa smíðarnar orðið mitt aðal-
starf. Ég fer með tilhlökkun í
vinnuna á hverjum degi enda eru
í raun engir tveir dagar eins.
Starfið er svo fjölbreytt því mað-
ur er ýmist að hanna og teikna,
smíða, gera við eða út um hvipp-
inn og hvappinn í viðhaldi og
stillingum,“ segir Björgvin en
viðurkennir þó að þetta sé auðvit-
að mikil vinna og langir vinnu-
dagar taki sinn toll í þessu sem
öðru.
Björgvin játar að fyrst um
sinn hafi gengið brösulega að fá
verkefni hér heima og tækifæri
til að sanna sig. „Þetta var dálítið
basl til að byrja með enda verður
enginn spámaður í eigin föður-
landi. Þegar ég kom heim frá
námi hafði ég ekkert að sýna og
því var erfitt að fá fólk til þess að
trúa á mig“ segir Björgvin, sem
fékk þó áður en langt um leið
færa á að spreyta sig. „Fyrsta
orgelið sem ég smíðaði var fyrir
Akureyrarkirkju og stuttu síðar
smíðaði ég annað fyrir Ólafs-
fjarðarkirkju. Þeir voru nógu
kjarkaðir til að fela mér þessi
verkefni og lengi vel leit ég á mig
sem orgelsmið landsbyggðarinn-
ar.“ Smám saman buðust Björg-
vini fleiri og stærri verkefni og í
dag segist hann afar þakklátur
fyrir þær viðtökur sem hann hef-
ur fengið hjá kirkjunni. „Ég held
að mér sé alveg óhætt að segja að
mín hljóðfæri hafa reynst mjög
vel. Ég er búinn að sanna mig á
markaðnum og nú er nóg að
gera.“
Ekki hægt að fá íslenskt
rolluskinn í belgina
Það hefur komið fyrir að
Björgvin hafi verið beðinn að
smíða orgel fyrir óbyggða kirkju
og vafðist það töluvert fyrir hon-
um. „Það er miklu skemmtilegra
ef maður getur séð fyrir sér rým-
ið og hvernig hljóðfærið mun
passa inn. Það er svo margt sem
taka þarf til athugunar og ef arki-
tektar kirknanna eru á lífi þá taka
þeir auðvitað virkan þátt í hönnun
orgelsins. Það getur stundum ver-
ið svolítið erfitt því þeir átta sig
ekki alltaf á því að maður er að
hanna hljóðfæri en ekki skúlptúr.“
Björgvin segist vera mjög
vandfýsinn á efni þegar kemur að
orgelsmíðinni og þarf hann að
flytja nánast allt inn sérstaklega.
„Mér finnst sárt að á landi eins og
Íslandi skuli ekki vera hægt að fá
rolluskinn í belgina. Ég er viss um
að íslenska sauðskinnið yrði mjög
fínt ef það væri rétt sútað.“ Björg-
vin hefur reynt að vekja athygli
hlutaðeigandi á þessu en fengið
dræm viðbrögð. „Ég er auðvitað
mjög vandlátur og þá er bara litið
á mann sem einhvern sérvitring
og vandræðagemling. Þegar ég
fer í timburverslanir er ég kann-
ski ekki tilbúinn til að taka efstu
spýtuna umsvifalaust heldur vil
ég fá að kíkja aðeins neðar í stafl-
ann. Þá verða sölumenn oft alveg
hundfúlir og vilja ekkert fyrir
mann gera.“
Vonar að sonurinn taki við
Þó að Björgvin sé eini pípuorg-
elsmiður landsins annar hann vel
eftirspurninni. „Í Þýskalandi er
einn pípuorgelsmiður á hverja
400 þúsund íbúa svo það er í raun
ekki þörf á nema einum hér á
landi. Ég er samt með aðstoðar-
mann sem heitir Jóhann Hallur
Jónsson og það má segja að hann
sé orðin útlærður orgelsmiður
eftir að hafa unnið með mér í 9
ár.“ Björgvini finnst mikilvægt að
kunnáttan haldist í landinu og er
þegar farinn að huga að sínum eft-
irmanni. „Yngsti sonur minn hef-
ur sýnt starfi mínu heilmikinn
áhuga og ég bind vonir við að
hann feti í fótspor föður síns. Það
er töluvert um að þetta starf
gangi í ættir og víða erlendis
starfa verkstæði innan sömu fjöl-
skyldunnar svo áratugum og jafn-
vel árhundruðum skiptir. En auð-
vitað skiptir öllu máli að áhuginn
sé fyrir hendi og ég veit að eldri
synir mínir tveir myndu aldrei
fara út í þetta.“ Þótt sonur Björg-
vins geti eflaust orðið fullnuma
hjá föður sínum óttast Björgvin
að hann fari á mis við mikið ef
hann ekki heldur utan til náms.
„Ég er þegar búinn að panta læri-
pláss fyrir hann hjá gamla meist-
aranum mínum í Þýskalandi,“
segir Björgvin, sem greinilega er
stoltur og ánægður með að sonur-
inn vilji feta þessa braut.
Fram undan hjá Björgvini er
smíði orgels fyrir Stokkseyrar-
kirkju sem vígja á á 110 ára af-
mæli Páls Ísólfssonar á næsta ári.
Páll var Stokkseyringur og því
vilja menn þar á bæ heiðra minn-
ingu hans með þessu móti. ■
16 2. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
BJÖRGVIN TÓMASSON
„Orgel eru auðvitað dýr hljóðfæri en þau endast líka lengi ef þau eru vel smíðuð. Ég vanda mjög til smíði minna hljóðfæra og er vandlát-
ur á það efni sem ég nota.“
Mikilvægt að halda
kunnáttunni í landinu
Björgvin Tómasson er eini pípuorgelsmiður landsins og eftir hann liggja 26 orgel í íslenskum kirkjum.
Hann hefur nýlokið við smíði á orgeli fyrir Laugarneskirkju og er það hans stærsta verkefni hingað til.
Það er töluvert
um að þetta starf gangi
í ættir og víða erlendis
starfa verkstæði innan
sömu fjölskyldunnar
svo áratugum og jafnvel
árhundruðum skiptir.
,,
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
KNICKERBOX
Kringlunni – Sími 533 4555
KNICKERBOX
Laugavegi 62 – Sími 551 5444
LOKAÐ Í DAG 2. JANÚAR.
ÚTSALAN BYRJAR
Á MORGUN
3. JANÚAR KL. 10:00
ALLT AÐ
70%
AFSLÁTTUR,
JÁ, ÞÚ LAST RÉTT, ALLT
AÐ 70% AFSLÁTTUR.
KNICKERBOX
Sendum í póstkröfu
. .
. . :
, ,
.