Fréttablaðið - 24.01.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.01.2020, Blaðsíða 6
Mateusz var 29 ára og bjó á Íslandi í fjögur ár. Fyrir Bóndann Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 2599 kr.pk. Sashi T-bone steikur, 500 g VIÐSKIPTI Opinberir aðilar munu alls verja 132 milljörðum til verk- legra framkvæmda á þessu ári. Alls er um að ræða fjögurra milljarða króna aukningu frá því í fyrra. Þetta kom fram á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins sem fór fram á Grand Hóteli í gær. Áætlað er að Vegagerðin muni framkvæma mest, eða fyrir alls 39 milljarða króna, sem er tæplega 17 milljörðum króna meira en kynnt var á síðasta ári. Isavia gerir ráð fyrir framkvæmdum fyrir 21 millj- arð króna og Reykjavíkurborg fyrir tæplega 20 milljarða króna. Í fyrsta sinn á þessu þingi eru sérstaklega kynntar verklegar framkvæmdir vegna Landspítala sem eru áætlaðar upp á tæplega 12 milljarða króna. Þá fyrirhugar Landsnet að bæta við framkvæmdir frá síðasta ári sem nemur 2,5 milljörðum króna. „Það er ljóst að það á að bæta verulega í þegar kemur að sam- göngumálum. Vegagerðin hyggur á útboð fyrir tæplega 17 milljarða króna hærri upphæð en í fyrra, það er mjög jákvætt,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Það er heil- mikil þörf fyrir innviðauppbygg- ingu. Eins og kom fram í skýrslu Samtaka iðnaðarins frá því haustið 2017 er uppsöfnuð þörf 372 millj- arðar.“ Sigurður segir aðstæður í hag- kerfinu mjög hagfelldar fyrir fram- kvæmdir. „Launþegum í mann- virkjagerð hefur fækkað milli ára. Svo er samdráttur í hagkerfinu. Það eru kjöraðstæður, bæði vegna þess að það er slaki og vegna þess að það er æskilegt við þessar aðstæður að hið opinbera bæti í framkvæmdir. Það er því bæði nauðsynlegt og skynsamlegt að ráðast í innviða- uppbyggingu.“ – ab Kjöraðstæður fyrir framkvæmdir Vegagerðin 38,7 Isavia 21,0 Reykjavíkurborg 19,6 Landspítalinn 12,0 Landsnet 11,7 Framkvæmdasýslan 9,3 Veitur 8,8 ON 4,5 Landsvirkjun 4,1 Faxaflóahafnir 2,2 Alls 131,9 ✿ Áætlaðar framkvæmdir Í milljörðum króna Það er heilmikil þörf fyrir innviða- uppbyggingu. Eins og kom fram í skýrslu Samtaka iðnaðarins frá því haustið 2017 er uppsöfnuð þörf 372 milljarðar. Sigurður Hannesson, framkvæmda- stjóri SI MANNSHVÖRF Mateusz Tynski, búsettur í Sandgerði, sem hvarf í febrúar á síðasta ári, fannst látinn í Póllandi fyrr í mánuðinum. Þetta staðfestir bróðir hans, Karol Tynski. Fór útför Mateusz fram í bænum Pyskowice í suðurhluta Póllands í gær. Mateusz, sem var 29 ára, bjó á Íslandi í fjögur ár og starfaði lengst af í fiskvinnslu. Hann var ókvæntur og barnlaus. Eins og Fréttablaðið greindi frá í sumar sást hann síðast á f lugvellinum í Keflavík á leið úr landi en hann hafði ekki látið fjöl- skyldu sína vita af ferðinni, sem var óvenjulegt að sögn Karol. Ekki var vitað um nein vandræði sem Mateusz ætti við að stríða hérna á Íslandi né óreglu og hann var í reglulegu símasambandi við fjöl- skyldu sína ytra. Hvarf hans upp- götvaðist ekki fyrr en í maí. Lögreglan í Póllandi leitaði Mateusz í sumar en málið var ekki rannsakað á Íslandi því að hann var talinn hafa farið úr landi. Ekki var rannsakað hvort hann hefði sagt upp vinnu, selt bíl sinn eða aðrar eigur áður en hann fór úr landi. Auglýsingar um hvarf Mateusz voru hins vegar birtar hér, meðal annars af pólska sendiráðinu. Stóð leit enn þá yfir um áramótin. – khg Fannst látinn í Póllandi Hvarf Mateusz Tynski uppgötvaðist í maí á síðasta ári. MYND/ITAKA LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS Líð á frettabladid.is allar um fólk, menningu, tísku, heilsu og margt eira. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook KJARAMÁL Starfsgreinasambandið (SGS) og Félag framhaldsskóla- kennara vísuðu bæði í gær kjaravið- ræðum sínum við samninganefnd ríkisins til Ríkissáttasemjara. Þá var viðræðum Félags fréttamanna við Samtök atvinnulífsins vegna RÚV einnig vísað til sáttasemjara. Samningar á opinbera vinnu- markaðnum hafa verið lausir í næstum tíu mánuði og er mikillar óþreyju farið að gæta hjá stéttar- félögum opinberra starfsmanna og öðrum félögum sem semja við ríki og sveitarfélög. „Þolinmæðin er bara þrotin og við teljum að hér þurfi bara skýrari verkstjórn. Ríkissáttasemjari hefur ekkert mjög langan tíma þangað til við ákveðum næstu skref,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, um ástæðu þess að viðræðun- um hafi verið vísað til sáttasemjara. Í síðustu viku var skrifað undir kjarasamning SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga og er gert ráð fyrir að atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna ljúki 10. febrúar næst- komandi. Eitt af stærstu málunum sem enn eru óleyst í viðræðum opinberra starfsmanna eru málefni vaktavinnufólks en skipaður var sérstakur starfshópur um þau mál. „Okkur finnst þessi vinna í vakta- vinnuhópnum ganga allt of hægt. Önnur vinna í viðræðunum sem átti að fara í samhliða hefur engan veginn náð sér á strik. Þar hafa menn til að mynda ekki verið til- búnir, að okkar mati, til að horfa til ýmissa þátta í sveitarfélagasamn- ingnum,“ segir Flosi. Sverrir Jónsson, formaður samn- inganefndar ríkisins, segist vona að samskiptin við samningsaðila verði áfram góð þrátt fyrir að þessum málum hafi verið vísað á borð ríkis- sáttasemjara. „Stóra málið í þessum viðræðum er vinnutímabreytingar. Það er f lóknara að breyta því í tilfelli vaktavinnufólks en frá því í síðustu viku höfum við setið mjög þétt yfir því. Það samtal hefur gengið mjög vel,“ segir Sverrir. Fundað hafi verið stíft alla síð- ustu helgi og í gær. Þá gerir hann ráð fyrir að unnið verði áfram í starfs- hópnum núna um helgina. „Sú vinna gengur afskaplega vel og það er góður andi og sam- hljómur. Þetta hefur verið tappinn í þessum viðræðum. Gangi það vel er ég vongóður um að það sem eftir standi muni líka ganga vel. Við erum reiðubúin að ganga frá samn- ingum fljótt þegar vaktavinnunni lýkur.“ Boðað hefur verið til baráttu- fundar opinberra starfsmanna undir yfirskriftinni „Kjarasamn- inga strax!“ næstkomandi fimmtu- dag. Það eru BHM, BSRB og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sem standa að fundinum. Búið er að ganga frá samningum við félög sem í eru um helmingur félagsmanna í BHM en enn er ósam- ið við ellefu aðildarfélög. Mál BSRB gegn ríki, sveitarfélögum og Reykja- víkurborg eru öll á borði Ríkissátta- semjara. Þá mun atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir félagsmanna Ef lingar sem starfa hjá borginni ljúka um helgina. sighvatur@frettabladid.is Þolinmæði SGS þrotin Starfsgreinasambandið (SGS) og Félag framhaldsskólakennara vísuðu deilum sínum við ríkið til ríkissáttasemjara í gær. SGS segir þörf á skýrari verkstjórn. Mikillar óþreyju gætir hjá félögum opinberra starfsmanna enda samningar verið lausir lengi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ríkissáttasemjari hefur ekkert mjög langan tíma þangað til við ákveðum næstu skref. Flosi Eiríksson, framkvæmda- stjóri SGS 2 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.