Fréttablaðið - 23.12.2019, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 9 9 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 2 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9
NEYÐAR
PAKKATAKKINN!
Engar áhyggjur, við hjálpum þér!
OPIÐ 23
HJÁLP! Það er Þorláksmessa
og ég veit ekki hvað ég á að
gefa pabba mínum!
Hafnartorg - 511 1900 - michelsen.is
Glæsileiki
í jólaskapi
LENGRI
OPNUNARTÍMI
Í NETTÓ
OPIÐ Í ÖLLUM NETTÓ
VERSLUNUM TIL 23 Í KVÖLD
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN
Í NETTÓ GRANDA OG MJÓDD
Það var margt um manninn í Árbæjarsafni í gær. Þar var skorið laufabrauð, spunnið og prjónað. Um allt var ilmur af hangiketi sem sauð í stórum potti. Þá sló fyrir vitin sterkum ilmi
af kæstri skötu sem mallaði í einu húsanna í safninu. Jafnframt var í safninu sýnt hvernig jólahald heldra fólks fór fram á upphafsárum tuttugustu aldar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
SAMGÖNGUR Strætó bs. skoðar nú
fýsileika þess að metanvæða hluta
af bílaf lota fyrirtækisins. Mark-
miðið er að nýta mikla umfram-
framleiðslu Sorpu bs. á gastegund-
inni. Í dag er kveikt í umtalsverðum
hluta framleiðslunanr en þrátt fyrir
það mun metanframleiðsla Sorpu
tæplega tvöfaldast þegar ný gas- og
jarðgerðarstöð fyrirtækisins verður
tekin í notkun á næsta ári.
Nýlega festi Strætó kaup á tveim-
ur metanvögnum fyrir rúmlega 70
milljónir króna. Annar þeirra var
tekinn í notkun í byrjun septem-
ber og hefur reynslan af akstrinum
verið góð.
Til skoðunar er að fjölga metan-
vögnum upp í allt að tuttugu en
til þess þarf að ráðast í talsverðar
framkvæmdir. Leggja þarf eins kíló-
metra gasleiðslu frá Bíldshöfða, þar
sem aðstaða er til áfyllingar á met-
ani, að höfuðstöðvum Strætó bs. við
Hestháls. Jóhannes Svavar Rúnars-
son, framkvæmdastjóri Strætó,
segir að það sé mikill ókostur að
þurfa að fara út fyrir höfuðstöðv-
arnar til að fylla á vagnana eins og
nauðsynlegt sé í dag.
Veitur hf. munu standa straum
af framkvæmd lagnarinnar. Niður-
stöður frumathugunar og arð-
semigreiningar liggja fyrir hjá
fyrirtækinu en hafa ekki enn verið
gerðar opinberar þar sem tölurnar
munu liggja til grundvallar útboðs
ef af verður. Í greiningunni er gert
ráð fyrir að Strætó skuldbindi sig
til þess að kaupa ákveðið magn af
gasinu.
Ef lögnin verður að veruleika þarf
Strætó að fjárfesta í öflugum áfyll-
ingarbúnaði á gasinu. Tíðinda er að
vænta á nýju ári. – bþ / sjá síðu 4
Skoða metanvæðingu vagna Strætó
Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.
TÍMAMÓT Loftur Jóhannesson,
f lugmaður og meintur vopnasali,
hefði fagnað 89 ára afmæli sínu
í dag. Hann féll frá í janúarlok á
þessu ári eftir ævintýralegan en
að sama skapi umdeildan feril, ef
marka má umfjallanir erlendra
fjölmiðla. Meðal annars er Loftur
sagður hafa átt í nánu samstarfi
við austur-þýsku leyniþjónustuna
Stasi um vopnasölu víða um heim.
Þar gekk var hann þekktur undir
viðurnefninu „Íslendingurinn“.
Hann var sagður hafa augðast
mjög á Bíafra-stríðinu á árum áður
og meðal alræmdustu viðskipta
hans var sala á tylft skriðdreka
til ríkisstjórnar Sadam Husseins
í Írak. Jafnframt var hann talinn
meðal auðugustu Íslendinganna.
– bþ / sjá síðu 22
Íslendingurinn
kvaddi á árinu
SAMFÉLAG Halldóra Mogensen,
hefur verið í húsnæðishrakningum
undanfarinn mánuð eftir að mygla
fannst í leiguíbúð hennar.
– bþ / sjá síðu 6
Þingkona flúði
myglaða íbúð