Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2019, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 23.12.2019, Qupperneq 13
Guðmundur Steingrímsson Í DAG www.tannlaeknathjonusta.is +36709429573 Að vera leiðinlegur eða jafnvel reglulega andstyggilegur getur verið æði freistandi í daglegu amstri. Engin er sú fró betri mannshuganum, telja margir, en að ná að gusa meitlaðri móðgun í and- litið á samferðamanni þegar síst skyldi eða stinga hárbeittri niður- lægingu, vel tímasettri, í sálartetur manneskju þegar hún á ekki á því von. Hægt er að ylja sér við það í drjúga stund, heila mannsævi jafn- vel, að brugga fólki sem manni er illa við launráð. Að troða illsakir er listgrein í sjálfu sér og þarfnast mik- illar kunnáttu og orku. Atvinnu- menn í greininni ná að sneiða hjá óvildarmönnum sínum markvisst í áratugi, meira að segja þótt búið sé undir sama þaki. Til eru dæmi um að fólk í allmiklu návígi hafi komist hjá því að tala saman, nema með ókvæðisorðum, frá ungdómsárum til dauðadags. Möguleikar til vonsku eru óteljandi í lífinu. Þeir eru úti um allt. Alltaf. Hversu freistandi er það ekki að öðlast um stundarsakir útrás fyrir pirring sinn með því að hreyta ónotum í fólk í þjónustu- geiranum? Hvers vegna skyldi Hér sé guð maður ekki leyfa sér stundum að vera fretur? Margir taka þá ákvörðun að leyfa sér meira af slíku eftir því sem aldurinn færist yfir og vonbrigði lífsins hafa orðið með tímanum aflgjafi biturðar. Þá er gott — og manns réttur auðvitað — að tileinka sér truntuskap í samskiptum við aðra. Rífast mikið. Mikilvægt getur talist að öðrum líði jafnilla og manni sjálfum. Slíkt gerist auðvitað ekki af sjálfu sér. Fóðri maður illskuna er ekki loku fyrir það skotið að maður geti smám saman haft umtalsverð áhrif á kringumstæður sínar, jafn- vel mannkyn allt. Fólk getur orðið helstirni sem dreifir illsku eða svarthol sem gleypir gleði. Hægt er að gera sjálfan sig að riddara skammtímafróunar á kostnað langtímafarsældar og vaða inn á opinberan vettvang og rífa kjaft við skógarelda, hafið, andrúms- loftið, dýrin og framtíðina. Lýsa má yfir með oflátungshætti í þágu eigin valdabrölts að enginn viti neitt nema maður sjálfur. Að brenna skuli. Að eyðileggja skuli. Að drepa skuli. Illskan er æðislegt rúss. Hleypa má upp veislum með skætingi. Standa má í útistöðum við heilt nágrannasamfélag. Enginn skyldi vanmeta þann óþrjótandi pytt ákvarðana og breytni sem mannfólki býðst að kafa ofan í á degi hverjum til að sækja sér ný verkfæri og nýjar ástæður til að vera vondur. Ég skulda engum neitt er algeng mantra. Hver hefur nokkurn tímann gert nokkuð fyrir mig? Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn. Aðrir ógna okkur. Við skulum hata þá. Hinir byrjuðu. Ekki ég. Minn er rétturinn. Minn er pirringurinn. Mín er fíknin sem þarf að næra með skemmdar- verkum, skeytingarleysi, mútum og svikum. Minn er óttinn sem þarf að sefa, stressið sem þarf að springa, óhamingjan, biturðin og óréttlætið. Aðrir geta étið táfýlu- sokk. Hinn krafturinn Víkur þá sögunni að hinu. Í veröld hinna ótæmandi möguleika til illskubragða er til ógnarkraftur sem verkar stöðugt á móti. Þetta er svakalegur máttur. Frumkraft- ur. Það er gaman að segja frá því, en einu sinni í hugleiðingum með sjálfum mér í bíl á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu varð ég fyrir því, algjörlega edrú, að það laust niður í hausinn á mér, gjörsamlega upp úr þurru, hvað trú væri fyrir mér. Ég hafði strögglað við þetta álitamál. Þarna kom púslið heim og saman. Síðar hef ég heyrt að um þessa nálgun séu til heilmikil fræði, auðvitað, en pælingin er þessi: Á sama hátt og maður getur ætíð gert umhverfi sitt verra þá býðst manni alltaf líka í öllum kringum- stæðum, í öllum andartökum lífs- ins, sá möguleiki að gera umhverfi sitt betra. Það er alltaf hægt að taka slíka ákvörðun. Stundum snýst hún um einfalda hluti eins og að tuskast til þess að brosa þótt maður sé fúll. Að anda djúpt í stað þess að öskra. Að segja hug sinn. Að hlusta. Að segja fyrirgefðu. Þetta kann að virðast einfalt og f lestir ná þessu held ég ágætlega. En það skyldi þó ekki vanmeta það hversu snúið þetta getur verið. Stundum er alls ekki aug- ljóst hvað er gott. Lífið getur verið basl, fólk erfitt, kringumstæður glataðar, skítur farinn í viftu, allir uppgefnir og krafturinn víðs fjarri. En þá kemur einmitt að því: Þetta er trú en ekki stað- reynd. Maður getur trúað því að krafturinn sé þarna, þótt hann sé fullkomlega ósýnilegur. Það er guð. Þessi guð, sem umlykur mannkyn í hverri andrá og er andstæða hins sterka og margbreytilega leiðinda- krafts sem ég hef hér fjallað um, kallast kærleikur. Kærleikurinn er kraftur sem öllum býðst að leita að og nýta í öllum kringum- stæðum lífsins. Núna fögnum við honum. Gleðileg jól. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M Á N U D A G U R 2 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.