Fréttablaðið - 02.01.2003, Page 19
jarnám
fyrir þig
Fjarn
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500
www.ir.is • ir@ir.is
ÁFANGAR Í BOÐI:
Upplýsinga- og fjölmiðlabraut
Félagslegt og sögulegt samhengi grafískra miðla
(MHS103)
Kynning á sögu grafískra miðla frá upphafi til
ljósmyndunar og prentunar í samtímanum.
Inngangur að fjölmiðlun (FJÖ103)
Fjallað er um prent-, ljósvaka- og netmiðla í sögulegu
og fræðilegu ljósi. Fréttaflutningur er skoðaður
sérstaklega.
Hljóðtækni (HLT101)
Kennd er notkun hljóðvinnsluforrits, klipping hljóðs,
breytingar og samsetning.
Inngangur að forritun (TÖL103)
Í áfanganum munu nemendur fá undirstöðuþjálfun í
forritun í hlutbundnu forritunarmáli.
Markviss tölvunotkun (MTN103)
Kennt er að nota tölvu á markvissan og nytsaman hátt,
einnig notkun netsins og notkun samskiptaforrita.
Myndgreining, týpógrafía
og grafísk hönnun (MTG103)
Kennd er leturfræði og leturnotkun og nemendur
spreyta sig á áhugaverðum hönnunarverkefnum.
Myndvinnsla og margmiðlun (MOM103)
Hér er sýnt hvernig samþætting forms, myndar, leturs
og hljóðs í nýjum miðlum er undirbúið og skipulagt.
Rekstrartækni
og gæðastjórnun (ROG102)
Fjallar m.a. um rekstrarumhverfi fyrirtækja,
stefnumörkun, gæðastjórnun, markaðsstarf og mannleg
samskipti.
Texti og textameðferð (TEX102)
Í áfanganum er fjallað um textaskrif fyrir ólíka
fjölmiðla. Farið er í grunneiningar texta og byggingu
hans.
Vefsíðugerð, myndvinnsla
og myndbandagerð (VMM103)
Kennd eru grunnatriði í vefsíðugerð og tekist á við
undirstöðuatriði í vefsíðukóða, myndvinnslu og
hreyfi- og stuttmyndagerð.
Efnis- og pappírsfræði (EPP102)
Hér eru skoðaðar mismunandi gerðir og eiginleikar
pappírs í texta, myndir, auglýsingar o.fl. Kynnt er
framleiðsla, innkaup, meðferð, geymsla og
endurvinnsla á pappír.
Ljós og litafræði (LLF102)
Fjallað er um ljósnæmni með taugaboðum í auganu,
með ljósnæmum söltum í ljósmyndafilmu og með
kristöllum í CCD-fylkjum í rafeindasjám.
Iðngreinafræði og starfskynning (IOS104)
Hér er fjallað um störf og starfsumhverfi í upplýsinga-
og fjölmiðlagreinum.
Tölvubraut
Tölvugrunnur (TÖL132)
Hlutverk og virkni helstu hluta tölvubúnaðar.
Grunnatriði stýrikerfanna Windows, Dos og Unix.
Grunnáfangi í tölvutækni (TÆK102)
Farið er í grunneiningar tölvunnar: bita og bæti,
talnakerfi og flutning á milli þeirra, útreikninga og
ýmsa tvítölukóða.
Grunnáfangi í tölvufræði (TÖL102)
Kennd eru undirstöðuatriði í Windows stýrikerfinu,
ritvinnslu í Word og töflureikninum Excel.
Framhaldsáfangi í EXCEL (TÖL212)
Notkun EXCEL við áætlanagerð og stjórnun fjármála.
Heimasíðugerð (HTM102)
Grunnáfangi í heimasíðugerð og mikilvæg
undirstaða undir alla vefforritun. Áhersla á HTML
og grunnþætti þess.
Framsetning og hönnun (FSH112)
Kennd eru undirstöðuatriði skönnunar og vinnslu
mynda í forritinu Photoshop.
Rekstrartækni og gæðastjórnun (ROG102)
Fjallar m.a. um rekstrarumhverfi fyrirtækja,
stefnumörkun, gæðastjórnun, markaðsstarf og mannleg
samskipti.
Gagnasafnsfræði (GSF102)
Grunnáfangi á tölvubraut. Kennt um venslaða
gagnagrunna og smíði þeirra. Algengustu skipanir í
fyrirspurnamálinu SQL.
Inngangur að forritun (FOR103)
Helstu þættir í sögu og þróun nútímaforritunar.
Undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundnu
forritunarmáli.
Forritun í Java (FKH224)
Kennd undirstöðuatriði í forritunarmálinu Java.
Rafiðnarsvið
Rafmagnsfræði (RAF304)
Fyrir nema í rafvirkjun og rafvélavirkjun.
Undirstöðuþættir rafmagnsfræði og uppbygging
algengustu mælitækja í iðninni.
Reglugerðir (RER101)
Nemendur kynnast reglugerð um raforkuvirki og
hvernig ákvæðum reglugerðar um öryggisþætti er
framfylgt við verklegar framkvæmdir.
Raflagnateikning (RLT102)
Fyrsti áfanginn af þremur í raflagnateikningum fyrir
rafvirkja.
Segulliðastýringar (STÝ104)
Fjallað er um uppbyggingu og virkni segulliða og
fylgihluta þeirra, tákn og merkingar samkvæmt
stöðlum.
Loftstýringar (STÝ202)
Farið er yfir helstu íhluti loftstýrikerfa, búnað sem
notaður er í loftstýringum og virkni hans.
Rafeindafræði (REF233)
Fyrir nema í rafeindavirkjun. Einnig kjörin leið til
upprifjunar eða endurmenntunar á þessu sviði.
Rökrásir 1 (RÖK113)
Fyrir nema í rafeindavirkjun og alla sem áhuga hafa á
undirstöðugreinum rafeinda-, tölvu- og starfrænnar
fjarskiptatækni.
fyrir þig
Innritað verður til 4. janúar.
Kennsla hefst 17. janúar. Verð á einingu
er 5.200 kr. fyrir fyrstu þrjár einingarnar,
5.000 kr. fyrir fjórðu til níundu einingu og
síðan 4.500 kr. fyrir hverja einingu.
Nánari upplýsingar á vef skólans.
Kennsla einstakra áfanga er með fyrirvara
um þátttöku.
Innritun með tölvupósti: fjarnam@ir.is
Nánari upplýsingar á vef skólans.
FIMMTUDAGUR 2. janúar 2003
KVIKMYNDIR Ástralska söngkonan
íðilfagra Natalie Imbruglia er bú-
in að kaupa sér nýtt hús í
Hollywood sem talið er að kosti
rúmar 180 milljónir króna.
Imbruglia mun búa í húsinu, sem
hefur að geyma fimm svefnher-
bergi, á meðan hún reynir að
hasla sér völl sem leikkona í kvik-
myndaborginni.
Frumraun Imbruglia í
Hollywood verður í gamanmynd-
inni „Johnny English“ sem kemur
í bandarísk kvikmyndahús í mars.
Mótleikarar hennar verða ekki af
verri endanum, eða þeir Rowan
Atkinson og John Malkovich. ■
Natalie Imbruglia:
Keypti
sér rán-
dýrt hús
IMBRUGLIA
Ætlar að meika það í Hollywood.
KVIKMYNDIR Kvikmyndafyrirtækin
í Hollywood keppast nú um að
gefa út stórmyndir fyrir lok árs-
ins til þess að eiga möguleika á
Óskarsverðlaunatilnefningu eftir
áramót. Samkvæmt nýjum regl-
um Óskarsakademíunnar geta að-
eins þær myndir sem voru frum-
sýndar í bíó árið 2002 átt von á til-
nefningu til verðlaunanna. Það
verður svo gert opinbert 11. febr-
úar hvaða myndir muni keppa um
stytturnar við athöfnina þann 23.
mars á næsta ári.
Á meðal kvikmynda sem voru
frumsýndar í Bandaríkjunum um
helgina var söngleikjamyndin
„Chicago“ með þeim Catherine
Zeta Jones, Richard Gere og
Reneé Zellweger í aðalhlutverk-
um. Myndin hefur hlotið lof gagn-
rýnenda og hefur þegar verið til-
nefnd til átta Golden Globe-verð-
launa sem yfirleitt er vísbending
um velgengni á Óskarsverðlauna-
hátíðinni.
Kvikmyndin „The Hours“, sem
gerð er eftir Pulitzer-verðlauna-
bók um ævi og störf Virginu
Woolf, var einnig frumsýnd í vik-
unni. Með aðalhlutverk í þeirri
mynd fara Meryl Streep, Nicole
Kidman og Julianne Moore.
Nýjasta mynd pólska leikstjór-
ans Roman Polanski, „The Pian-
ist“, var einnig frumsýnd. Hún
segir frá tónlistarmanni á tímum
seinni heimstyrjaldarinnar sem
nær að flýja útrýmingarbúðir
nasista. Myndin vann gull-
pálmann á Cannes-kvikmyndahá-
tíðinni síðasta vor.
Þessar myndir, ásamt „The
Two Towers“, eru taldar sigur-
stranglegar í Óskarsverðlauna-
baráttunni næsta vor. ■
Hollywood hitnar:
Óskarsverð-
launaslagurinn
er hafinn
CHICAGO
Hér sést leikkonan Reneé Zellweger í hlutverki sínu í söngleikjamyndinni „Chicago“.
Hún er talin líkleg til stórræða á næstu Óskarsverðlaunaafhendingu.
KVIKMYNDIR Patrick Stewart, sem
fer með hlutverk höfuðsmanns-
ins Jean-Luc Picard í Star Trek-
kvikmyndunum, segist hafa
brostið í grát við tökur á lokaat-
riðunum fyrir nýjustu myndina,
Star Trek: Nemesis, sem jafn-
framt er sú tíunda í röðinni.
Stewart, sem er 62 ára, segist
hafa orðið svo tilfinningaríkur
vegna þess að myndin gæti hugs-
anlega orðið sú síðasta í bálkin-
um. „Mér leið eins og asna en til-
finningarnar báru mig ofurliði.
Að kveðja þegar við vorum að
klára myndina var hreinasta kvöl
fyrir mig.“ ■
Patrick Stewart:
Grét við
tökur
á Star Trek
STEWART OG SPINER
Leikararnir Patrick Stewart, til vinstri, og
Brent Spiner, sem leikur vélmennið Comm-
ander Data, voru glaðir í bragði þegar Star
Trek: Nemesis var kynnt í Þýskalandi.