Fréttablaðið - 24.01.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.01.2020, Blaðsíða 8
Sóttvarnalæknir hér á landi hefur gefið út ráðlegg- ingar vegna ferðalaga Íslendinga til útlanda, sérstaklega til Kína. Hjólað í gegnum eyðilegginguna MJANMAR Alþjóðadómstóllinn í Haag í Hollandi hefur fyrirskipað Mjanmar að grípa þegar í stað til allra nauðsynlegra ráðstafana til að stöðva þjóðarmorð og illa með- ferð á Róhingja múslimum sem eru í minnihluta í landinu. Stjórnvöld í Gambíu sækja dóms- mál gegn Mjanmar vegna þjóðar- morðs á Róhingjum fyrir hönd samtaka múslimaríkja. Herinn í Mjanmar, sem lét til skarar skríða gegn Róhingjum í Rakhine-héraði haustið 2016, hefur verið sakaður um f jöldamorð, skipulagðar nauðganir og önnur of beldisverk. Talið er að herinn hafi drepið þúsundir Róhingja- karla, kvenna og barna, og neytt um 730.000 þeirra úr landi. Flestir Róhingjanna f lúðu til Bangladess og dvelja nú þar í f lóttamanna- búðum. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjan- mar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, mætti fyrir Alþjóðadóm- stólinn í desember síðastliðnum til að svara fyrir alvarlegar ásakanir um þjóðarmorð. Þar hélt hún uppi vörnum fyrir herinn og sagði ásak- anir Gambíumanna bæði rangar og í skötulíki. Eftir að dómstóllinn birti kröfur sínar í gær hefur Suu Kyi, viður- kennt að stríðsglæpir kynnu að hafa verið framdir gegn Róhingjum í ættlandi hennar, en vísar enn á bug ásökunum um þjóðarmorð. Dómstóllinn k refst þess að mjanmörsk yfirvöld skili skýrslu um stöðu og þróun mála eftir fjóra mánuði og síðan á hálfs árs fresti. Koma verði í veg fyrir dráp á Róh- ingjum og allt of beldi í garð þeirra. Krafa Alþjóðadómstólsins er bindandi og ekki hægt að áfrýja ákvörðuninni. Hins vegar mun dómurinn engar leiðir hafa til eftir- fylgni. Búist er við að málið verði til umfjöllunar dómstólsins í nokkur ár. – ds Alþjóðadómstóllinn krefst verndar Róhingja Hundruð þúsunda Róhingja hafa flúið ofsóknir Mjanmar til Bangla- dess. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA RÚSSLAND Dúman, neðri deild rúss- neska þingsins, samþykkti í gær ein- róma frumvarp um þær breytingar á stjórnarskrá landsins sem Vlad- ímír Pútín forseti lagði fram og taka eiga gildi eftir að kjörtímabili hans lýkur árið 2044. Atkvæðagreiðsla deildarinnar í gær var sú fyrsta af þremur. Næst verður gengið til atkvæða 11. febrúar. Athygli vekur að ekki er liðin vika frá því að Pútín kynnti hugmyndir að stjórnarskrárbreytingum. Hann segir að þeim sé ætlað að styrkja lýðræðið í landinu og færa þinginu aukin völd. Ákvæði verða sett inn um að forseti geti eingöngu setið samanlagt í tvö kjörtímabil. Sérstök nefnd sem Pútín skip- aði hefur, ásamt þingmönnum, lagt til ýmsar viðbætur við frum- varpsdrögin sem samþykkt voru í morgun. Pútín, sem er 67 ára, hefur stýrt Rússneska sambandsríkinu í meira en 20 ár. AP-fréttastofan segir gagnrýn- endur telja að með stjórnarskrár- breytingunum vilji Pútín tryggja sér áframhaldandi áhrif. Þannig segir rússneski auðmaðurinn Mik- hail Khodorkovskíj, sem sat í 10 ár fangelsi fyrir að ögra Pútín og býr nú í Bretlandi, að forsetinn sé með þessu að tryggja sér alger völd. Þau völd munu nú færast meira í skugga bakherbergja. Khodorkovskíj telur að Pútín gæti mögulega verið að undirbúa kosningar í ljósi almennr- ar óánægju vegna efnahagsvanda landsins. – ds Neðri deildin samþykkir tillögur Pútíns Frá rússneska þinginu í gær sem samþykkti einróma stjórnarskrár- breytingar Pútíns. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA HEILBRIGÐISMÁL Á þriðja tug eru látnir af völdum kórónaveirunnar sem geisar nú í borginni Wuhan í Kína. Hátt í sjö hundruð manns hafa smitast. Ferðir til og frá Wuhan, sem og nágrannaborginni Huanggang, eru nú bannaðar, samanlagt búa þar um 18 milljónir manna. Þá hefur öllum skrautsýningum og meiri háttar hátíðarhöldum í tilefni kín- versku áramótanna um næstu helgi verið aflýst í höfuðborginni Peking. Eftir að veirunnar varð fyrst vart sendu kínversk yfirvöld viðvörun til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar. Bönd hafa borist að markaði með afurðir villtra dýra. Stemningin í Wuhan er eftir atvik- um. Viðmælandi BBC í borginni lýsti andrúmsloftinu „líkt og um heims- endi væri að ræða“. Hillur stórmark- aða séu nánast tómar og þeir sem eru utandyra hafi grímu fyrir vitum. Síðustu daga hafa tilfelli verið staðfest í Sjanghæ, Shenzhen og Peking. Búið er að staðfesta eitt til- felli í Bandaríkjunum. Grunur er um að veiran hafi borist til annarra landa, þar á meðal Taílands og Skot- lands. Allir sem hafa látist voru með undirliggjandi sjúkdóma. Enginn grunur er um að veiran hafi borist til Íslands, en sóttvarna- læknir fylgist vel með stöðunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gefið út ráðleggingar vegna ferðalaga Íslendinga til útlanda, sér- staklega til Kína. Bent er á að gæta vel að almennu hreinlæti, sérstak- lega handþvotti. Forðast skuli náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni. Þá er ráðlagt að forðast náið sam- neyti við villt dýr eða dýr á almenn- um mörkuðum. Nota skuli klút fyrir vitin við hnerra þegar um kvefein- kenni er að ræða og þvo hendur reglulega. Þá eru þeir sem leita á spít- ala eða heilsugæslu hérlendis beðnir um að láta heilbrigðisstarfsmenn vita hafi þeir verið í Kína nýlega. Ekki er þó ástæða til að takmarka ferðalög til og frá Kína. Sóttvarnastofnun Evrópusam- bandsins telur líklegt að veiran geti borist til Evrópu, sérstaklega til landa sem eru með beinar flugsam- göngur til Wuhan. Veiran virðist ekki valda jafn skæðum sjúkdómi og HABL-veiran gerði snemma á öldinni en þá létust um 10 prósent þeirra sem sýktust. arib@frettabladid.is Stemningin á við heimsendi Á þriðja tug eru látnir og hátt í sjö hundruð hafa smitast af kórónaveirunni í Kína. Tveimur borgum hef- ur verið lokað. Íbúi segir andrúmsloftið minna á heimsendi. Sóttvarnalæknir fylgist vel með stöðunni. Skortur er á andlitsgrímum í borginni Wuhan og því hefur framleiðsla á þeim verið stóraukin síðustu daga vegna sóttvarna. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ÍTALÍA Luigi di Maio, hinn 33 ára utanríkisráðherra Ítalíu, hefur látið af formennsku í Fimmstjörnu- hreyfingunni. Hreyfingin sem er lýðhygli- og andkerfisf lokkur, fékk 32,7 prósent atkvæða og 227 þingmenn í kosn- ingunum árið 2018. Mjög hefur dregið úr fylgi f lokksins í skoð- anakönnunum síðustu mánuði og mælist f lokkurinn nú með minna en 16 prósenta fylgi. Allt hefur logað stafna í milli í f lokknum síðustu misseri. Alls hafa 27 þingmenn ýmist hætt af sjálfsdáðum eða verið hraktir af þingi á kjörtímabilinu. Fjárhagur f lokksins hefur einnig reynst erf- iður. Fimmstjörnuhreyfingin og Lýð- ræðisf lokkurinn mynda nú saman ríkisstjórn á Ítalíu. – ds Lætur af formennsku í Hreyfingunni Fylgi flokks Luigi di Maio utanríkis- ráðherra Ítalíu hefur fallið mjög síðustu mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Gróðureldarnir í Ástralíu hafa sett mikinn svip á samfélagið, landslagið og ekki síst dýralífið í landinu. Eldarnir settu einnig svip sinn á hjólreiða- keppnina Tour Down Under sem fer nú fram. Annar hluti keppninnar lá gegnum hæðirnar fyrir ofan Adelaide þar sem bæði hjólreiðamenn og áhorfendur fundu svo sannarlega fyrir eyðileggingunni. Mikill hiti og hvass vindur gera það að verkum að búist er við f leiri eldum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 2 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.