Fréttablaðið - 23.12.2019, Síða 12

Fréttablaðið - 23.12.2019, Síða 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Allt er þetta fremur dapurleg upptalning og því freist- andi að leiða þessar staðreyndir hjá sér í okkar fremur friðsæla heimshluta. Hinni nýju stofnun og starfsfólki hennar óska ég alls vel- farnaðar. Jón Þórisson jon@frettabladid.is PREN TU N .IS mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS LAUFABRAUÐ eftir norðlenskri uppskrift ................................................ Hægtað pantasteikt ogósteikt Alþingi afgreiddi á dögunum lög um stofnun Hús-næðis- og mannvirkjastofnunar sem verður til við sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúða- lánasjóðs og tekur til starfa um áramót. Lýkur þar með níu ára sögu Mannvirkjastofnunar sem undirritaður hefur veitt forstöðu frá stofnun 1. janúar 2011. Starf- semi Mannvirkjastofnunar skiptist í þrjá meginþætti; byggingarmál, eldvarnir og rafmagnsöryggismál. Til þess að opinbert eftirlit sé einsleitt á landsvísu og gagnsætt er mikilvægt að yfirvöld setji fram skýrar og samræmdar reglur með nákvæmum lýsingum á því hvernig eftirlitið fari fram. Reglur þessar eru gefnar út í svokölluðum skoðunarhandbókum. Skoð- unarhandbækur tryggja einsleitt og samræmt eftirlit en stórauka einnig möguleika framkvæmdaaðila til að stunda eigið eftirlit. Þó sérstaklega ef þær eru á rafrænu formi og skila niðurstöðum úttekta beint inn í rafrænar gáttir. Sú er raunin með rafmagnsöryggisgátt og eld- varnagáttina Brunavörð sem reynst hafa ákaf lega vel. Og segja má að bylting hafi orðið í stjórnsýslu byggingarmála þegar tekin var í notkun rafræn byggingargátt, en þar eru vistuð öll gögn vegna mannvirkja allt frá umsókn um byggingarleyfi til lokaúttektar og öll samskipti aðila vegna þessa. Byggingareftirlit Reykjanesbæjar og f leiri sveitar- félaga fer nú alfarið fram í gegnum byggingargátt- ina. Það er von mín að ný stofnun fylgi af metnaði eftir þessari ánægjulegu þróun opinbers eftirlits og vinni áfram af einurð að eldvörnum, byggingar- og rafmagnsöryggismálum. Nú þegar ljóst er að Mann- virkjastofnun í núverandi mynd mun heyra sögunni til á nýju ári vil ég færa starfsfólki stofnunarinnar og öðru samferðafólki bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf sem brunamálastjóri til tíu ára og síðan forstjóri Mannvirkjastofnunar. Hinni nýju stofnun og starfsfólki hennar óska ég alls velfarnaðar. Sjálfur lít ég stoltur um öxl og hverf til nýrra starfa. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Dr. Björn Karlsson forstjóri Mann- virkjastofnunar Ein fallegasta jólasaga sem sögð hefur verið er sagan af því hvernig hermenn fylkinga Breta, Frakka og Þjóðverja stöðvuðu kúlnahríðina, skriðu upp úr skotgröfunum og sungu jólasálma á aðfangadagskvöld árið 1914. Þetta var í algleymi heimsstyrj- aldarinnar fyrri og hermennirnir skiptust á gjöfum og grófu fallna félaga sína og sungu sálma. Þrátt fyrir þetta stutta vopnahlé, breytti það ekki framvindu styrjaldarinnar. Átökin hófust að nýju og stóðu í nær fjögur ár til viðbótar. En frásögnin er falleg og vitnar um mátt og helgi jólanna og allt það góða sem þau geta leitt fram. Við sem nú erum uppi, teljum okkur lifa á friðar- tímum og sýnist að stríð hafi varla verið háð frá því heimsstyrjöldinni síðari lauk. Svo er þó ekki. Í nýlegri umfjöllun í Fréttablaðinu kom fram að ver- öldin er stríðshrjáð því alls eru nær þrjátíu virk stríð og mikilsháttar átök í heiminum um þessar mundir. Fram kemur í umfjölluninni að háð hafa verið um 250 stríð og vopnuð átök þar sem meira en 50 milljónir manna hafa fallið frá því heimsstyrjöld- inni síðari lauk, milljónir manna hafa lagt á f lótta og tugir milljóna orðið heimilislausar. Á síðasta ári einu er talið að nær 80 þúsund hafi fallið í stríðsátökum í heiminum og fjöldi fólks á ver- gangi vegna þeirra nemi tæplega 70 milljónum. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi sem hófst árið 2011 er talin ein mestu átök síðari ára með miklu mannfalli og hefur leitt óáran yfir milljónir manna. Um svipað leyti hófust átök í Jemen og í Afganistan hafa átök verið nær samfelld um nær tuttugu ára tímabil. Þá hafa fleiri en 100 þúsund menn fallið í grimmilegu stríði hersins í Mexíkó, lögreglu og eiturlyfjahringja. Allt er þetta frekar dapurleg upptalning og því freistandi að leiða þessar staðreyndir hjá sér hér í okkar fremur friðsæla heimshluta. Á þessum teningi er önnur hlið. Nefnilega hags- munir vopnaframleiðenda. Í fyrrgreindri umfjöllun er dregið fram að hergagnaframleiðsla stendur nú í miklum blóma. Sala vopna og ýmis þjónusta við stríðandi fylkingar nam í fyrra um 420 milljörðum Bandaríkjadala, á vegum hundrað helstu vopna- framleiðenda heims og hafði þá aukist um tæplega fimm prósent frá fyrra ári. Það jafngildir ríflega sextánfaldri landsframleiðslu Íslendinga eins og hún mældist árið 2018. Þessi starfsemi fer fram um nær allan heim og athygli vekur að í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, löndum sem talin eru friðelskandi, er umtalsverð vopnaframleiðsla. Þannig á framleiðsla vopna sem notuð eru við vopnaskak í fjarlægum heimshlutum, með tilheyrandi hörmungum, þátt í fjárhagslegri velsæld í þessum ríkjum. Það er umhugsunarefni. Með þetta allt til hliðsjónar er nærtækt að fyllast vonleysi um að menn leggi nokkru sinni niður vopn. Samt er einlæg von um frið ofarlega í huga manna, ekki síst í aðdraganda jóla. Undir hana er tekið, þó hún kunni að reynast ósk- hyggja. Gleði og friðarjól  Í fjarlægð Kristján Þór Júlíusson sagði frá því í útvarpinu um helgina að langt sé frá Öxarfirði til Namibíu. Tilefnið var að hann sagði sig frá málefnum í ráðu- neyti sínu sem varða Sam- herja. Þetta er rétt athugað því fjarlægðin er um ríf lega ellefu þúsund kílómetrar. Þá má spyrja: hversu langt er langt? Við því er ekki algilt svar en hitt er hins vegar áleitnara að þegar sjávarútvegsráðherra segir sig frá málum sem snerta stærsta sjávarútvegsfyrir- tæki landsins, hlýtur að fækka töluvert í verkefnabunka hans. Er ekki réttlætiskrafa að laun hans verði þá lækkuð samsvar- andi og jafnframt hækkuð um sömu tölu hjá ráðherranum sem tekur við þessum málum? Gamla trikkið Það var eitursnjallt trikk að skrúfa fyrir heita vatnið í Vesturbæ Reykjavíkur á laugardaginn. Þar með gátu Vesturbæingar loks upplifað hvernig er að hírast í köldum híbýlum, líkt og fjöldi fólks mátti reyna fyrir skemmstu. Einhverjir þvoðu hár sitt upp úr kaffivélarvatni, svo þeir gætu skammlaust skotist í Melabúðina eða Brauð og co. með tandurhreint hárið, eins og fréttir hafa verið f luttar af. Mikið er á menn lagt. bjornth@frettabladid.is 2 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.