Fréttablaðið - 24.01.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0
Ódýrasti rafbíllinn
260 km drægni
Nýr e-up!
Verð frá
2.990.000 kr
STJÓRNSÝSLA Samkvæmt skýrslu
Innri endurskoðunar Reykjavíkur-
borgar um Sorpu er það talinn
veikur hlekkur í framkvæmd gas-
og jarðgerðarstöðvar að sérskip-
aður rýnihópur stjórnar hafi verið
lítt virkur.
Hópurinn, sem var stofnaður
í febrúar árið 2017, hafði vel skil-
greind verkefni og hlutverk hvað
varðar faglegt og fjárhagslegt eftir-
lit. Átti hópurinn meðal annars að
koma með ábendingar um hvernig
bregðast ætti við ófyrirséðum
atvikum og ef kostnaður stefndi í
óefni. Fundir áttu að vera mánaðar-
legir en urðu aðeins tveir og engar
ábendingar skráðar frá hópnum.
Í skýrslunni segir að fram hafi
komið hjá Birki Jóni Jónssyni
stjórnarformanni að hann hefði
ekki fengið vitneskju um tilvist
rýnihópsins eða hlutverk hans.
Þegar hópurinn var stofnaður voru
tveir núverandi stjórnarmenn í
stjórn, Bjarni Torfi Álf þórsson frá
Seltjarnarnesi og Kolbrún G. Þor-
steinsdóttir frá Mosfellsbæ sem
jafnframt var skipuð í rýnihópinn.
Bjarni segir að láðst hafi að láta
nýja stjórnarmenn vita, en við
stjórnarskipti árið 2018 hafi ekki
verið tilnefnt í hópinn. Hann hafi
samt áfram verið til. Bjarni segir að
ekki sé um samskiptavanda innan
stjórnarinnar að ræða. „Samskiptin
eru mjög fín, í stjórninni er fólk á
svipuðum aldri sem nær prýðilega
saman,“ segir hann.
„Stjórnin þarf að íhuga sína
aðkomu. Það er ljóst að eftirlits-
skyldu bæði stjórnar og stýrihóps
var mjög ábótavant. Það er ekki eitt
sem klikkar heldur margt,“ segir
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
Telur hann eina ástæðu þess að
eftirlitshlutverk Reykjavíkurborgar
sé veikt vera byggðasamlagakerfið
sjálft, sem sé notað í Sorpu, Strætó
og fleiri fyrirtækjum í eigu sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Þó að Reykjavík eigi meira en 66
prósent í Sorpu bs. hafi borgin
aðeins einn fulltrúa af sex í stjórn.
„Ég held að þetta sé mjög gallað
kerfi. Sérstaklega hvernig öllu er
haldið í mjög lokuðum boxum,
hvort sem það er sorp, félagslegt
húsnæði eða almenningssamgöng-
ur. Þetta er allt saman stór þáttur í
rekstri Reykjavíkurborgar og það
er ekki hægt að útvista ábyrgðinni
í lokað box,“ segir Eyþór.
Segir hann að stokka þurfi upp
kerfið, því að minni sveitarfélögin
treysti á borgina, fjölga fulltrúum
Reykjavíkur, færa formennskuna
og efla upplýsingagjöfina.
Líf Magneudóttir vildi ekki tjá sig
um málið. Hvorki náðist í Kolbrúnu
né Birki Jón. – khg
Stjórnin íhugi aðkomu sína
Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir að stjórn Sorpu þurfi að íhuga aðkomu sína og breyta þurfi
byggðasamlagakerfinu. Stjórnarmenn höfðu mismunandi vitneskju um hina umdeildu framkvæmd.
Rýnihópur stjórnar var
stofnaður í febrúar 2017 en
fundaði aðeins tvisvar.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marels á Íslandi, var heiðruð á árlegri Viðurkenningahátíð Félags kvenna í atvinnulífinu í Gamla bíói í gær. Var hún heiðruð fyrir að
vera öðrum konum hvatning og fyrirmynd. Hún segir frábært að fá viðurkenningu fyrir það sem hún hafi mikla ástríðu fyrir og að það hafi komið skemmtilega á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
HEILBRIGÐISMÁL Á þriðja tug eru
látnir af völdum kórónaveirunnar
sem geisar nú í borginni Wuhan
í Kína. Hátt í sjö hundruð manns
hafa smitast. Ferðir til og frá Wuhan
og nágrannaborginni Huanggang,
eru nú bannaðar, samanlagt búa þar
um 18 milljónir manna.
Enginn grunur er um að veiran
hafi borist til Íslands. Sóttvarna-
læknir hefur gef ið út ráðlegg-
ingar vegna ferðalaga Íslendinga til
útlanda, sérstaklega til Kína.
Bent er á að gæta vel að almennu
hreinlæti, sérstaklega handþvotti.
Forðast skuli náið samneyti við
einstaklinga sem eru með almenn
kvefeinkenni. Eru þeir sem leita til
heilbrigðiskerfisins beðnir um að
láta heilbrigðisstarfsfólk vita hafi
þeir ferðast til Kína.
Ekki er þó ástæða fyrir ferðatak-
mörkunum til og frá Kína. – ab
Á þriðja tug
látnir vegna
veiru í Kína