Fréttablaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 4
4 13. desember 2002 FÖSTUDAGURKJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Kaupirðu bækur fyrir jólin?
Spurning dagsins í dag:
Ætti Reykjavíkurborg að vera heimilt að
selja 45% hlut sinn í Landsvirkjun á al-
mennum markaði?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
40%Nei
60%
BÓKAORMAR
Meirihluti gesta á
frett.is ætlar að
kaupa bækur fyrir
jólin.
Já
Ágeng og
grípandi
Mamma er einlæg
og áleitin skáldsaga
þar sem sambandi
móður og dóttur
er lýst á einstakan
hátt – af næmi
og innsæi.
DÓMSMÁL Erpur Eyvindarson,
rappari í hljómsveitinni XXX
Rottweilerhundum, var í gær
dæmdur ásamt tveimur félögum
sínum fyrir að smána Bandaríkin.
Það gerðu þeir í fyrrasumar með
því að varpa bensínsprengju á
sendiráð Bandaríkjanna við Lauf-
ásveg.
Félagi Erps útbjó sprengjuna
og kastaði henni í sendiráðið. Erp-
ur og annar maður voru í för með
sprengjumanninum.
Samtals eiga þeir að greiða
1.390 þúsund krónur í sektir og
málskostnað.
Hæstiréttur sagði árás þre-
menninganna gegn framhlið
bandaríska sendiráðsins með
bensínsprengju, sem fremur
virtist hafa verið ætlað að skilja
eftir sig ummerki en valda veru-
legum spjöllum, „til þess fallna að
smána Bandaríkin, þjóðina sjálfa
eða ráðamenn hennar,“ enda hafi
sprengjan lent „á veggnum, ör-
skammt frá skjaldarmerki og
þjóðfána Bandaríkjanna“.
Hæstiréttur sneri með dómi
sínum niðurstöðu sem Héraðs-
dómur Reykjavíkur hafði komist
að um að sýkna bæri þremenning-
ana. ■
ERPUR EYVINDARSON
Einn vinsælasti rappari landsins þarf að
borga 420 þúsund í sektir og málskostnað
fyrir að taka þátt á bensínsprengjuárás á
bandaríska sendiráðið.
Rappari í Rottweiler sekur fundinn í Hæstarétti:
Smánaði Bandaríkin
með bensínsprengju
Kauphöll Íslands:
Aðeins ein
nýskráning
VIÐSKIPTI Ein nýskráning var í
Kauphöll Íslands það sem af er
ári. Ekki lítur út fyrir að þær
verði fleiri. Árið 2000 voru ný-
skráningar tíu talsins. Ári síðar
voru þær þrjár. Þessi fækkun er
í samræmi við rólegri tíma á
hlutabréfamarkaði. Fram til árs-
ins 2001 ríkti bjartsýni á mark-
aði og eftirspurn var eftir nýjum
félögum á markaði. Í niður-
sveiflunni urðu viðskipti með
minni félög fremur lítil og verð-
myndun þeirra á markaði óskil-
virk. ■
BAGDAD, AP Stjórnvöld í Írak segja
ásakanir um að Írak hafi útvegað
hryðjuverkasamtökunum al
Kaída taugagas vera „fáránleg-
ar“. Bandaríska dagblaðið Wash-
ington Post hélt því fram í gær að
samtökin Asbat al-Ansar, sem
eru tengd al Kaída, hafi fengið
taugagas í Írak og smyglað því úr
landi í gegnum Tyrkland.
„Við erum vanir að heyra
svona frásagnir frá óvinum
Íraks, frá CIA, MI6 og Mossad,“
sagði Hossam Mohammad Amin
hershöfðingi, en hann nefndi
leyniþjónustur Bandaríkjanna,
Bretlands og Ísraels.
Háttsettur bandarískur emb-
ættismaður, ónafngreindur, hélt
því fram við bandarísku frétta-
stofuna AP að bandaríska leyni-
þjónustan hefði undir höndum
upplýsingar um að íslamskir
öfgamenn, sem tengjast al Kaída,
gætu hafa fengið eiturefni frá
Írak. Hann sagði hins vegar að
þessar upplýsingar væru óstað-
festar og ekki væri vitað hvort
um taugagas væri að ræða né
heldur hvort öfgamennirnir
væru í einhverjum tengslum við
stjórn Saddams Husseins. ■
Írakar sagðir hafa útvegað al Kaída taugagas:
Írakar segja ásakanirnar „fáránlegar“
ÍRASKIR MÁLMSMIÐIR AÐ STÖRFUM
Vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna skoðaði þessa verksmiðju í gær.
AP
/J
AS
SI
M
M
O
H
AM
M
ED
Selfoss:
Álfaþjófur
fundinn
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi
upplýsti í fyrradag stórfelldan
þjófnað á álfum og öðru garða-
skrauti. Fjöldinn allur af kærum
hafði borist frá fólki sem saknaði
skrautmuna úr görðum sínum. Eft-
ir ítarlega rannsókn komst lögregl-
an á spor álfaþjófs sem reyndist
vera aðkomumaður sem um tíma
hafði búið á staðnum. Sá fingra-
langi hafði leigt sér herberbergi
þangað sem hann sankaði að sér
styttum Selfyssinga. Meðal þess
sem lögreglan festi hendur á var
stytta af búálfi, tvö ljón, strákur
með hjólbörur og fleira í þeim dúr.
Góssinu hefur nú verið skilað til
eigenda sinna. Samkvæmt upplýs-
ingum rannsóknadeildar lögregl-
unnar á Selfossi er ekki vitað hvað
manninnum gekk til með athæfi
sínu og ekki hafði hann krafist
lausnargjalds. Enn er nokkurra
gripa saknað úr görðum Selfyss-
inga og stendur rannsókn yfir. ■
Bandaríkin:
Bólusett gegn
efnavopnum
BÓLUSETNING George W. Bush
Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að
setja af stað áætlun um bólusetn-
ingu landsmanna
við bólusótt. Her-
menn og heilbrigð-
isstarfsmenn yrðu
bólusettir fyrstir
allra enda myndu
þeir verða í víglín-
unni ef efnavopna-
árás yrði gerð á
landið.
Um hálf milljón
hermanna og álíka
margir heil-
brigðisstarfsmenn
í Bandaríkjunum
yrðu bólusettir. Síðar meir gæti al-
menningur sjálfviljugur látið bólu-
setja sig. ■
BÓLUSETT
Elizabeth Forrester
lét bólusetja sig á
dögununum í til-
raunaskyni.
HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA
Læknarnir segja að undirmannað hafi ver-
ið áður en það sé ekki á það bætandi að
fækka nú. Ekki sé hægt að ráða sig við
þær aðstæður.
Læknar Suðurnesjum:
Fækkun al-
varlegt mál
HEILBRIGÐISMÁL María Ólafsdóttir,
fyrrum yfirlæknir á Heilsugæslu-
stöðinni í Reykjanesbæ, segir
læknana sem þar hafa starfað al-
varlega huga að því að ráða sig
annað. „Það er sorglegt hvernig
þetta hefur þróast og úr því sem
komið er þá eigum við ekki von á
að heyra meira frá Sigríði Snæ-
björnsdóttur, framkvæmdastjóra
Heilbrigðisstofnunarinnar, en við
áttum von á tilboði frá henni eftir
fund á mánudagsmorgun.“
María segir þetta alls ekki snú-
ast um krónur og aura heldur sé
fyrst og fremst um trúnaðarbrest
að ræða. „Okkur finnst vissulega
ekki koma til greina að ráða okkur
á lakari kjörum. En það sem okk-
ur finnst langalvarlegast er að
áætlað sé að fækka læknum. Við
vorum undirmönnuð áður en við
sögðum upp og það er alveg út í
hött að ætla að við sinnum langt-
um fleiri sjúklingum en kollegar á
höfuðborgarsvæðinu, Selfossi eða
Akureyri, svo ég nefni eitthvað til
samanburðar.“ segir María Ólafs-
dóttir. ■
LAUNADEILA Nokkrir starfsmenn
sem unnu að gerð kvikmyndarinn-
ar Maður eins og ég, sem Júlíus
Kemp framleiddi, eru vonsviknir
og sárir vegna samninga sem þeir
gerðu og áttu að tryggja þeim betri
laun en ella. Sömdu
starfsmennirnir
um að vinna á
skertum launum
og fá bónusgreiðsl-
ur við hækkandi
aðsókn að mynd-
inni. Þegar sýning-
um var hætt
reyndust áhorfendur vera 19.519.
Vantaði því 481 áhorfanda svo
starfsfólkið fengi laun sín að fullu.
E n d u r s k o ð u n a r f y r i r t æ k i ð
PricewaterhouseCoopers heldur
utan um aðsóknartölurnar og hef-
ur staðfest þær:
„Ég verð að túlka þessa samn-
inga mér í hag og starfsmennirn-
ir túlka þetta svo sér í hag,“ seg-
ir Júlíus Kemp leikstjóri, sem að
vonum er óánægður með aðsókn-
ina og sér fram á tap. Hann hefur
áður gert þrjár myndir og þá gert
sambærilega samninga við
starfsmenn sína. „Í þeim tilvik-
um stórgræddu allir, Veggfóður
fékk um 50 þúsund áhorfendur
og Íslenski draumurinn um 40
þúsund,“ segir Júlíus og telur að
starfsfólk geti hækkað laun sín
um 100-200 prósent með því að
gera samninga eins og þá sem
hér um ræðir. „Aðstoðarleikstjór-
inn minn vildi semja um ekkert
eða tvöfalt eftir 20 þúsund áhorf-
endur og það er hans mál. Hann
fékk hins vegar greitt fyrir vinnu
sína við handritið. Sýningum
myndarinnar var hætt eftir að
hún hafði verið sýnd í þrjú kvöld
fyrir tómum sal,“ segir Júlíus.
„Ég hefði gjarnan viljað að
myndin hefði verið sýnd lengur
en aðsóknin var dottin niður.“
Í máli þessu er einnig deilt um
hvort telja eigi boðsmiða með
þegar áhorfendafjöldinn er
reiknaður út. Með því móti fengi
starfsfólkið launin sín. Júlíus
Kemp telur það hins vegar af og
frá því boðsmiðar séu ekki hluti
af tekjum myndarinnar.
eir@frettabladid.is
MAÐUR EINS OG ÉG
Starfsmenn tóku áhættu og sitja nú sumir eftir með sárt enni.
Deilt um uppgjör
vegna kvikmyndar
Starfsmenn gerðu samning um laun eftir 20 þúsund áhorfendur.
Rúmlega 19 þúsund manns sáu Maður eins og ég. Framleiðandinn
segist með allt á tæru. Aðstoðarleikstjóri afar ósáttur.
481 áhorf-
anda vantaði
upp á að
starfsfólkið
fengi laun sín
að fullu.