Fréttablaðið - 23.12.2019, Side 18
2 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
Saga Danny Ings innan vallar er
ansi mikil rússíbanareið. Eftir að
hafa slegið í gegn með Burnley samdi
hann við Liverpool og kom á frjálsri
sölu, eða svona næstum því. Liver
pool þurfti að borga uppeldisbætur,
þær dýrustu í sögunni, um 6,5 millj
ónir punda. Hann hafði skorað 21
mark í Championship deildinni og
11 á sínu fyrsta tímabili í deild þeirra
bestu. Hann var 22 ára og framtíðin
virtist svo sannarlega björt.
Skömmu síðar var hann valinn í
enska landsliðið í fyrsta sinn gegn
Eistlandi og Litháen í undankeppni
HM. Jurgen Klopp var að taka við
Liverpool af Brendan Rodgers og
það vissu f lestir að Klopp var að
fara að gera eitthvað stórkostlegt
með liðið. Ings var kominn með
þrjú mörk og virtist pluma sig vel
meðal stóru strákana. Hann skoraði
meðal annars í borgarslagnum gegn
Everton.
En þá dundu ósköpin yfir. Á
fyrstu æfingu Klopps með Liver
pool, þann 15. október 2015, sleit
Ings krossband í vinstra hné. Von
irnar um EM 2016 fuku út um glugg
ann og tímabilið var búið. Hann
náði reyndar að koma til baka áður
en það kláraðist og kom inn á í síð
asta leik tímabilsins gegn WBA.
Hann var í varaliðinu á meðan
hann var að vinna í að ná fyrri styrk
í hnéð en var klappaður og klár,
nánast akkúrat ári síðar til að spila
gegn Tottenham í deildarbikarnum.
Þar meiddist hann á hægra hné og
var frá í 11 mánuði. Hann neitaði þó
að gefast upp og hóf endurhæfingu
um leið og hann gat og í apríl 2018
skoraði hann fyrsta markið sitt eftir
meiðslin gegn WBA. Hann hafði þá
beðið 930 daga á milli marka.
Klopp hafði ekki setið auðum
höndum og var kominn með þá
Sadio Mane, Roberto Firmino og
Mo nokkurn Salah í framlínuna.
Þeir virðast aldrei meiðast og því
var erfitt fyrir Ings að brjóta sér
leið í byrjunarliðið. Fyrir utan að
þeir þrír eru talsvert betri en Ings
svo það sé nú bara sagt.
Klopp vildi gjarnan halda Ings
því hann var gríðarlega vinsæll í
klefanum. En hann sá að hann gat
ekki haldið honum. Southampton
fékk hann lánaðan en hann ólst upp
í Netley sem er skammt frá borginni
og dreymdi um að spila með félag
inu. Hann var tíu ára þegar South
ampton sagði við snáðann að hann
væri of lítill og hann kæmist ekki
lengra. Hann spilaði með Itchen
Tyro þangað til hann komst á
reynslu hjá Bournemouth. Þar fór
boltinn að rúlla.
Dýrmæt mörk
Sigur Dýrðlinganna, eins og South
amptonmenn eru yfirleitt nefndir,
kom þeim þremur stigum frá Aston
Villa sem situr nú í fallsætinu. Ings
hefur skorað 12 mörk í síðustu 13
leikjum sínum og er það sem sumir
kalla „Á eldi“. Hann er sterkur,
f ljótari en f lestir halda, getur
haldið boltanum uppi og er með
tvo góða fætur sem vita svo sannar
lega hvar netið er. Af 11 mörkum
hans í deildinni hafa fimm komið
með hægri og fimm með vinstri.
Southampton var ekki lengi að
tryggja sér þjónustu hans og borg
aði 18 milljónir punda fyrir kapp
ann, sem er í raun ótrúlega mikið
miðað við að hann skoraði aðeins
fjögur mörk fyrir Liverpool. En það
eru smáaurar miðað við að falla
ekki úr deildinni og mörkin hans
Ings munu trúlega halda félaginu á
meðal þeirra bestu – svo framarlega
sem hann helst heill.
Enskir fjölmiðlar segja að hann
sé loksins að ná fyrri heilsu og styrk
og sé farinn að sýna það af hverju
Liverpool fékk hann til sín, af hverju
þeir vildu halda honum og af hverju
Southampton borgaði svona mikið
fyrir kappann sem er 27 ára.
Góði gæinn
The Danny Ings Disability Sports
Project, er góðgerðarfélag sem hann
hefur á sínum snærum. Það borgar
þjálfurum laun fyrir að þjálfa fötluð
börn. Hann var aðeins nýskriðinn
yfir tvítugt þegar hann stofnaði
það. „Ég hef alltaf viljað gefa eitt
hvað til baka til samfélagsins.
Markmiðið er að Burnley geti teflt
fram liði skipað fötluðum í fyrsta
sinn og þetta er eitthvað sem mig
langar að stækka í framtíðinni,“
sagði hann árið 2014. Hann fékk
hugmyndina eftir að hafa gefið
skóna sína til Josephs Skinner,
stuðningsmanns Burnley sem er
fatlaður, en myndin af þeim félög
um fór víða um samfélagsmiðla.
Skömmu síðar uppfyllti hann ósk
Harley Jane Proctor sem óskaði sér
að hitta kappann. Hann gerði gott
betur og Proctor leiddi leikmenn
út á völl og eftir leikinn fór hann
með henni í dýragarðinn í Burnley.
Hann var enn bara rétt skriðinn yfir
tvítugt. Trúlega væri hægt að fylla
f leiri blaðsíður af góðverkum hans
utan vallar. Er nema von að heims
byggðin haldi örlítið með Ings og
voni svolítið að hann standi sig vel.
benediktboas@frettabladid.is
Dýrðlingur
dýrðlinganna
Danny Ings skoraði tvö marka Southampton
þegar liðið vann Aston Villa. Ings er kominn með
11 mörk á tímabilinu, þykir ákaflega skemmti-
legur og trúlega munu mörkin hans tryggja liðinu
áframhaldandi veru í deildinni. Utan vallar er
hann auðmjúkur og gjafmildur og rekur sitt eigið
góðgerðarfélag sem hann stofnaði 22 ára.
HETJA HELGARINNAR
Danny Ings
Fæddist 23. júlí árið 1992 í Netley hverfinu
í Winchester. Faðir hans var duglegur að
fara út í bolta með guttanum og draumur
inn var að spila með borgarliðinu Sout
hampton. Faðir hans er múrari og búa for
eldrar hans í sama húsi og Danny Ings ólst
upp í. Annað suðurstrandarlið, Bourne
mouth, tók guttann og á tveimur árum
skoraði hann 7 mörk. Hann hefur verið
ótrúlega óheppinn með meiðsli í gegnum
sinn feril, alveg frá því hann var gutti.
Seinna markið hans var
frábært. Hann er frábær karakt
er og auðvitað kunnum við að
meta að hann sé í þessu formi.
Hann var óheppinn í síðasta leik
þegar hann skaut í tréverkið og
mark var dæmt af honum en
hann missir ekki sjálfstraust.
Ralph Hasenhuttl, knattspyrnu-
stjóri Southampton, eftir
leikinn gegn Aston Villa.
Við munum sakna
hans mikið, einnig sem fót
boltamanns því þar hefur
hann frábæra hæfileika.
Hann var óheppinn hér
en við getum öll glaðst að
hann er farinn að spila aftur
og á leiðinni á góðan stað.
Fyrir hönd Liverpool segjum
við góða ferð, gangi þér vel
og við munum sakna þín.
Jurgen Klopp þegar hann
tilkynnti um sölu Ings til
Southampton.
930
dagar liðu á milli marka hjá
Ings þegar hann var í Liver-
pool. Þann 4. október 2015
skoraði hann gegn Everton
og svo 21. apríl 2018 gegn
WBA.