Fréttablaðið - 02.01.2003, Qupperneq 20
20 2. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
LIKE MIKE kl. 2 og 4 JAMES BONDkl. 2, 5, 6.30, 8, 10 og 11.30
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og 11.30
Sýnd í lúxus kl. 3, 7 og 10.30
Forsýnd kl. 10.10GRILL POINT
THE GREAT DICTATOR kl. 8
HARRY POTTER m/ísl. tali kl. 2 og 5
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10
GULL PLÁNETAN kl. 1.45 og 3.45 VIT498 LILO OG STITCH m/ísl.tal kl. 2
VIT
429
SANTA CLAUS 1.40, 3.40, 5.50 og 8 VIT485
HARRY POTTER m/ísl.tal kl. 2, 5 og 8 VIT493
HARRY POTTER kl. 6 og 9.15 VIT468
GOSTSHIP kl. 10.10 VIT487
kl. 2, 4 og 6GULLPLÁNETAN m/ísl. tali
kl. 8 og 10.05HAFIÐ
kl. 2SANTA CLAUSE 2
kl. 4HARRY POTTER
kl. 8.10 og 10.10HLEMMUR
Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10 VIT 496
Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT 497
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 VIT 468
Sýnd kl. 2, 4 og 8 m/ísl. tali VIT 493
Breskir fjölmiðlar gera mikið úrþví þessa dagana að rithöfund-
urinn J.K. Rowling þéni meira á
ári hverju en Bretlandsdrottning.
Tekjur hennar á árinu voru reynd-
ar eins og sexföld laun Breta-
drottningar. Rowling á að hafa náð
að safna um 48 milljónum punda
(6,3 milljarðar ísl. kr.) í sparibauk-
inn þetta árið. Harry Potter-bæk-
urnar rokseldust, auk þess sem
hún fær væna prósentu af gróða
kvikmyndanna.
Kvikmyndin „The Two Towers“,sem valin var mynd ársins í
ársuppgjöri Fréttablaðsins fyrir
2002, átti næst-
bestu opnunar-
helgi kvikmyndar
hér á landi. Rúm-
lega 19 þúsund
manns sáu mynd-
ina á fyrstu þrem-
ur sýningardögun-
um. 30 þúsund
manns höfðu séð
myndina eftir fyrstu 5 dagana.
Talsmenn Skífunnar segjast von-
góðir um að selja yfir 100 þúsund
miða á myndina. Myndin er nú í
10. sæti yfir bestu myndir allra
tíma á Internet movie database
(imdb.com).
Ástarlíf leikkonunnar DemiMoore er greinilega umtalað
þessa daganna. Ekki er nóg með
að hún hafi verið
orðuð við sjálfan
Bill Clinton á dög-
unum því nú er
hún sögð vera ást-
kona kóngulóar-
mannsins Toby
Maguire. Moore,
sem er fjörutíu
ára, er sögð hafa
komist í kynni við Maguire í gegn-
um sameiginlegan vin þeirra, Le-
onardo DiCaprio. Hann er sjálfur
sagður vera fyrrum ástmaður
leikkonunnar. Það er því deginum
ljósara að það eru ekki aðeins
miðaldra Hollywood-menn sem
geta heillað yngri leikkonur upp
úr skónum.
TÓNLIST Á þessu ári eigum við eftir
að sjá margar gamlar erlendar
hetjur punga út nýjum plötum.
Spenntastir bíða rokkunnendur
líklegast eftir nýrri breiðskífu
Radiohead. Sveitin hefur víst fært
sig nær þeirri stefnu sem ein-
kenndi „OK Computer“.
Metallica skilar sinni fyrstu
breiðskífu eftir fráhvarf bassa-
leikarans Jason Newsted. Upptök-
ur hafa staðið yfir á annað ár og
meðal annars fékk Sigur Rós
skeyti frá sveitinni þar sem þakk-
að var fyrir innblástur. Talað er
um að upptökustjórinn Bob Rock,
sem gerði „svörtu plötuna“ með
sveitinni, plokki bassann.
Hljómsveitin The Cure ætlar
að hefja upptökur á nýrri plötu í
apríl. Upptökustjórinn Ross
Robinson, sem gerði síðustu plötu
At the Drive-in og tvær fyrstu
plötur Korn, er að vinna nýju plöt-
una með þeim. Blur gefur út sína
umtöluðu plötu þar sem Fatboy
Slim stjórnar upptökum. Gítar-
leikarinn Graham Coxon kemur
aðeins lítillega við sögu.
Íslandsvinurinn Nick Cave gef-
ur út plötuna „Nocturama“ í febr-
úar. New York-rokkararnir The
White Stripes og The Strokes gera
sig klára fyrir aðra lotu og sveitin
Yeah Yeah Yeahs slæst í hópinn.
Af öðrum merkum útgáfum á ár-
inu má nefna nýjar plötur frá
Aliciu Keys, The Vines (þar sem
goðsögnin Phil Spector stjórnar
upptökum), Massive Attack, The
Prodigy, Portishead, Deftones, U2,
The Mars Volta, The Dandy War-
hols, The Who, Ash, Britney
Spears, Slipknot, The Cardigans,
Saint Etienne, Swan (ný sveit
Billy Corgan), Folk Implosion,
The Strokes, Starsailor, The
Streets, Grandaddy, Turin Brakes,
Ryan Adams, Mogwai, Guns ’N’
Roses, Zack de la Rocha, Asian
Dub Foundation, Beyoncé Know-
les, Snoop Dogg, Creed, Placebo,
50 Cent og vonandi Lauryn Hill.
Íslenska vorútgáfan í ár verður
óvenju blómleg. Á fyrstu fimm
mánuðum ársins má búast við nýj-
um plötum frá Botnleðju (febrú-
ar/mars), Maus (mars/apríl), The
Funerals (mars/apríl), Daníel
Ágústi, Desidíu (mars/apríl), Ein-
ari Erni (mars/apríl), Jagúar,
Kimono og Bang Gang. Aðrir sem
vitað er um í plötusmíðum eru
Mínus, 200 þúsund naglbítar,
Slowblow, Dr. Gunni, Emilíana
Torrini, Lúna, Heiða, Hafdís Huld
og Sálin hans Jóns míns, sem ætl-
ar að gefa út tónleika sína með
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Allar líkur eru svo á því að Vín-
yll, Trabant, Egill Sæbjörnsson og
Bubbi sláist í útgáfuhópinn.
biggi@frettabladid.is
FRÉTTIR AF FÓLKI
Hvernig verður
tónlistarárið 2003?
Árið 2002 var gott tónlistarár. Rokkið sneri aftur, R&B senan varð metnaðar-
fyllri og hiphoppið varð mannúðlegra á meðan erlend elektróník olli vonbrigð-
um. Við hverju getum við búist af tónlistarárinu 2003?
RADIOHEAD
Nýja platan ætti að skila sér í plötubúðirnar fyrir sumarið. Liðsmenn hafa víst endurupp-
götvað gítarinn og var platan hljóðrituð á mettíma í Los Angeles í haust.
KVIKMYNDIR Önnur kvikmyndin í
„The Lord of the Rings“-þríleikn-
um hefur tekið inn yfir 200 millj-
ónir dollara síðan hún var frum-
sýnd í Norður-Ameríku, eða um
16 milljarða króna.
Náði hún markinu á aðeins 12
dögum og er þar með ein þeirra
kvikmynda sem fljótastar hafa
verið að ná 200 milljónunum.
Fyrsta myndin í þríleiknum, sem
kom út fyrir síðustu jó,l var einni
viku lengur að ná markmiðinu.
Talið er að „The Lord of the
Rings: The Two Towers“ hafi tek-
ið inn um 400 milljónir dollara á
heimsvísu síðan hún var frum-
sýnd, eða um 32 milljarða króna.
Tvær kvikmyndir með Leon-
ardo DiCaprio eru á lista yfir
fimm aðsóknarmestu myndir síð-
ustu helgar í Bandaríkjunum.
„Catch Me if You Can“ í leikstjórn
Steven Spielberg náði öðru sæt-
inu og „Gangs of New York“ í
leikstjórn Martin Scorsese sat í
fimmta sæti. ■
The Lord of the Rings:
The Two Towers:
32 millj-
arðar á
heimsvísu
TWO TOWERS
Atriði úr nýjustu myndinni í „The Lord of the Rings“-þríleiknum. Hún virðist ætla að verða vinsælli en fyrirrennari sinn.
JUSTIN TIMBERLAKE
Ef einhverjir áhorfendur MTV-
sjónvarpsstöðvarinnar eru orðnir leiðir á
honum núna, bíðið þá bara. Sjónvarps-
stöðin ætlar að þrengja spilunarlista sína
og fjölga spilunum á vinsælustu lögunum.
Myndin er tekin af næstu forsíðu tímarits-
ins Rolling Stone.
Sjónvarpsstöðin MTV:
Þrengir
spilunarlista
sína
SJÓNVARP Tónlistarsjónvarpsstöðin
MTV hefur ákveðið að þrengja spil-
unarlista sína. Þetta þýðir að enn
færri myndbönd komast í spilun og
lög vinsældalistanna fá aukið pláss.
Lög tónlistarmanna á borð við
Jennifer Lopez, Eminem, Justin
Timberlake, Britney Spears og
Christina Aguilera verða því, ótrú-
legt en satt, spiluð enn oftar en þau
eru núna.
Aðeins tíu myndbönd komast á
svokallaðan „a-lista“ og verða þau
lög leikin minnst sex sinnum hvert
á hverjum virkum degi. Á fyrstu
útgáfuviku sinni verða lögin leikin
allt að 50 sinnum. Talsmenn stöðv-
arinnar segja að þannig vilji þeir
tryggja nýjum listamönnum góða
kynningu sem ætti að skila sér í
aukinni plötusölu.
Samtök listamanna mótmæla
þessu harðlega þar sem mikið hafði
verið kvartað nú þegar yfir þröng-
um spilunarlistum sjónvarpsstöðv-
arinnar. Þeir listamenn sem komast
ekki í dagspilun á MTV-sjónvarps-
stöðvunum tveimur í Bandaríkjun-
um eiga litla sem enga möguleika á
að selja mikið magn platna, enda
hefur kynning laga gegnum mynd-
bönd gífurleg áhrif á plötusölu. ■
NICOLE KIDMAN
Segist hafa unnið að kvikmyndinni „The
Hours“ í miðju þunglyndi eftir skilnað sinn
við Tom Cruise. Hún segist aldrei hafa get-
að ímyndað sér að myndin myndi vekja
jafn mikla athygli og raun ber vitni. Kid-
man leikur rithöfundinn Virginiu Woolf í
myndinni og er orðuð við tilnefningu til
Óskarsverðlauna.