Fréttablaðið - 24.01.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.01.2020, Blaðsíða 2
Veður Suðvestan 15-25 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Éljagangur, en léttskýjað austan til á landinu. Vestan 13-20 í kvöld. SJÁ SÍÐU 20 NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS KANARÍ BUNGALOWS PARQUE CRISTOBAL 3* VERÐ FRÁ 119.900 KR. Á MANN MIÐAÐ VIÐ 2 FULLORÐNA & 2 BÖRN 7. - 14. FEBRÚAR Þorramatnum komið fyrir LÖGREGLUMÁL Meðal þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi eru menn sem hlotið hafa þunga dóma fyrir framleiðslu og innf lutning á fíkniefnum. Í tilkynningu lögreglu síðastliðinn sunnudag kom fram að sex hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fram- leiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Fram kom í tilkynningunni að lög- regla hefði ráðist í fjölda húsleita og lagt hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er sumarbústaður við Hafravatn meðal staða sem húsleitir tóku til. Mun grunur leika á um að þar hafi framleiðsla fíkniefna farið fram. Meðal grunaðra er einstaklingur sem lauk nýverið afplánun í fangelsi fyrir manndráp. Þá mun meintur höfuðpaur í málinu hafa fengið dóm fyrir umfangsmikil skattsvik og aðrir tveir fengu dóma hvor í sínu skútumálinu, annars vegar í Pól- stjörnumálinu og hins vegar i í Pap- eyjarmálinu sem dómur féll í fyrir áratug. Einn hinna grunuðu fékk nýverið þungan dóm fyrir fíkni- efnaframleiðslu og var hann hand- tekinn á Litla-Hrauni um helgina. Úrskurður um gæsluvarðhald fimm mannanna til 31. janúar var staðfestur í Landsrétti á miðviku- dag. Gæsluvarðhald sjötta manns- ins er til 27. janúar. – aá Vanir menn í haldi lögreglu Viðamiklar aðgerðir lögreglu leiddu til gæsluvarðhalds sex manna. STJÓRNMÁL Þingsályktunartillaga forsætisráðherra um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu of beldi og áreitni á öllum skóla- stigum er meðal nýrra mála á upp- færðri þingmálaskrá ríkisstjórnar- innar. Þar er einnig að finna frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka í tengslum við innleiðingu fimmtu peningaþvættistilskipunar ESB. Þá leggur félags- og barnamála- ráðherra fram frumvarp til að styrkja lagagrundvöll Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og um f lutning verkefna þangað frá Barnaverndarstofu. Alls eru 15 ný mál á þingmála- skránni en 26 mál detta út og framlagningu 50 mála er seinkað miðað við upphaf lega áætlun. Af þeim 227 málum sem er að finna í endurskoðaðri þingmálaskrá hafa 84 verið lögð fram. – sar Fimmtán ný stjórnarmál SAMFÉLAG Þörfin á að byggja upp úrræði fyrir heimilislausa í höfuð- borginni er brýn en alls eru um 80 einstaklingar á biðlista. Reykja- víkurborg tilkynnti um mitt síðasta ár að hún hygðist reisa 25 smáhýsi á nokkrum stöðum á höfuðborgar- svæðinu. Erfiðlega hefur þó gengið að f inna heppilega staði fyrir umrædd hýsi. Fyrst var ákveðið að reisa fimm slík hýsi á reit við Héðinsgötu og féll sú ákvörðun í grýttan jarðveg. Síðan þá hefur verkefnið dregist talsvert allt þar til að velferðarsvið Reykja- víkurborgar valdi loks þrjár lóðir og auglýsti væntanlegar breytingar á deiliskipulagi. Umræddar lóðir eru við Eski- hlíð og Guðrúnartún, þar sem þrjú hýsi eiga að rísa á hvorri lóð. Þá eiga fimm hýsi að rísa við lóð á Veður- stofuhæð. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessar fyrirhuguðu framkvæmdir. Hópur íbúa tók sig saman og skrif- aði bréf um málið þar sem hvatt er til þess að áætlunum borgarinnar verði mótmælt. Í bréfinu er bent á úrræðin sem fyrir eru í hverfinu, Konukot í Eskihlíð og heimili fyrir tvígreinda karlmenn við Miklu- braut. Segir í bréfinu að íbúar verði varir við þessa starfsemi. Víða séu sprautur og sprautunálar í nærum- hverfinu, til dæmis í anddyrum blokka og húsgörðum. Lögregla og sjúkralið séu tíðir gestir og vísað er í nokkrar skelfilegar uppákomur. Meðal annars morð á heimilinu á Miklubraut fyrir nokkrum árum og hnífsstungu sem gestur Konukots bar ábyrgð á. Þá eigi fjölmörg börn leið um hverfið dag hvern til þess að sækja æfingar hjá Knattspyrnufélaginu Val og þriðja þunga úrræðið í hverfið sé því afar óheppilegt. Heiða Björg Hilmisdóttir, formað- ur velferðarráðs, segist hafa fullan skilning á afstöðu íbúa og að athuga- semdirnar verði teknar til athugunar áður en tillagan verði afgreidd. „Það er réttur íbúa að gera athugasemdir við deiliskipulagsbreytingar. En það er líka mikilvægt að finna góðar lóðir fyrir þessi litlu hús sem við erum að koma fyrir í borginni fyrir fólk sem vantar heimili. Við gerum allt sem við getum til að finna góðar staðsetningar í sátt við íbúa og umhverfi.“ bjornth@frettabladid.is Íbúar í Hlíðahverfi mótmæla smáhýsum Íbúar í Hlíðahverfi eru margir afar ósáttir við fyrirætlanir borgarinnar um að reisa smáhýsi fyrir heimilislausa á tveimur lóðum við Eskihlíð og Veðurstofu- hæð. Í bréfi frá hópi íbúa er bent á að tvö þung úrræði séu þegar skammt frá. Smáhýsin eru sambærileg þessum sem eru í Seattle-borg í Bandaríkjunum. Við gerum allt sem við getum til að finna góðar staðsetningar í sátt við íbúa og umhverfi. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Í dag er bóndadagur. Hefur sú hefð myndast að makar gefi bónda sínum blóm í dag. Dagurinn er einnig fyrsti dagur þorra. Hefst þá formlega tíð þorrablóta þar sem þjóðlegur matur er í boði, hefur sú hefð rækilega fest sig í sessi meðal landsmanna síðustu sextíu árin eða svo. Starfsmenn Nóa- túns voru í óðaönn að koma þorramat fyrir í kjötborðinu í gær á meðan nokkrir spenntir viðskiptavinir biðu með óþreyju. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.