Fréttablaðið - 23.12.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 23.12.2019, Síða 16
Það er ekki ég, sem er að dæma bændur, ég er að vitna í lög landsins og fara þess á leit við dýrahaldara og eftir- litsaðila, að þessum lögum sé fylgt. Dýrin geta ekki talað fyrir sig sjálf, einhver verður því að reyna að gera það. Bændur eru að dæma sig sjálfir með gjörðum sínum. Takk fyrir ykkar ómetan- lega framlag kæru sjálfboða- liðar. Rauði krossinn er og verður til staðar. Við erum enn að gera okkur grein fyrir öllum af leiðing­um óveðursins í síðustu viku. Rauði krossinn þar með talinn. Frá því ég hóf störf fyrir Rauða krossinn hef ég ekki orðið vitni að jafn viðamiklum aðgerðum á landsvísu eins og þeim sem áttu sér stað í síðustu viku. Þegar sjálfboða­ liðar lögðust á eitt við að gera það besta úr aðstæðum. Það er í raun magnað að fylgjast með aðgerðum Víðtæk áhrif óveðurs Brynhildur Bolladóttir upplýsinga- fulltrúi Rauða krossins „hinum megin“ frá, öllu því sem á sér stað sem almenningur aldrei sér eða verður vitni að og hvernig viðbragðsaðilar vinna saman allir sem einn að því að koma fólki til aðstoðar. Hlutur Rauða krossins í neyðar­ vörnum landsins er kannski ekki alltaf mest áberandi og ýmsum við­ kvæmum verkefnum er sinnt sem aldrei ná eyrum almennings. Þegar veðrinu slotar og hægist um hjá mörgum viðbragðsaðilum taka sjálf boðaliðar Rauða krossins við. Þeir hlúa að fólki, veita hlýju, kaffi og spjall í fjöldahjálparstöðvum eða þjónustumiðstöðvum meðan raf­ magnið er enn úti, veita ábúendum og öðrum sálrænan stuðning sem getur falið í sér áfallahjálp, líta inn til þeirra og veita annars konar hag­ nýtan stuðning. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum voru, og eru jafnvel enn, aðstæður fólks afskap­ lega erfiðar. Það skal ekki vanmeta andlega þáttinn sem getur setið lengi í fólki og jafnvel komið fram þegar mestu lætin eru yfirstaðin. Bændur höfðu ekki aðeins áhyggjur af sér og sínum heldur einnig skepn­ unum og fjöldi hrossa lét lífið. Það er óþægilegt að missa tengingu við samfélagið og finna hvernig kólnar í húsinu um leið og kertin brenna niður. Öryggisleysið getur fylgt fólki áfram. Styrkur samfélagsins birtist svo sannarlega þegar á reynir og hvern­ ig hjálpsemi, náungakærleikur og þrautseigja sprettur fram. Bóndi einn sagaði niður eldhússtól þegar hann vantaði eldivið. Það lýsir svo sannarlega sjálfsbjargarviðleitni en er einnig aðstaða sem enginn ætti að þurfa að vera í. Rauði kross­ inn dreifði gashiturum til fólks í Þingeyjarsýsludeild til að fá ein­ hvern hita í húsin þegar ljóst var að rafmagnsleysið varaði lengur en nokkrar klukkustundir. Það er svo sannarlega ekki verkefni sem kemur inn á borð Rauða krossins á hverjum degi. Sjálf boðaliðar Rauða krossins sem tekið hafa þátt í aðgerðum sl. viku eru um 80 talsins en snerti­ f letir þeirra eru við f leiri en 250 íbúa. Eftir allt sem á hefur gengið taka samráðshópar áfallahjálpar við á fjölmörgum stöðum, sjálf­ boðaliðar halda áfram að tala við þá sem á stuðningi þurfa að halda og Hjálparsíminn 1717 og net spjallið eru opin allan sólarhringinn þar sem hægt er að ræða líðan sína, hvort sem það tengist óveðrinu, jól­ unum eða einhverju allt öðru. Ekki hika við að hafa samband við 1717 og leita aðstoðar. Takk fyrir ykkar ómetanlega framlag kæru sjálf boðaliðar. Rauði krossinn er og verður til staðar. Sigurður Sigurðarson, fyrr­verandi yfirdýralæknir, segir í grein í Bændablaðinu vorið 2016 m.a. þetta: „Það er skoðun mín að f lestum hrossum líði vel úti að vetrinum, ef þau fá nóg af góðu fóðri, greiðan aðgang að góðu drykkjarvatni og skjól fyrir illviðrum annaðhvort náttúrulegt skjól eða manngerð skýli sem uppfylla kröfur þ.e. hæð 2,5 metrar, skjólvængir gegn 3 vind­ áttum og 4 metrar að lengd minnst“. Sigurður, sem er mikill fagmaður og reyndur vel, kvartar svo í sömu grein yfir illri meðferð ýmissa bænda á útigangshrossum sínum. Tekur hann þessi dæmi: „Í hrakviðrum í janúar sl. (Sigurð­ ur var þá kominn á eftirlaun) höfðu samband við mig nokkrir menn sem hafa gott vit á hrossum og báðu mig um að koma á framfæri athuga­ semdum vegna illrar meðferðar á nokkrum hrossahópum á útigangi við Selfoss og í nærsveitum. Á einum staðnum væru hátt í 70 hross, þar af nokkur folöld og engin skjól. Farið væri að sjá á hrossunum, einkum folöldunum. Á nokkrum öðrum stöðum væru hópar með Þrautaganga þarfasta þjónsins Au g l ý s t h e f u r v e r i ð s t a r f ú t v a r p s s t j ó r a .Umsóknir nema tugum. Fjölmiðlar velta vöngum, vel með­ vitaðir um að tal og skrif um kost og löst á fólki er vinsælt umfjöllun­ arefni; hægt að gera sér mat úr slíku lengi vel. En stjórn Ríkisútvarpsins eyði­ leggur þennan leik og vill leggja það í mat umsækjenda sjálfra hvort nöfn þeirra skuli birt. Þá er okkur sagt að nafnleynd um umsækjendur til opinberra starfa stríði gegn gagnsæi og komi í veg fyrir aðhald gagnvart hinu opinbera. Ekki verður annað skilið Gagnsæi eða hnýsni Ole Anton Bieltvedt stofnandi Jarðarvina færri hrossum. Hvergi væru full­ nægjandi skjól, sáralítið, jafnvel ekkert gefið af heyi og ekki sinnt um að flytja að vatn í þurrfrostum.“ Þetta var í eðlilegu janúarárferði, fyrir nær fjórum árum, 2016. Þetta er dæmi um það, að með­ ferð útigangshrossa hefur lengi verið misjöfn, eftir bændum, og oft aðfinnsluverð. Ekki veit ég, hversu oft ég hef heyrt og lesið um van­ rækslu, vanhald og illa meðferð á þarfasta þjóninum í gegnum ára­ tugina. Ótal sinnum. Að hluta til, hefur þrautaganga þarfasta þjóns­ ins verið mikil. Það er því ekki eins og að þetta vandamál sé að koma upp fyrst nú, í hamförunum á dögunum, þó að sumir reyni að rugla umræðuna og réttlæta langvarandi vanrækslu og vanhald útigangshrossa með því fárviðri, sem nú varð, og illviðráð­ anlegar og hörmulegar afleiðingar þess. Undirritaður ritaði aðra grein, í annan miðil, á dögunum, þar sem hann gagnrýndi almennt útihrossa­ hald, bæði í fortíð og nútíð, en hinn hrikalegi dauðdagi um hundrað varnarlausra og hjálparlausra dýra vakti þetta mál auðvitað upp og gaf nýtt og stórt tilefni til að taka málið aftur til opinberrar umræðu. Þessi skrif leiddu til mikillar og, jafnvel, heiftarlegrar og illgjarnar gagnrýni á undirritaðan, þar sem því var haldið fram, að hann ráðist á hrossabændur, sem hefðu misst hesta sína í einstöku fárviðri, og væru nú í mikilli sorg og harmi yfir missi gripanna. Hefði gagnrýni mín á hendur þeim því verið óviðeigandi og ósanngjörn og dómar ranglátir. Einn, sem mun vera mennta­ maður, sagnfræðingur, þó að þess gæti ekki á orðbragðinu, segir að „Heilagleikinn og slepjan drúpi af hverju orði“ í grein minni, sem segir nokkuð um höfund þessara orða en ekkert um málefnið. Gagnrýni mín á útigangshrossa­ hald á Íslandi beinist að stöðu þess máls almennt og í víðu samhengi. Það gátu allir séð og skilið, sem eru sæmilega vel læsir og vildu skilja. Þó að ill meðferð sumra eða margra útigangshrossa síðustu ár og áratugi hafi verið höfuðatriðið í mínum skrifum, breytir það ekki því, að ýmsir bændur hefðu sýni­ lega getað varið og verndað sína hrossahjörð betur, en þeir gerðu nú í fárviðrinu, einfaldlega með því að fara að gildandi landslögum. 16. október 2014 undirritaði Sig­ urður Ingi, sjálfur dýralæknir og bóndi og þá landbúnaðarráðherra, reglugerð nr. 910/2014. Í henni segir m.a. í gr. 10: „Hross skulu hafa aðgang að fóðri a.m.k. tvisvar á sól­ arhring …“, og, „óheimilt er að hafa hross án vatns lengur en 6 klst. og án fóðurs lengur en 14 klst.“. Enn­ fremur: „Fóðrun skal hagað þannig að öll hross í hverjum hópi komist að fóðrinu samtímis“. Í 18. gr. sömu reglugerðar segir um „Útiganga“. „Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem full­ nægjandi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar eða hæðir, eru ekki fyrir hendi skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjól­ veggjum sem mynda skjól úr helstu áttum. Hver skjólveggur skal að lág­ marki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls“. Í lögum nr. 55/2013, sem framan­ greind reglugerð byggir á, segir svo í 1. gr. Markmið: „Markmið laga þess­ ara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hung­ ur og þorsta, ótta og þjáningu, sárs­ auka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur.“ Þessi lög og ofannefnd reglugerð mynda þann ramma, sem bændum ber að fylgja í sínu hrossa­ og dýra­ haldi. Þeir, sem geta sagt við sjálfan sig: Ég reyndi eftir megni að fylgja þessum ramma, bæði í gegnum tíðina og nú, geta haft góða sam­ vizku. Verið sáttir við sig og sitt. Hinir ekki. Það er ekki ég, sem er að dæma bændur, ég er að vitna í lög landsins og fara þess á leit við dýrahaldara og eftirlitsaðila, að þessum lögum sé fylgt. Dýrin geta ekki talað fyrir sig sjálf, einhver verður því að reyna að gera það. Bændur eru að dæma sig sjálfir með gjörðum sínum. Það eru um 75.000 hestar í land­ inu, en aðeins húsaskjól fyrir um 15.000 þeirra. Þá má spyrja, hversu víða eru varnarveggir, sem vernda dýrin úr þremur vind­ og veður­ áttum, þegar veðurhamfarir ganga yfir, fyrir hin 60.000 greyin? Að lokum þetta: Ýmsir, bæði dýralæknar, starfsmenn MAST og jafnvel þeir, sem eiga að vera í for­ ustu í dýraverndarmálum, eru að halda því fram, að íslenzki hestur­ inn séu svo illu vanur frá landnáms­ tíð – útigangi í öllum veðrum, belj­ andi rigningar­ eða slyddustormi, hörkufrosti ofan í það, ískaldri bleytu, sem blindar og smýgur inn í hold og bein – að honum líki þján­ ingin vel. Sé orðinn vanur henni. Vilji þetta endilega. Mér hættir stundum til að vera orðhvass, og skammar konan mig þá. Ég vil því bara segja þetta: Hví­ líkir (fjárans) óvitar!! Ég beið eftir fluginu mínu á LAX þegar settist við hlið mér her­maður. Hann var á leiðinni heim, nýkominn frá Persaflóa. Með okkur hófst samtal og var hinn ungi maður mjög opinn um reynslu sína. Hann hafði tekið þátt í átökum í Írak og lýsti mjög fjálglega fyrir mér hvernig honum leið á meðan á átökunum stóð. Hann hefði verið með hnút í maganum allan tímann sem var allt í lagi því hann væri hnútnum vel kunnugur. Hann væri ekki ósvipaður magahnútnum sem hann bar í barnaskóla. Ég hváði við og óskaði eftir frekari skýringum. Treysti hann mér þá fyrir því að Textahernaður Guðmundur S. Johnsen formaður Fé- lags lesblindra á Íslandi hann væri lesblindur og hver dagur í skólanum hefði verið eins og orr­ usta. Þar sem ég er sjálfur lesblindur þá kveikti ég strax á þessum hnút. Hann var jú í maga mér alla mína skólagöngu, frá þeirri stundu er ég þurfti að takast á við hinn skelfilega texta sem allt skólastarfið snerist í kringum. Kvíðahnúturinn nagaði mig skóladaginn á enda og eftir að ég kom heim með skólalærdóminn. Í skarkalanum á LAX rann upp fyrir mér að alla mína skólagöngu hefði ég keyrt hið ósjálfráða varn­ arkerfi líkamans á útopnu svo ég gæti tekist á við textann. Ég gerði mér jafnframt grein fyrir því að hið sama gæti gilt um fleiri en mig. Þótt hið ósjálfráða varnarkerfi líkamans sé okkur nauðsynlegt til að takast á við skyndilega aðsteðj­ andi hættu þá er það ekki hannað til þess að keyra í langan tíma. Að keyra það lengi í einu getur valdið mikilli streitu, kvíða og ótta. Slík langvarandi vanlíðan getur haft Ögmundur Jónasson fyrrverandi þingmaður og ráðherra. en umboðsmaður Alþingis sé kom­ inn í þessa liðssveit. Vissulega getur það verið rétt að nafnleynd sé misnotuð, til dæmis ef hunsa á hæfa umsækjendur. Þá er eðlilegt, og meira að segja bráð­ nauðsynlegt, að öllum sé kunnugt um að þeir hafi boðið fram starfs­ krafta sína. Öllum megi þá ljóst vera að gengið hafi verið fram hjá þeim. Ef umsækjandi hins vegar óskar sjálfur nafnleyndar þá á að virða þá ósk. Þá eru líka fallin út aðhalds­ rökin. Hæfir umsækjendur sækja iðu­ lega ekki um starf sem óljóst er hvort þeir fengju, vilja ekki að komist í hámæli að svo stöddu að þeir gætu hugsað sér til hreyfings á núverandi vinnustað. Slíkt er skiljanlegt og ber að virða. Ætla má að nafnleynd, sé hennar óskað, kalli þannig á f leiri hæfa umsækjendur. Rök fyrir nafnbirt­ ingu eru þá að engu orðin. Eftir stendur þá bara eitt, forvitni og hnýsni. í för með sér alvarlega sjúkdóma síðar meir fyrir einstaklinginn. Má þar nefna hjartasjúkdóma og sykursýki tvö en hvort tveggja hef ég sjálfur þurft að takast á við. Þetta stendur hjarta mínu svo sannarlega nærri og þykir mér erfitt til þess að hugsa að mögulega líði lesblindum börnum í skólanum eins og hermönnum í orrustu. Því er afar mikilvægt að gerð verði rann­ sókn á tengslunum milli texta og kvíða hjá lesblindum börnum. Því er afar mikilvægt að gerð verði rannsókn á tengsl- unum milli texta og kvíða hjá lesblindum börnum. 2 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.