Fréttablaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 13. desember 2002 Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni KVIKMYNDIR Leikkonan Nia Varda- los mun fylgja eftir hinni gríð- arvinsælu kvikmynd „My Big Fat Greek Wedding“ með gamanmyndinni „Connie and Carla.“ Vardalos skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið í nýju myndinni, alveg eins og hún gerði í „My Big Fat Greek Wedding.“ Sú mynd hefur halað inn um 18 milljarða króna frá því hún var frumsýnd í Bandaríkjunum. ■ Leikkonan Nia Vardalos: 18 millj- arða smelli fylgt eftir VARDALOS Nia Vardalos sló heldur betur í gegn með síðustu mynd sinni. MYNDASÖGUR Myndasögufyrirtækið Marvel Comics hefur ákveðið að láta eina af persónum sínum koma út úr skápnum. Þó að þetta sé ekki í fyrsta skipti í sögu myndasagna sem ofurhetja er samkynhneigð er þetta í fyrsta skipti sem aðalper- sóna mánaðarlegs myndasögurits er hommi. „The Rawhide Kid“ var vinsæl sögupersóna á sjötta áratugnum en blöðin um hann voru gefin út í nokk- ur ár. Nú á að endurvekja hetjuna af dvala sínum með nokkrum breyt- ingum. Í upphaflegu seríunni var aldrei gefið til kynna að pilturinn girntist kynbræður sína og mun hann því koma formlega út úr skápnum í febrúar þegar fyrsta blaðið um ný ævintýri hans verður gefið út. Blöðin verða teiknuð af hinum 86 ára gamla John Severin, sem teikn- aði upphaflega seríuna. Höfundur handritanna verður Ron Zimmer- man, sem þekktastur er fyrir að skrifa efni fyrir útvarpsþátt Howard Stern. Persónan hefur þó alla tíð verið afar feimin við stelpur og átti það til að tjá sig um klæðnað annara hetja. Það á að hafa verið meginástæðan fyrir því að Zimmerman vildi fá hann út úr skápnum. Forstjóri Marvel-útgáfunnar segist búast við misjöfnum við- brögðum við þessari grundvallar- breytingu á eðli hetjunnar. Aðrar samkynhneigðar ofurhetj- ur í gegnum árin eru til dæmis North Star í X-Mönnum og Apollo og Midnighter úr The Authority- hópnum, sem eru par. ■ Samkynhneigð myndasögupersóna: Kemur út úr skápnum THE RAWHIDE KID Var vinsæll titill á sjötta áratugnum. Í febrúar snýr hann aftur á blaðahillurnar og kemur opinberlega út úr skápnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.