Fréttablaðið - 02.01.2003, Qupperneq 18
SÝNINGAR
22.15 Þýska kvikmyndin Halbe Trappe
eða Grill Point er sýnd hjá Film-
undi í Háskólabíói.
Samspil nefnist samsýning Bryndísar
Jónsdóttur, Ásu Ólafsdóttur, Kristínar
Geirsdóttur, Magdalenu Margrétar
Kjartansdóttur og Þorgerðar Sigurð-
ardóttur sem stendur yfir í Hafnarborg.
Sýningin stendur til 5. janúar.
Birgir Rafn Friðriksson heldur sýning-
una Án samhengis - allt að klámi í
Café Presto Hlíðasmára 15, Kópavogi.
Birgir sýnir 34 þurrpastelmyndir unnar
á árinu 2000. Sýningin stendur út janú-
ar 2003 og er opin á opnunartíma
Café Presto, 10-23 virka daga og 12-18
um helgar.
Sýning Kristjáns Jónssonar myndlist-
armanns stendur yfir í galleríi Sal á
Hverfisgötu 39. Þar sýnir Kristján, sem
nam grafík og málaralist í Barcelona,
um tuttugu málverk sem ýmist eru
unnin með blandaðri tækni eða olíulit-
um. Sýningin er opin daglega frá kl. 17
til 19.
Ingólfur Júlíusson ljósmyndari stend-
ur fyrir sýningunni Grænland - fjarri,
svo nærri í Reykjavíkurakademíunni,
4. hæð. Sýningin er opin virka daga
frá 9-17 og stendur til 31. janúar.
Sýning á útsaumuðum frummyndum
Elsu E. Guðjónsson úr bók hennar
Jólasveinarnir 13 stendur yfir í Bóka-
safni Kópavogs. Sýningin er opin á
opnunartíma safnsins og lýkur 6. janú-
ar.
Guðjón Ketilsson sýnir á myndvegg
skartgripaverslunarinnar Mariellu á
Skólavörðustíg 12. Sýningin stendur til
5. janúar.
Í hers höndum er yfirskrift á sýningu
sem stendur yfir í Borgarskjalasafni
Reykjavíkur, í Grófarhúsi, Tryggvagötu
15, 6. hæð. Sýningin er opin alla daga
klukkan 12-17 og stendur til 2. febrúar.
Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur
sýningu á verkum sínum í Kaffitári,
Bankastræti 8. Sýningin er opin frá 7.30
til 18.00 og stendur til 10. janúar.
Sýning á málverkum Aðalheiðar Val-
geirsdóttur stendur yfir í Hallgríms-
kirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru
málverk unnin á þessu ári sérstaklega
fyrir sýninguna í kirkjunni. Viðfangsefn-
ið er Lífið, tíminn og eilífðin. Sýningin
í Hallgrímskirkju er haldin í boði List-
vinafélags Hallgrímskirkju og stendur til
loka febrúarmánaðar.
Sýningin Þetta vilja börnin sjá er hald-
in í Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi. Sýndar verða myndskreytingar úr
nýútkomnum barnabókum. Sýningunni
lýkur 6. janúar 2003.
Hildur Margrétardóttir myndlistarkona
sýnir nokkur óhlutbundin málverk á
Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15.
janúar.
Sýningin Milli goðsagnar og veruleika
er í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin
kemur frá Ríkislistasafni Jórdaníu í
Amman og er ætlað að varpa ljósi á
heim araba.
Sýning á nokkrum verkum Guðmundar
Hannessonar ljósmyndara stendur
yfir í Gallerí Fold. Sýningin nefnist
Reykjavíkurminningar en myndirnar
tók Guðmundur um miðja síðustu öld í
Reykjavík.
Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í
Listasafni Reykjavíkur. Inga Svala fjall-
ar um og endurvekur draumsýnina um
hið fullkomna samfélag. Hún leggur
fram hugmynd að milljón manna borg-
arskipulagi í Borgarfirði og á norðan-
verðu Snæfellsnesi.
Hrafnhildur Arnardóttir sýnir „Shrine
of my Vanity“ sem útleggst á íslensku
„Helgidómur hégóma míns“ í Gallerí
Hlemmi. Leiðarstef sýningarinnar er
hið svokallaða IVD (intensive vanity
disorder) eða hégómaröskun en það
heilkenni verður æ algengara meðal
þeirra sem temja sér lífsstíl Vestur-
landabúa.
Kyrr birta - heilög birta er heitið á
sýningu sem stendur yfir í Listasafni
Kópavogs. Sýningarstjóri er Guðbergur
Bergsson.
Stærsta sýning á íslenskri samtíma-
list stendur yfir í Listasafni Íslands.
Sýnd eru verk eftir um 50 listamenn
sem fæddir eru eftir 1950 og spannar
sýningin árin 1980-2000.
Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn-
ingu sem Edward Fuglö heldur í Nor-
ræna húsinu.
Flökt - Ambulatory - Wandelgang er
samsýning Magnúsar Pálssonar, Erics
Andersens og Wolfgangs Müllers í
Nýlistasafninu.
Ágústa Oddsdóttir sýnir í gluggum
Vatnsstígs 10.
Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð-
menningarhúsinu. Sýningin er á veg-
um Stofnunar Árna Magnússonar. Opið
er frá klukkan 11 til 17.
Árný Birna Hilmarsdóttir heldur sýn-
ingu á íslensku landslagi unnið í gler í
Galleríi Halla rakara, Strandgötu 39,
gegnt Hafnarborg.
Sýning á bútasaumsverkum eftir 10
konur stendur nú yfir í Garðabergi, fé-
lagsmiðstöð eldri borgara að Garða-
torgi 7 í Garðabæ. Sýningarnar verða
opnar alla daga nema sunnudaga frá
kl. 13 til 17.
Ýmsir listamenn halda sýningu í gallerí
i8, Klapparstíg 33. Meðal annars eru
verk eftir Eggert Pétursson, Rögnu Ró-
bertsdóttur, Þór Vigfússon, Kristján
Guðmundsson, Sigurð Guðmunds-
son, Roni Horn, Hrein Friðfinnsson,
Georg Guðna og Tony Cragg til sýnis
og sölu. Opið er fimmtudaga og föstu-
daga frá kl. 11-18 og laugardaga frá
kl.13 til 17 eða eftir samkomulagi.
Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros
Misokilis sýna ljósmyndir sínar á Kaffi
Mokka. Sýningin heitir „Orbital Reflect-
ions“. Allir eru velkomnir.
18 2. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
MYNDLIST Á Café Presto í Kópa-
vogi stendur nú yfir sýning á
verkum Birgis Rafn Friðriksson-
ar myndlistarmanns. Sýningin ber
yfirskriftina Án samhengis – allt
að klámi. Þar sýnir Birgir 34
þurrpastelmyndir unnar á árinu
2000.
Birgir er barnfæddur Akur-
eyringur en hélt að loknu stúd-
entsprófi til Suður-Frakklands að
nema myndlist og frönsku. Vetur-
inn 1995-6 sótti hann námskeið við
Myndlistaskólann á Akureyri, en
á haustönn 1999 fór hann í náms-
dvöl til Lahti í Finnlandi. Hann er
með vinnustofuna Helgidómurinn
sem nú er staðsett í Nethyl í
Reykjavík. „Yfirskrift sýningar-
innar tengist markaðshyggjulög-
málum eða að-svo-virðist-lögmál-
um markaðarins. Fólk virðist eiga
betra með að lesa og skilja ritað
mál en að lesa og skilja myndmál
og með því að nota texta með
myndunum, ásamt blessuðu
skammdeginu, var ég að vonast til
að ná upp magnaðri stemningu, já-
kvæðri, slakandi og vongóðri,“
segir hann og vonast til að örlítill
texti geti komið fólki í rétt skap.
„Ég er að vona að fólk nenni að
lesa það sem ég skrifaði, því öllum
liggur á í dag. Það er allt gert í
flýti, að fara á kaffihús, slaka á,
drekka kaffi eða öl, kyngja af
áfergju, borga og hlaupa svo í
burtu til að geta flýtt sér eitthvert
annað. En myndlistin gerir víst
flest annað en að flýta sér, og hún
gerir ekki neitt fyrir neinn sem
gefur henni ekki tíma.“
Birgir Rafn hefur haldið fjölda
sýninga, bæði einn og með öðrum.
Sýningin á Presto stendur út janú-
ar 2003 og er opin á opnunartíma
Café Presto, 10-23 virka daga og
12-18 um helgar. ■
Birgir Rafn sýnir á Café Presto:
Myndlist gerir allt
annað en að flýta sér
BIRGIR RAFN FRIÐRIKSSON ÁSAMT
DÓTTUR SINNI ELENU ELÍSBETU
Birgir vonast til að fólk gefi sér tíma til
að staldra við og njóta listarinnar.
FIMMTUDAGUR
2. JANÚAR
hvað?
hvar?
hvenær?
Þýskur framhjáhaldsspuni
Film-undur frumsýnir þýsku gamanmyndina Halbe Treppe, eða
Grill Point, í dag. Myndin segir frá grátbroslegum hremmingum
tvennra hjóna sem vinna sig út úr framhjáhaldi.
KVIKMYNDIR Film-undur frum-
sýnir í dag þýsku myndina Hal-
be Treppe, sem hefur verið að
gera það gott úti um allan heim
undanfarið. Myndin sigraði á
kvikmyndahátíðinni í Berlín í
byrjun ársins og leikstjórinn
Andreas Dresen hefur fengið
tilnefningu til Evrópsku kvik-
myndaverðlaunanna. Framleið-
andi myndarinnar, Peter
Rommel, er Íslendingum að
góðu kunnur en hann fram-
leiddi síðustu þrjár myndir
Friðriks Þórs Friðrikssonar og
dreifði þeim í Þýskalandi.
Rommel og Dresen ákváðu að
fara óhefðbundnar leiðir við
gerð myndarinnar og höfðu alla
yfirbyggingu eins litla og
mögulegt var. „Ég var orðinn
leiður á að gera myndir með 30-
50 manna áhöfn, þar sem hver
þvælist fyrir öðrum og það er
ekki þverfótandi fyrir tækni-
drasli,“ segir Dresen. „Þegar
framleiðslan er svona stór í
sniðum víkur sköpunargleðin
oft fyrir praktískum þáttum
eins og matartímum, ónæði frá
stéttarfélögum, framleiðend-
um og fleirum. Við vorum bara
tólf sem unnum við myndina.
Við bjuggum saman í þrjá mán-
uði og vorum öll á sömu laun-
um, þannig að þetta var mjög
demókratísk kvikmyndagerð.“
Myndin segir frá tvennum
hjónum á miðjum aldri sem
verða að endurmeta líf sitt eft-
ir að upp kemst um framhjá-
hald innan hópsins. Leikararnir
höfðu ekkert handrit til að
styðjast við. Þeir sköpuðu per-
sónur sínar í samráði við
Dresen og síðan voru þær að-
stæður sem persónurnar lenda
í ræddar lauslega og síðan tók
spuninn við, þannig að framan
af hafði engin hugmynd um
hvernig flækjan yrði leyst.
Dresen segir þetta hafa verið
afskaplega ánægjulega vinnu
þó þetta hafi vissulega tekið á
taugarnar. „Ég held þó að ég
vilji ekki gera þetta aftur, þó
þetta hafi verið góð reynsla.
Það er ekki gott að endurtaka
sig enda getur maður ekki orð-
ið ástfanginn aftur nema að
finna nýja ást og aðrar leiðir.
Dresen segir velgengni
myndarinnar hafa komið að-
standendum hennar á óvart.
„Við tókum einn dag í einu og
einbeittum okkur bara að því
að gera góða mynd og að tökum
loknum vorum við ánægð með
það sem við höfðum gert, það
skiptir ekki síður máli en við-
tökur áhorfenda.“ ■
GRIPIN GLÓÐVOLG
Chris og Ellen þurfa að endurmeta stöðu sína í lífinu eftir að þau eru gripin glóðvolg í
baðinu. Leikararnir höfðu ekkert handrit til að styðjast við og atburðarásin var keyrð
áfram á spuna þannig að á tímabili vissi enginn hverjar málalyktir yrðu.
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga.
Stórútsalan
hefst í dag kl. 9
Yfirhafnir í úrvali
20-50%
afsláttur
Fyrstir koma,
fyrstir fá
Allt á að seljast