Fréttablaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 18
FUNDIR 12.20 Þórarinn Arnarson flytur erindið Sambönd lífrænna efna og steinda á botni Kyrrahafs út af ströndum Mexíkó og Wash- ingtonfylkis í málstofu Efna- fræðiskorar í stofu 158, VR II, Hjarðarhaga 4-6. 13.30 Margrét I. Hallgrímsdóttir ljós- móðir ver meistararitgerð sína Út- koma spangar í eðlilegri fæðingu, áhrif stellingar og meðferðar. Vörnin fer fram í kennslustofunni á 3. hæð í Læknagarði, Vatnsmýr- arvegi 16. 15.00 Fræðslunet Suðurlands á Selfossi efnir til hátíðafundar að Hótel Sel- fossi í tilefni af því að þá verða af- hentir styrkir úr Vísinda- og rann- sóknasjóði Fræðslunets Suður- lands. UPPÁKOMUR 16.00 Nemendur á öðru ári Margmiðl- unarskólans í Iðnskóla Reykjavík- ur kynna lokaverkefni sín í húsi skólans við Faxafen. Allir vel- komnir. 18.00 Hin árlega Stjörnumessa verður haldin í bílaverkstæðinu Bíla- stjörnunni við Gylfaflöt í Grafar- vogi. Þar koma fram Aðalsteinn Ingólfsson, Ari Trausti Guðmunds- son, Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elíasson, Kristín Marja Baldursdóttir, Sigmundur Ernir og Sigurbjörg Þrastardóttir. Einar Kárason og KK troða einnig upp. Aðgangur ókeypis. 20.00 Pars Pro Toto, ásamt fjölda sam- starfsfólks, stendur fyrir sýningu á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Þar verður meðal annars sýnt sólódansverkið Jói. Elvis-sýning verður á Broadway. Kjell Elvis, ein fremsta Elvis-eftir- herma heims, syngur við undirleik hljóm- sveitar Gunnars Þórð- arsonar. TÓNLEIKAR 20.00 Kór Laugarneskirkju heldur að- ventu- og jólatónleika í Laugar- neskirkju. Aðgangseyrir er kr. 1000. 21.00 Raftónlistartónleikar verða haldnir á Vídalín við Ingólfstorg. Þar koma fram Einóma, Adrone, Shaha Mostar, Biogen og Exos. 21.00 Karlakór Reykjavíkur heldur að- ventutónleika fyrir komandi jól í tónlistarhúsinu Ými við Skógar- hlíð. 23.00 South River Band heldur útgáfu- tónleika í Iðnó. Hljómsveitin gaf út fyrsta geisladisk sinn í sumar en hefur enn ekki haldið eigin- lega útgáfutónleika. SKEMMTANIR Papar spila á Players í Kópavogi. Hljómsveitin Cadillac leikur á Kringlu- kránni. Hinir ástsælu Spaðar halda útgáfutón- leika á Grand Rokk. Land og synir spila á Astró. LEIKHÚS 20.00 Klundurjól verða í Kaffileikhús- inu. Fjórir leikþættir með jóla- tengdu efni verða frumfluttir á vegum Hugleiks. 20.00 Veislan er sýnd á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Nokkur sæti laus. 20.00 Hversdagslegt kraftaverk er frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar. Uppselt. 21.00 Sellófon er sýnt í Félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík. Nokkur sæti laus. 21.00 Beyglur með öllu eru sýndar í Iðnó. Nokkur sæti laus. Síðasta sýning fyrir jól. SÝNINGAR Magnús Guðjónsson og Gunnar Geir sýna í húsi Gráa kattarins, Hafnargötu 18 í Keflavík. Magnús sýnir verk sem unnin eru í grjót og smíðajárn. Gunnar Geir sýnir málverk, teikningar og lág- myndir frá ýmsum tímabilum. Sýningin stendur út desember og verður opin frá kl. 14 til 18 alla daga nema sunnudaga. Einar Hákonarson og Óli G. Jóhanns- son sýna verk sín í Húsi málaranna við Eiðistorg. Í nýjum sýningarsal í Húsi mál- aranna sýna Bragi Ásgeirsson, Einar Þorláksson, Guðmundur Ármann, Jó- hanna Bogadóttir og Kjartan Guðjóns- son. Sýningin stendur til 23. desember og er opin frá 14 til 18 fimmtudaga til sunnudaga. Sýning á frummyndum Brian Pilk- ington úr bókinni Jólin okkar stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin stendur til 22. desember. Guðjón Ketilsson sýnir á myndvegg skartgripaverslunarinnar Mariellu á Skólavörðustíg 12. Sýningin stendur til 5. janúar. Elva Hreiðarsdóttir sýnir grafíkverk í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5. Sýn- inguna nefnir Elva Grjót og sækir hún efnivið myndverka sinna til náttúrunnar eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna. Sýningin verður opin á verslunar- tíma og stendur til 18. desember. Í hers höndum er yfirskrift á sýningu sem stendur yfir í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Sýningin er opin alla daga klukkan 12-17 og stendur til 2. febrúar. Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur sýningu á verkum sínum í Kaffitári, Bankastræti 8. Sýningin er opinn frá 7.30 til 18.00 og stendur til 10. janúar. Sýningin Reyfi stendur yfir í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Myndlistarkon- urnar Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir vinna saman undir nafn- inu Tó-Tó og á sýningunni sýna þær flókareyfi úr lambsull. Sýningin stendur til 22. desember og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Sýning á málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur stendur yfir í Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru mál- verk unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýninguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið, tíminn og eilífðin. Sýningin í Hall- grímskirkju er haldin í boði Listvinafé- lags Hallgrímskirkju og stendur til loka febrúarmánaðar. Ólöf Kjaran sýnir í Rauðu stofunni í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Sýninguna nefnir listakonan Undir og ofan á. Sýn- ingin stendur til 13. desember. Sigríður Gísladóttir stórgöldrótt-mynd- listakona sýnir Vörður í Salnum #39, nýju galleríi við Hverfisgötu 39. Sýningin stendur til 12. desember. Sýningin Heimkoman eða: heimurinn samkvæmt ART stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Sýningin samanstendur af málverkum og ljós- myndum danska myndlistarmannsins Martin Bigum frá árunum 1997-2002. Sýning á jólamyndum teiknarans Brian Pilkington stendur yfir í Kaffistofu Hafn- arborgar. Sýningin er opin alla daga og lýkur 22. desember. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir smá- myndir og skúlptúra sem unnin eru í anda jólanna í Kompunni, Kaupvangs- stræti 23, Listagili á Akureyri. Sýningin stendur til 23. desember og er opin alla daga frá klukkan 14 til 18. Í Hafnarborg stendur yfir sýningin “Sambönd Íslands“, alþjóðleg sýning með þátttöku erlendra listamanna sem hafa heimsótt Ísland og íslenskra lista- manna búsettra erlendis. Sýningin stendur til 22. febrúar. Samsýning Bryndísar Jónsdóttur, Ásu Ólafsdóttur, Kristínar Geirsdóttur, Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og Þorgerðar Sigurðardóttur, Samspil, stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 22. desember. Lína Rut Wilberg sýnir olíumálverk á 18 13. desember 2002 FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER hvað? hvar? hvenær? JÓLAGLEÐI Í kvöld klukkan 18 verður hin árlega Stjörnumessa haldin í bílaverkstæðinu Bílastjörnunni við Gylfaflöt 10 í Grafarvogi. Að venju kemur þar fram fjöl- mennur hópur listamanna með Grafarvogsskáldin í broddi fylking- ar. Þeir sem lesa upp úr verkum sín- um að þessu sinni eru Aðalsteinn Ingólfsson, Ari Trausti Guðmunds- son, Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elíasson, Kristín Marja Baldursdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Sigurbjörg Þrastar- dóttir. Þá munu Einar Kárason og KK troða upp og Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson flytja nokkur lög. „Stjörnumessan hefur fest sig í sessi sem föst menningarsamkoma á aðventunni,“ segir Kristmundur, eigandi verkstæðisins. „Messan er haldin að frumkvæði Grafarvogsskáldanna og eigenda Bílastjörnunnar. Svo njótum við stuðnings frá Miðgarði, fjölskyldu- þjónustu Reykjavíkurborgar í Graf- arvogi.“ Kristmundur segir að leyni- gestur muni heiðra samkomuna en fæst að sjálfsögðu ekki til að tjá sig frekar upp um það. „Þá eru fimm myndlistarmenn sem starfa á Korpúlfsstöðum með myndlist á skjávarpa og sam- komunni lýkur svo með flugelda- sýningu á vegum Flugeldaævin- týrsins. Svo bjóðum við auðvitað gestum upp á léttar veitingar,“ segir Kristmundur. ■ FRÁ SÍÐUSTU STJÖRNUMESSU Sigmundur Ernir kom fram og las úr verk- um sínum á bílaverkstæðinu Bílastjörn- unni í fyrra. Árleg Stjörnumessa: Listamenn á bílaverk- stæði Nóvember – Desember Jólahlaðborð frá 29. nóvember Skötuveisla 23. desember Velkominn í jólahlaðborðið okkar Einar Geirsson Yfirmatreiðslumaður Opnunartími Hádegi mán. – föst. 12.00 – 14.00 Kvöld alla daga frá 18.00 tveir fiskar ( við Reykjavíkurhöfn ) Geirsgata 9 • 101 reykjavik sími 511 - 3474 netfang restaurant@restaurant.is heimasíða www.restaurant.is Síðumúla 3-5 H e r r a n á t t f ö t

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.