Fréttablaðið - 02.01.2003, Side 28

Fréttablaðið - 02.01.2003, Side 28
28 2. janúar 2003 FIMMTUDAGUR KALT Í KANADA Sveitasöngkonan Shania Twain veifar hér til áhorfenda þegar hún flutti lag í hálfleik á Grey Cup-leiknum í Kanada. Kalt er í veðri þar og þurfti söngkonan að klæðast úlpu og húfu til að verjast frostinu. Pondus eftir Frode Øverli BeeeRRR- rassaður!! Þetta hlýturað vera martröð! Ég las að Gene Simmons í Kiss hafi neglt 3000 gellur! Og? Þá ætti ég að fara létt með að negla EINA! Ahh, augun! Ég er BLINDUR... BLINDUR... Eins og leður- blaka! VALANCE Holly Valance mátar dýrindis hálsmen. Hún sló fyrst í gegn í áströlsku sjónvarps- þáttunum Nágrönnum. Holly Valance: Opnaði Harrods- útsöluna TÓNLIST Söngkonan Holly Valance opnaði dyrnar að Harrods-versl- uninni í Lundúnum á dögunum við upphaf hinnar árlegu vetrar- útsölu verslunarinnar. Eigand- inn sjálfur, Mohammed Al Fayed, var poppgyðjunni ungu til halds og trausts við athöfn- ina. Rúmlega 700 manns biðu ólmir fyrir utan verslunina áður en klukkan sló 9. Höfðu ein- hverjir þeirra eytt þremur nótt- um fyrir framan búðina til að næla sér í hinar ýmsu vörur á gjafverði. ■ Íbúar í Póllandi biðla til stjórnvalda: Æskuheimili páfa í niðurníðslu PÁFI Æskuheimili Jóhannesar Páls páfa II er í niðurníðslu og þarf nauðsynlega á viðgerð að halda sem allra fyrst, segir einn af íbúum þess. Dorota Bielatowicz, sem búið hefur á jarðhæð hússins um árabil, segir að þakið sé að bresta og að veggirnir séu sprungnir og farnir að fúna. „Húsið þarf nauðsynlega á við- gerð að halda en stjórnvöld hafa ekki efni á því,“ sagði Bielatowicz og bætti því við að húsráðendur væru að íhuga að bjóða rómversk-kaþólsku kirkj- unni húsið til sölu. Kirkjan gæti þá nýtt það undir safn. Þegar Jóhannes Páll páfi II var átján ára flutti hann úr heimabæ sínum Wadowice í íbúðina, sem stendur við Tyn- iceka-götu, svo hann gæti lagt stund á pólskar bókmenntir við Jagielloninan-háskólann. Þegar faðir hans dó árið 1941 fluttist fjölskylda hans aftur til Wadowice en Jóhannes Páll varð eftir í íbúðinni. Hann hélt áfram námi sínu þrátt fyrir að Þjóðverjar hefðu bannað það þegar þeir hertóku landið. Páfi heimsótti æskustöðv- arnar í ágúst og afhenti yngsti sonur Dorotu Bielatowicz hon- um blómvönd í tilefni þess. Hún segist hafa vonast til að heim- sókn páfa yrði til þess að stjórnvöld sæju að sér og bættu húsið. „Það var mikið umstang í kringum heimsókn hans hingað en það var ekkert lagt í húsið,“ sagði Dorota Bielatowicz. ■ JÓHANNES PÁLL PÁFI Heimsótti æskustöðvar sínar í ágúst síðastliðnum. Að sögn íbúa hússins er það að liðast í sundur. MORGAN FREEMAN Nelson Mandela var fangelsaður fyrir skoðanir sínar í 27 ár. Morgan Freeman: Leikur Nel- son Mandela KVIKMYNDIR Bandaríski kvik- myndaleikarinn Morgan Freeman hefur tekið að sér að leika Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, í kvikmynd sem byggð er á sjálfsævisögu hans. Myndin mun heita „Long Walk to Freedom“ eins og bókin. Leik- stjóri myndarinnar verður Shekh- ar Kapur, sem gerði síðast kvik- myndina „The Four Feathers“. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.